Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF fyrst. Hann segir að fjarvera bank- anna úr Kauphöllinni í þeirri mynd sem þeir voru komnir í færi hluta- bréfaviðskipti hér á landi nokkur ár aftur í tímann, því umsvifin verði óneitanlega umtalsvert minni en áður. „Rekstrarfélögin fá þá í staðinn kannski meiri athygli,“ segir Hörð- ur. „Þau hafa á vissan hátt liðið fyrir það undanfarin ár hvað áhugi á bönkum og fjárfestingarfélögum hefur verið mikill. Ég vona því að þau öflugu rekstrarfélög sem eru hér á landi muni fá góða athygli. Þar eru að mínu mati umtalsverð fjárfestingartækifæri.“ Orðsporið hefur beðið hnekki Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar, segir að framundan séu gríð- arlega miklar breytingar í Kaup- höllinni hér á landi. Engin leið sé að sjá fyrir hvað muni gerast. „Það tók mörg ár að koma hlutabréfa- viðskiptunum á, en í einu vetfangi er öllu breytt. Annars vegar er Kauphöllin lítil og félögin sem eru skráð í henni eru einnig lítil. Þá hefur orðspor Íslands beðið mikinn hnekki. En ég vona að Kauphöllin Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MIKLAR breytingar eru fyrirsjá- anlegar í Kauphöll Íslands eftir brotthvarf stóru viðskiptabank- anna, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, í þeirri mynd sem þeir voru í. Vonir eru bundnar við að breytingarnar muni beina athygl- inni betur að þeim félögum sem eftir verða í Kauphöllinni. Ýmsir telja að þar geti verið mikil tæki- færi, til að mynda í rekstrarfélög- um sem að sumu leyti hafa fallið í skuggann fyrir bönkunum á und- anförnum árum. Þá er vel hugs- anlegt að tækifæri muni skapast fyrir ný félög, svo sem í sjávar- útvegi. Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær eins og í síðustu viku. Sagði í til- kynningu frá Kauphöllinni að stefnt væri að því að opna fyrir viðskipti í dag. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segir mikilvægt fyrir atvinnu- lífið að hér sé starfrækt kauphöll og því skipti miklu máli að hún verði að fullu starfhæf sem allra verði sem fyrst opnuð og verði aft- ur alvöru kauphöll.“ A. Kristín Jóhannsdóttir, sam- skiptastjóri Kauphallar Íslands, segir að þrátt fyrir þær breytingar sem fyrirséðar séu í Kauphöllinni með brotthvarfi bankanna í þeirri mynd sem þeir voru í, þá séu mjög öflug félög skráð og því mikil tæki- færi fólgin í þeirra starfsemi. Þá séu hugsanlega tækifæri fyrir sjáv- arútvegsfyrirtækin til að koma aft- ur inn. „Við erum því fullviss um að tækifæri séu enn fyrir hendi og muni birtast fyrir góðar fjárfest- ingar á hlutabréfamarkaði hér á landi. Kannski verður fókusinn betri á þau fyrirtæki sem eru fyrir á markaðnum auk þess sem tæki- færi muni skapast fyrir ný,“ segir Kristín. Vonir bundnar við að ný tæki- færi skapist í Kauphöll Íslands Í HNOTSKURN » Kauphöll Íslands varstofnuð árið 1985 og hét þá Verðbréfaþing Íslands. » Þegar mest var, árið 1999,voru 24 fyrirtæki sem tengd eru sjávarútvegi skráð í Kauphöllinni. » Viðskipti með hlutabréffjármálafyrirtækja hafa verið allt að 95% af heildar- viðskiptunum að undanförnu, mest með bankana. »Að þeim horfnum munhlutur rekstrarfélaga eins og Össurs og Marels aukast í Kauphöllinni. Morgunblaðið/G.Rúnar Tækifæri Framtíðin er óviss en ýmsir telja mikil tækifæri í Kauphöllinni. ALMENNI lífeyrissjóðurinn hafnar því að sjóðurinn hafi tekið skortstöðu með gengishækkun krónunnar til að færa hagnað til Glitnis, að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum. Andrés Magnússon læknir skrifaði grein í Morg- unblaðið í fyrradag þar sem hann fullyrti að sjóðurinn hefði tekið skort- stöðu sem hefði fært gífurleg auðæfi frá sjóðnum til bankans. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að alvarlegar ásakanir og forsendur sem Andrés gefi sér varðandi umfang gjaldmiðlastýringarinnar séu í engu sam- ræmi við raunveruleikann. Almenni lífeyrissjóðurinn beiti gjaldmiðlastýr- ingu á hluta af erlendum eignum til að draga úr sveiflum vegna flökts á gengi krónunnar. Gjaldmiðlastýring hafi verið hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins síðan árið 2004. Allar ákvarðanir stjórnar og starfsmanna í gegn- um tíðina hafi verið teknar með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi og út frá bestu upplýsingum á hverjum tíma. Ásakanir um að Glitnir hafi laumað Bjarna Ármannssyni inn í Almenna lífeyrissjóðinn til að gæta hagsmuna Glitnis á kostnað sjóðsins falli um sjálfar sig þar sem Bjarni hafi fyrst gengið inn í stjórn sjóðsins á árinu 2008, eða fjórum árum eftir að gjald- miðlastýring hafi orðið hluti af fjárfestingarstefnu hans. thorbjorn@mbl.is Almenni lífeyrissjóðurinn hafnar ásökunum læknis Morgunblaðið/Kristinn Glitnir Sér um eignastýringu Al- menna lífeyrissjóðsins Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞRÁTT fyrir vilyrði ráðamanna fyr- ir helgi um að gjaldeyrisviðskipti á millibankamarkaði ættu að komast í samt lag í dag liggja þau enn niðri. Hafa engar upplýsingar fengist um hvenær búast megi við að úr ástand- inu rætist. Þá er lítið vitað hvaða að- gerða af hálfu Seðlabanka eða ríkis er að vænta til að bæta þar úr. Nær engin viðskipti eru með krón- ur á erlendum gjaldeyrismörkuðum og því er gengi krónunnar mjög á reiki, eins og hefur reyndar verið undanfarna viku. Við núverandi að- stæður vilja erlendir fjárfestar ekki sjá íslenskar krónur. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum eiga Íslendingar misauðvelt með að kaupa gjaldeyri hér á landi, en á vefsíðu Seðlabanka Íslands er gengi evru gagnvart krónunni skráð um 150 krónur. Seðlabanki Evrópu skráir gengið hins vegar 305 krónur og hefur það gengi verið óbreytt síð- an á fimmtudag. Nokkrar leiðir opnar Tvær leiðir hafa verið ræddar sem mögulegar til að styrkja stöðu krón- unnar og koma á ný á viðskiptum með gjaldmiðilinn. Annars vegar að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans umtalsvert og nota hann til að styðja við krónuna, t.d. með því að festa gengi hennar. Var það reynt í síð- ustu viku með litlum árangri og var bágri gjaldeyrisstöðu Seðlabankans m.a. kennt um hvernig fór. Hugsan- legt fjögurra milljarða evra lán frá Rússlandi væri hægt að nota til að styrkja gjaldeyrisforðann. Hin leiðin er sú að fá einhvern annan aðila til að ábyrgjast viðskipti með krónur. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag munu viðræður vera í gangi milli Seðla- bankans og bandaríska bankans JPMorgan Chase um að hann tæki að sér slíkt hlutverk. Þá eiga íslensk stjórnvöld í við- ræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðkomu hans að íslensku efna- hagslífi og uppbyggingu þess. Hugs- anlegt er að fari svo að sjóðurinn komi Íslendingum til hjálpar muni það hafa jákvæð áhrif á krónuna. Erfitt er hins vegar að meta slíkt fyrr en ljóst er í hvaða formi slík að- stoð muni koma. Enn óvissa um gengi krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum Fjárfestar vilja ekki sjá íslenskar krónur Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Unnið er að því að koma viðskiptum í samt lag aftur. BT hugsar um budduna ! KAUPÞING hefur selt nærri 10% hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand og á eftir söluna 10,02% hlut í norska fyrirtækinu. Á frétta- vefnum norska E24 segir að breski bankinn Royal Bank of Scotland hafi selt eignina nauðungarsölu. Segir í fréttinni að breski bankinn hafi þar með stokkið á brott með um einn milljarð norskra króna frá skipta- stjórum Kaupþings í Noregi. Gengið í viðskiptunum var að sögn Reuters-fréttastofunnar 6,2% undir lokagengi bréfa Storebrand á föstu- dag en það var 23,45 norskar krónur. Íslenska fjármálafélagið Exista seldi fyrir helgi 8,7% hlut sinn í Storebrand til tryggingafélagsins Gjensidige, sem á eftir kaupin 24,05% hlut í Storebrand og er stærsti einstaki hluthafinn. bjarni@mbl.is Selur 10% hlut í Storebrand Morgunblaðið/Árni Sæberg Tryggingafélag Kaupþing fær um einn milljarð norskra króna fyrir 10% hlut í tryggingafélaginu Storebrand, en á eftir 10,02% í félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.