Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF              ! "##$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                   7,   6 , 9   " & ./  ,  ;  , , < => ?>>< @ => ?>>< < => ?>>< A => ?>>< A => ?>>< < => ?>>< < => ?>>< A => ?>>< A => ?>>< < => ?>>< A => ?>>< A => ?>>< < => ?>>< B => ?>>< < => ?>>< < => ?>>< < => ?>>< =@ B ?>>< ?C D ?>>< A @ ?>>< < => ?>>< ?D D ?>>< B A ?>><          )%E )%E      F F )%E & E    F F ; 1 G  *      F F .6& ;     F F )%E '=I )%E C>       F ÞETTA HELST ... Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is VIÐSKIPTAVINUM Icesave-reikn- inga Landsbankans á Bretlandi fjölg- aði um tæp 100 þúsund á þessu ári. Þar með fjölgaði þeim innistæðu- reikningum sem íslenska ríkið þarf að tryggja um sömu tölu. Í lok árs 2006 voru viðskiptavinir Icesave á Bret- landi 128 þúsund talsins en voru yfir 220 þúsund undir það síðasta. Á sama tíma var íslenska Fjármálaeftirlitið (FME) að reyna að fá reikningana færða inn í dótturfélag bankans vegna þess að þeir voru orðnir of stór- ir. FME hafði allt frá ársbyrjun 2008 þrýst á Landsbankann um að færa Icesave-reikningana inn í dótturfélag sitt, Heritable-bankann, vegna þess að það taldi reikningana orðna hættu- lega stóra. Á meðan Icesave var útibú frá Landsbankanum þurfti íslenska ríkið nefnilega að tryggja innistæður að upphæð allt að 20.887 evrur á hvern Icesave-reikning. Gat ekki mætt kröfum Breska fjármálaeftirlitið gerði þær kröfur að Landsbankinn myndi færa eignir til jafns við skuldir (innistæður viðskiptavina sinna) áður en Icesave fengi að fara inn í dótturfélag. Lands- bankinn taldi sig ekki geta mætt þeim kröfum innan þess tímaramma sem breska fjármálaeftirlitið setti og því varð ekki af færslunni. Bankinn hélt samt sem áður áfram að safna við- skiptavinum inn á Icesave-reikn- ingana og því jókst virði þeirra eigna sem breska fjármálaeftirlitið krafðist að fært yrði út á móti. Því til viðbótar var ákveðið að opna Icesave-reikninga í Hollandi í lok maí. Í fréttatilkynningu vegna þessa kom fram að til stæði að sækja inn á enn fleiri evrópska markaði á kom- andi árum. Fjórtán þúsund manns opnuðu Icesave-reikning í Hollandi fyrstu vikuna eftir að þeir voru form- lega opnaðir. Fáum lánaða milljarða evra Morgunblaðið sagði frá því í gær að hámarksábyrgð Íslands vegna Ice- save-reikninganna í Hollandi og Bretlandi væri 4,1 milljarður evra. Hollensk og bresk stjórnvöld munu lána þeim íslensku þessar upphæðir til að þau geti staðið við skuldbind- ingar sínar. Ríkin tvö munu síðan gera upp við innistæðueigendurna í viðkomandi löndum. Þessu til viðbótar var það tilkynnt í gær að Englandsbanki ætlaði að lána þrotabúi gamla Landsbankans allt að 100 milljónum punda til að endur- greiða Bretum innistæður á reikning- um sínum. Um skammtímalán er að ræða. Til að greiða þessar háu upphæðir til baka á að selja eignir úr þrotabúi Landsbankans. Alls óljóst er enn hversu mikið fæst til baka með sölu þeirra eigna. Financial Times greindi frá því nýverið að fjármálalegar eign- ir Landsbankans væru metnar á sjö milljarða punda. Ef það reynist rétt ættu eignirnar að duga vel fyrir skuldunum. Icesave var orðinn allt of stór Í HNOTSKURN »Til að endurgreiða þærupphæðir sem bresk og hollensk stjórnvöld lána okk- ur til að greiða tryggingar á innistæðum Icesave-reikning- anna þarf að selja eignir. »Financial Times greindinýverið frá því að fjár- málalegar eignir Landsbank- ans væru metnar á sjö millj- arða punda. » Eina formlega tilboðiðsem hefur komið í eignir Landsbankans er tilboð Phil- ips Greens í skuldir Baugs.  Á sama tíma og FME vildi færa Icesave í dótturfélag vegna stærðar hélt Landsbankinn áfram að fjölga Icesave-viðskiptavinum  Ísland þarf að gangast í ábyrgðir upp á hundruð milljarða vegna þessa ● EKKERT liggur fyrir um hvort flýta eigi vaxtaákvörðunarfundi Seðla- banka Íslands, en þær raddir gerast æ háværari sem krefjast lækkunar stýrivaxta bankans. Á síðasta vaxta- ákvörðunardegi bankans, 11. sept- ember síðastliðinn, var tilkynnt að næsti ákvörðunardagur yrði fimmtu- dagurinn 6. nóvember næstkom- andi. Verði þeirri dagsetningu ekki breytt verður stýrivöxtum því ekki breytt fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmar þrjár vikur. bjarni@mbl.is Óbreyttur vaxtadagur ● STJÓRN Atorku Group hefur ákveðið að leggja fyrir hluthafafund að félagið verði afskráð úr Kaup- höllinni. Þá hefur stjórnin farið fram á það við Kaup- höllina að hluta- bréf í félaginu verði tekin úr við- skiptum. Í ljósi markaðsaðstæðna séu skilyrði fyrir rekstri skipulegs verðbréfamarkaðar á Íslandi naum- ast fyrir hendi og við þær forsendur geti eðlileg verðmyndun ekki átt sér stað með hlutabréf í félaginu þar sem enn ríki algjör óvissa á markaði. bjarni@mbl.is Atorka úr Kauphöll ÍSLENSKA ríkið er í ábyrgðum fyr- ir 46 milljarða króna í formi innlána í útibúi Kaupþings í Þýskalandi. Þýska fjármálaeftirlitið, BaFin, setti Kaupthing bankann í Frankfurt í greiðslustöðvun fyrir helgi og þar með voru öll innlán bankans fryst. Viðskiptavinir bankans eru tæplega 31 þúsund. Innistæður þeirra hljóða upp á 308 milljónir evra, eða um 46 milljarða króna miðað við 150 króna gengi evru. Benjamin Fischer, upplýsinga- fulltrúi hjá þýska fjármálaeftirlitinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri alveg ljóst að íslenska ríkið væri í ábyrgðum fyrir innlán bank- ans. Kaupþing hefði starfað í Þýska- landi eftir svokölluðu European Passport Scheme, sem er það sama og Icesave bankar Landsbankans störfuðu eftir í Bretlandi og Hol- landi. Starfsemi Kaupþings í Þýska- landi var því frábrugðin annarri er- lendri starfsemi bankans að því leyti að bankinn í Þýskalandi var útibú á meðan um var að ræða dótturfélög í hinum löndunum. Fischer segir það því klárt að lagalega séu innistæðurnar alfarið á ábyrgð íslenska ríkisins. Hjá viðskiptaráðuneytinu fengust þau svör að vel hefði gengið að semja um sölu og yfirtöku eigna Kaupþings erlendis. Þýskaland væri nú eina rík- ið sem eftir væri að semja við. Vefrit Spiegel vitnar í einn við- skiptavina bankans sem segir að hann búist ekki við að sjá þær 20 þúsund evrur aftur sem hann lagði inn á reikning sinn í Kaupthing í Frankfurt. camilla@mbl.is Íslensk ábyrgð 46 milljarðar Kaupþing í Þýska- landi lýtur sömu reglum og Icesave Árvakur/Golli Óvissa Staða þýska útibús Kaup- þings er önnur en dótturfélaganna. ● NOVATOR hefur selt alla hluti sína í finnska farsímafyrirtækinu Elisa. Finnski lífeyrissjóðurinn Varma keypti hlutinn, alls 10,4% í félaginu, og greiddi fyrir hann tæpar 194 millj- ónir evra. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, segir að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn í Elisa og félagið tapi ekki á sölunni. Ekki hafi verið um neyðarsölu að ræða en salan sé liður í að bregðast við erfiðum aðstæðum á fjár- málamörkuðum. Þá segir Ásgeir að ekki standi til að selja frekari hluti Novators í öðrum félögum eins og staðan er núna en ekki sé hægt að útiloka neitt. Hann segir að staðan sé gríðar- lega erfið fyrir íslensk félög nú þar sem bankar loki fyrir lánalínur til fé- laga sem tengjast íslenskum fjár- festum. Þetta bitni oft á félögum sem séu ekki í neinni starfsemi á Ís- landi. Í ljósi þessa hafi Novator ákveðið að selja hlut sinn í Elisa þrátt fyrir að símafyrirtækið sé ekki með neina starfsemi á Íslandi. camilla@mbl.is Sala Novators á Elisa ekki neyðarsala Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ALLS hafa um 15 aðilar lýst áhuga á að kaupa starfsemi Glitnis í Sví- þjóð, Glitnir AB. Fyrirtækið er til sölu eftir að Fjármálaeftirlitið tók hið íslenska móðurfélag yfir. Anders Holmgren, fram- kvæmdastjóri Glitnir AB, segir í samtali við Morgunblaðið að sölu- gögn hafi verið send til hugsan- legra kaupenda í gærmorgun en ekki er ljóst hvenær sölunni verður lokið. Aðspurður vill hann ekkert tjá sig um hvort starfsmenn Glitnis í Svíþjóð séu meðal hugsanlegra kaupenda en sem kunnugt er fóru starfsmenn bankans í Noregi þá leið um helgina. Enn síður vill hann tjá sig um hugsanlegt kaup- verð. Glitnir náði með kaupum á Fisc- her Partners á sínum tíma að festa sig í sessi sem næst umsvifamesti miðlarinn á sænskum verðbréfa- markaði á eftir Enskilda og hafði bankinn í septembermánuði 4,9% markaðshlutdeild. Því gæti verið eftir töluverðu að slægjast fyrir þann sem klófestir fyrirtækið en að mati sænskra fjölmiðla felast tölu- verð verðmæti í viðskiptamanna- hópi bankans. Fimmtán lýst áhuga á að kaupa Glitni AB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.