Morgunblaðið - 14.10.2008, Side 36

Morgunblaðið - 14.10.2008, Side 36
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er bara svona „back to basics“ hjá mér, það er að segja umboðsmennska og kynningarstarf. Og Atli sér bara um fyr- irtækið,“ segir Einar Bárðarson, eigandi Concerts, sem hefur ráðið Atla Rúnar Hermannsson, betur þekktan sem Atla skemmtanalöggu, sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sjálf- ur er ég í fæðingarorlofi og ákvað að setja þetta í þennan farveg núna. Ég mun kannski ekki þora að skilja Atla einan eftir á skrifstofunni alveg strax, þannig að ég er með skrifborð á nýju skrifstofunni okkar í Keflavík, ég verð honum alveg til halds og trausts. Hann hefur annars alltaf gengið undir nafninu skemmtanalögga, en nú er hann ekki óbreytt lögga lengur þannig að við köllum hann skemmtanasýslumann. Enda veitir ekki af síðan sá stóri fór – Jóhann R. Benediktsson.“ Fyrsta verkefni Atla verður Sunnlendingaball sem haldið verður á Players um helgina, en þar koma meðal annars fram Skítamórall, Ingó veðurguð og Hreimur úr Landi og sonum. „Við stýrum kynningarmálum, en svo hlaupum við undir bagga með Skítamóral í umboðs- og kynning- armálum. En þetta er allt að fara í gang og við erum að fara í samstarf við ýmsa aðila. Við ætlum hins vegar að vera með færri listamenn en gengur og gerist á svona um- boðsskrifstofum, en við ætlum okkur stærra hlutverk fyrir hvern og einn,“ útskýrir Einar. Skemmtanasýslumaðurinn í Keflavík 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING  Eins og fram kemur í pistli hér að ofan hefur Atli Rúnar Her- mannsson verið ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri Concerts. Það var nóg að gera hjá Atla fyrsta vinnu- daginn, en í lok dags skrifaði hann undir samning við Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóra og Stuðmann með meiru, þess efnis að Concert tæki yfir umboðs- og kynn- ingarmál fyrir Stuðmenn. Jakob hefur séð um umboðsmálin sjálfur að undanförnu, en með nýja samn- ingnum fær hann meiri tíma til að einbeita sér að því sem fram fer á sviðinu. Sumum finnst eflaust ekki veita af, enda mega Stuðmenn muna sinn fífil fegri, og skemmst er að minnast orða Egils Ólafssonar sem sagði að sveitin væri í rauninni hætt. Það er þó vonandi að Concert takist að endurvekja forna frægð Stuðmanna, því ekki veitir af stuð- inu á þessum síðustu og verstu. Endurreisn Stuðmanna hafin hjá Concert Fólk  Söngkonan Birgitta Haukdal gekk að eiga unnusta sinn, Bene- dikt Einarsson, á laugardaginn. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og var það séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem gaf þau saman. Í kjölfarið var svo slegið upp mikilli veislu á 20. hæðinni í Turn- inum í Kópavogi. Margt var um manninn og var ekkert til sparað til að gera veisluna sem glæsileg- asta úr garði, en veislustjóri var sjónvarpskonan Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir. Á meðal skemmtiatriða má nefna að Jakob Frímann Magn- ússon tók tvö lög, auk þess sem Magni Ásgeirsson söng tvö lög með hljómsveit Birgittu – Írafári. Það var svo Bogomil Font og hljómsveit hans sem lék fyrir dansi í lok kvölds. Birgitta Haukdal gekk í það heilaga um helgina Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FYRSTU myndirnar af hlutverki Höllu Vilhjálmsdóttur í hlutverki afturgöngu í bresku stórmyndinni Ghost Machine hafa nú verið gerðar opinberar. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir nokkru leikur Halla eitt af stærstu hlutverkunum í myndinni, en tökur hafa staðið yfir í gömlu fangelsi í Belfast undanfarnar vikur. „Ég leik konu sem hefur feng- ið mikla þjálfun í bardagalistum og er svona hryðjuverka-súperheili,“ segir Halla um hlutverk sitt, en myndin hefst á því að karakter hennar er tekinn af lífi og gengur svo aftur og hefnir sín á óvinum sín- um. „Ég er í förðun í fjóra til fimm tíma á dag og verð mjög ógeðsleg. Þannig að ég þarf alltaf að mæta fyrst á svæðið og fara síðust,“ segir Halla. Halla er svalur draugur Helen Sloan/Generator Entertainment Afturganga Það er ekki létt verk að láta Höllu líta út eins og hræðilega aft- urgöngu. Förðunarmeistarar hafa þó greinilega gert sitt allra besta. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „HANN er fulltrúi hins hefðbundna, gagnkyn- hneigða, vestræna karlmanns sem er í þessu til- felli netdólgur, rekur vefsíðu og græðir á þess- um strákastelpum frá Filippseyjum því hann veit að það er stór markaður fyrir þær á Vest- urlöndum.“ Þannig lýsir Ameríkaninn Stefan Schaefer persónunni Michael sem hann leikur í kvikmyndinni The Amazing truth about Queen Raquela sem kom nýverið í bíó hérlendis. Í myndinni, sem er eftir Ólaf Jóhannesson, segir af átakasömu lífi stelpustráksins Raquelu frá Filippseyjum sem lætur sig dreyma um að kom- ast til Vesturlanda og leita hamingjunnar. Ekki draumahlutverkið Ólafur og Stefan hittust fyrst á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín árið 2003 og segir Stefan þá hafa tengst strax sterkum böndum. „Nokkuð löngu eftir þau kynni skrapp ég til Parísar til að hitta Ólaf vegna handrits sem við vorum að vinna saman. Á þeim tíma var hann að vinna að Queen Raquela og bað mig að leika hlutverk Michaels. Þá var hann byrjaður að taka myndina upp sem heimildarmynd og hafði tekið viðtal við hinn raunverulega netdólg en sá vildi ekki koma fram í mynd svo ég ákvað að taka hlutverkið að mér. Í kjölfarið var ákveðið að hafa þetta blöndu af heimildarmynd og leikinni mynd.“ Stefan segir að það hafi ekki verið drauma- hlutverkið að leika netdólg sem er í þokkabót al- gjör skíthæll. „En það var áhugavert fyrir mig að skoða þetta og sjá hvernig sá veruleiki gæti verið. Það frábæra við að leika og skrifa er að þú færð að skoða hugsunarhátt annars fólks án þess að þurfa að vera það.“ Wolfi í Stóra planinu Eftir vinnuna við Queen Raquela bað Ólafur Stefan að vinna að Stóra planinu með sér en í þeirri mynd leikur hann persónuna Wolfi. „Ég lærði leiklist í háskóla en seinustu tíu ár hef ég einbeitt mér að vinnu í kringum kvik- myndaframleiðslufyrirtæki sem ég á í New York. Ég nýt þess að leika og sérstaklega þegar ég vinn með Ólafi en hann kveikti leiklistarbakt- eríuna í mér aftur.“ Spurður hvort meira sam- starf sé í deiglunni þeirra á milli svarar Stefan játandi. „Við erum með nokkur önnur verkefni í vinnslu og vonandi munum við vinna mörgum sinnum saman aftur,“ segir hann en von er á myndinni Diary of a Circledrawer frá þeim á næsta ári samkvæmt IMDb. Eitt leiðir til annars The Amazing Truth About Queen Raquela hefur átt góðu gengi að fagna og hlaut m.a. Teddy-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín og tvenn verðlaun á NewFest hátíðinni í New York. Stefan segir velgengni myndarinnar ekki koma sér á óvart. „Það er erfitt að segja til um hvernig mynd í vinnslu á eftir að koma út en Ólafur er mjög hæfileikaríkur og frábær í að segja sögur. Ég sá strax að þetta yrði öflug mynd.“ Stefan hefur í nægu að snúast í framleiðslu kvikmynda og nú nýverið lauk hann við mynd með Michael Imperioli sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Sopranos-sjónvarpsþáttunum. „Imperioli er nokkuð stór stjarna hér. Ég hitti hann þegar ég vann að Stóra planinu og út frá þeim kynnum fékk ég hann í þessa mynd. Það er alltaf áhugavert hvernig eitt verkefni leiðir oft til annars.“ Leikur algjöran skíthæl  Stefan Schaefer fer með hlutverk netdólgs í The Amazing Truth about Queen Raquela  Samstarfið við leikstjórann kveikti leiklistarbakteríuna Leikari Stefan Schaefer er mikill Íslandsvinur og fór m.a með hlutverk í annarri mynd Ólafs, Stóra planinu. Hér er Stefan með syni sínum Cyrusi í New York þar sem hann býr. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 16.-18. október Sibeliushringurinn Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur allar sinfóníur Sibeliusar og fiðlukonsertinn að auki á þrennum tónleikum. Einstakt tækifæri til að heyra allar sinfóníur Sibeliusar í einum rykk og fá þannig heildarmynd af einum fremsta sinfóníuhöfundi allra tíma. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir 16.-18. október Þjóðinni boðið Sinfóníuhljómsveitin hefur ákveðið að bjóða Íslendingum á tónleika sína á föstudagskvöld 17. október og laugardag 18. október. Fimmtudaginn 16. október kl. 19.30 Sinfónía nr. 1 Fiðlukonsert Sinfónía nr. 3 Föstudaginn 17. október kl. 19.30 – þjóðinni boðið Sinfónía nr. 2 Sinfónía nr. 4 Laugardaginn 18. október kl. 17.00 – þjóðinni boðið Sinfónía nr. 5 Sinfónía nr. 6 Sinfónía nr. 7 STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Víðförull Atli hefur komið nálægt rekstri á fjölmörgum skemmtistöðum á landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.