Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 40
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is VERÐI maður fyrir miklum missi eða sorg eru samkvæmt sálfræðinni fimm vörður á veginum til fulls bata. Eru þær vörður skilgreindar sem af- neitun („þetta er ekki að koma fyrir mig“), reiði („af hverju er þetta að koma fyrir mig?“), samningaumleit- un („ég skal gera hvað sem er, bara ef ...“), þunglyndi („mér stendur á sama um allt“) og að lokum samþykki („ég er tilbúinn fyrir hvað sem er“). Óhætt er að segja að Ís- lendingar upp- lifi ástand síð- ustu daga sem sorglegt og sumir hafa jafnvel misst mikið þannig að ekki er ólíklegt að eitthvert okkar sé nú statt á ein- hverju þessara stiga. Að sjálfsögðu er engin sátt um þessa kenningu og að öllum líkindum er hún jafn gölluð og kallkerfi farþegaflugvéla en látum það liggja milli hluta. Sért þú, lesandi góður, í brotakenndu sambandi við þínar tilfinningar og ert á engan hátt tilbúinn til að greiða með skipulögð- um hætti úr þínu tilfinningalitrófi, er lausnina ef til vill að finna á þessari síðu. Fyrsta skrefið er að þú poppir (nú í potti) og leigir þér svo eina af þessum kvikmynd- um sem kallast á við þau fimm stig sem áður voru nefnd. Ef þú ert heppinn mun undir- meðvitundin vinna sig í gegnum áð- urnefnd stig og skila þér bjartsýn- um út í svartnætt- ið. Afneitun Hér er mikilvægt að horfa á kvikmynd- ir sem hafa litla sem enga skírskotun til daglegs lífs. Harry Potter – Galdrastrákur með öldrunarsjúkdóm á háu stigi berst við illan myrkrahöfðingja. Hver þekkir það ekki úr sínu nánasta um- hverfi? Bambi – Einhver stórbrotnasta Disn- ey-mynd sem gerð hefur verið. Að henni lokinni líður manni eins og bómullarhnoðra með vængi. Og já, dýrin tala. Sex and the City – Ekki einn einasti snefill af þessari mynd hefur nokkra skírskotun til nokkurs sem kallast gæti eðlilegt líf. Samantha og vin- konur hennar eiga sér jafn mikla stoð í raunveruleikanum og jóla- sveinninn. Reiði Á þessu stigi duga engin vett- lingatök: Taxi Driver – De Niro fer á kostum sem örvinglaður utangarðsmaður í mann- fjandsamlegu samfélagi. Falling Down – Réttlát reiði hefur ekki verið túlkuð á jafn skýran hátt og í þessari mynd. Burstaklipping Mich- aels Douglas er einnig kostuleg. Rambo: First Blood – Reiðin er hættu- legasta vopnið sem nokkur hermað- ur getur mundað. Samningaumleitun Afar erfiður flokkur að skilgreina út frá sálarflækjum þess sem reynir að býtta á einum slæmum kosti og öðrum jafn slæmum: Star Wars: Return of Jedi – Luke Sky- walker getur ekki bjargað föður sínum án þess að berjast við hann og að lokum verða valdur að falli hans. Thelma & Louise – Hverju ertu tilbúinn að fórna í skiptum fyrir frelsið? Catch 22 – Ef þú heldur að þú sért geðveikur, eru öruggt að þú ert það ekki. Og öfugt. Þunglyndi: Taktu hvaða Ingmar Bergman- mynd sem er og svartholið er þitt. Samþykki Ferris Bueller’s Day Off – Lífið er þrátt fyrir allt yndislegt í öllum sínum margbreytileika. Maður þarf bara að koma auga á það. Rambo 4 – Eftir áralangan flótta (og þúsundir mannslífa) horfir John Rambo loks í augu við sjálfan sig og uppgötvar að óvinurinn er innra með honum. Heimspekilegt … og blóðugt. Life of Brian – Blístr, blístr, blístr, blístr, blístr, blístr, blístr, blístr ;). Allra meina bót Geta kvikmyndir flýtt fyrir andlegum bata eftir þau efn- hagslegu áföll sem dunið hafa á þjóðinni að undaförnu? Einn gegn heiminum Robert De Niro í Taxi Driver Rambo Óskaplega góðhjartaður (og massaður) fjöldamorðingi. Harry Potter Galdrastrákurinn eld- ist hraðar en síðasta plata Oasis. Föðurmorð Logi skylm- ist við föður sinn Svart- höfða í Star Wars VI Upplífgandi? Dauði Bergmans 40 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI BESTA MYNDIN - TEDDY AWARDS BERLINALE FILM FESTIVAL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ JOURNEY TO ... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D-DIGITAL TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 5:50 B.i. 16 ára LÚXUS VIP SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 - 10:10 LÚXUS VIP QUEEN RAQUELA kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8:10 - 10:20 LEYFÐ QUEEN RAQUELA kl. 6D - 8D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL HAPPY GO LUCKY kl. 8 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára JOURNEY TO THE C... kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHE VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA RICHARD GERE ÁSAMT DIANE LANE FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU. ,,ÁHRIFARÍK KVIKMYND” - LA TIMES ,,HEILLANDI OG DÓMLAUS FRÁSÖGN” - HOLLYWOOD REPORTER ÍSLENSK MYND EFTIR ÓLAF JÓHANNESSON SEM ERLENDIR GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR! SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK OG SEL OSSI „HUGLJÚF SKEMMTUN” - HS, MBL „MYND SEM EKKI ER HÆGT AÐ GLEYMA SVO AUÐVELDLEGA” - S.M.E., MANNLÍF FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK ÍSLENSKT TAL SÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.