Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 281. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 37 MENNING VERÐUR ÍSLENSKAN AFTUR NÓGU GÓÐ? DAGLEGTLÍF Íslensku kokkana langar í þýskt gull Morgunblaðið/Hilma Steinarsdóttir Við vinnu Einar Jónsson, starfs- maður Bílaþjónustunnar á Þórshöfn. „OKKUR vantar fólk á flesta vinnu- staði í bænum. Það vantar hjúkr- unarfræðing, æskulýðs- og menn- ingarfulltrúa og reyndar fólk í flest störf í bænum til sjós og lands,“ seg- ir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð. Þórshöfn er eitt þeirra sveitarfé- laga sem hafa þurft að glíma við fólksfækkun á undanförnum árum. Bankarnir sem nú eru komnir í þrot, Glitnir, Kaupþing og Lands- bankinn, lánuðu ekki íbúum á lands- byggðinni til íbúðakaupa, hvorki í krónum né erlendri mynt. Björn segir flest sveitarfélögin á landsbyggðinni lítt hafa fundið fyrir þenslutímum undanfarinna ára. Þau séu að mörgu leyti vel búin til þess að takast á við bankakreppuna sem fyrirsjáanlegt er að hafi umtalsverð áhrif á íslenskt samfélag á næstu ár- um. „Sparisjóðurinn hefur þjónað atvinnulífinu hér myndarlega og stutt við atvinnulífið, sem er blóm- legt. Við finnum lítið fyrir krepp- unni,“ segir Björn. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveit- arfélög á landsbyggðinni hafa tekist á við mikið samdráttarskeið á sama tíma og þenslutímar einkenndu lífs- ins gang á höfuðborgarsvæðinu. Þau geti gegnt lykilhlutverki í uppbygg- ingarstarfi á næstu árum. magnush@mbl.is | 6 Finna hvorki þenslu né kreppu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞAÐ er mikil heift í heildsölum. Þeir verða fyrir ómældu tjóni því þeir eru álitnir vera vanskilamenn. Þeir segj- ast eiga peninga en fá ekki gjaldeyri. Fólk í útlöndum skilur það almennt ekki. Viðskiptasambönd sem hafa varað í áratugi eru að flosna upp,“ segir Knútur Signarsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, en að hans sögn gekk heildsölum yfirleitt illa að fá gjaldeyri í gær. „Það er hugsanlegt að menn hafi fengið eitthvað og þá miðað við geng- isvísitölu 200, en flestir hafa ekki fengið neitt eftir því sem ég hef heyrt,“ segir Knútur. Þeir sem eitt- hvað hafi fengið af gjaldeyri flytji inn matvöru, lyf og þess háttar. Menn fái þau svör að ekki sé til gjaldeyrir. Hagar, eitt stærsta innflutnings- fyrirtæki landsins, gat sent fyrstu greiðslur sínar um hríð til útlanda í gær. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði að standa hefði átti skil á þeim í síðustu viku. Hann sagði að valdir hefðu verið úr reikningar til að borga og greiðslurnar farið í gegnum Seðla- bankann. Bankinn temprar flæði gjaldeyris og njóta greiðslur fyrir t.d. matvöru og lyf forgangs. Finnur sagði að erlendir birgjar hefðu brugðist drengilega við, með því fororði að seinkun á greiðslum yrði ekki oft og að þær drægjust ekki lengi. Hann sagði Haga eiga langa og góða viðskiptasögu hjá flestum birgj- unum. „Það verður að tryggja nægt framboð af gjaldeyri,“ sagði Finnur. Viðskiptasambönd tapast  Heildsölum hefur gengið illa að fá gjaldeyri  Fyrstu greiðslur frá Högum Í HNOTSKURN»Seðlabankinn sendi inn-lánsstofnunum tilmæli um tímabundna temprun á útflæði gjaldeyris á föstudaginn var. »Forgangsafgreiðsla er ágjaldeyri vegna vöru- og þjónustuinnflutnings. Í for- gangsflokki eru t.d. matvara, lyf og olíuvörur. » Íslensk fyrirtæki hafa átterfitt með að standa í skil- um vegna gjaldeyrisskorts.  Bankakreppa | 2-6 og 12-16 STÍGAMÓT verða með opið hús frá kl. 12-14 út þessa viku til að efla sam- kennd meðal fólks og eru allir velkomnir sem vilja líta inn, rabba við náungann og fá sér súpu í leiðinni. Húsakynni Stígamóta eru við Hverf- isgötu 115, við hlið lögreglustöðvarinnar. Hefðbundin starfsemi Stígamóta verður lögð til hliðar rétt á meðan. Að sögn Rúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, var þetta úrræði samtakanna til að leggja sitt af mörkum til að efla samkennd og skapa vettvang fyrir fólk í miðri efnahagslægðinni. Góð stemning skapaðist í gær þegar Stígamótakonur opnuðu fyrsta daginn. Stígamót með opið hús í hádeginu út vikuna Morgunblaðið/Golli  „Með þessu bréfi viljum við sýna íslensku þjóðinni skilyrðislausan stuðning okkar við að þetta mik- ilvæga verkefni verði leitt til lykta.“ Svo segir í bréfi, sem þeir Vlad- ímír Ashkenazy tónlistarmaður, Ólafur Elíasson listamaður, Peer Teglgaard Jeppesen arkitekt og Jasper Parrott ráðgjafi hafa sent frá sér um Tónlistar- og ráðstefnu- húsið í Reykjavík. Segja þeir, að spurningar hafi vaknað um framtíð þess í því efnahagslega ofviðri, sem nú geisi á Íslandi, en það sé ekki ætlun þeirra að hverfa frá verkefn- inu eins og aðrir hafi gert. Segja þeir, að Íslendingar og íslensk menning eigi húsið skilið. » 4 Styðja Tónlistarhúsið  Stór bandarísk- ur fjárfestingar- sjóður hefur lýst yfir áhuga á skuldum Baugs við Kaupþing og eru fulltrúar hans væntanlegir til landsins í dag til þess að funda með skilanefnd bankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Breski kaupsýslumaðurinn Phil- ip Green er ennþá á landinu en hann hefur fundað með skilanefnd- um Kaupþings og Landsbankans. Á föstudaginn kom Green ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Gunnari Sig- urðssyni og Ingibjörgu Pálmadótt- ur á fund skilanefndar Kaupþings. Mun Green hafa viljað kaupa skuld- ir Baugs á 5% af raunvirði en tekið var heldur dræmt í þær hugmyndir hans. Hugsanlega er um fyrsta út- spil að ræða til þess að kanna samn- ingsstöðuna. Allt aðrar verðhugmyndir hafa verið nefndar milli bandaríska sjóðsins og skilanefndar Kaup- þings. Samanlagðar skuldir Baugs við Kaupþing og Landsbankann hlaupa á hundruðum milljarða króna. thorbjorn@mbl.is Green vildi kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti Philip Green

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.