Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fjársterkur kaupandi óskar eftir 2ja-3ja og 4ra
herb. Íbúðum gjarnan miðsvæðis.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veita
Magnús Geir Pálsson sölumaður s: 892-3686 og
Gunnar Helgi Einarsson sölumaður s: 824-9097.
STAÐGREIÐSLA - STAÐGREIÐSLA
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095
www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is
Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i
ÞRIÐJUDAGINN 6. október sl.
var Kompáss-þáttur Stöðvar 2
helgaður Hafskipsmálinu og nýút-
kominni bók Björns Jóns Braga-
sonar, sagnfræðings og laganema.
Við gerð þáttarins átti frétta-
maður stöðvarinnar viðtal við mig
og birtust hlutar úr því viðtali í
þættinum. Ég var meðal annars
spurður um „réttarhald“, sem hald-
ið var yfir mér hjá skiptaráðanda
skömmu áður en Hafskip hf. var
tekið til gjaldþrotaskipta. Svo sér-
kennilega vill nú til, að fjórir af
þeim fimm mönnum (þrír starfandi
lögmenn og tveir borgarfógetar)
bera við minnisleysi um fundinn,
sem er afar ótrúlegt, enda menn-
irnir á besta aldri og voru með
óskerta heilastarfsemi, þegar atvik-
ið átti sér stað. Látum svo vera.
Fimmti maðurinn, Ragnar H.
Hall, hæstaréttarlögmaður og þá-
verandi borgarfógeti við skiptarétt-
inn, var annar af tveimur skiptaráð-
endum, sem fóru með málefni
þrotabús Hafskips hf. Í umræddum
sjónvarpsþætti var haft eftir Ragn-
ari að enginn fótur sé fyrir frásögn
minni af réttarhaldinu en ber ekki
við minnisleysi. Ef til vill er stór-
mannlegra að segja mig fara með
ósannindi en að bera við minn-
isleysi.
Látum það liggja milli hluta að
Ragnar segi mig ósannindamann.
Ég get sætt mig við það enda finnst
mér það lýsa hugarangri Ragnars
sjálfs vegna framkomu hans og
Markúsar Sigurbjörnssonar sem
skiptaráðenda í þrotabúi Hafskips
hf. Hitt á ég erfiðara með að sætta
mig við að Ragnar skuli draga þá-
verandi bankastjóra Útvegsbank-
ans, Halldór Guðbjarnason og Lár-
us Jónsson, í dilk með
ósannindamanni eins og mér. Þeir
hafa staðfest að ég hafi, að tillögu
trúnaðarmanns viðskiptaráðherra,
verið sendur mjög óviljugur á fund
Markúsar Sigurbjörnssonar, en sá
fundur varð að því furðulega „rétt-
arhaldi“, sem ég hef lýst og þar sem
Ragnar H. Hall var viðstaddur. Ef
til vill var hann réttarvottur. Þá
hafa bankastjórarnir báðir staðfest
að hafa hitt mig þegar ég kom af
fundinum og þeir hafa lýst aumu
sálarástandi mínu eftir þennan
sneypufund. Gestur Jónsson hrl.,
Jóhann Níelsson hrl. og Viðar Már
Matthíasson hrl., komu í „rétt-
arhaldið“ en létu ekki að sér kveða.
Í sjónvarpsþættinum var einnig
haft eftir Ragnari H. Hall að hann
hefði ekkert komið að málefnum
Hafskips hf. fyrr en eftir að félagið
var tekið til gjaldþrotaskipta. Trú-
verðugleiki Ragnars fær heldur lé-
lega einkunn þegar það er rifjað
upp að 3. drög að samningi þrota-
búsins við Útvegsbankann voru
tilbúin og komin í hendur trún-
aðarmanns viðskiptaráðherra dag-
inn áður en Hafskip var úrskurðað
gjaldþrota.
Ljóst er því að 1. og 2. drög þess
samnings hafa verið í smíðum að
minnsta kosti einhverjum dögum
áður. Ef trúa á Ragnari H. Hall um
þetta atriði er ljóst að Markús Sig-
urbjörnsson hefur einn komið að
málefnum Hafskips hf. áður en úr-
skurður um gjaldþrot var kveðinn
upp og Markús hefur einn ákveðið
hverjir skyldu verða bústjórar í
þrotabúinu. Af ofanskráðu er ljóst
að bústjórar höfður verið ráðnir
þegar þeir mættu í „réttarhaldinu“
sem fór fram áður en gjald-
þrotaúrskurður var kveðinn upp.
Meira má rifja upp um þessi at-
vik í lífi mínu sem sjálfsagt er að
fjalla um ef tilefni gefst til og óskað
verður eftir. Rannsókn rík-
issaksóknara, sem nú hefur verið
ákveðin, verður vonandi til þess.
Ef til vill verða þessi skrif til að
skjóta fótum undir minni fjór-
menninganna og þá sérstaklega
undir trúverðugleika Ragnars H.
Hall hrl.
Óðinn spurði völvuna: „Vituð ér
enn, eða hvat?“ Nú er kominn tími
til að Ragnar H. Hall spyrji völv-
una hvort hún viti um eitthvað sem
eigi eftir að koma fram í dagsljósið.
Axel Kristjánsson
Enginn fótur
Höfundur er fyrrverandi aðallög-
fræðingur og aðstoðarbankastjóri
Útvegsbanka Íslands.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Hr. forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson,
Bessastöðum.
Hæstvirtur forseti.
Við lestur fréttatilkynningar frá
forsetaembættinu í dag slær á mig
óhug að aðgerðir forseta Íslands í yf-
irstandandi hörmungum landsmanna
takmarkist við kaffispjall hér innan-
lands.
Nú er þörf á tafarlausum og skil-
virkum aðgerðum forseta og að hann
í krafti embættis síns hindri enn frek-
ari mistök í efnahagsstjórninni.
Í bók minni Virkjum Bessastaði
1996 var spáð fyrir um algert hrun
fjármálamarkaða og efnahagskerfis.
Við tilkynningu um forsetaframboð
mitt í Valhöll á Þingvöllum sagði ég
Stjórnarráðið undir áhrifum huldu-
manna sem væru að arðræna og
mergsjúga þjóðina. Ég vildi umboð
þjóðarinnar til að taka á þessu áður
en hér væri sviðin jörð.
Síðastliðna tvo áratugi hefur hver
spillingin elt aðra. Tilfærsla á gíf-
urlegum verðmætum til kvótakónga
og svo sala þeirra úr sjávarútvegi var
upphafið á núverandi hruni. Þessi
darraðardans mun endurtaka sig ef
ekki er nú strax gripið í taumana og
byggt upp varanlegt hagkerfi.
Nauðsynlegt er að leita nú til
helstu hugsuða samtímans í fjár-
málum eins og George Soros, Warr-
ens Buffets og annarra slíkra sér-
fræðinga um aðkomu þeirra að
endurskipulagningu hagkerfis þjóð-
arinnar. Einnig þarf nú strax á með-
an úr einhverjum verðmætum er að
spila að laða hingað stórar erlendar
bankastofnanir. Þetta er kaffispjallið
sem nú ríður á.
Væri ekki ráð að forsetaembættið
kæmi á fót vinnuhópi sem gengi í
þessi mál? Ég er eins og ávallt tilbú-
inn að leggja mitt af mörkum til að-
stoðar við að koma á samböndum. Ég
er þess fullviss að margir aðrir Ís-
lendingar með alþjóðleg sambönd
myndu einnig slást í slíkan hóp yrði
þess óskað.
Forseti gæti þurft að nota heim-
ildir í lögum til að koma á tímabund-
inni utanþingsstjórn skipaðri sér-
fræðingum til að tryggja að fagleg
sjónarmið réði ferðinni við uppbygg-
ingu í stað flokkadrátta. Enda hlyti
að vera léttir fyrir forsætisráðherra
og seðlabankastjóra að geta tekið
tímabundin frí frá völdum á meðan
leyst er úr mestu óreiðunni sem því
miður skapaðist í þeirra ráðherratíð.
Þeir yrðu meiri menn fyrir vikið.
Að lokum bendi ég á gagnvirka
netfundatækni sem ágætt tæki fyrir
reglubundna fundi sem leyfir fjöl-
menna þátttöku almennings að heim-
an, frá fyrirtækjum eða kaffihúsum.
Slíkt gæti verið skilvirkara til um-
ræðna á breiðum grundvelli en ein-
stök kaffiboð valin af handahófi.
Virðingarfyllst,
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON.
Opið bréf til forseta Íslands
Frá Ástþóri Magnússyni:
SJALDAN hafa á
einum tíma verið fjöl-
breyttari tækifæri til að
ná sér niður á keppi-
nautum, hvort sem er í
pólitík eða viðskiptum.
Hugmyndafræði hefur
hrunið, orð hafa verið
dýr og menn hafa getað
lagt undir langt um-
fram getu okkar litla
hagkerfis, á reikning
þjóðarinnar.
Nægur tími verður síðar til að
kryfja þessa þætti, hvað brást og hve-
nær og hver ber ábyrgð og hvernig
við lærum af þessum hamförum.
En núna er ekki tíminn fyrir heift
og hefnigirni, núna verður öll okkar
orka að beinast að því
að byggja okkur upp
aftur og ná vopnum
okkar sem þjóð.
Allt undir
Nú er tíminn til að
snúa bökum saman og
tryggja þjóðarhags-
muni eins vel og hægt
er. Innanbúð-
argagnrýni og sleggju-
dómar munu á þessum
tímum aðeins veikja
okkar stöðu í alþjóðlegu
samhengi. Slíkt heldur
áfram að grafa undan trúverðugleika
okkar allra, ríkisins, fyrirtækja lands-
ins, stjórnkerfisins, innviða sam-
félagsins og þjóðarinnar í heild.
Nú er tími göfuglyndis og þess að
huga að lausnum fremur en að liggja
á barkanum hvert á öðru. Mikið er í
húfi og raunar allt undir.
Mjög mikil verðmæti eru nú í upp-
námi, verðmæti sem nema tugföldum
fjárlögum íslenska ríkisins. Það er al-
gjörlega nauðsynlegt að öll einbeiting
okkar sé á því að tryggja að þessi
verðmæti renni okkur ekki úr greip-
um og skuldir verði það eina sem eftir
verður á Íslandi. Knésetning and-
stæðinga verður að bíða.
Í góðum höndum
Nú þarf frið til að vinna úr milli-
ríkjadeilum á sama tíma og við þurf-
um að tryggja íslenska hagsmuni í
samningum. Skapa þarf þeim stofn-
unum sem koma að lausn þessara
mála fyrir okkar hönd vinnufrið. Ég
veit að margir vinna þrekvirki þessa
daga og nætur fyrir hönd okkar Ís-
lendinga.
Við megum ekki missa trúna á okk-
ur sjálf og landa okkar. Íslendingar
hafa margoft sannað það að þegar á
móti blæs stöndum við saman. Við
gerum það þegar náttúruhamfarir
eru annars vegar og við verðum að
gera það nú, sama hverju eða hverj-
um við teljum að um sé að kenna og
óháð því hvaða fjárhæðum við kunn-
um að hafa tapað sem einstaklingar.
Framtíð íslensku þjóðarinnar velt-
ur á því að niðurstaða í samninga-
viðræðum næstu daga verði sem best
fyrir íslenska ríkið.
Enginn maður eða hópur manna,
flokkur eða stofnun er virði slíks fórn-
arkostnaðar. Slíðrum sverðin strax.
Áfram Ísland
Sigrún Elsa Smára-
dóttir skrifar um
þjóðarhagsmuni
»Nú er tími göf-
uglyndis og þess að
huga að lausnum fremur
en að liggja á barkanum
hvert á öðru. Mikið er í
húfi og raunar allt und-
ir.
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar.
FJÖLDI mjög
hæfileikaríkra Íslend-
inga er um þessar
mundir að fara af
starfsvettvangi fjár-
málafyrirtækja, stað-
settra í útlöndum eða
hér á landi. Fjöldi
annarra fyrirtækja
hér og erlendis líður
fyrir efnahagástandið.
Sum hafa misst móðinn og önnur
þurfa tímabundið að rifa seglin.
Þetta þýðir að íslenskt hæfi-
leikafólk, með fjölbreytta menntun
og ekki síst mikilvæga starfsreynslu
leitar nú nýrra tækifæra. Margir
geta komið með afar verðmæta
þekkingu og reynslu erlendis frá.
Verkefni okkar nú er að nýta krafta
og hæfileika alls þessa fólks.
Svigrúm til að skapa
Í þessu felast gríðarleg tækifæri.
Mikilvæg reynsla, þekking og færni
bíður nýrra tækifæra. Skyndilega
standa einstaklingar, sem hafa
hingað til verið uppteknir við að
leggja þekkingu sína, menntun og
færni í þágu viðkomandi fyrirtækis,
frammi fyrir breyttum veruleika.
Þau gætu nú haft tíma til að vinna
úr reynslu sinni og þekkingu til
sköpunar nýrra tækifæra, ef við bú-
um þeim aðstæður. Nú þurfa þau að
fá tækifæri til að draga andann og
leita þessara nýju tækifæra, þróa
nýjar hugmyndir. Einmitt þessir
einstaklingar eru líklegastir til að
skapa úr menntun sinni, reynslu og
færni nýjar og raunhæfar hug-
myndir. Þau þurfa nú fyrst og
fremst svigrúm til að leita í reynslu-
bankann, velja úr hugmyndir, afla
gagna, skipa samráðs- og ráðgjaf-
arhópa, leita frekari þekkingar í
rannsóknar- og menntastofnunum
landsins, og undirbúa nýja sókn inn
í atvinnulífið. Ég legg til að við nýt-
um þetta einstaka
tækifæri!
Ný gerð af atvinnu
Við eigum að stofna
hugmyndahús, fleiri en
eitt, sem tengd eru
mennta- og rannsókn-
arstofnunum landsins,
samtökum atvinnulífs
og launþega, ráðgjafa-
fyrirtækjum, ráðu-
neytum og sveit-
arfélögum. Í góðærinu
höfum við m.a. fjárfest
gríðarlega í uppbyggingu háskóla.
Nú er tækifæri til að nýta þá. Mark-
miðið er að endurreisa íslenskt at-
vinnulíf í krafti þróttmikils mann-
auðs.
Í hugmyndahúsunum verði þessu
hæfileikafólki búin aðstaða til að
rannsaka ný tækifæri í atvinnu-
sköpun, þróa sínar eigin hug-
myndir, byggðar á reynslu. Þau
þurfa svigrúm til að undirbúa sókn
að nýju.
Hér býðst ný gerð af atvinnu, við
að þróa eigin atvinnuhugmyndir eða
taka þátt í mótun nýrra verkefna.
Ólík menntun og ólík reynsla geta
spunnið ný tækifæri. Fordæmin eru
fyrir hendi en nú þarf að fjölfalda
þau.
18 mánaða verkefni
Í stað atvinnuleysisbóta getum
við ýmist litið á þetta sem frekara
nám, sem verði lánshæft hjá Lána-
sjóði námsmanna eða með beinum
greiðslum úr opinberum sjóðum.
Við eigum að gefa þeim 18 mánuði
til slíkrar undirbúningsvinnu og
hefja síðan sóknina út á heimsmark-
aðinn að nýju. Þegar 700 manns
misstu vinnuna á varnarsvæðinu við
Keflvíkurflugvöll fyrir tveimur ar-
um, vegna brotthvars bandaríska
varnarliðsins, hófst umbreyting úr
varnarstöð í vísindasamfélag. Þar
er nú verið að þróa skólasamfélag í
góðu samstarfi við háskóla, ríki og
sterk fyrirtæki í atvinnulífinu. Hús-
næði er til staðar bæði til vinnu og
gistingar. Þar er þegar til vísir að
hugmyndasamfélagi, hugmynda-
húsi, sem við köllum Eldey. Þetta er
hægt að styrkja og stórauka. Sama
er hægt að gera og auka í Reykjavík
og annars staðar á landinu. Mann-
auðurinn er til. Húsnæði og aðstaða
er fyrir hendi.
Uppbyggjandi lausnir
Í stað atvinnuleysisbóta, vöku-
nótta af áhyggjum yfir morgundeg-
inum, í stað hræðilegs vonleysis í
kjölfar langvarandi atvinnuleysis,
eru nú tækifæri til að bregðast
strax við með uppbyggjandi og
ánægjulegum hætti.
Til þess þurfa opinberir aðilar,
ríki og sveitarfélög að skilja að
tímabundin öflug fjárveiting í slík
verkefni er mun sterkara meðal en
atvinnuleysisbætur eða framlög til
verkefna sem eru ekki eins aðkall-
andi. Við erum reiðubúin að leiða
slíka vinnu eða koma að slíku sam-
starfi – Við munum ekki stöðva við
þessa grein – Ég veit að rík-
isstjórnin hefur kraft og vilja til að
vinna með okkur, samtök atvinnu-
lífs og launþega einnig. Við megum
ekki láta slíka vinnu sofna í hiki eða
orðaskaki stjórnmála – Við erum að
undirbúa sóknina – og við köllum
eftir stuðningsmönnum!
Einstakt tækifæri fyrir Ísland
Árni Sigfússon
hvetur Íslendinga
til dáða
» Öflugu fólki með
þekkingu, menntun
og færni gefst nú færi á
að vinna til sköpunar
nýrra tækifæra. Við get-
um látið það rætast.
Árni Sigfússon
Höfundur er bæjarstjóri í Reykja-
nesbæ og stjórnarformaður Keilis,
miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnu-
lífs.