Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsta táknið um áhrif krepp-unnar á íslenska tónlistbirtist okkur þegar Bubbi
Morthens skipulagði mótmæla-
tónleika á Austurvelli í síðustu
viku. Þar sannaðist enn og aftur að
maðurinn er besti þjóðfélagsspeg-
ill sem við Íslendingar eigum í
poppinu. Á meðan þjóðin hélt að
hún væri rík hélt kóngurinn það
líka. Nú þegar í ljós er komið að
auðurinn var tálsýn þarf þessi ást-
sælasti tónlistarmaður landsins að
berjast fyrir sínu. Eflaust á krepp-
an eftir að opna ný/gömul tæki-
færi fyrir þessa fyrrverandi rödd
íslensks verkalýðs. Nú hefur hann
tækifæri til þess að grípa í gjall-
arhornið að nýju og tengjast aðdá-
endum sínum á jafnréttisgrund-
velli. Berjast með „meðal-
Jónunum“ sem hann talaði um í
sjónvarpinu og einfaldlega bara
vera maðurinn Bubbi Morthens og
nota hæfileika sína til góðs. Það er
heilmikill sameiningarmáttur í
kreppu og Bubbi var fyrstur til
þess að átta sig á mikilvægi þess að
nota tónlist sem hlífiskjöld almenn-
ings í landinu á svona erfiðum tím-
um. Hann hefur líka upplifað svona
tíma áður og veit betur en yngri
kollegar hans hvað er í vændum.
Það sýndu Sprengjuhallarmennsem hættu við framkomu sína
á síðustu stundu af óútskýrðum
ástæðum. Kannski af ótta við að lit-
ið yrði á framkomu þeirra þar sem
stuðning við ákveðna pólitíska
stefnu. Þeir eru vitanlega af góð-
æriskynslóðinni sem hefur alltaf
forðast það í lengstu lög að taka af-
stöðu gegn einu eða neinu.
Kannski ekki undarlegt í ljósi þess
að sveitin varð til á tímum þegar
ríkisstofnanir höfðu enn bolmagn
til þess að styrkja listsköpun í land-
inu, jafnvel til erlendrar útrásar
eins og Reykjavíkurborg hefur til
dæmis gert með Loftbrúar-
verkefni sínu í samvinnu við Sam-
tón.
Yngri hljómsveitir fara kannski
að láta í sér heyra þegar harðna
fer á dalnum fyrir alvöru.
Í fyrsta skipti í áratug eiga ís-lenskir tónlistarmenn á hættu á
að finna almennilega fyrir land-
fræðilegri einangrun Íslands. Í
kreppu eru styrkir til listamanna
með því fyrsta sem fær að fjúka.
Þannig verður sú ákvörðun ís-
lenskra listamanna að fara í víking
til þess að taka þátt í meik-
lotteríinu hinum megin við pollinn
öllu raunverulegri þegar borga
þarf úr eigin vasa. Partíið er búið.
Ein afleiðing kreppunnar fyrir
íslenskt tónlistarlíf gæti því orðið
einangrun. En þetta þurfa ekki að
vera svo slæm tíðindi. Í slíkum að-
stæðum fær fólk aukna tilfinningu
fyrir þjóð sinni. Það á eflaust eftir
að endurspeglast í auknum metn-
aði sveita til að spila fyrir almúg-
ann oft og ódýrt og jafnvel í nýrri
tískubylgju íslenskra dægurlaga-
texta. Þegar draumurinn um vel-
gengni erlendis er aftur orðinn
fjarlægur eiga sveitir sem syngja á
ensku það á hættu að þykja tilgerð-
arlegar.
Við skulum ekki gleyma því að
upp úr síðustu alvöru kreppu þjóð-
arinnar risu listamenn á borð við
Björk og Bubba. biggi@mbl.is
Verður íslenskan þá aftur svöl?
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Í kreppu eru styrkirtil listamanna með
því fyrsta sem fær að
fjúka. […] Afleiðing
kreppu á íslenskt tón-
listarlíf gæti orðið ein-
angrun.
Bubbi á Austurvelli Barn síðustu kreppu veit betur en yngri kynslóðir hvað er að alast upp á einangruðu Íslandi.
11.10.2008
4 15 16 36 37
8 6 5 7 4
5 3 2 3 1
13
08.10.2008
2 4 25 38 42 48
623 24
Tekjuhæsta mynd
allra tíma á Íslandi!
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
“ENN EIN SNILLDIN FRÁ COEN-BRÆÐRUM”
-T.S.K., 24 STUNDIR
„ SPRENGHLÆGILEGUR
GAMANFARSI ÞAR SEM HEILT
HLAÐBORÐ AFLEIKURUM FER
Á KOSTUM“
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN
PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ...
... HÁSKÓLA!
Steve Cogan fer á kostum sem leiklistakennari
með stóra drauma um eigin feril í grínmynd sem
sló í gegn á Sundance
Frá höfundum SOUTH PARK ( BIGGER, LONGER, UNCUT )
og TEAM AMERICA
„ Linnulaus hlátur! þú missir andann aftur og aftur!“
- Rolling Stone
„ Hrikalega fyndin“
- Auddi Blöndal
Reykjavík Rotterdam kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára
House Bunny kl. 8 - 10 LEYFÐ
Mamma Mia kl. 5:50 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Burn after Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Pineapple Express kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára
Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Babylon A.D. kl. 5:45 - 8 B.i. 16 ára
Mirrors kl. 10:20 B.i. 16 ára
Rafmögnuð Reykjavík kl. 10:15 LEYFÐ
-T.S.K., 24 STUNDIR
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS 650k
r.
650k
r.
650k
r.
650k
r.
FRAMTÍÐAR
SPENNUTRYLLIR Í
ANDA BLADE RUNNER 650k
r.
650k
r.
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
House Bunny kl. 5:45 - 8- 10:15 LEYFÐ
Hamlet 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Reykjavík Rotterdam kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.i. 14 ára
Burn After Reading kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ
SÝND SMÁRABÍÓI
SÝND SMÁRABÍÓI, OG HÁSKÓLABÍÓI