Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Hvernig gengu gjaldeyris- viðskipti í gær? Það var misjafnt eftir bönkum en ákveðnar takmarkanir voru enn í gildi að leiðbeinandi tilmælum Seðlabank- ans frá því fyrir helgi. Seðlabankinn segir, að á meðan viðskiptabankarnir þrír séu að hefja starfsemi eftir þær breytingar sem átt hafi sér stað á eign- arhaldi þeirra hafi orðið tafir á gjaldeyr- isviðskiptum. Hnökrarnir fari þó minnk- andi. Tilmæli frá Seðlabanka Íslands frá því sl. föstudag um temprun viðskipta eru enn í gildi. Hvenær má eiga von á að gjaldeyris- viðskiptin komist í samt horf? Landsbankinn hefur hafið starfsemi undir merkjum nýs eiganda og hann sinnti hluta gjaldeyrisviðskipta í dag. Þegar formbreytingu annarra viðskipta- banka er lokið hefja þeir einnig gjald- eyrisviðskipti, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans. Hvað eru margir atvinnulausir á Íslandi núna? Í gær voru 3.143 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að meðaltali voru 2.229 manns atvinnulausir í sept- ember. Það er 4% aukning frá því í ágúst. »12 Er atvinnuleysi alls staðar á landinu? Nei, „þenslan kom aldrei hingað og kreppan nær ekki sömu tökum á okkar samfélagi og höfuðborgarsvæðið finnur nú fyrir illu heilli,“ segir sveitarstjóri í Langanesbyggð. Á Þórshöfn vantar starfsmenn hjá mörgum fyrirtækjum. »6 Hvað missa margir vinnuna í bönk- unum vegna þjóðnýtingar þeirra? Það er enn óvíst en allt bendir til að þeir verði færri en búist var við. Líklega missa 300 manns vinnuna í Lands- bankanum í stað 500 eins og sagt var í fyrstu. »12 Á ég rétt á endurgreiðslu vegna pakkaferðar sem ég hætti við að fara í vegna efnahagsástandsins? Nei, samkvæmt lögum áttu ekki rétt á endurgreiðslu vegna gjaldeyrisskorts eða ótryggs efnahagsástands. Forfalla- tryggingar kreditkortanna taka heldur ekki til ástandsins. Neytendasamtökin vísa í almennar reglur Samtaka ferða- þjónustunnar. Skv. þeim er heimilt að afpanta gegn endurgreiðslu að frá- dregnu staðfestingargjaldi svo lengi sem það er gert a.m.k. 4 vikum fyrir brottför. Með 14-28 daga fyrirvara endurgreiðast 75% af verðinu en 50% sé afpantað með 2-14 daga fyrirvara. Séu minna en 2 dagar í ferð er allt far- gjaldið óafturkræft. »12 Hvað með þá sem vilja losna við bíla á bílalánum? Fjármögnunarfyrirtæki segjast reyna að koma til móts við lántakendur, t.d. með því að semja um að þeir borgi aðeins vexti í tiltekinn tíma. Fyrirtækin geta leyst til sín bíla standi fólk ekki í skilum. Ef söluverð þeirra dugar ekki til að borga upp lán lendir mismunurinn á skuldaranum. »16 Hvenær má búast við því, að einhver festa komist á gengi krónunnar? Gengi krónunnar er mjög á reiki enda eru nær engin viðskipti með hana á er- lendum gjaldeyrismörkuðum. Við nú- verandi aðstæður vilja erlendir fjárfesta ekki líta við íslensku krónunni. Til að styrkja krónuna þarf annaðhvort meiri gjaldeyrisforða eða að stór, erlend fjár- málastofnun ábyrgist viðskipti með hana. »19 Lesendur geta sent Morg- unblaðinu spurningar sem brenna á þeim vegna að- stæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu, og leitast verður við að svara þeim. Spurningar má senda á netfangið frett@mbl.is S&S Morgunblaðið/Frikki Atvinnuleysi Margir í byggingariðnaði hafa misst vinnuna undanfarnar vikur og hefur atvinnuleysi aukist nokkuð frá því í ágústmánuði. Enn voru takmarkanir á sölu og kaupum á gjald- eyri í gær sem og annarri hefðbundinni bankaþjón- ustu. Seðlabankinn full- yrðir að hnökrar í gjald- eyrisviðskiptum „fari minnkandi.“ Áfram sé unnið að því að koma slík- um viðskiptum í rétt horf í samstarfi Seðlabanka Ís- lands og annarra fjár- málastofnana. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson og Önund Pál Ragnarsson BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra staðfesti í gær að forsvarsmenn lífeyrissjóða hefðu áhuga á að kaupa og reka eignir og rekstur Kaupþings. Vinna er í gangi að frumkvæði stórra lífeyrissjóða við að kanna fýsileika þess að sjóðirnir komi að kaup- unum. „Ég get staðfest að þeir kynntu hugmyndir um þetta, en ég hef ekki séð útfærðari hugmynd um þetta,“ sagði Björgvin við mbl.is. „Þeir eiga gríðarlega mikið und- ir í Kaupþingi, en voru þarna að segja frá frumhugmyndum um þetta,“ sagði hann. Björgvin sagði nokkra ráðherra hafa fundað með fulltrúum lífeyrissjóða út af öðrum málum, en þá hefði þetta borið á góma. Hann útilokaði ekki að slík kaup yrðu framkvæmanleg, en sagðist ekki vita hversu erfitt eða auðvelt væri að útfæra það. Um ástæður þess að lífeyrissjóð- irnir kynnu að óska viðræðna um kaupin sagði Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, að aðalástæðan væri sú að gæta hagsmuna sjóðfélaga. „Við teljum að mikil verðmæti og þekking séu fólgin í Kaupþingi. Veruleg verðmæti hafa tapast en við sjáum í þessum viðskiptum möguleika til ávinnings sem kæmi sjóðfélögum lífeyrissjóðanna til góða,“ sagði hann við mbl.is. Hugmyndin, sem nú er unnið með, gerir ekki ráð fyrir að lífeyr- issjóðirnir eigi meira en 51% hlut í kaupunum og því ljóst að fleiri fjárfestar þurfa að koma að borð- inu. Að sögn Þorgeirs er stefnt að því að fyrir liggi um hádegisbil í dag hvort þeir sendi sameiginlega formlegt erindi til stjórnvalda þar sem óskað verði eftir viðræðum. Stjórnir lífeyrissjóða sem áttu umtalsverðan hlut í Kaupþingi munu funda áfram í dag. Lífeyrissjóðir íhuga að kaupa Kaupþing Myndu þó ekki eignast meira en 51% af eignum og rekstri Í HNOTSKURN »Kaupþing náði að ryðja sértil rúms í þrettán löndum, þar á meðal alls staðar á Norð- urlöndunum, í Bandaríkjunum og víðar. Í lok júní 2008 voru 3.207 starfsmenn hjá Kaup- þingi og dótturfélögum. »Gildi – lífeyrissjóður ereinn þeirra sjóða sem íhuga kaupin. Hann hefur verið val- inn besti lífeyrissjóðurinn á Ís- landi undanfarin þrjú ár hjá tímaritinu Investment & Pen- sions Europe (IPE). Morgunblaðið/Golli Kaupþing Nýir eigendur að eignast bankann á næstu dögum? ÞRÍR grunnskólanemar urðu hlutskarpastir í ljóða- samkeppni grunnskólanna á vegum Íslenskrar mál- nefndar og Samtaka móðurmálskennara. Fengu þeir verðlaun úr hendi Þórarins Eldjárns, formanns dóm- nefndar. Vinningshafarnir eru (f.v.) Elín Elísabet Ein- arsdóttir, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Guð- mundur Loki Rúnarsson. Verðlaunin voru afhent í Þjóðarbókhlöðunni á fæðingardegi Steins Steinars 13. október. Verðlaunaljóðin verða birt í Morgunblaðinu auk sjö annarra ljóða. Á fjórða hundrað ljóða barst. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungskáldin verðlaunuð fyrir ljóðagerð ÖSSUR Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir það af og frá að íslenskir diplómatar hafi beðið ESB um fjárstuðning vegna efna- hagskreppunnar hérlendis eins og fullyrt sé í þýskri útgáfu Financial Times í gær. Samkvæmt upplýsing- um FT áttu diplómatarnir að hafa sett sig í samband við ráðgjafa Ben- itu Ferero-Waldner sem fer með utanríkismál, Olli Rehn sem fer með stækkunarmál og Joaquín Almunia sem fer með gjaldmiðilsmál. Össur segir íslenska diplómata vissulega hafa átt fundi með fulltrúum þriggja skrifstofa hjá ESB. „Fundirnir voru einungis til að veita upplýsingar um stöðu mála á Íslandi og hvernig þau væru að þróast,“ segir Össur. „En það hefur alls ekki verið óskað eftir fjárstuðningi frá Evrópusamband- inu.“ »17 orsi@mbl.is Hafa alls ekki biðlað til ESB UMFERÐARÓHAPP varð í gær-kvöldi þegar vöruflutningabíll með tank fullan af fljótandi sykri valt á hliðina í hringtorginu norðan við Hvalfjarðargöngin um klukkan 19. Bílstjórinn sagðist ekki kenna sér meins en var engu að síður sendur á sjúkrahús til skoðunar. Ekki urðu teljandi tafir á umferð að sögn lögreglunnar en skömmu eftir óhappið var hafist handa við að koma bifreiðinni á réttan kjöl og fjarlægja hana. Ekki lak neinn sykur úr bílnum. Vörubíll valt við göngin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.