Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 41
eins og ég gat að láta kvefið ekki stöðva mig, en undir lokin átti ég engra kosta völ. Ég er fegin að hafa fengið annað tæki- færi.“ Spurð um ástæður þess að hún sagði skilið við hljómsveita- lífið og ákvað að fara sínar eigin leiðir, segir hún að það hafi tek- ið sig tíma að finna kjark. „Ég lenti í einhvers konar tilvist- arkreppu og varð að endurmeta samband mitt við tónlistina og lífið almennt. Á því tímabili hætti ég alveg að gera tónlist og ákvað svo síðar að byrja alveg á byrjuninni. Út frá því uppgötv- aði ég að ég vildi gera allt öðru- vísi tónlist og frá öðru sjón- arhorni en áður.“ Undarlegir tímar Vanalega kemur El Perro del Mar fram með hljómsveit en á Airwaves spilar hún ásamt ein- um aðstoðarmanni. Hún segir fjárhagsástæður ráða því að hún hafi ekki náð að mæta með alla hljómsveitina. „Ástandið er slæmt og alveg sérstaklega slæmt hjá ykkur. Tímarnir yfirhöfuð eru mjög undarlegir og ég er að vonast til þess að list- sköpun geti hjálpað til við að lífga upp á ástandið,“ seg- ir Sarah, uppörvandi að lokum. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is HIN sænska Sarah Assbring trúir augljóslega á hugmyndina um annað tækifæri. Eftir nokk- urra ára hljómsveitarbrask í mislukkuðum teknósveitum í Gautaborg sem skiluðu henni litlum árangri ákvað hún að leggja árar í bát og endurmeta líf sitt frá grunni. Það var svo á afar fögru augnabliki í frekar dapurlegu fríi á Spáni sem hún fékk hugmyndin um El Perro del Mar (ísl. Sjávarhundurinn). Sarah sat þá ein á ströndinni, þunglynd og í annarlegu hugar- ástandi þegar heimilislaus hund- ur ráfaði til hennar og gerði sér dælt við hana. Af einhverjum ástæðum varð þetta augnablik til þess að Sarah ákvað að tjá tilfinningar sínar í gegnum tón- list. Stuttu síðar hóf hún að hljóðrita sín eigin lög. Afar ang- urværa og þægilega blöndu af soul-tónlist og banda- rískri sönglagahefð og þá byrjuðu hjólin loks að snúast. Með kvef í fyrra Sarah átti að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra, en örlögin gripu inn í. „Ég fékk eitt versta tilfelli af kvefi sem ég hef upp- lifað á ævinni,“ segir Sarah sem hefur aldrei komið til Reykjavíkur áður, á öllum sínum þrjátíu árum. „Það var ömurlegt því ég hlakkaði svo mikið til. Ég reyndi Iceland Airwaves: El Perro del Mar Annað tækifæri Sarah Assbring Komst ekki á hátíðina í fyrra vegna heiftarlegs kvefs. El Perro del Mar kemur fram á Nasa á fimmtudags- kvöldið kl. 22.15. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI RIGHTEOUS KILL kl. 8 - 10 B.i. 16 ára QUEEN RAQUELA kl. 8 B.i. 12 ára BABYLON A.D. kl. 10 B.i. 16 ára EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára QUEEN RAQUELA kl. 8 B.i. 12 ára PATHOLOGY kl. 10 B.i. 16 ára REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára QUEEN RAQUELA kl. 10:10 B.i. 12 ára SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER SÝND Á AKUREYRI -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS S.V. - MORGUNBLAÐIÐ SÝND Á SELFOSSI ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI -BBC -HJ.,MBL Vertu viðbúin(n) vetrinum Glæsilegt sérblað tileinkað vetrinum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. október. • Utanlandsferðir yfir vetrartímann. • Skemmtileg afþreying innanlands. • Vetraríþróttir - góð hreyfing og útivera. • Hvað má gera sér til skemmtunar í vetur, leikhús fleira. • Teppi, kerti, bækur og annað hlýlegt. • Haustskreytingar. Meðal efnis er: • Skemmtilegir og kósý hlutir fyrir heimilið. • Matarboð á veturna. • Hvernig má verjast kvefi og öðrum leiðindakvillum sem fylgja vetrinum. • Bíllinn í vetrarbúning. • Góð og hlý föt fyrir alla aldurshópa. • Andleg heilsa. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. FRÆGT er að Robert De Niro og Al Pacino léku báðir í Godfather II án þess þó að deila nokkru sinni tjald- inu. Árið 1995 gátu þessir frægustu leikarar sinnar kynslóðar enn treyst á ljómann af fornri frægð, og því var tilhugsunin um samstarf De Niros og Pacinos spennandi þegar Michael Mann leiddi þá saman í hinni ágætu spennumynd Heat. Sú stund er hins vegar löngu liðin. Enginn glans er lengur yfir þessum þreyttu stjörn- um og hin afleita spennumynd Hefndarmorð (Righteous Kill) sýnir svo ekki verður um villst að báðir hafa þeir félagar gefist upp á ný- sköpun á hvíta tjaldinu. Persón- urnar sem þeir leika hér, löggurnar Turk og Rooster, eru hálfgerðar skrípamyndir af þeim sögu- persónum sem De Niro og Pacino eru kunnir fyrir að túlka, og ekkert lífsmark er að sjá á frammistöðu þeirra. Þar með er tilverugrundvell- inum að mörgu leyti kippt undan myndinni því hún stendur á brauð- fótum þegar kemur að handriti eða röklegri sögusmíð og hefur því lítið upp á að bjóða utan við samspil „stórleikaranna“. Hér er á ferðinni raðmorðingjamynd sem er með öllu ófrumleg í efnistökum og fer end- anlega í vaskinn þegar kemur að úr- lasun fléttunnar og uppgjöri sögu- hetjanna í lokin. KVIKMYND Laugarásbíó og Sambíóin Akureyri Leikstjórn: Jon Avnet. Aðalhlutverk: Al Pacino, Robert De Niro, Curtis Jackson og Carla Gugino. Bandaríkin, 101 mín. Hefndarmorð (Righteous Kill) bnnnn Þreyttar stjörnur Heiða Jóhannsdóttir Stórleikarar „Enginn glans er lengur yfir þessum þreyttu stjörnum og hin afleita spennumynd . . ,“ segir meðal annars í dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.