Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „FYRST þegar Glitnir fór var fólk enn ákveðið í að fara og njóta þess að vera í fríi, þótt það gæti kannski ekki verslað eins og til stóð út af genginu, en þegar við hringdum í alla á föstu- daginn og aflýstum ferðinni voru flestir í raun bara fegnir því,“ segir Ágústa Jóhannesdóttir hjá Trex- ferðum. Trex hefur síðan 1998 staðið fyrir haustferðum til St. John’s á Ný- fundnalandi og var ætlunin að halda sérstaklega upp á 10. ferðina nú um næstu mánaðamót en henni hefur nú verið aflýst vegna efnahags- ástandsins. Flugsætin voru uppseld um miðjan september en á meðal farþega var stór hópur sem treysti m.a. á fyrirtækjastyrk fyrir ferðinni. Þegar styrkurinn var dreginn til baka nú fyrir helgi varð hópurinn að hætta við og í kjölfarið sá Trex sér ekki annað fært en að aflýsa ferð- inni. „Við hefðum treyst okkur til að selja þessi sæti aftur tveimur vikum fyrir brottför í venjulegu árferði en ekki núna,“ segir Ágústa. Allir sem greitt höfðu fyrir ferðina fá end- urgreitt að fullu að hennar sögn. Afbókanir og breytt áætlun Umrótið í íslensku atvinnu- og efnahagslífi hefur sett strik í reikn- inginn hjá bæði ferðalöngum og ferðaskrifstofum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum í haust þar sem verið er að breyta og aflýsa ferðum og fólk að kanna réttindi sín varðandi það,“ segir Kristín H. Ein- arsdóttir hjá Neytendasamtökunum. Efnahagsástandið eitt og sér telst ekki í forfallatryggingu til þátta sem hafi afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar skv. athugun samtakanna. Þrátt fyrir að aðstæður séu um margt sérstakar gilda því enn al- mennar reglur um að afpanta verði a.m.k. fjórum vikum fyrir brottför til að eiga rétt á endurgreiðslu, að stað- festingargjaldi frádregnu. Með 14- 28 daga fyrirvara endurgreiðast 75% af verðinu en 50% sé afpantað með minna en tveggja til fjórtán daga fyrirvara. Sé minna en tveir dagar í ferð er allt fargjaldið óafturkræft. Gjaldeyrisskortur telst ekki til ferðaröskunar Louvre Íslendingar eru ferðaglaðir en nú eru útlönd ekki jafn hagstæð Ferðaplön margra hafa breyst vegna kreppunnar SAMTÖK iðnaðarins hafa sent bréf til þeirra opinberu aðila sem standa fyrir verklegum framkvæmdum þar sem þeir eru hvattir til að taka eng- ar skyndiákvarðanir um stöðvun framkvæmda eða frestun þeirra sem eru í burðarliðnum. Það geri einungis illt verra við núverandi að- stæður. Bréfið var sent til ríkisins, sveit- arfélaga og stærri fyrirtækja og stofnana. Þar segir ennfremur að ekki sé skynsamlegt að auka við óvissu og ýta undir óróa, sem geti leitt til rekstrarstöðvunar fyrir- tækja og uppsagna starfsfólks. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sé mikil í þessum efnum. Samstaða þurfi að vera um að samdráttur verði ekki meiri en efni standa til. Fram- kvæmdir stöðvist ekki EKKI liggur enn fyrir hve margir missa vinnuna vegna falls við- skiptabankanna þriggja en allt bendir til þess að þeir verði færri en óttast hefur verið. Friðbert Traustason, formaður og fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, segir líklegt að um 300 manns missi vinn- una í Landsbankanum og rúmlega 100 í Glitni en engar upplýsingar liggi fyrir frá Kaupþingi. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að engum hafi formlega verið sagt upp í bank- anum en um 300 starfsmönnum hafi verið tilkynnt að þeir fái ekki starf í Nýja Landsbankanum. Sumir þeirra séu þó enn að störfum vegna ákveðinna verkefna sem þeir þurfi að sinna. Starfsmenn Landsbankans er- lendis hafa misst vinnu sína og Nýi Landsbankinn verður ekki með starfsemi þar. Atli segir að hugs- anlega komi einhverjir þeirra til starfa í bankanum hér heima. Glitnir hefur sagt upp um 200 manns á árinu. Már Másson, upplýs- ingafulltrúi bankans, segist ekki geta staðfest tölur um uppsagnir vegna breytinga á starfsemi bank- ans en málið sé í höndum nýrrar stjórnar bankans og skilanefndar. Friðbert Traustason bendir á að um áramótin 2005/2006 hafi fé- lagsmenn verið um 4.300 og um 1.000 fleiri ári síðar vegna auk- innar starfsemi í verðbréfa- og al- þjóðaviðskiptum, sem nú hafi verið dregið úr. Með fjölgun starfsmanna undanfarin tvö ár í huga komi sam- bærileg fækkun nú því ekki á óvart. Fólk í stóru bönkunum í biðstöðu ÞAÐ sem af er ári hafa færri fast- eignir verið seldar nauðungarsölu en á sama tíma í fyrra og aðfar- arbeiðnum hefur einnig fækkað. Þetta kemur fram í upplýsingum á vef sýslumannsins í Reykjavík. Á tímabilinu janúar til sept- ember árið 2007 höfðu 111 fast- eignir verið seldar nauðungarsölu í umdæmi sýslumannsins en á sama tímabili á þessu ári höfðu 86 fasteignir farið þessa leið. Í hverj- um mánuði bárust að meðaltali 207 beiðnir um nauðungarsölu til sýslumanns og meðaltalið nánast hið sama það sem af er þessu ári, reyndar örlitlu lægra. Aðfararbeiðnum fækkar Aðfararbeiðnum hefur einnig fækkað. Þær voru 15.353 á tíma- bilinu janúar til september í fyrra en 14.014 slíkar beiðnir höfðu borist sýslumanni fyrir sept- emberlok. Árið 2007 voru útburðarbeiðnir 70 en í lok september 2008 voru skráðar útburðarbeiðnir alls 38. Færri nauð- ungarsölur en árið 2007 VINNUMÁLASTOFNUN var í gær með 3.143 manns skráða á atvinnu- leysisskrá og þar af 1.935 á höf- uðborgarsvæðinu. Að meðaltali voru 2.229 manns atvinnulausir í september og er það um 4% aukn- ing frá því í ágúst. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir rétt að fólk skrái sig þegar það sé orðið launalaust, því það fái ekki atvinnu- leysibætur á meðan það fái laun í uppsagnarfresti. Í um 99% tilvika sé sama aðgerðin að skrá sig atvinnu- lausan og að sækja um atvinnuleys- isbætur. Engu að síður geti fólk fengið allar upplýsingar án þess að skrá sig og engin réttindi tapist. Ríflega 3.100 atvinnulausir Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ fengum heimild hluthafafund- ar til þess að sækja um viðskipta- bankaleyfi en það mál er í vinnslu- ferli,“ segir Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka. MP með viðskiptabankaleyfi Fjármálaeftirlitið hefur veitt MP fjárfestingarbanka viðskiptabanka- leyfi. Ekki er gert ráð fyrir veruleg- um breytingum á starfsemi bankans á grundvelli hins nýja leyfis. Leyfið gerir bankanum kleift að taka á móti innlánum á þeim mörkuðum sem bankinn starfar á og mun bankinn þegar hefja viðtöku innlána á Ís- landi. Innlán hjá MP fjárfestingarbanka njóta sömu tryggingar og innstæður hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Leyfið gildir frá 10. október 2008 og er veitt í fyrstu til 31. desember 2008. Jón Þórisson segir ekki liggja fyr- ir hvenær VBS muni sækja um við- skiptabankaleyfi. „Það er margt í innri málum félagsins sem þarf að klára áður en við sækjum um. Það þarf t.d. að setja upp ferla sem eru í undirbúningi,“ segir Jón. Hann segir að ekki hafi verið lagt ofurkapp á það að undanförnu að leggja inn umsókn. Saga Capital og VBS fjárfesting- arbanki frestuðu í síðustu viku við- ræðum um samruna félaganna um óákveðinn tíma vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jón segir stöðu VBS almennt trausta og fyrirtækið hafi ekki þurft að fara út í sérstakar aðgerðir í bankakreppunni. Stór hluti útlána- safns bankans er í byggingariðnaði og er um að ræða lán tryggð með veði í fasteignum, aðallega íbúðar- húsnæði. Jón segir að eðli málsins samkvæmt sé ekki mikil hreyfing á þessum markaði í augnablikinu en útlánasafnið sé öruggt. Viðskiptabankavæðing hjá fjárfestingarbönkum  MP fær leyfi til að starfa sem viðskiptabanki  Í vinnslu hjá VBS að sækja um Í HNOTSKURN »Margeir Pétursson stofn-aði MP verðbréf hf. árið 1999 ásamt Sverri Krist- inssyni og Ágústi Sindra Karlssyni. » Jafet Ólafsson stofnaðiVerðbréfastofuna ásamt fleirum árið 1996. Árið 2005 hlaut Verðbréfastofan starfs- leyfi sem lánafyrirtæki og tók upp nafnið VBS fjárfesting- arbanki hf. TALSVERT er um að hjúkrun- arfræðingar og sjúkraliðar á Landspítalanum óski eftir aukinni vinnu, einkum með því að auka starfshlutfall sitt. Þá er töluvert um að hjúkrun- arfræðingar og sjúkraliðar sem hafa starfað utan spítalans sæki þar um vinnu. „Við finnum fyrir því að það er breytt landslag,“ segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans. Vantaði 130 í haust Mannekla hefur lengi hrjáð Landspítalann. Í sumarlok vantaði um 130 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og var staðan þó betri en oft áður. Þá reyndist stjórnendum spítalans auðveldara að ráða fólk í sumarstörf sl. sumar en sumarið 2007. „Mín tilfinning er að sú að það sé talsvert betur mannað hér en fyrir ári,“ segir Anna. Eitthvað er um að hjúkrunar- fræðingar hafi hætt störfum við hjúkrun og fundið sér störf á al- mennum vinnumarkaði. Anna telur að þeir séu ekki margir og flestir hjúkrunarfræðingar, sem á annað borð séu á vinnumarkaði, starfi inn- an heilbrigðiskerfisins. Sækja um vinnu við hjúkrun Anna Stefánsdóttir. Breytt landslag á Landspítalanum ÍSLENSKIR ferðalangar, sem hafa lengi sótt í hagstæð jólagjafainn- kaup í höfuðborginni St. John’s, eru ekki þeir einu sem finna fyrir því, að Nýfundalandsferð Trex var aflýst, heldur einnig viðskipta- sendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador sem var væntanleg hing- að hinn 30. október. Slíkar sendinefndir hafa heim- sótt landið fjórum sinnum áður til að kynnast íslensku atvinnulífi og koma á viðskiptasamböndum. Í fyrra var haldin sölusýning í Perl- unni í tengslum við komu nefnd- arinnar þar sem þessir nágrannar okkar í vestri kynntu m.a. hand- verk, list og veiði, auk tónlistar og matargerðar frá Nýfundnalandi. Þá komu um 3.000 manns á sýninguna og hafa þessar heim- sóknir því gefist vel. Vegna að- stæðna á Íslandi þurfti að fresta heimsókninni í ár, en samkvæmt Eiríki Sigurðssyni hjá KOM Al- mannatengslum, sem hefur und- irbúið komu sendinefndarinnar, verður reynt að láta verða af henni með vorinu að því gefnu að ró komist á efnahagsástandið. Viðskiptaheimsókn frá Nýfundnalandi frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.