Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood GJALDEYRISVIÐSKIPTI gengu mjög hægt, illa eða ekki í gær. Seðlabankinn sendi frá sér tilkynn- ingu þess efnis að á meðan viðskiptabankarnir þrír væru að hefja starfsemi eftir breytingar á eign- arhaldi þeirra hefðu orðið tafir á gjaldeyrisviðskipt- um. Hnökrarnir hefðu þó farið minnkandi. Lands- bankinn hefði sinnt hluta gjaldeyrisviðskipta í gær. Þegar formbreytingu annarra viðskiptabanka væri lokið hæfu þeir einnig gjaldeyrisviðskipti. Gjaldeyrisviðskipti í Nýja Landsbankanum gengu hægt í gær, en gengu þó, að sögn Önnu Bjarneyjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra úti- búasviðs bankans. Hún kvaðst vona að það færi að batna. Anna sagði að afgreiðsla bankans í Leifsstöð hefði verið opin í gær til gjaldeyrisviðskipta fyrir ferðamenn og hún verði það áfram. „Allar símgreiðslur til útlanda eru í bið meðan unnið er að lausn málsins í samvinnu við Seðlabank- ann. Menn vona að það leysist á næstu dögum,“ sagði Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis. Hann sagði að Glitnir hefði gefið út yfirlýsingu þar sem staða mála væri útskýrð. Viðskiptavinir sem ekki hafa fengið yfirfærslu til að greiða erlenda reikn- inga hefðu getað framvísað yfirlýsingunni til er- lendra lánardrottna. Varðandi ferðamannagjald- eyri fer Glitnir að tilmælum Seðlabankans og þarf fólk að framvísa farseðli til að kaupa gjaldeyri. Hver ferðamaður fær að hámarki sem samsvarar 50.000 krónum og er það samkvæmt tilmælum skilanefndar bankans. „Ég trúi að þetta mjakist allt í rétta átt hjá okkur öllum,“ sagði Agnar Hansson, bankastjóri Icebank. Bankinn annast m.a. gjaldeyrisviðskipti fyrir spari- sjóðina. Agnar sagði að þeir hefðu opnað á ein- hverja seðlasölu í gær. Þeir keyptu allan gjaldeyri sem fólk kemur með og gætu millifært hann. „Það skortir meiri gjaldeyri og við hvetjum út- flytjendur til að losa um þann gjaldeyri sem þeir eiga,“ sagði Agnar. Hann sagði að bankinn myndi fylgja tilmælum Seðlabankans. Lyf og annað slíkt hefði fengið forgang við gjaldeyrisyfirfærslur og aðstoðar Seðlabankans verið leitað við gjaldeyris- kaupin. Í tilkynningunni frá Seðlabankanum sagði að til- mæli um temprun viðskipta með gjaldeyri væru enn í gildi en þau væru leiðbeinandi. gudni@mbl.is Gjaldeyrisviðskipti gengu illa  Seðlabankinn segir að hnökrar á gjaldeyrisviðskiptum fari minnkandi  Nýi Landsbankinn sinnti hluta gjaldeyrisviðskipta í gær  Hinir bankarnir fylgja á eftir þegar formbreytingu er lokið Í HNOTSKURN »Til að tempra útflæðigjaldeyris var m.a. dregið úr útlendum úttektarheimild- um á kreditkortum. »Ferðamenn skulu framvísafarseðli eða ígildi hans til að fá gjaldeyri. »Beiðnum vegna gjaldeyristil innflutnings verði for- gangsraðað. Bent var á að lið- ir á borð við matvöru, lyf, olíu- vörur og opinberan kostnað erlendis gætu farið í forgangs- flokk. Tregða Mörgum hefur reynst erfitt eða ókleift að borga útlenda reikninga undanfarið. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FYRIRTÆKI sem hafa veitt bílalán finna fyrir því að fleiri eiga í vand- ræðum með að borga af þeim. Fram kom í samtölum við forsvarsmenn SP fjármögnunar og Avant að reynt er að koma til móts við lántakendur eins og frekast er kostur, t.d. með því að semja um að þeir borgi aðeins vextina í tiltekinn tíma eða samið er um að vanskilafjárhæðinni sé bætt við höfuðstól lánsins og lánstíminn lengdur. Í sumum tilfellum dugar það ekki og staða sumra er svo slæm að samningar myndu engu skila. Kjartan Georg Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SP fjármögnunar, segir fyrirtækið leita allra leiða til að auðvelda fólki að standa skil á lánunum. „Við erum allir af vilja gerðir að semja,“ segir hann. „Og nú sem aldrei fyrr.“ Hafi fólk staðið í skilum með lán, sé með góða greiðslusögu eins og það er kallað, sé slíkt auðveldara en ella. Hvert til- vik sé metið fyrir sig. Sé lántakandi í svo slæmri stöðu að útséð sé um að hann muni standa undir láninu sé á hinn bóginn enginn tilgangur í að lengja í því og láta vextina hlaðast upp. Það gagnist hvorki fyrirtækinu né þeim sem hafa tekið lánið. Lánstíminn lengdur Helga Hermannsdóttir, deild- arstjóri einstaklingsþjónustu hjá Avant, segir að þessi mál séu öll í vinnslu hjá fyrirtækinu. „Það sem við erum að gera í dag er að skuld- breyta fyrir þá sem eru þegar í van- skilum. Við erum að taka vanskilin og bæta þeim aftan við. Síðan erum við að lengja í lánum hjá þeim sem eru í skilum og létta þannig greiðslubyrðina,“ segir hún. Lengsti lánstími á bílum er 84 mánuðir eða sjö ár. „Annars höfum við verið að ráðleggja okkur kúnnum að bíða að- eins og sjá til hvernig gengið þróast og hvaða ákvarðanir verða teknar [af stjórnvöldum],“ segir hún. Morgunblaðið/Ómar Bílalán Tugþúsundir bíleigenda eru með ökutæki sín á bílalánum, í allt að sjö ár. Margir eiga nú erfitt með að standa í skilum með greiðslur á lánunum. Ekki nægir að skila lyklunum til að losna undan bílaláninu  Reynt að koma til móts við lántakendur  Greiða aðeins vextina um tíma ÍSLENSKIR námsmenn í útlöndum hafa orðið fyrir óþægindum og sumir erfiðleikum vegna þess að þeir hafa ekki fengið peninga yf- irfærða að heiman upp á síðkastið. Séra Sigurður Arnarson prestur í London kvaðst geta staðfest þetta. Hann vissi t.d. af pari í framhalds- námi sem fór í banka á föstudaginn var og bað um fyrirgreiðslu, lítið lán fyrir mat, en fékk ekki. „Við þurfum að reyna að finna þau sem þurfa hjálp,“ sagði sr. Sigurður. Hann sagði að námsfólkið kæmi yf- irleitt ekki að fyrra bragði að leita aðstoðar. Fólk hefur einnig hringt og boðið aðstoð sína. „Ég veit um breskan námsmann sem hafði sam- band við bresk námsmannasamtök og kannaði með hvaða hætti þau gætu hjálpað íslenskum náms- mönnum,“ sagði Sigurður. „Það er ýmislegt gott að gerast.“ Séra Ágúst Einarsson prestur í Gautaborg kvaðst hafa orðið var við áhyggjur hjá námsmönnum í Svíþjóð. Fólk hefði haldið í vonina um að allt færi aftur í gang í byrjun þessarar viku. Hann sagði að þótt hægt yrði að yfirfæra peninga kæmi þetta þungt niður á öllum vegna þeirrar skerðingar sem orðið hefur vegna gengisbreytinga. gudni@mbl.is Leitað til prestanna Þegar fólk stendur ekki skil á bíla- lánum getur lánafyrirtækið leyst til sín bílana. Bílanir eru þrifnir, farið yfir ástand þeirra og gert við eftir þörfum. Síðan eru þeir boðnir til sölu. Ef söluverðið dugar ekki til lendir mismunurinn á skuldaran- um. Þótt sumum þyki það freistandi er ekki hægt að skila bílnum ein- faldlega til lánafyrirtækisins og ætlast til þess að þar með sé búið að gera upp lánið. Í slíku er engin lausn fólgin og breytir í raun engu nema því að lántakandinn hefur ekki lengur yfirráð yfir bílnum en verður eftir sem áður að borga af láninu. Bíllinn seldur upp í skuldina VEGNA erfiðleikanna á Íslandi hefur Íslendingafélagið í Ósló boðað til fundar þar í borg næstkomandi fimmtudags- kvöld. Sendiherra Íslands í Noregi, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, hefur boðað komu sína og hyggst svara mörg- um þeim spurningum sem brenna á Íslendingum erlendis um þessar mundir. Fundurinn fer fram í Miljøhúsinu, Gren- sen 9B, á 6. hæð og hefst kl. 18.30. Einnig er bent á ýmsar upplýsingar á netsíðu sendiráðsins, www.iceland.org/no. Boða til fundar í Ósló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.