Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 39 ÞÓTT nokkuð margar nýjar myndir hafi verið frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum fyrir helgi hélt ís- lenska stórmyndin Reykjavík Rot- terdam stöðu sinni sem tekjuhæsta myndin á landinu, aðra helgina í röð. Alls skelltu 3.333 sér á myndina um helgina sem skilaði tæpum fjórum milljónum króna í kassann. Frá því myndin var frumsýnd hafa rúmlega 13 þúsund manns séð hana og eru tekjurnar nú komnar í 14 milljónir króna. Gamanmyndin The House Bunny kom sér vel fyrir í öðru sætinu með 2.700 gesti um helgina og tekjur upp á 2,3 milljónir króna. Myndin fjallar um ljóskuna Shelley Darlington sem lifir tiltölulega áhyggjulausu lífi í Playboy-setrinu, allt þar til einn góðan veðurdag að henni er kastað á dyr. Nálgast 100 milljónir Þótt ótrúlegt megi virðast er Mamma Mia! eitthvað að gefa eftir en myndin er nú komin niður í þriðja sæti bíólistans. 1.172 fóru á myndina um helgina sem verður að teljast nokkuð gott miðað við að hún er búin að vera á lista í þrjá og hálfan mánuð – geri aðrir betur. Á þeim tíma hafa 114.365 séð myndina og eru tekj- urnar alveg að detta í hundrað millj- ónirnar – eru í rétt tæpum 99 millj- ónum þegar þetta er skrifað. Loks vekur athygli að spennu- myndin Righteous Kill nær aðeins áttunda sætinu með 690 gesti um helgina. Myndin skartar tveimur af stærstu leikurum Hollywood, þeim Robert DeNiro og Al Pacino, og ætti því að trekkja að. Ástæðan er þó lík- lega sú að myndin hefur víða fengið afleita dóma og sem dæmi má nefna að hún fær aðeins eina stjörnu í Morgunblaðinu í dag. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Reykjavík Rotterdam heldur velli í kreppunni        &%!&                          !  !" #  $%  " & ' " (  " )*( + ,"(- .    ,   /%  0  2"& "   "& "33 4" ((3 05(  6 67" )8   6+ 6 -           Skuggalegur Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu sem Steingrímur í spennumyndinni Reykjavík Rotterdam, mest sóttu mynd á Íslandi. FULLORÐIÐ fólk er klárlega markhópur hinnar rómantísku Nights in Rodanthe en þessi mark- hópur hefur verið svolítið vanræktur upp á síðkastið. Myndin er byggð á bók eftir Nicholas Sparks en þrjár aðrar sögur hans hafa verið kvik- myndaðar: The Notebook, A Walk to Remember og A Message in a Bottle. Richard Gere og Diane Lane leiða saman hesta sína en á ný í Nights in Rodanthe en þau léku á móti hvort öðru í The Cotton Club, 1984, og Unfaithful, 2002. Nú leika þau mið- aldra einstaklinga sem hittast fyrir tilviljun og hrífast að sjálfsögðu hvort af öðru. Þau eru bæði hálf- skúffuð út í lífið og tilveruna en margt breytist þessa helgi sem þau eiga saman. Diane Lane er sérstaklega sjarm- erandi leikkona. Henni tekst að gera mikið úr litlu. Efnið er eins og verk sem er málað eftir númerum en það skiptir ekki öllu máli af því að Lane fyllir persónu sína, Adrienne, lífi. Gere er enn og aftur í Þyrnirós- arhlutverki. Hann þarf bara koss frá réttu konunni til að vakna til lífsins. Þó að Gere sé fremur kauðalegur framan af er samspil þeirra engu að síður með ágætum. Útlit myndarinnar er í stíl við efn- ið. Rómantíkin á að svífa yfir vötn- um. Sviðsmyndin á hótelinu þar sem Lane og Gere eyða helginni góðu er þvílíkt yfirskreytt að það hálfa væri nóg. Það á að gera allt svo gasalega kósý líklega til að áhorfendur geti flotið út á rósrauðu skýi en það gengur ekki alveg upp. Rómantík í Rodanthe Þyrnirós „Gere er enn og aftur í Þyrnirósarhlutverki. Hann þarf bara koss frá réttu konunni til að vakna til lífsins,“ segir Anna Sveinbjarnardóttir. KVIKMYND Sambíóin Álfabakka, Kringlunni Leikstjóri: George C. Wolfe. Leikarar: Diane Lane, Richard Gere, James Franco, Scott Glenn, Mae Whitman. Bandaríkin. 97 mín. 2008. Nights in Rodanthe bbmnn Anna Sveinbjarnardóttir eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! S.V. MBL Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF“REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV “REYKJAVÍK - ROTTERDAM ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDIN EVER. SKOTHELDUR ÍSLENSKUR KRIMMI” -T.S.K., 24 STUNDIR -IcelandReview “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK - ROTTERDAM ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDIN EVER. SKOTHELDUR ÍSLENSKUR KRIMMI” -T.S.K., 24 STUNDIR “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ -IcelandReview -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI, S.V. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 6 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! House Bunny kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Pinapple Express kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 4 LEYFD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.