Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIR hinna nýju ríkisbanka, Nýja Landsbank- ans og Nýja Glitnis, eru embættis- mannastjórnir, skipaðar til skamms tíma. Þær gegna uppbygging- arstarfi og bera keflið frá skila- nefndum gömlu bankanna til fag- lega skipaðra stjórna sem taka við eftir nokkra daga eða vikur. Björgvin G. Sigurðsson leggur áherslu á að þetta séu embættis- mannastjórnir, skipaðar til skamms tíma til þess að gera hina nýju banka starfhæfa fyrir innanlands- markað. Stjórnirnar eru skipaðar af honum og Árna Mathiesen fjár- málaráðherra. Björgvin segir núverandi stjórnir ekki skipaðar á pólitískum for- sendum. Hann hafi ekki hugmynd um hvar viðkomandi fólk standi í pólitík. Þau séu traustir embætt- ismenn, en áhersla hafi verið á stuttar boðleiðir og hraða vinnu. Embættismenn og flokks- bundinn lögmaður Hann segir sérstakt markmið að hinar varanlegu stjórnir verði ekki útdeilingarstöðvar fyrir pólitíska bitlinga. „Það verða faglega skip- aðar bankastjórnir, valdar eftir þekkingu og hæfni fólks, en ekki eftir pólitískum skoðunum. Það er auðvitað sérstök staða sem er kom- in upp, að ríkið sitji uppi með bank- ana. Það þarf að gæta þess í hví- vetna að vel verði að verki staðið. Það munum við gera,“ sagði Björg- vin. Aðspurður sagði Árni Mathie- sen ekkert farið að hugsa um hinar varanlegu stjórnir. Spurningar um það sagði hann ótímabærar. Bráðabirgðastjórn Nýja Glitnis er skipuð þremur konum og tveim- ur körlum. Stjórnarformaður er Þóra M. Hjaltested, lögfræðingur í viðskiptaráðuneyti. Með henni sitja í stjórn Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu, Guðjón Ægir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður, Maríanna Jónasdóttir, viðskipta- fræðingur og skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, og Sigmundur Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur og sérlegur ráðgjafi fjármálaráð- herra. Árni Mathiesen skipaði þau Marí- önnu og Sigmund. Sigmundur hefur verið með Árna í Washington frá fyrsta degi. Því hefur Pétur Fenger, starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, setið þar fyrir hann sem varamaður. Guðjón Ægir var skipaður af við- skiptaráðherra, Björgvini G. Sig- urðssyni. Aðspurður segir Guðjón það ekkert launungarmál að hann er flokksbundinn samfylking- armaður eins og Björgvin. Öll embættismenn Bráðabirgðastjórn Nýja Lands- banka leiðir Þórhallur Arason. Hann er menntaður viðskiptafræð- ingur og skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu í fjármálaráðu- neytinu Með Þórhalli í stjórn situr Ang- antýr Einarsson stjórnmálafræð- ingur, sem er skrifstofustjóri rekstrar- og upplýsingaskrifstofu í fjármálaráðuneytinu. Þá eru þar viðskiptafræðingurinn Böðvar Jóns- son, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, og Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyt- inu og viðskiptafræðingur. Að lok- um er þar Margrét Sæmundsdóttir, starfsmaður í viðskiptaráðuneytinu, sem er hagfræðingur. Valdamiklir embættismenn  Samstarfsmenn ráðherranna fara um tíma með stjórnina  Varanlegar stjórn- ir verða ekki pólitískar, segir ráðherra Þórhallur Arason Böðvar Jónsson Kristján Skarphéðinsson Angantýr Einarsson Margrét Sæmundsdóttir Guðjón Ægir Sigurjónsson Sigmundur Sigurgeirsson Sigríður Rafnar Pétursdóttir Maríanna Jónasdóttir Morgunblaðið/Kristinn Nýir bankar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill faglegar stjórnir í nýju bönkunum og ópólitískar. Þóra Margrét Hjaltested ans. Bendir hún sem dæmi á að sex af sjö framkvæmdastjórum bankans séu karlkyns. „Það hefði mátt nota tæki- færið sem felst í þessari uppstokkun til þess að jafna stöðu kynjanna,“ seg- ir Kristín. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra sagði á blaðamannafundi í Iðnó í síðustu viku að jafnræðis kynjanna yrði gætt í hvívetna, eins og annarra grundvallaratriða, í öllu um- rótinu. Aðspurður um þetta sagði Björgvin að hann hefði gætt jafn- ræðis. Tveir stjórnarmenn eru skip- aðir af honum, Kristján Skarphéð- insson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, og Margrét Sæ- mundsdóttir, hagfræðingur í við- skiptaráðuneytinu. Hann sagði ekki hafa verið samráð milli ráðherranna „á hlaupunum“ um þetta atriði og vís- aði að öðru leyti á Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Björgvin lagði BRÁÐABIRGÐASTJÓRN Lands- bankans, sem skipuð var á fimmtu- dag, er skipuð fjórum körlum og einni konu. Stjórnin er því líklega ekki löglega skipuð. Í 15. gr. jafnréttislaga segir að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kynja ekki lægra en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfé- lag er aðaleigandi að. „Þetta er alveg skýlaust brot á jafnréttislögum,“ segir Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu. Hún bendir á að lögin gildi um allar opinberar nefndir, ráð og stjórnir, hvort sem þær eru settar til bráðabirgða eða framtíðar. Að mati Kristínar eru það ákveðin von- brigði hversu rýr hlutur kvenna sé í yfirmannastöðum Nýja Landsbank- áherslu á að stjórnin væri til bráða- birgða. Telur stjórnina löglega Árni skipaði þrjá karla. Aðstoð- armann sinn Böðvar Jónsson og þá Þórhall Arason og Angantý Ein- arsson, skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu. Tal náðist af Árna á ársfundi alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gærkvöldi. Hann sagðist þá ekki telja stjórnina ólöglega skipaða og henni þyrfti því ekki að breyta. Nú þegar hefur Jón Þór Sturluson hafnað stjórnarformennsku í Nýja Glitni. Sigmundur Sigurgeirsson, ráðgjafi Árna Mathiesen, hefur ver- ið í Washington frá fyrsta degi þeirrar stjórnar og Pétur Fenger, varamaður hans, setið í hans stað. Mannabreytingar virðast því ekki vera vandamál. silja@mbl.is onundur@mbl.is Ekki farið eftir jafnréttislögum Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is EKKI allir Íslendingar utan heimalandsins eru illa staddir vegna veikrar krónu. Þeir sem búa og starfa erlendis og hafa tekjur í erlendri mynt fá nú fleiri íslenskar krónur fyrir peningana sína og hafa sumir hverjir nýtt sér það, t.d. með því að koma hingað í verslunarferðir eða jafnvel greiða niður íslenskar skuldir. Halla Björg Har- aldsdóttir, sem búið hefur í Danmörku sl. fimm ár, brá einmitt á það ráð í síðustu viku að greiða niður námslánin sín hjá LÍN fyrir tæpan þriðj- ung þeirrar upphæðar sem það hefði kostað hana í fyrra. Fengu 40 íslenskar krónur fyrir 1 danska Að loknu viðskiptafræðinámi hér hélt Halla til Danmerkur í mastersnám í fjármálum og al- þjóðaviðskiptum. Fimm árum síðar hefur Halla komið sér fyrir í Árósum ásamt dönskum eig- inmanni sínum. Halla segir þau hjónin lengi hafa hugsað um að borga upp námslánin hennar sem hljóðuðu upp á 2,7 milljónir króna. Þau fylgdust vel með genginu og þegar danska krónan fór í rúmar 16 kr. í vor hugsuðu þau um að láta til skarar skríða en ákváðu að bíða aðeins lengur. Í síðustu viku ákváðu þau að hringja í bank- ann sinn og spyrjast fyrir um gengið. „Þeir ætl- uðu að rukka okkur um 3 dkr. fyrir hverjar 100 íslenskar krónur og við sögðum já við því.“ Í ljós kom að bankinn gat ekki tekið verkið að sér svo Halla hafði samband við tengdaforeldra sína. Í gegnum þeirra banka fékkst leyfi til að senda 2,7 milljónir til Íslands sl. fimmtudag. Greiðslan fór í gegn á föstudaginn var og fengust þá 40 ís- lenskar krónur fyrir hverja danska. „Þegar við byrjuðum að hugsa um að greiða niður LÍN-lánið vorum við alltaf að hugsa um 200 þúsund dkr. en núna kostaði lánið 68 þús. dkr. með öllum kostnaði. Bankarnir hérna vilja greinilega ekki sitja uppi með krónuna en ég veit ekki hvort þetta hefur verið einskær heppni, hvort það er búið að loka alveg fyrir þetta því á föstudag var lokað fyrir að danskir aðilar gætu borgað með debetkortum sínum á Íslandi. Okkur bauðst þetta tækifæri og auðvit- að nýttum við það.“ Námslánið lækkaði um 70%  Íslensk kona búsett í Danmörku greiddi niður námslán sitt hjá LÍN fyrir 68 þúsund danskar krónur  Fyrir um það bil ári hefði það kostað hana rúmlega 230 þúsund danskar krónur Morgunblaðið/Golli Sparnaður Halla Björg og eiginmaður hennar Mads Peter Høj spöruðu sér talsverðan pening. Í HNOTSKURN »Gengi dönsku krónunnar í gær varskráð 20,2 ísl. kr. Á sama tíma í fyrra var gengið 11,5 kr. »Ekki hafa allir Íslendingar erlend-is verið jafnheppnir og Halla Björg en Morgunblaðinu hefur borist póstur frá einum sem reyndi að greiða niður lán frá LÍN í síðustu viku en kom alls staðar að lokuðum dyrum hjá bönkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.