Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 29
✝ Emil Auðunssonfæddist í Austur- Eyjafjallasýslu 9. mars 1954. Hann lést á heimili sínu í Toftl- und í Danmörku 7. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru hjónin Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri, f. 26. desember 1923 og Guðlaug Arnórs- dóttir húsmóðir, f. 21. mars 1928, d. 22. júní 1968. Systkini Emils eru Sveinn, f. 29.11. 1949, Kristín, f. 13.11. 1950, Arnór, f. 7.2. 1952, d. 16.3. 1975, og Ólafur Þór- ir, f. 22.9. 1960. Útför Emils fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Emil Auðunsson var bróðir minn. Hann fæddist 9. mars 1954 og naut þess að vera litla barnið í systkina- hópnum í sex ár þangað til ég fæddist og tók það hlutverk. Þá vorum við börn Auðuns Braga Sveinssonar og Guðlaugar Arnórs- dóttur orðin fimm að tölu. Samheldinn hópur sem móðirin hélt saman af miklum dugnaði og ást- úð. „Emil var oft erfiður“ hefur pabbi oft sagt en Emmi var jú líka sá okkar systkinanna sem fann upp á ótrúleg- ustu uppátækjunum á æskuárum í Þykkvabæ. Fann bambusstangir í fjörunni og hóf umsvifalaust að æfa stangar- stökk Hann þurfti stöðugt að vera að framkvæma eitthvað og aðhafast, spila fótbolta en fótbolti var alltaf eitt hans stærsta áhugamál. Á sjötta áratugnum var orðið „of- virkni“ ekki til en það hefði átt ágæt- lega við Emma þó svo flestir töluðu um svakalegan dugnað í stráknum. Emmi var eftirsóttur til vinnu alla tíð, sérstaklega ef taka þurfti á því líkamlega. Mér er mjög minnisstætt þegar hann fékk fyrsta Bullworker- æfingatækið þá líklega ellefu ára og svo voru vöðvarnir æfðir í mörg ár. Um tíma áttu lyftingar hug hans all- an og keppti hann meðal annars á Ís- landsmeistaramóti í kraftlyftingum 1971 og lenti þá í fjórða sæti. Oft fór ég í Jakaból og horfði á Emma æfa með Skúla Óskars og Óskari Sigur- páls og fleirum. Hann hefði eflaust getað náð mjög langt í hvaða íþróttagrein sem var ef hann hefði einbeitt sér. Skák var einnig stórt áhugamál en við vorum svo heppnir bræðurnir í kringum 1966 að Geir Sigurðsson var farkenn- ari og bjó heima í Gerði í Þykkvabæ og var hann óþreytandi við að kenna okkur skák og tefla við okkur. Emil gat spilað ágætlega á orgel, sjálf- lærður í því eins og flestu. Ég leit mikið upp til Emils eins og eldri bræðra minna á þessum árum í Þykkvabæ en við vorum ólíkir og oft kviknaði í eldfimu púðrinu á milli okkar og margar sprengingar urðu Emil Auðunsson og vinslit, en bara stutt.Árin í Þykkvabænum á sjötta ára- tugnum liðu áhyggjulaus svo að segja fyrir okkur systkinin. Minningar frá þeim árum eru bjartar og fagrar. Þykkvabær þá var eins og eitt heim- ili. Enn svo 1968 dró ský fyrir sólu og átti það eftir að móta Emma meira enn okkur hin síðar á ævinni. Þá dó móðir okkar, Guðlaug Arn- órsdóttir, langt um aldur fram, ein- ungis 40 ára. Emil var 14 ára og engin var „áfallahjálpin“. Orðið ekki til. Hver og einn bar harm sinn í hljóði og einhvern veginn var haldið áfram að lifa og látið sem ekkert hefði gerst. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og eftir venjubundið nám í grunnskóla fór Emmi til náms í lýðháskólanum í Lögumkloster á Jótlandi og átti svo heima í Danmörku og leið betur þar að ég held en hér á landi. Hann reyndi að setjast að hér á landi milli áranna 1978 og 1982 en það gekk illa. Þann tíma bjó hann hér og þar og var farandverkamaður. Bjó við hinar og þessar mismunandi slæmar að- stæður í verbúðum. Margar svo slæmar að vart var dýrum bjóðandi. Eftir að Emil flutti til Danmerkur í seinna skiptið urðu samskipti hans við Ísland lítil sem engin en minn- ingin lifir. Ólafur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 29 Siggi hafði fallega söngrödd og í hartnær 30 ár söng hann með Strætókórnum. Kórfélagar voru allir vinir hans og er óhætt að segja að kórstarfið hafi verið snar þáttur í lífi hans og reyndar Gróu líka. Hann söng meðal annars við margar jarð- arfarir og daginn sem hann lést hafði hann sungið við jarðarför kórfélaga síns og fylgt honum til grafar. Siggi og Gróa áttu stóra og góða fjölskyldu og nutu sín best í faðmi barna og barnabarna. Mikill harmur er nú kveðinn að öllu þessu góða fólki, en það er þeim mikil huggun að standa þétt saman og styrkja hvert annað. Mikill vinskapur var á milli okkar Ingibjargar og Gróu og Sigga. Við hittumst oft, enda stutt á milli heim- ila okkar. Daginn áður en hann lést sátum við í stofunni þeirra og rædd- um lífsins gagn og nauðsynjar. Siggi var eins og hann átti vanda til og allra síst hefði nokkurn mann grunað að daginn eftir væri lífi hans lokið. Við fórum í utanlandsferðir saman og ferðalög innanlands. Síðast í sumar áttum við eftirminnilega daga í Þjórs- árdal, Ásbyrgi og víðar. Við eigum öll margs að minnast og margt að þakka – og það er heiðríkja yfir minning- unni um Sigga. Elsku Gróa systir, Anton og Valný, Anna Hulda og Reynir, Friðjón og Hólmfríður, Tinna og Eyþór. Við Ingibjörg sendum ykkur og börnum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng veita ykkur styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þinn mágur, Þórarinn Friðjónsson. Kveðja frá Strætó bs. Strætó bs. veitir fjölda fólks góða þjónustu á degi hverjum. Að baki því verkefni er fjöldi starfsmanna, sem kappkosta að sinna starfi sínu af kostgæfni. Þar gegnir hver sínu starfi, margir eru í framlínu og aðrir baka til. Úr þessum hópi hafa fallið frá óvenjumargir starfsmenn eða fyrrverandi starfsmenn á skömmum tíma. Einn þeirra er Sigðurður Sveinsson. Hann lést síðdegis, mánu- daginn 6. okt. sl., og kom lát hans öll- um í opna skjöldu. Segja má að Sigurður hafi verið strætómaður. Hann vann við þá þjón- ustu frá 1974, samfellt frá 1976 til dánardægurs. Sigurður ók um árabil leið 3, sem fór um Vesturbæinn, vest- an frá Seltjarnarnesi, um miðbæinn og inn í Hlíðar, en svo auðvitað einnig um allan bæ, eins og strætó gerir. Þau hjónin, Gróa og Sigurður, fóru til námsdvalar í Noregi á árunum 1999- 2001 og vann Sigurður þar við strætóþjónustu meðan Gróa aflaði sér aukinna starfsréttinda. Við heim- komuna var sjálfgert að hann hæfi störf að nýju hjá Strætó og honum var vel fagnað af starfsfélögum. Hann hafði frá mörgu að segja varð- andi starfsvettvanginn í Noregi, bæði um þjónustu við notendur og starfs- skilyrði starfsfólks. Sumt fannst hon- um athyglivert þar, en einnig mörg tilefni til að vera ánægður með það sem er hér. Hann ræddi þessi mál við samstarfsmenn sína og var för þeirra hjóna til Noregs því einnig náms- og kynnisferð fyrir hann og okkur hin. Sigurður starfaði lengst af sem vagnstjóri, en hann var fjölhæfur maður og góður félagi og valdist því af sjálfu sér einnig til annarra starfa. Hann var við afleysingar á stjórnstöð um árabil, bæði stjórnstöð þjónustu og stjórnstöð vagnareksturs og fyrr á þessu ári valdist hann sem starfs- maður á varahlutalager akstursdeild- ar. Þar leið honum vel, eins og við fyrri störf og tókst af gleði á við ný verkefni. Og nú er Sigurður fallinn frá á góð- um aldri, í miðjum leik. Það er gott að hafa fengið að kynnast honum, mann- kostum hans og notið samferðar með honum. Hans er sárt saknað af vinnu- félögum, en mestur er harmur eig- inkonu og barnanna. Gróu, börnunum og barnabörnun- um eru sendar hlýjar samúðarkveðj- ur. Góð minning um Sigurð mun fylgja okkur og varðveitast fram á veginn. Hörður Gíslason. Fyrir rúmum 30 árum lágu leiðir okkar Sigurðar fyrst saman, þá vor- um við báðir nýlega byrjaðir að vinna hjá SVR . Með okkur tókst strax mjög góður vinskapur, auk þess höfðu konur okkar verið skólasystur. Áhugamál okkar voru svipuð, það voru spilakvöld þar sem séð var til þess að börnin gætu spilað með. Far- ið var í gönguferðir og leiki, svo voru það tjaldferðalögin sem lengdust allt- af eftir því sem þau urðu fleiri, enda virtist sól og blíða alltaf elta okkur í þessum ferðalögum bæði á himni sem í hjarta. Seinna fengum við okkur húsbíla og ferðuðumst um hálendið, meðal annars ógleymanlega ferð til Loðmundarfjarðar. Einnig fóru fjöl- skyldurnar tvívegis til útlanda sam- an. Börnin okkar beggja eru enn þann dag í dag að rifja upp skemmtileg at- vik úr þessum ferðalögum. Síðar minnkaði samgangur fjölskyldnanna, en vinskapur okkar Sigga dvínaði aldrei. Við hjónin hittum Sigga fyrir um mánuði síðan og ræddum við þá um heima og geima. Meðal annars ræddum við um veikindi í minni fjöl- skyldu og var þá slegið fram þessu máltæki „Enginn veit hver annan grefur“ sem og sannaðist nú þegar Siggi hafði nýlokið við að bera starfs- félaga okkar til grafar, er hann sjálf- ur burt kallaður. Ég og mín fjöl- skylda sendum öllum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Kristinn Hraunfjörð.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR REYNIR BÆRINGSSON, Laugarásvegi 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 9. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Guðrún Arnfinnsdóttir, Elín Arndís Gunnarsdóttir, Einar Helgason, Gunnar Már Gunnarsson, Helga I. Sigurbjarnadóttir, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Daníel Þorsteinsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 19. september. Útförin hefur farið fram. Við viljum færa starfsfólki Hrafnistu innilegar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð. Guðmundur Pétursson, Hólmfríður Gísladóttir, Guðrún Olsen, Rocco Patisso, Teitur Guðmundsson, Lilja Guðmundsdóttir, Katrín Ragna Guðmundsdóttir, Claudia, Ginzia, Carmina Patisso og barnabarnabörnin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR KJERÚLF, Laugarnesvegi 80, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 11. október. Útförin verður auglýst síðar. Þórunn Kjerulf Ivey, David P. Ivey, Vilborg J. Kjerulf, Jens Nielsen, Ásta Haraldsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hafdís Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR, Ægisgötu 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Páll Baldursson, Erla Hrund Friðfinnsdóttir, Erla Baldursdóttir, Steindór Sigursteinsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður og ömmu, ÓLAFÍU GUÐRÚNAR OTTÓSDÓTTUR, Klapparbergi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11–G Landspítalanum og starfsfólki líknardeildar Kópavogs fyrir auðsýnda alúð, umönnun og hlýju. Hreinn Ómar Sigtryggsson, Ottó Bergvin Hreinsson, Ásdís Hreinsdóttir Snoots, Kevin Brian Snoots Sr., Svandís Hreinsdóttir Danzer, Jeffrey Charles Danzer, Kevin Jr., Ómar Andrés, Krista Sóley, Kristófer Óli og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar yndislega, trausta og ástkæra MATTHILDUR ÁRNADÓTTIR frá Bolungarvík, Höfðagrund 3, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi fimmtu- dagsins 9. október, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju föstudaginn 17. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Akraneskirkjugarði. Pálmi Pálmason, Helga Ólöf Oliversdóttir, Oliver Pálmason, Nanna Guðbergsdóttir, Pálmi Sveinn Pálmason, Ana Maria Chacon Pálmason, Matthildur Vala Pálmadóttir, Ingólfur Bjarni Sveinsson, Eva, Eggert, Nadja, Sonja, Helena Kristín og Pálmi Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.