Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, kæru kjósendur, nú ætlar mr. Brown að sýna ykkur snilli sína í að sparka í liggjandi Íslending. VEÐUR Á sunnudag var Jón Ásgeir Jó-hannesson í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfri Egils. Þar var hann spurður hvort hann væri tilbú- inn til, persónulega, að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að komast út úr yfirstandandi hremmingum og gaf lítið út á það.     Í síðasta tölu-blaði 24 Stunda sagði Hrafn Jökulsson að þeir, sem bæru ábyrgð á að Ísland ramb- aði á barmi gjaldþrots og tugþúsundir einstaklinga væru að tapa sparifé og fasteignum, ættu að fá „eitt tækifæri, en aðeins eitt, til að afstýra því að skömm þeirra verði uppi í þúsund ár.“     Síðan segir: „En hinir raunveru-legu sökudólgar eru útrásarvík- ingarnir sem gerðu bankakerfið að verkfæri til að raka til sín millj- örðum – ákaft hvattir af fjölmiðlum, stjórnmálamönnum, forsetanum.“     Hrafn spyr: „Hvar eru þeir núna?Flúnir land? Ef vottur af mann- dómi, snefill af siðferði er í þessum 20 manna hópi sem lagði Ísland í rúst, eiga þeir að koma heim með hverja einustu krónu, evru, dollara og rúblu og leggja í bjargráðasjóð fyrir fólkið sem er að tapa öllu. Við þekkjum nöfn þeirra. Framtíðin mun þekkja nöfn þeirra.“     Skuldbindingarnar vegna Ice-save-reikninga Landsbankans eru tæpar tvær milljónir á hvern Ís- lending. Við bætast milljarðarnir, sem hafa þurrkast út af sparifé landsmanna.     Sparifé þeirra, sem trúðu á full-yrðingar útrásarvíkinganna – meistara alheimsins, sem áttu Ís- land.     Hver er þeirra sómakennd? STAKSTEINAR Hrafn Jökulsson Sómakennd SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                   !"  "      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     #  #   $  ! %& $& $  !"  "            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   " '"' " " "''  "'' "' " "  "  "' " "                         *$BC                   !   "   #  *! $$ B *! ( ) *  ) %    + <2 <! <2 <! <2 ( * , & - ./ D!-            <7      $   %      $ && $       ' (  <   )$*      # $ +   , -   .     +#      #-   /  0  .    !  1  $,     01 22   3%  , & Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR NORRÆN ráð- stefna þar sem kynnt verður niðurstaða rann- sóknarverkefnis um vændi á Norðurlöndum verður haldin í Stokkhólmi dag- ana 15.-17. októ- ber. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa margir þeirra Ís- lendinga sem hugðust sækja ráð- stefnuna þurft að hætta við vegna stöðunnar sem upp er komin í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þeirra á meðal er Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. „Við Katrín [Anna Guðmunds- dóttir] höfum verið að skoða sögu vændis hérlendis sem og laga- ramma með hliðsjón af þróuninni annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Gísli Hrafn Atlason, mann- fræðingur og einn fulltrúa Íslands í starfshópnum sem rannsakað hefur vændi á Norðurlöndum, en hann mun kynna niðurstöðurnar eins og þær snúa að Íslandi á ráðstefnunni. silja@mbl.is Vændi til umræðu í Stokkhólmi Efnahagsfárið setti strik í reikninginn Gísli Hrafn Atlason BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tek- ur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni um næstu áramót fyrir hönd Íslands. Norrænu ríkin skiptast á að fara með formennskuna og leiða starfsemi nefndarinnar eitt ár í senn. Ísland gegndi síðast formennsku í nefndinni 2004. Samkvæmt upplýsingum frá Norðurlandaskrif- stofu forsætisráðuneytisins er formennskuáætlun Íslands nú í prentun en Geir H. Haarde forsætis- ráðherra mun kynna hana á þingi Norðurlanda- ráðs sem haldið verður í Helsinki dagana 27.-29. október nk. Innihald skýrslunnar er trúnaðarmál þar til hún verður kynnt en þegar leitað var upp- lýsinga hjá Norðurlandaskrifstofunni um umfang formennskuáætlunarinnar fengust þær upplýs- ingar að eins og jafnan fylgdi formennskunni að fleiri fundir fagráðherra og embættisnefnda yrðu haldnir hér á landi en ella. Einnig yrði efnt til um tíu ráðstefna og sex málþinga sem tengdust áherslum Íslendinga á formennskutímanum. Stærsti fyrirhugaði viðburðurinn á for- mennskuári væri svokallað hnattvæðingarþing sem halda ætti í febrúar þar sem allir norrænu forsætisráðherrarnir mundu mæta svo og sér- fræðingar og fulltrúar úr norrænu atvinnulífi. Spurð um fjármögnun verkefna á formennsku- ári Íslendinga segir Snjólaug Ólafsdóttir, skrif- stofustjóri Norðurlandaskrifstofu, meginregluna þá að ráðherranefndin fjármagni verkefnin að fullu. Spurð hvaða aukakostnaður muni lenda á Ís- lendingum segir Snjólaug erfitt að meta það sem stendur. Til samanburðar megi hins vegar nefna að þegar Ísland gegndi formennskunni árið 2004 hafi Norðurlandaskrifstofan fengið rúmar 12 milljónir króna til þess m.a. að standa undir risnu- kostnaði hérlendis vegna fundahalda, til að prenta formennskuáætlun og mæta kostnaði vegna auk- inna ferðalaga á formennskuárinu. silja@mbl.is Formennskuáætlun í prentun Íslendingar taka við formennsku í norrænu ráðherranefndinni 1. janúar 2009 SAMTALS kom 58.871 farþegi með 83 skemmtiferðaskipum til Reykja- víkur í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Á næsta ári hafa 70 skemmti- ferðaskip bókað Reykjavík sem við- komustað en reikna má með að fjöldi skipa árið 2009 verði svipaður og í ár. Þrátt fyrir efnahagsörðugleika víða um heim láta útgerðir skipanna nokkuð vel af sér en reikna má með að efnahagsástandið hafi einhver áhrif á eftirspurn þegar líður á árið, samkvæmt upplýsingum frá Faxa- flóahöfnum. Hjá Faxaflóahöfnum heldur markaðsvinna áfram af full- um krafti og markmiðið að ná 100 skipum á sumri til Reykjavíkur inn- an ekki allt of langs tíma. sisi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Tekjuauki Þjóðin hefur miklar tekjur af farþegum skemmtiferðaskipa. Farþegar skemmti- ferðaskipa 59 þúsund Í HNOTSKURN »Sem fyrr eru Þjóðverjarfjölmennastir farþega en í ár komu tæplega 21.000 Þjóð- verjar hingað. »Bretar koma næstir enfjöldi þeirra var 17.500. Bandaríkjamenn voru 8.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.