Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 17
ERLENT
Vaxtalaus greiðslukjör
í allt að 12 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingar með
réttindi til sjónmælinga
og linsumælinga
„VIÐ horfum aðeins til vísindalega
framlagsins,“ segir talsmaður Nób-
elsverðlaunanefndarinnar. Krug-
man sé verðlaunaður fyrir rann-
sóknir sínar en ekki framlag til
stjórnmálaumræðunnar.
Krugman hefur harðlega gagn-
rýnt George W. Bush og Repúblik-
anaflokkinn í greinaskrifum sínum
og bloggskrifum hjá New York
Times. Þar hefur hann m.a. sagt af-
nám regluverks og efnahagsóstjórn
ríkisstjórnarinnar helstu ástæður
heimskreppunnar.
„Ég er aðeins minna óttasleginn
en ég var síðastliðinn föstudag,“
sagði Krugman, inntur eftir heims-
ástandinu í gær. Hann hefur lýst
yfir ánægju með þau skref sem stig-
in hafa verið í Evrópu til að stemma
stigu við efnahagshruninu.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
PAUL Krugman prófessor í hag-
fræði við Princeton-háskóla hlaut í
gær Nóbelsverðlaunin í hagfræði.
Hann fékk verðlaunin fyrir rann-
sóknir sínar í alþjóðaviðskiptafræði
og haglandafræði. Krugman var eini
verðlaunahafinn í þessum flokki í ár
en frá árinu 2000 hafa fleiri skipt
verðlaununum á milli sín.
„Krugman var meðal þeirra
fyrstu sem komu auga á það að
stærð landa skiptir miklu í við-
skiptum og að samspilið milli stærð-
arinnar og ófullkominnar sam-
keppni, þ.e.a.s. tilhneigingar til
fákeppni og einokunar, reyndist
hafa óvæntar og skemmtilegar af-
leiðingar í þeirri alþjóðavið-
skiptafræði sem fyrir var,“ segir
Þorvaldur Gylfason hagfræðipró-
fessor um Krugman.
Hann segist vera í góðu sambandi
við Krugman en þeir unnu fyrst sam-
an í Stokkhólmi, auk þess sem Krug-
man kenni í Princeton þar sem Þor-
valdur var gistiprófessor í nokkur ár.
Áhrifamikill gagnrýnandi
Krugman hefur um langt skeið
haldið úti reglulegum greinaskrifum
í dagblaðinu New York Times þar
sem hann hefur m.a. deilt hart á
stefnu George W. Bush Bandaríkja-
forseta í efnahagsmálum sem og á
öðrum sviðum og hefur bent á hana
sem meginforsendu þess efnahags-
hruns sem heimurinn standi nú
frammi fyrir.
Þorvaldur segir að blaðaskrifin
hafi kostað Krugman miklar fórnir
þar sem hann hafi þurft að draga
verulega úr rannsóknum sínum.
„Ég held að á engan sé hallað þó
sagt sé að Krugman eigi meginþátt í
því áliti sem Bush og ríkisstjórn
hans nýtur nú um heiminn. Það gæti
því mörgum þótt þungbært að mað-
ur sem hefur unnið það verk í hjá-
verkum skuli nú vera verðlaunaður
fyrir fræðastörf sín,“ segir Þorvald-
ur. Hann segir það hafa verið til-
hneigingu þeirra hagfræðinga sem
séu ósammála Krugman á stjórn-
málasviðinu að gera lítið úr fræða-
störfum hans.
Paul Krugman er fæddur árið
1953. Hann hefur gegnt stöðu pró-
fessors við Princeton-háskóla frá
árinu 2000 auk þess að skrifa grein-
ar í m.a. New York Times og
Foreign Affairs. Hann hefur gefið
út 20 bækur og yfir 200 fræðigrein-
ar.
Hagfræðingur og samfélagsrýnir
Paul Krugman hlaut í gær Nóbelsverðlaun í hagfræði en hann er umdeildur í
Bandaríkjunum fyrir afgerandi gagnrýni á Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans
Reuters
Verðlaun Paul Krugman kvaðst
ánægður með heiðurinn.
Í ÞÝSKRI útgáfu Financial Times í
gær var fjallað um efnahagskrepp-
una á Íslandi og að stjórnvöld renni
hýru auga til Evrópusambandsins í
leit að lausn.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
hafa íslenskir diplómatar sett sig í
samband við ráðgjafa Benitu Fer-
rero-Waldner, sem fer með utanrík-
ismál ESB, Olli Rehn sem fer með
stækkunarmál og Joaquín Almunia
sem fer með gjaldmiðilsmál.
Í þeim viðræðum hafi meðal ann-
ars verið falast eftir fjárstuðningi
ESB við Íslendinga. „Fram-
kvæmdastjórn ESB upplýsti ríkið
um að ekki væri mögulegt að veita
því milljarðalán,“ segir í greininni.
Fram kemur að deilt sé um ESB-
aðild innan íslensku ríkisstjórnar-
innar. Yfirstandandi efnahags-
kreppa gæti hins vegar breytt ein-
hverju þar um. „Svíar komu sér
einmitt saman um Evrópusam-
bandsaðild vegna efnahagsörðug-
leika,“ segir í greininni.
„Ætli íslensk yfirvöld sér að
sækja um aðild væri gott að þau
gerðu kunnugt um það fyrir leið-
togafund sambandsins á miðviku-
dag,“ var haft eftir háttsettum full-
trúa framkvæmdastjórnar sam-
bandsins. jmv@mbl.is
Reuters
Barroso Íslendingar biðluðu til
framkvæmdastjórnar ESB um lán.
Ekkert lán
til Íslands
London. AFP. | Breska ríkisstjórnin
ákvað í gær að draga til baka um-
deilt ákvæði í frumvarpi til laga um
varnir gegn hryðjuverkum eftir að
lávarðadeild breska þingsins felldi
ákvæðið með 309 atkvæðum gegn
118. Í frumvarpinu var m.a. gert
ráð fyrir því að lögreglan gæti
haldið meintum hryðjuverkamönn-
um í varðhaldi í allt að 42 daga án
ákæru en í núgildandi lögum er
miðað við 28 daga.
Frumvarpsákvæðið var sam-
þykkt í neðri deild þingsins í júní
með níu atkvæða mun en þá
greiddu 36 þingmenn Verkamanna-
flokksins atkvæði gegn því.
Fresturinn var lengdur úr 14
dögum í 28 eftir hryðjuverkaárás á
samgöngukerfi Lundúnaborgar í
júlí 2005.
Varðhalds-
ákvæði fellt
YFIR fjögur tonn af eiturlyfjum, þar á meðal
kókaíni, maríjúana, ópíum og heróíni, fuðruðu
upp er þeim var varpað á eld í Líma, höfuðborg
Perú, í gær. Perú nýtur þess vafasama heiðurs
að vera í öðru sæti yfir stærstu kókaínframleið-
endur heims. Vinsældir Alans Garcia, forseta
landsins, fara dvínandi og er það að hluta til rak-
ið til bágs efnahagsástands landsins og spillingar
sem almenningur segir þrífast innan stjórn-
arinnar. Þá hefur herinn einnig átt í árangurslít-
illi baráttu við árásargjarna hópa eitur-
lyfjasmyglara.
Eiturlyf fuðra upp í Perú
Reuters
ÓHÆTT er að segja að markaðir
hafi tekið aðgerðum seðlabanka og
ríkisstjórna heimsins vel, en nær all-
ar hlutabréfavísitölur hækkuðu
mjög í gær. Stjórnvöld víðs vegar um
heiminn hafa samþykkt aðgerða-
áætlanir sem ætlað er að tryggja
eðlilegt flæði fjármagns á milli-
bankamörkuðum og nema fjárhæð-
irnar hundruðum milljarða dala.
Bandaríska hlutabréfavísitalan
Dow Jones hækkaði um 936,4
punkta, eða 11,08%, og er það mesta
hækkun á einum degi í punktum tal-
ið í sögu vísitölunnar. Síðasta vika
hafði verið versta vika Dow Jones frá
upphafi og hefur því skammt verið
stórra högga milli undanfarið.
Hinn veikburða bílaframleiðandi
GM hækkaði mest fyrirtækja í Dow
Jones, eða um 33,1%, vegna orðróms
um hugsanlegan samruna við keppi-
nautinn Chrysler.
Framleiðslufyrirtæki af ýmsu tagi
hækkuðu mest allra í gær, en ál-
risinn Alcoa hækkaði um 20%.
Sömuleiðis hækkaði Chevron olíu-
fyrirtækið um 20%. Þá hækkaði
gengi deCode Genetics um 47%.
bjarni@mbl.is
Miklar hækkanir á
erlendum mörkuðum
Mesta hækkun Dow Jones vísitölunnar á einum degi
Í HNOTSKURN
»Nasdaq vísitalan banda-ríska hækkaði um 11,81% í
gær og S&P 500 um 11,58%.
»Breska FTSE vísitalanhækkaði um 8,26%, þýska
DAX um 11,40% og franska
CAC vísitalan um 11,18%.
»Samnorræna vísitalanhækkaði um 7,99% í gær.
Óttinn nú á
undanhaldi