Morgunblaðið - 14.10.2008, Side 24

Morgunblaðið - 14.10.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGINN 8. október skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undir vilja- yfirlýsingu þess efnis að gerður yrði 3ja ára þjónustusamningur á milli heilbrigðisráðu- neytis og Reykjavík- urborgar um sameig- inlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heima- þjónustu undir stjórn Reykjavíkurborgar sem taki gildi frá og með næstu áramót- um. Sama dag samþykkti velferð- arráð Reykjavíkurborgar nýtt skipurit fyrir velferðarsviðið þar sem ný skipulagseining „Heima- þjónusta Reykjavíkur“ verður til innan velferðarsviðsins. Þetta er mikilvægt skref í því að koma til móts við áherslur sam- félagsins um samþætta þjónustu við einstaklinga sem velja að vera í heimahúsum og þurfa til þess margvíslega aðstoð. Auk þess er þetta eðlilegt framhald af sam- vinnu borgarinnar og ráðuneyt- isins í þessum málaflokki á und- anförnum árum. Tilgangurinn er meðal annars að einfalda allt viðmót þjónustunnar og fá með sameiginlegri stjórn nýtt og öflugra kerfi. Það er mik- ilvægt skref í að mæta aukinni þjónustuþörf og kröfum samfélags- ins um að það sé tryggt að fólk fái þjónustu veitta á réttu þjón- ustustigi. Viðræður milli heilbrigðisráðu- neytis og velferðarsviðs hófust þegar sumarið 2007 en þá um haustið var svo samþykkt á fundi velferðarráðs að ganga til form- legra viðræðna við heilbrigðisráðu- neytið. Það var svo í febrúar á þessu ári sem stýrihópur með fulltrúum frá ráðu- neytinu og velferð- arsviði tók til starfa og ráðinn var ut- anaðkomandi verk- efnastjóri til þess að halda utan um staf- rið. Þessi hópur hefur nánast hist vikulega síðan enda verkefnið stórt og viðamikið. Ég vil nota tækifærið og þakka stýrihópn- um fyrir hans störf, en undirrituð hefur ásamt heilbrigð- isráðherra gefið þessu máli sérstakan for- gang og því hefur ver- ið mikill þrýstingur á alla aðila að vinna hratt og faglega að málinu. Góð pólitísk samstaða hefur verið um málið innan vel- ferðarráðs sem hefur hjálpað til við að lenda því farsællega. Mikil áhersla hefur verið lögð á að upplýsa starfsmenn sem málið snertir eftir því sem kostur er. Nú eru starfandi fjölmargir hópar sem vinna að undirbúningi þess að sameiningin verði um áramót og koma fjölmargir starfsmenn að þeirri vinnu. Nú, þegar fyrir ligg- ur það skipulag sem unnið verður eftir, er hægt að upplýsa starfs- menn enn betur og þegar hefur verið fundað með stéttarfélögum starfsmanna. Hagsmunasamtök sem málið varðar hafa lengi þrýst á breytingar af þessu tagi og hafa þau hvatt samningsaðila áfram og lýst yfir mikilli ánægju með gang mála. Á þeim umrótatímum sem við nú lifum á er það mér mikil ánægja að geta greint frá þessum jákvæðu tíðindum. Ég vona að með þessum skipulagsbreytingum og samstilltu átaki þeirra hæfu starfsmanna sem munu halda uppi Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar njóti þeir sem á þessari þjónustu þurfa að halda enn betri þjónustu á næstu árum. Sameining heima- hjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík Jórunn Frímanns- dóttir skrifar um þjónustusamning í velferðarmálum á milli heilbrigð- isráðuneytis og Reykjavíkurborgar Jórunn Frímannsdóttir » Sameining heimahjúkr- unar og heima- þjónustu í Reykjavík er framfaraskref í þágu borg- arbúa. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs. Íslenskt efnahagslíf hefur undanfarnar tvær vikur fengið á sig slík bylmingshögg að fá dæmi eru um annað eins í sögu lands og þjóðar. Atburðarásin hefur verið hröð og tjónið mikið, en fæstir gera sér líklega grein fyrir því hve mikil verð- mæti eru enn að glatast. Þjóðarbúið verður fyrir enn meiri áföllum næstu daga og vikur ef ekki tekst að koma fljótt böndum á krónuna og end- urheimta það traust sem er forsenda eðlilegra utanríkisviðskipta. Mik- ilvægt er að leita strax eftir aðkomu alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lág- marka þannig skaða almennings og lífeyrissjóðanna og draga úr nei- kvæðum áhrifum á velferðarkerfið. Viðskipti byggjast á trausti Forsenda viðskipta er að hægt sé að treysta því að báðir aðilar standi við sitt. Þess vegna hefur orðið til al- þjóðlegt kerfi greiðslutrygginga og bankaábyrgða sem greiða fyrir við- skiptum. Þetta kerfi er nú að hrynja gagnvart íslenskum fyrirtækjum og veruleg hætta er á að útflutningsfyr- irtæki fari í þrot, verðmæt viðskipta- sambönd glatist og að útflutnings- tekjur þjóðarinnar rýrni til framtíðar. Hægt er að nefna raunveruleg dæmi. Erlent tryggingarfélag hefur sagt upp greiðslutryggingum gagn- vart útflutningsfyrirtæki í sjávar- útvegi og tekur uppsögnin gildi á allra næstu dögum. Tryggingafyr- irtækið treystir sér ekki lengur til þess að ábyrgjast viðskipti útflytj- andans við birgja vegna hræðslu um að sjóðir hans verði frystir, ann- aðhvort á Íslandi eða hjá erlendum viðskiptabönkum sem telja sig eiga kröfur á Ísland. Nokkrum klukku- stundum síðar stað- festir erlendur við- skiptabanki fyrirtækisins það sem tryggingafélagið ótt- aðist, þ.e. að til greina komi að loka á frekari fyrirgreiðslu „þar til ís- lensk stjórnvöld grípa til raunhæfra aðgerða“. Viðskiptavinir fisk- útflytjandans erlendis fylgjast áhyggjufullir með og hefja þegar leit að nýjum birgjum til að koma í veg fyrir vöruskort. Um er að ræða íslenskt fyrirtæki sem hefur byggt upp markaði fyrir fiskafurðir á besta mögulega markaðsverði. Án greiðslutrygginga og erlendrar bankafyrirgreiðslu er ekki hægt að eiga viðskipti og fyrirtækið stefnir í þrot ef ekkert verður að gert. Annað dæmi er að birgjar erlendis eru farnir að krefja íslensk fyrirtæki um staðgreiðslu og jafnvel að gjald- fella reikninga. Bankaábyrgðir frá Ís- landi þykja ekki lengur nægjanleg trygging, jafnvel ekki þótt um sé að ræða banka í ríkiseigu. Fyrirtæki í flutningaiðnaði sem áður naut tveggja mánaða gjaldfrests fær nú ekki olíu afgreidda nema gegn fyr- irframgreiðslu. Óhætt er að fullyrða að við bestu aðstæður séu fá fyrirtæki með svo ríflega lausafjárstöðu að þau geti skyndilega greitt sem svarar að- föngum þriggja mánaða. Við núver- andi aðstæður er krafan um taf- arlausar greiðslur í raun ávísun á að fyrirtækið fari í þrot, jafnvel þótt reksturinn gangi vel og fyrirtækið hafi staðið við allar skuldbindingar sínar. Glötuð útlán auka byrðar rík- issjóðs Flest íslensk fyrirtæki eru í láns- viðskiptum við íslenska banka. Að baki útlánum til fyrirtækja eru m.a. innistæður almennings og skuldabréf sem seld voru lífeyrissjóðum eða öðr- um fjárfestum. Þannig virka banka- viðskipti: sparnaður eins verður að útlánum til annarra. Fari fyrirtækin í stórum stíl í þrot er ljóst að innistæð- ur og annar sparnaður rýrnar. Ef rík- ið ábyrgist innistæður í bönkunum og útlánin duga ekki fyrir innistæðunum þurfa stjórnvöld að skattleggja þjóð- ina fyrir veittum ábyrgðum. Þess vegna er það mér hulin ráð- gáta þegar menn láta að því liggja að mögulegt gjaldþrot ákveðinna ís- lenskra fyrirtækja erlendis sé í raun réttlætismál fyrir þjóðina. Það er þvert á móti réttlætismál fyrir þjóð- inna að erlendar eignir haldi verðgildi sínu, þannig að útlán íslensku bank- anna fáist greidd og að ekki þurfi að nota skattfé til að tryggja innistæður. Lítið velferðarkerfi ef engar eru skatttekjurnar Afleiðingar þess að útflutnings- og innflutningsfyrirtækin geti ekki stundað eðlileg viðskipti geta orðið skelfilegar. Nú þegar er orðinn gjald- eyrisskortur sem á eftir að magnast ef útflutningur dregst saman að magni og verðgildi. Gjaldeyr- isskortur getur einnig leitt til vöru- skorts, sem er ávísun á óðaverðbólgu og kjaraskerðingu. Gjaldeyrisskortur getur einnig þýtt að atvinnulífið inn- anlands fær ekki nauðsynleg aðföng, svo sem varahluti og eldsneyti. Óhjá- kvæmileg afleiðing þess er að hjól at- vinnulífisins hægja á sér, atvinnuleysi eykst og tekjur ríkis og sveitarfélaga minnka. Þar með dregur mjög úr getu okkar til að halda uppi öflugu velferðarkerfi. Ákvörðun strax, takk fyrir Við þessar aðstæður má furðu sæta að ríkisstjórnin skuli enn velta vöng- um yfir því hvort vert sé að leita til al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þjóðin er komin í mjög þrönga stöðu. Atburðir á erlendum vettvangi benda einnig til þess að vandamál Íslendinga geti senn fallið í skuggann af vanda mun stærri ríkja og athygli alþjóðastofn- ana beinist því annað. Tækifærið til þess að kalla eftir aðkomu gjaldeyr- issjóðsins er því núna. Verðmæti glat- ast hverja klukkustund sem ákvörð- unin tefst. Björgum verðmætum strax Edda Rós Karls- dóttir skrifar um efnahagsmál » Við þessar aðstæður má furðu sæta að ríkisstjórnin skuli enn velta vöngum yfir því hvort vert sé að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Edda Rós Karlsdóttir Höfundur er hagfræðingur. HIN evrópska fjöl- skylda Íslendinga á að koma þeim til hjálpar, ekki rúss- neski björninn. Vel- komnir, Íslendingar, í Evrópusambandið og evruna! Fréttastofan Blo- omberg greinir frá því að nú séu við- ræður í gangi milli Íslands og Rússlands. Rússar segja að þær snúist um að veita Íslandi lán „til að tryggja stöð- ugleika í fjármálakerfi Evrópu“. Samkvæmt heimildum í Rússlandi á lánið að verða um fjórir millj- arðar evra. Hagsmunaaðilar í Rússlandi séu reiðubúnir að lána Íslendingum peninga vegna þess að ástandið hafi mikil áhrif á Rússland og vegna þess að „við erum hluti af Evrópu og við vilj- um stöðugleika í Evrópu“. Því má fjandinn sjálfur trúa. Rússland hefur þróast í átt til einræð- is. Og efnahagslegt og öryggispólitískt mik- ilvægi norðurslóða fyrir okkur öll fer vaxandi. Þess vegna eigum við á Norð- urlöndunum – ekki bara vegna samstöðu með Íslendingum heldur í eiginhags- munaskyni – að vinna að því að ESB-ríkin bjóði Íslandi miklu betri kost en að fara sem auðmýkt þjóð með betlistaf í hendi að biðja rússneska björninn um lán. Olli Rehn, sem fer með stækk- unarmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, lýsti því yfir fyr- ir skömmu að ESB-ríkin myndu geta veitt aðildarumsókn frá Ís- landi flýtimeðferð og afgreitt hana innan árs. Það er frábært! Auðvitað myndi Ísland græða á aðild, bæði að Evrópusambandinu og evrunni. Betri vörn á hinum sameiginlega markaði og þátttaka í sameiginlegum gjaldmiðli hefði ómetanleg áhrif bæði á stöð- ugleika og hagvöxt. Þar að auki myndi fullveldi Íslands styrkjast með því að taka þátt í ákvarð- anatöku innan ESB og evrusvæð- isins, í stað þess að þiggja reglur frá ESB samkvæmt EES- samningnum. Ísland getur nú látið á það reyna hvort tekst að koma á stöð- ugleika með því að tilkynna að landið sækist eftir ESB-aðild og þar með upptöku evrunnar. Velkomnir í ESB, Íslendingar! Carl B. Hamilton skrifar um Evr- ópumál »Hin evrópska fjöl- skylda Íslendinga á að koma þeim til hjálp- ar, ekki rússneski björninn. Carl B. Hamilton Höfundur er þingmaður Frjálslynda þjóðarflokksins í Svíþjóð og prófessor í alþjóðlegri hagfræði. VALDASTREITUMÖNNUM er mikið niðri fyrir: Nú þurfa allir landsmenn að snúa bökum saman! Þjóðfélagið liggur undir slíkum áföllum að menn verða að taka höndum saman, allir sem einn! Ekki má drepa málum á dreif með leit að sökudólgum! Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Eg- ilsson, segir í laugardagsblaði Fréttablaðsins 11. þ.m.: „Það skiptir miklu máli að eyða sem minnstum tíma í reiði og norna- veiðar. Traustið er aðalmálið.“ Þetta er maðurinn sem um árið var formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis í hjáverk- um, en framkvæmdastjóri Verzl- unarráðsins að aðalstarfi og laumaði árið 1996 inn lagabreyt- ingum, sem gerðu sægreifum fært að flytja söluandvirði gjafakvótans skattlaust úr landi. Talið er að þannig hafi alikálfar Davíðs og Halldórs flutt allt að 500 milljarða króna í skattaparadísir Lúx- emborgar, Hollands, Erm- arsundseyja og víðar. Að vísu varð þeim það á að kaupa fyrir a.m.k. helming fjárins hlutabréf í fyr- irtækjum útrásarmanna á Íslandi, Hannesar Smárasonar og annarra fjármálasnillinga sem of langt mál yrði upp að telja. Og svona er værðarvoðin áfram ofin af landstjórnarmönnum sem sárbiðja almenning um traust á sér og sínum – og að sýna sam- stöðu. Að vísu var það ekki sérlega traustvekjandi að forsætisráð- herra skyldi hefja áreiðina með faðmlagi við Kjartan Gunnarsson, varaformann Landsbanka Ís- lands. [Innan sviga: Hverskonar viðskipti áttu sér stað með hluta- bréf í Landsbanka Íslands að fjár- hæð 37 milljarðar króna, eða 17% af öllu hlutafé bankans, síðustu mínúturnar í lífi bankans?] Ófrávíkjanleg skilyrði hljóta að verða sett fyrir samstöðu, trausti og trúnaði milli almennings og stjórnvalda: Að opinber rannsókn- arnefnd verði skipuð til að rann- saka ofan í kjölinn allt einkavæð- ingarferli valdhafa á árunum 1995 til 2007, og niðurstöður birtar al- menningi. Erlendir sérfræðingar verði fengnir til að meta þær nið- urstöður. Opinber rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar, sem geri rækilega úttekt á starfsemi einkabankanna, og ráðgjafar erlendra sérfræðinga leitað við þann starfa. Því má svo við bæta, þótt ann- ars eðlis sé, að þeim landstjórn- armönnum er ekki við bjargandi, sem ekki sjá að eftirlaunaósómann verður að afnema þegar í stað ásamt mútufjármunum til handa formönnum stjórnarand- stöðuflokka. Stjórnmálaflokkar verða sjálfir að sjá fyrir sínum, enda þiggja þeir nú ríflega styrki frá hinu opinbera til þess arna. Og nú reynir á á næstu vikum og mánuðum að orðið verði við framangreindum kröfum. Ef ekki, neyðist almenningur til að taka höndum saman og vinna verkin sjálfur, enda líður senn að kosn- ingum. Fari ekkert uppgjör fram og upplýsingar ekki fram færðar um orsakir og afleiðingar er eins víst að sagan endurtaki sig þegar gróðapungar hafa náð vopnum sínum á nýjan leik. Slíkt má aldrei verða. Sverrir Hermannsson Ófrávíkjanlegar kröfur Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.