Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR menntamálaráðu- neytisins áttu í gær fundi með stjórnendum háskóla og fram- haldsskóla í landinu um þá stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu. Guðmundur Árnason ráðuneyt- isstjóri segir að mikil óvissa sé ríkjandi í þjóðfélaginu um þessar mundir. Því hafi verið talið rétt að fara yfir stöðuna með stjórn- endum skólanna og fundirnir hafi verið mjög gagnlegir. Hætta sé á auknu atvinnuleysi og reikna megi með því að hluti af því fólki kjósi að leita inn í menntakerfið. Við þessu þurfi að bregðast hratt og örugglega. Guðmundur segir að það sé auðvitað háð fjárveitingum hvernig bregðast megi við ástandinu. Fyrir liggi að endur- skoða þurfi vinnu við fjárlaga- frumvarpið og staðan sé því óljós. sisi@mbl.is Rætt við stjórn- endur skólanna FLOKKSRÁÐS- og formanna- fundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yf- ir stuðningi við þær aðgerðir sem ríkisstjórnin undir forystu Geirs H. Haarde forsætisráðherra hefur gripið til vegna neyðarástands á fjármálamörkuðum. „Með þeim aðgerðum var slegin skjaldborg um innlenda starfsemi bankanna, tryggt að almenningur gæti gengið að hefðbundinni banka- þjónustu og komið í veg fyrir gjald- þrot bankanna í heild sinni sem hefði haft afar alvarlegar afleið- ingar fyrir íslensku þjóðina. Einnig ber að fagna yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um að bankainnstæður séu að fullu tryggðar,“ segir í ályktun. Lýsa stuðningi við aðgerðir FLOKKSRÁÐSFUNDUR VG sem haldinn var sl. föstudag sendi frá sér ályktun um stöðu sveitarfélaga í landinu. „Til að ríkisstjórnin geti staðið við fyrirheit sín um að gætt verði að hagsmunum almennings í því ástandi sem nú er uppi þarf að hafa öflugt samráð við sveitarfélögin og tryggja þeim rekstrargrundvöll. Í því efni þarf sérsaklega að styrkja og efla velferðarþjónustuna og skólakerfið og tryggja samfélags- legt eignarhald á grunnstoðum samfélagsins,“ segir í ályktuninni. Ályktun VG ÞJÓÐIN þarf að standa saman á þessum þrengingatímum. Kom það fram á 36. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Stykk- ishólmi þann 11. október sl. Í ályktun fundarins eru lands- menn hvattir til að sýna ungmenna- félagsanda því að „sameiginlega vinnum við okkur út úr þeim erf- iðleikum sem að steðja.“ Hvatt til samstöðu LANDSBJÖRG, Landsamband fatl- aðra, ásamt fleiri aðilum stóð fyrir ráðstefnu þann 27. september sl. þar sem fjallað var um not- endastýrða þjónustu. „Ráðstefnan tókst hreint út sagt frábærlega og allir sem að henni stóðu eru afskaplega ánægðir,“ segir Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, og bætir því við að til standi að stofna fyr- irtæki um notendastýrða þjónustu í nánustu framtíð með þátttöku flestra þeirra sem málið varðar. Notendastýrð þjónusta snýst um að notendur, í þessu tilviki fatlaðir, ráða sjálfir með hvaða hætti þjón- ustan sem þeir njóta er innt af hendi. Þeir þurfa ekki eins og mál- um er nú háttað að taka við fyr- irfram ákveðinni þjónustu sem er ákveðin af ýmsum stofnunun. Notendastýrð þjónusta STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GRUNUR leikur á því að umfangsmikil mis- notkun eigi sér stað með svokallaða vélaolíu, þ.e. litaða dísilolíu sem ætluð er til notkunar á stórvirk vinnutæki. Embætti ríkisskattstjóra hefur verið með þetta mál til skoðunar að undanförnu. Hver lítri af vélaolíu er um 55 krónum ódýrari en venjuleg dísilolía og því er eftir nokkru að slægjast. Hins vegar liggja háar sektir við því að misnota dísil- olíu því sektin er 200 þúsund krónur ef misnotk- un sannast. Til að skoða dreifingu á vélaolíu kallaði emb- ætti ríkisskattstjóra eftir gögnum frá olíufélög- unum yfir heilt ár. Við skoðun á þeim gögnum kom margt athyglisvert í ljós, að sögn Jóhann- esar Jónssonar, deildarstjóra tekjudeildar emb- ættisins. Meðal annars var ótrúlega algengt að fólk tæki vélaolíu á kvöldin og á nóttunni á dæl- um sem voru úr alfaraleið. Segir Jóhannes að ólíklegt sé að menn séu á ferðinni á þessum tíma á stórum vinnuvélum. Einnig vakti það athygli að margir keyptu lítið magn af olíu, miklu minna en kemst á tanka stórra vinnuvéla og bíla. Gögn olíufélaganna sýna að algengt er að fólk dæli 40-50 lítrum í einu Að sögn Jóhannesar má af gögnunum ráða að algengt sé að fólk taki 40-50 lítra í hvert skipti og þetta veki grunsemdir um að fólk sé að dæla vélaaolíu á einkabíla. Segir Jóhannes að yfir 70% af öllum færslum séu fyrir magni sem dugi til að fylla tankana á einkabílum. Þá veki það grunsemdir, að á þriggja mánaða tímabili hafi nær öll viðskipti með vélaolíu á einni tiltekinni dælu farið fram á kvöldin eða nóttunni. Aðeins ein viðskipti á þessu tímabili hafi farið fram á dagtíma. Jóhannes kveðst þeirrar skoðunar að það þurfi að endurskoða þessi mál frá grunni. Menn hafi væntanlega ekki reiknað með því, þegar þetta fyrirkomulag var tekið upp, að aðgengi að vélaolíu yrði jafn mikið og reyndin væri. Olíufé- lögin bjóði upp á vélaolíu á fjölmörgum bens- ínstöðvum og þá aðeins í sjálfsafgreiðslu. Jó- hannes segir að þegar hann ræði þessi mál við kollega sína annars staðar á Norðurlöndum séu þeir undrandi á því að fólk geti rennt inn á næstu bensínstöð og nálgast vélaolíu fyrirhafn- arlaust. Almenna reglan er sú að óheimilt er að nota vélaolíu á ökutæki. Frá þessari reglu eru und- antekningar. Þannig er heimilt að nota vélaolíu á stórvirk vinnutæki, svo sem gröfur, lyftara og dráttarvélar. Einnig ökutæki til sérstakra nota, svo sem steypubíla, körfubíla, mjólkurbíla, beltabifreiðar og námubíla. Þetta eru í mörgum tilvikum ökutæki sem brenna mikilli olíu, þótt þau aki ekki langar vegalengdir. Einnig má kaupa vélaolíu á bíla bjögunarsveitanna í land- inu. Venjulegir vörubílar, t.d. þeir stóru bílar sem fólk er að mæta á þjóðvegunum, hafa ekki heimild til að nota litaða olíu. Ökutæki, sem hafa heimild til að nota vélaolíu, eru auðkennd með sérstöku skráningarmerki, appelsínugulur grunnur með svörtum stöfum. Lögin um olíugjald tóku gildi 1. júlí 2005. Embætti ríkisskattstjóra hefur yfirumsjón eft- irlits með framkvæmd laganna. Samkvæmt upp- lýsingum Jóhannesar hefur verið unnið í 849 málum frá því lögin tóku gildi, þar af 206 málum vegna misnotkunar á litaðri olíu. Vegna form- galla var ekki hægt að framfylgja lögunum með beitingu sekta fyrst í stað. En eftir að breyting var gerð á lögunum haustið 2006, sem tók gildi 1. janúar 2007, hefur sektum verið beitt. Alls hefur 76 málum lokið með beitingu sekta að upphæð alls 28,2 milljónir. Ef sektir eru greiddar innan 14 daga fær viðkomandi 20% af- slátt af sektinni og nemur afslátturinn alls 5,6 milljónum króna. Sem fyrr segir er sektin fyrir venjulegan bíl- eiganda 200 þúsund krónur sannist á hann mis- notkun. Hlutfall mála sem enda með sektum er mjög hátt að sögn Jóhannesar, eða um 95%. Enda séu lögin mjög skýr. Skráður eigandi ber ábyrgð á sektinni, óháð því hver ekur bílnum hverju sinni. „Þetta er mjög há sekt og því kem- ur á óvart hve menn eru tilbúnir að taka mikla áhættu,“ segir Jóhannes Jónsson. Litaða olían misnotuð Grunsamlegt hve miklu magni af olíunni er dælt á kvöldin og á nóttunni Morgunblaðið/Golli Vegagerðinni hefur verið falið að fylgjast með hvort landsmenn fari eftir settum reglum um kaup á litaðri olíu. Eru að jafnaði tekin sýni úr bensíntökum 100-200 bíla í hverjum mánuði. Að sögn Sævars Inga Jónssonar deildarstjóra er það umferðareftirlit Vegagerðarinnar sem sér um þetta verkefni. 11 manns vinna við eftirlitið á fjórum bílum og eru þeir á ferðinni um allt land. Einnig fylgjast þeir með stærð og þyngd öku- tækja, frágangi og eftirliti farms vörubíla og því að ökumenn vörubíla og hópferðabíla fylgi ákvæðum um hvíldartíma. Starfsmenn Vegagerðarinnar stoppa ökutæki á þess til gerðum eftirlitsstöðvum við þjóðveg- ina. Þá aðstoða þeir lögregluna í sértækum að- gerðum og vinna með fulltrúum ríkisskattstjóra að eftirliti með misnotkun á vélaolíu. Einnig heimsækja þeir fyrirtæki sem mega nota véla- olíu á tæki sín og fylgjast með því hvort ekki er farið eftir settum reglum. Loks fylgjast starfsmenn Vegagerðarinnar með olíudælum sem þykja grunsamlegar. Þá sitja þeir í bílum í nokkurri fjarlægð, líkt og landsmenn þekkja úr amerískum bíómyndum, þar sem lögreglumenn eru á vaktinni, gjarnan með kaffi og kleinuhringi. Sýni tekin úr 100-200 bensíntönkum á mánuði Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BANKAKREPPAN hér á landi veldur því að gríðarlega mikið er nú að gera hjá lögfræðingum, einkum þeim sem sérhæfa sig í svo- kallaðri viðskiptalögfræði. Mikið hefur verið um fyrirspurnir frá er- lendum lánardrottnum bankanna. Katrín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri lögmannsstofunnar Lex, segir að lögmenn vinni fram á kvöld og jafnvel fram eftir nóttu. Helgarvinna sé einnig algeng. „Það var verið að vinna hér alla helgina,“ segir hún. Þá hafi verk- efnin breyst mikið á mjög skömm- um tíma. Nú sé t.d. frekar lítið um að lögfræðingar vinni við að útbúa nýja viðskiptasamninga. „Það er mikið að gera hjá okkur núna, eins og venjulega,“ segir Gunnar Sturluson, framkvæmda- stjóri Logos. Það hafi raunar verið mikið að gera hjá viðskiptalög- fræðingum síðustu ár. „Ég myndi ekki segja að það væri óvenjulega mikið að gera hjá okkur, en jú, jú, það er mikið að gera í kringum þetta bankabrölt allt saman,“ segir hann. Mikil lagaleg óvissa hafi skapast vegna þessa ástands og greiða þurfi úr henni. Það sé fyr- irsjáanlegt að mikið verði óskað eftir ráðgjöf frá lögfræðingum vegna ríkisvæðingar bankanna enda séu margir ósáttir við sinn hlut. Þá hafi mikið verið um fyr- irspurnir frá erlendum lán- ardrottnum bankanna sem vilji fá ráðgjöf um sína réttarstöðu „því henni var auðvitað breytt mjög hressilega með þessum neyð- arlögum.“ Kyrrstaða slæm Gunnar bendir á að lögfræðistof- urnar hafi undanfarið unnið mikið fyrir banka og fjármálafyrirtæki. „Þau úrlausnarefni sem lögfræð- ingar eru að fást við núna kalla á nákvæmlega sömu sérþekkinguna og þurfti til að setja alla þessa samninga saman. Það þýðir ekkert að skipta öllum viðskiptalögfræð- ingunum og bankamönnum bara út af og setja einhverja inn sem ekki hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði og ætla þeim að leysa úr mál- unum,“ segir hann. „Það er alltaf að mikið að gera hjá lögfræðingum ef hlutirnir eru á hreyfingu. Það er lítið að gera hjá þeim í kyrrstöðu.“ Lögfræðingar vinna baki brotnu Morgunblaðið/Þorkell Annir Mikið verður að gera hjá lögfræðingum næstu árin við að greiða úr lagaflækjum bankakreppunnar. Unnið er á kvöldin, um nætur og helgar. Verkefnin breyst mikið á mjög skömmum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.