Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 27
MINNINGAR
HEFUR seðla-
bankastjóri Banda-
ríkjanna einhvern
tíma komið í spjall til
Jay Leno? Er til ein-
hver seðlabankastjóri
sem telur það vera
eitt af sínum hlut-
verkum að útskýra „á
mannamáli“ fyrir al-
menningi ákvarðanir
ríkisstjórnar sinnar?
Hefur einhver seðla-
bankastjóri einhvers
þróaðs ríkis ein-
hverntíma mætt í
spjallþátt til að ræða
viðkvæm mál fjár-
málakerfis lands
síns? Í beinni útsend-
ingu!? Á verstu
krepputímum þjóðar
sinnar í áratugi?
Lýst því yfir op-
inberlega að stjórn-
endur fjármálakerf-
isins sem hann á að
verja séu óreiðu-
menn? Er einhvers staðar til sá
seðlabankastjóri sem myndi eftir
stutt samtal, sennilega á bjagaðri
ensku, fyrir klukkan sjö að
morgni, eftir andvökunætur, rjúka
til og senda út fréttatilkynningu
um risalán, sem átti ekki við rök
að styðjast? Skýrir mistökin svo
með því að það hafi því miður orð-
ið „smámisskilningur.“
Er ekki kominn tími til að ein-
hver stöðvi Davíð Oddsson?
Hvergi annars staðar en á Íslandi
myndi seðlabankastjóra detta í
hug að tjá sig með þeim hætti sem
Davíð Oddsson gerði í Kastljósi á
þriðjudagskvöldið 7. október. Á
slíkum tímum tjáir seðla-
bankastjóri sig einungis í form-
legum tilkynningum sem fjölmarg-
ir aðilar hafa lesið yfir.
En Davíð lét ekki staðar numið.
Á fimmtudaginn sendi Seðlabank-
inn frá sér fréttatilkynningu þar
sem sagt er að seðlabankar
Bandaríkjanna, Evrópu og Bret-
lands hafi undanfarna mánuði gert
mikil mistök í því að styðja ekki
betur við íslenska seðlabankann.
Tilkynningin gerir því jafnvel
skóna að um hálfgert samsæri
þessara banka hafi verið að ræða.
Lítið er gert úr yf-
irlýsingu frá seðla-
banka Bandaríkjanna
þar sem kom fram að
Ísland hafi ekki feng-
ið sömu fyrirgreiðslu
og hin Norðurlöndin
vegna þess að óskir
íslenska seðlabankans
hafi þótt vanreifaðar
og óljósar. Davíð veit
betur.
Ekki verður annað
séð en tilgangurinn
með yfirlýsingunni
hafi verið að styrkja
pólitíska stöðu seðla-
bankastjóra! Á hann
að hafa pólitíska
stöðu að verja? Ekki
var minnst á áhrif fá-
ránlega hárra stýri-
vaxta á gengi krón-
unnar undanfarin
misseri, afnám bindi-
skyldu bankanna í
Seðlabankanum, eða
nein önnur möguleg
mistök sem gerð hafa
verið í íslenskri hag-
stjórn undanfarna
mánuði og ár. Ekki
virðist vera gert ráð
fyrir því að við munum þurfa að
treysta á góðvild þessara seðla-
banka til að Ísland geti einhvern-
tíma rétt úr kútnum á ný.
Það er kominn tími til að talað
sé tæpitungulaust. Það þarf nú
þegar að víkja Davíð Oddssyni frá
störfum. Eða bara senda hann í
frí eða víkja honum hljóðlega frá
allri ákvarðanatöku. Jafnvel Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki svona
mikils virði. Er annars einhver í
Sjálfstæðisflokknum sem er ennþá
til í að mæla framgöngu Davíðs
Oddssonar í Seðlabankanum bót?
Ef svo er væri gaman að heyra
þeirra röksemdafærslu.
Reykjavík brennur og Davíð
Oddsson er enn að spila sóló á
fiðluna. Íslenskt atvinnulíf er
stopp, gjaldeyrir er nánast ófáan-
legur, erlendir bankar neita að
millifæra smæstu upphæðir til Ís-
lands, forsætisráðherra Breta
segir landið gjaldþrota og enn
heldur Davíð Oddsson uppi rúm-
lega 15% stýrivöxtum til að hemja
þenslu á Íslandi! Er ekki nóg
komið?
Vill einhver
stoppa manninn?
Eiríkur Sigurðsson
skrifar um fram-
göngu seðla-
bankastjóra
Eiríkur Sigurðsson
» Við eigum
einstakan
seðlabanka-
stjóra á heims-
vísu sem telur
það eitt af hlut-
verkum sínum
að útskýra fyrir
almenningi
ákvarðanir rík-
isstjórnar sinn-
ar.
Höfundur er í stjórn
Framsóknarfélags Reykjavíkur.
MANNESKJAN hefur alltaf
þurft smátrúðslæti til að létta
andrúmsloftið, ekki síst er sverf-
ur að. Þannig er gott að horfa í
spéspegil Spaugstofunnar undir
lok viku. En þegar alvarlegir at-
burðir gerast er mikil þörf á fag-
mennsku hjá fréttamönnum og
fréttaskýrendum. Fréttatengdur
þáttur Egils Helgasonar Silfur
Egils fjallaði um grafalvarleg
mál liðinn sunnudag. Þar var
fjallað um sjálft fjöregg þjóð-
arinnar er nú veltist í ólgusjó.
Miklu skiptir að stýra slíkum
fréttatengdum þætti af fag-
mennsku og alvöru. En því mið-
ur brást þáttarstjórnanda boga-
listin er leið á þáttinn. Hann
æsti sig mjög við einn gestinn.
Þáttarstjórnandi veifaði meðal
annars höndum líkt og hann líkti
eftir reykjarsúlu og gaf í skyn
að fyrirtæki sem skapar 60 þús-
und manns atvinnu væri bara
einhvers konar svikamilla. Þá
var minnst á óþekkta eyju í ein-
hverju hafi þar sem menn hefðu
hugsanlega stungið undan pen-
ingum … væntanlega íslensku
þjóðarinnar? Þannig mætti
áfram telja.
Þáttarstjórnandi veifaði á
þessum alvarlegu tímum af
miklu offorsi, samsæriskenn-
ingum sem hæfa frekar bjórs-
nakki á börum borgarinnar, en í
útsendingu á ríkissjónvarpinu.
Ríkissjónvarpið getur ekki boðið
afnotagjaldendum sínum og ís-
lenskri þjóð upp á slík trúðslæti
í helsta fréttatengda þættinum á
þeim alvarlegu tímum sem við
nú lifum á. Fulltrúar þjóðarinnar
í útvarpsráði verða að taka á
þessu alvarlega vandamáli innan
ríkissjónvarpsins áður en meiri
skaði hlýst af. Við þurfum öll að
taka höndum saman í þeirri
grafalvarlegu stöðu sem íslenskt
samfélag er statt þessa dagana.
Við þurfum ekki síður á yfirveg-
uðum og faglegum fréttamönn-
um, fréttaskýrendum og stjórn-
endum fréttatengdra þátta að
halda en öðrum sem nú leggjast
á árar við að stýra þjóðarskút-
unni út úr briminu.
Ólafur M. Jóhannesson
Fréttatrúður
Höfundur er ritstjóri.
✝ Oddgeir FriðrikPétursson var
fæddur 5. júlí 1914
að Hallgilstöðum í
Þistilfirði. (4. í röð-
inni af 7 systkinum).
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlév-
angi 4. október sl.
Foreldrar Odd-
geirs voru Pétur Al-
bert Metúsal-
emsson, f. 16.8.
1871, d. 24.3. 1935
og kona hans Sig-
ríður Friðriks-
dóttir, f. 29.6. 1885, d. 5.2. 1976.
Systkini (öll látin): Pétur Marinó,
f. 1908. Elín Margrét, f. 1909. Val-
gerður Guðbjörg, f. 1912.
Björn Óli, f. 1916. Ágúst Metú-
salem, f. 1921. Garðar, f. 1931.
Pétur og Sigríður fluttu til
Vestmannaeyja með fjölskylduna
1922, en fluttu ári síðar til baka
og reistu sér nýbýlið Hafnir á
Langanesströnd. Þau bjuggu þar
til ársins 1939. Oddgeir fór á unga
aldri að stunda sjó með bræðrum
sínum frá Höfnum. Fór ungur á
vertíð til Vestmannaeyja og var
þar til sjós með móðurbróður sín-
um „Binna í Gröf“ á Gullborginni.
Einnig reri hann tvær vertíðir
(’36-’37) hér í Höfnum suður.
Oddgeir giftist Þórhildi Valdi-
sambúð með Bjarna G. Jónssyni
og eiga þau eitt barn, Birki Frey.
3) Dóttir er lést á 1. ári.
4) Nína, búsett í Los Angeles.
Var gift Tímo Peeltomaa, þau
skildu.
5) Viðar, búsettur í Hafnarfirði,
var giftur Eddu Sólrúnu Ein-
arsdóttur (látin). Börn þeirra, a)
Davíð, í sambúð með Helgu Maríu
Harðardóttur og eiga þau Ágúst
og Guðlaugu Árnýju. b) Þórir,
giftur Dís Gylfadóttur, þau skildu,
eiga dótturina Eddu Sóleyju.
Oddgeir fór strax að vinna við
sjávarútveg eftir að til Keflavíkur
kom, gerðist fljótt landformaður
og svo útgerðarstjóri hjá Einari
Sigurðssyni við Hraðfrystistöð
Keflavíkur (Litlu-Milljón).
Fyrir um 40 árum gerðist Odd-
geir uppfyndingamaður – hannaði
þá hausingavélar og starfaði rúm-
lega 20 síðustu starfsárin við
smíði þeirra, fyrst einn í bíl-
skúrnum á Garðaveginum og síð-
an með samstarfsmanni sínum til
margra ára, Ásmundi Sigurðs-
syni. Þeir stofnuðu í des. 1981
saman Vélsmiðju Oddgeirs og
Ása. Starfaði hann þar til 79 ára
aldur en 1993 seldi hann sam-
starfsmanni sínum Ásmundi hlut
sinn í vélsmiðjunni. Oddgeir hlaut
viðurkenningu 7. nóv. 1982 úr af-
mælissjóði Sparisjóðsins í Kefla-
vík fyrir hugvit og framtak á sviði
tæknibúnaðar í fiskvinnslu .
Útför Oddgeirs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.
marsdóttur, f. 16.9.
1915 í Gunnólfsvík á
Langanesströnd, og
hófu þau búskap á
Þórshöfn þar sem
Oddgeir stundaði sjó-
sókn.
Foreldrar Þórhild-
ar voru Valdimar
Jónatansson og Sig-
ríður Jónasdóttir ljós-
móðir.
Árið 1947 flutti
Oddgeir og fjölskylda
til Keflavíkur og
keyptu húsið Garða-
veg 13 og bjuggu þar eftir það.
Þórhildur dó 6.9. 1982. Oddgeir og
Þórhildur eignuðust 5 börn og eru
þau:
1) Garðar, búsettur í Keflavík,
kvæntur Helgu Gunnlaugsdóttur
og eiga þau 2 börn, a) Oddgeir
Friðrik, b) Björgu, er hún í sambúð
með Hilmari Erni Jónassyni og
eiga þau eitt barn, Birnu.
2) Eva búsett í Keflavík, gift
Elíasi Guðmundssyni og eiga þau 4
börn, a) Birgir, í sambúð með Jónu
Björgu Pálsdóttir. b) Bjarki,
kvæntur Guðrúnu Evu Guðmunds-
dóttur. Þau áttu soninn Elías
Breka, sem er látinn. c) Ari, í sam-
búð með Evu Lind Ómarsdóttur og
eiga þau 3 börn, Anton Mána, Lilju
Líf og Söndru Sól. d) Ingibjörg, í
Oddgeir föðurbróðir minn fæddist
á Hallgilsstöðum í Þistilfirði 5. júlí
1914. Hann var fjórði í röðinni af 7
systkinum sem öll eru nú dáin. Þegar
ég man eftir Oddgeiri fyrst var hann
í blóma lífsins, bjó á Garðavegi 13 í
Keflavík með konu sinni Tótu og
börnunum þremur: Garðari, Evu og
Nínu en seinna fæddist Viðar.
Það fór ekki á milli mála að á því
heimili ríkti regla og myndarskapur
svo að af bar og voru þau hjónin sér-
staklega góð til að leita og heim að
sækja. Oddgeir ólst upp við kröpp
kjör eins og flestir á hans tíð. For-
eldrarnir, leiguliðar á jörð sinni sem
þau urðu að skila í miðjum búskap,
fluttu til Vestmannaeyja með börnin
og eina kú. Ákváðu að snúa aftur eft-
ir eitt ár og byggðu nýbýlið Hafnir á
Langanesströnd. Bærinn stóð á litlu
nesi við Finnafjörð sem gengur inn
úr Bakkaflóa. Þar er fallegt og útsýni
gott til Gunnólfsvíkurfjalls og út eftir
Langanesi.
Engum getur blandast hugur um
hvílíkt átak þetta hefur verið. Búið
var aldrei stórt. Helstu hlunnindi
voru sjórinn. Hann fóru þeir bræður
Oddgeir og Björn að sækja kornung-
ir undir forystu Marinós, elsta bróð-
urins sem varð sér úti um bátkænu.
Komu þeir sér fyrir eftir föngum til
fiskiveiða og byggðu meðal annars
bæði sjóhús rétt ofan við fjöruborðið
til að geyma í veiðarfæri og þess
háttar og snjóhús á kambinum ofan
við fjöruna til að safna í snjó á vetr-
um til að geyma í beitu og fisk. En líf-
ið á Höfnum var ekki eingöngu strit.
Heimilisfaðirinn var músíkant,
kirkjuorganisti og lærifaðir margra í
þeim efnum og spilaði Oddgeir dável
á harmóniku. Oft gáfust stundir til að
„músísera“ þegar gesti bar að garði.
Eftir ótímabært lát húsbóndans
bjuggu systkinin með móður sinni í
nokkur ár á Höfnum en brugðu búi í
stríðsbyrjun.
Oddgeir var mikill verkmaður í
besta skilningi því að hann var af-
kastamikill, velvirkur og útsjónar-
samur. Verksvið hans var alla ævi
tengt sjávarútvegi og gerðist hann
uppfinningamaður í seinni tíð. Haus-
ingavélar hans voru um árabil í notk-
un á hverri verkstöð og þóttu mikið
þing. Þóttu þær ekki eingöngu hausa
fiskinn vel heldur vera einfaldar í
sniðum og endingargóðar. Þá var
Oddgeir einnig alla tíð mikil veiðikló,
fljótur að finna út hvar fisk gat verið
að finna og fiskinn með afbrigðum.
Var sérstaklega gaman að ræða við
hann um fiskveiði. Eftir Oddgeir
liggur mikið dagsverk.
Fram undir áttrætt gekk hann til
daglegra starfa en dró þá í land.
Hann fylgdist þó alltaf vel með og
var afskaplega lifandi í viðræðum.
Litum við bræður oftast við hjá hon-
um þegar við sinntum okkar málum í
kirkjugarðinum í Keflavík fyrir jólin
og var alltaf jafngaman að heim-
sækja hann. Hann var sér vel meðvit-
andi um framhaldið og tjáði mér einu
sinni fyrir nokkrum árum í þessum
heimsóknum að nú þætti sér nóg
komið. Hann væri orðinn gamall og
biði nú bara eftir að fara á vit feðra
sinna. Nú þegar kallið er komið óska
ég þér velfarnaðar, kæri frændi, og
bið Guð um að veita þér góða viðtöku
og að blessa alla þína nánustu.
Haukur Björnsson.
Mig langar að minnast afa míns í
nokkrum orðum.
Frá bernskunni man ég mest eftir
bílskúrnum hans sem var fullur af
vélum og verkfærum. Ég fékk oft að
vera þar að skoða og fylgjast með
öllu sem hann var að gera. Ég var
lengi vel eina stelpan í hópnum og
þurfti að hafa fyrir því að fá athygli.
Ég var samt ákveðin og fékk oft að
gera meira en strákarnir. Ég fékk
t.d. að taka þátt í harðfiskvinnslu, að
svíða lappir og ýmislegt fleira. Þegar
ég varð eldri kenndi hann mér nokk-
ur lög á píanó en hann var mjög mús-
íkalskur.
Það var alltaf hægt að koma við
hjá honum á leið heim úr skólanum
og biðja um far og einnig skutlaði
hann okkur vinkonunum oft á
djammið. Við fórum að vísu úr bíln-
um aðeins frá svo enginn sæi okkur
vegna þess að hann keyrði svo hægt!
Ég var þrettán ára þegar Þórhildur
amma dó og þá breyttist mikið. Hún
var mjög áberandi persónuleiki og
yndisleg amma. Það var alltaf fullt
hús af vinkonum hjá henni og alltaf
verið að baka og elda. Ég veit að mér
hefði þótt gaman að kynnast henni
sem fullorðin kona. Oft held ég að afi
hafi farið út í skúr til að forðast allan
hávaðann sem var inni í eldhúsi.
Samt sem áður var hann frekar týnd-
ur þegar hún dó. Eftir að amma dó
þá hjálpaði ég honum oft heima hjá
honum, mér fannst alltaf gott að
koma til hans, þar var margt sem
minnti á ömmu og þeirra líf saman.
Ef hann var eitthvað önugur við mig
þá lét ég hann bara heyra það en ég
held að honum hafi samt sem áður
líkað ágætlega við mig, enda var ég
mjög oft kölluð „Nína“.
Samskipti okkar síðustu ár voru
ekki mikil, annað slagið heimsóknir
eða matarboð hjá mömmu. Hann var
alltaf á miklu flakki, á rúntinum, að
veiða, í sundi, í golfi, að spila á spil,
alveg sjálfum sér nægur. Hann
fylgdist vel með stelpunni minni og
henni fannst gaman að koma í heim-
sókn á Hlévang og fá súkkulaðirús-
ínur hjá langafa. Mér finnst skrítið
að eiga hvorki ömmur né afa á lífi en
þetta er lífsins gangur og hjá afa var
tími kominn á að kveðja. Nú er hann
komin í stuðið hjá Tótu ömmu og
Völlu frænku sem og öðrum góðum
vinum.
Ég bið að heilsa. Þakka samfylgd-
ina. Þín sonardóttir,
Björg.
Oddgeir Pétursson
✝
Okkar yndislegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
BJÖRN BJARNASON
frá Birkihlíð
í Skriðdal,
lést 6. október á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn
17. október kl. 15.00.
Rósa Kristín Björnsdóttir,
Bjarni Björnsson, Þórunn Stefánsdóttir,
Páll Arnar Björnsson,
Emil Bjarkar Björnsson, Laufey Eiríksdóttir,
Ásta Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Kristinsson,
Björn Heimir Björnsson, Anna Stefanía Magnúsdóttir,
Bjarngerður Björnsdóttir, Helgi Júlíus Óskarsson,
Hulda Svanhildur Björnsdóttir
og fjölskyldur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800