Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DÓMUR um The Islander, enska þýðingu Philip Roughton á ævisögu Halldórs Kiljan Laxness eftir Hall- dór Guðmundsson, birtist í The In- dependent í gær. Gagnrýnandinn, Paul Binding, virðist vera heillaður af lífi Laxness sem hann kallar tvöfalt, skiptast á milli Guðs og stalínisma. Hann segir Halldór Guðmunds- son vera jafn aðgætinn í meðferð sinni á stalínisma Laxness og sam- bandi hans við eiginkonurnar tvær, hann hafi skrifað hrífandi og hjart- næmt bókmenntaverk um mann sem var með óbilandi áhuga á lífinu. Hjartnæmt bókmennta- verk Ævisaga Laxness á ensku fær góða dóma Halldór Laxness KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir í kvöld Málarann og sálminn hans um litinn, kvikmynd sem gerð var árið 2001 og Erlendur Sveinsson leikstýrði. Myndin fjallar um leit lista- manns að nýjum leiðum í list sinni, þegar hann á síðari hluta æviskeiðs síns gerir sér grein fyrir að myndstíll sá sem hann hefur verið að fást við í þrjá áratugi býður ekki upp á frek- ari þróunarmöguleika. Með aðalhlutverk fara Sveinn Björnsson og Helga Jónsdóttir. Sýningin hefst klukkan átta í Bæjarbíói í Hafn- arfirði og er miðaverð 500 krónur. Kvikmyndir Málarinn og sálmurinn hans Erlendur Sveinsson FYRIRLESTRARÖÐ Sagn- fræðingafélagsins heldur áfram klukkan 12:05 í dag í fyr- irlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þennan veturinn er yfirskrift raðarinnar „Hvað er að ótt- ast?“ Í dag mun Guðmundur Jóns- son prófessor flytja erindið „Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi: Um efnahags- kreppur og óttann við þær“. Þar hyggst hann leita svara við því hvort fjár- málakreppan sem nú stendur yfir eigi sér hlið- stæður í hagsögu 20. aldarinnar og setja hrun fjármálakerfisins í sögulegt samhengi. Hugvísindi Fjármálakreppa í sögulegu samhengi Guðmundur Jónsson Í KVÖLD heldur kór Hjalla- kirkju tónleika undir yfirskrift- inni „Fauré Requiem og fleiri rómantískar perlur“. Þar verða flutt tvö þekkt- ustu kirkjuverk Gabriels Fauré, Sálumessa eða Re- quiem opus 48 og Cantique de Jean Racine op. 11. Einnig verða fluttar tvær tónsetn- ingar á Ave verum corpus, önn- ur eftir Franz Liszt og hin eftir Saint-Saëns, Pan- is angelicus eftir César Franck og aría Desdemonu, Ave Maria eftir Verdi. Tónleikarnir hefjast klukkan átta í Hjallakirkju í Kópavogi og aðgangseyrir er 1500 krónur. Tónlist Rómantískar perl- ur í Hjallakirkju Hjallakirkja Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG held að þessi verk séu öll að- gengileg áheyrnar, þau eru svo inn- blásin að það er auðvelt að fylgja þeim eftir,“ segir Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari um tón- verkin sem eru á efnisskrá einleiks- tónleika hennar á Kjarvalsstöðum annað kvöld. Á tónleikunum verða á efnis- skránni þekkt píanóverk sem þó heyrast ekki oft á tónleikum. Fyrst er að telja Partítu nr. 1 í b-dúr eftir J.S. Bach, þá Pathetique-sónötu Beethovens, fjórar ólíkar prelúdíur eftir Rachmaninoff og að lokum Scherzo op. 31 nr. 2 í b-moll eftir Chopin. „Á efnisskrána vel ég yfirleitt það sem höfðar til mín á hverjum tíma. Það er stemning í þessum verkum sem henta mér núna. Partíta nr. 1 er t.d. eitthvað svo glaðleg og elsku- leg.“ Sjaldan einleikstónleikar Spurð hvers vegna píanóverkin á efnisskránni heyrist ekki oft á tón- leikum svarar Helga því til að píanó- leikarar haldi allt of sjaldan einleiks- tónleika hér á landi. „Þeir halda kannski eina eða tvenna tónleika eftir útskrift en svo er þetta oft of mikil fyrirhöfn með fullri kennslu og annarri vinnu.“ Helga starfar nú sem tónlistar- kennari á Dalvík þar sem hún býr. „Í fyrravetur fékk ég lista- mannalaun í sex mánuði og vann þá m.a. að þessari efnisskrá. Ég hef far- ið svolítið hér um fyrir norðan og spilað hana, t.d. lék ég nýlega í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Í raun hef ég farið á alla þá staði þar sem eru ágætis flyglar því mér finnst þurfa að nota þá og svo finnst mér nauðsynlegt að spila svona efn- isskrá oftar en einu sinni eftir allar æfingarnar,“ segir Helga sem leikur sömu dagskrá á Raufarhöfn og Þórshöfn um næstu helgi. Tónleikar Helgu eru þeir fjórðu í tónleikaröðinni Klassík á Kjarvals- stöðum. Þeir hefjast kl. 20 á mið- vikudagskvöld. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en ókeypis er fyrir nem- endur og fólk að 21 árs aldri. Helga Bryndís Magnúsdóttir flytur klassík á Kjarvalsstöðum Glaðleg og elsku- leg Partíta nr. 1 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjaldheyrð verk Hérlendir píanóleikarar eru oft of önnum kafnir til þess að halda einleikstónleika að sögn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Í HNOTSKURN »Klassík á Kjarvalsstöðum ersamstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Félags íslenskra tónlistarmanna. »Helga útskrifaðist frá Tón-listarskólanum í Reykjavík árið 1987 sem píanókennari og einleikari. Framhaldsnám stund- aði hún í Vínarborg hjá Leonid Brumberg og í Helsinki hjá Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila. EINN áhrifamesti stjórn- málamaður eftirstríðsáranna í Noregi, Jens Christian Hauge, vildi láta dæma Knut Hamsun til dauða fyrir landráð. Aftenposten hefur þetta úr nýrri ævisögu um Hauge eftir Olav Njølstad. Hauge var mjög virkur í and- spyrnuhreyfingunni í stríðinu og varð varnarmálaráðherra eftir stríð. Hamsun var aftur á móti mikill stuðningsmaður rík- isstjórnar Quislings og hvatti hann unga Norðmenn til þess að berjast með Þjóðverjum á aust- urvígstöðvunum. Vildi dauðadóm yfir Hamsun Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Í DAG verður opnuð í Tókýó sýning um jesúítaprestinn og rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, 71 ári eftir að hann steig þar sjálfur á land á sínum tíma. Um er að ræða samskonar sýningu og sett var upp í Þýskalandi á síðasta ári, sem og hér heima, þeg- ar 150 ár voru liðin frá fæðingu rit- höfundarins. Sagt er að Nonni hafi tekið svo til orða á sínum tíma: Jules Verne sá heiminn á 80 dögum, ég sé hann 80 ára að aldri. Hann var einmitt átt- ræður þegar hann fór heimsreisuna og dvaldi m.a. eitt ár í Japan, en við það tækifæri voru bækur hans gefn- ar út víða í Asíu. Sýningunni um Nonna lýkur á laugardaginn en á morgun, miðviku- dag, verður haldið málþing í Jiyu Gakuen-menningarmiðstöðinni. Það var einmitt þar sem 600 nemendur eru sagðir hafa hlýtt hugfangnir á Nonna segja frá fyrir 70 árum. Með- al fyrirlestara á málþinginu í Tókýó er Brynhildur Pétursdóttir, zonta- kona og fyrrverandi safnstjóri Nonnahúss á Akureyri. Nonni fæddist 16. nóvember árið 1857 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Brynhildur segir hann án efa meðal bestu sendiherra Íslands. „Bækur hans voru gefnar út í milljónum ein- taka og lesnar af börnum jafnt sem fullorðnum víðsvegar um heiminn. Sjálfur var hann óþreytandi í að segja sögur og kynna þannig landið sitt. Árangurinn af starfi hans er óumdeilanlegur, það sést m.a. ef skoðaðar eru gestabækur Nonna- húss. Í þeim má lesa að áhugi margra erlendra gesta á Íslandi hafi einmitt kviknað við lestur Nonna- bókanna,“ segir hún. Brynhildur segir að þótt örlögin hafi hagað því svo að „Nonni hlaut að lifa og starfa meðal framandi þjóða var ævi hans helguð Íslandi og hans skal ætíð minnst sem eins af bestu sonum þjóðarinnar“, segir hún. „Nonni hafði einstaka frásagn- arhæfileika og var eftirsóttur fyr- irlesari. Hann bjó yfir mikilli mála- kunnáttu sem gerði honum einnig kleift að halda fyrirlestra um allan heim og alls urðu fyrirlestrarnir um 5.000 talsins,“ segir Brynhildur Pét- ursdóttir. Nonni lést 16. október 1944 í Köln þar sem hann er jarðsettur. Sýning um Jón Sveinsson opnuð í Tókýó 71 ári eftir að hann steig þar á land Enn er Nonni í sviðsljósinu í Japan Nonni í Japan Jón Sveinsson með hópi japanskra stúlkna 1937 eða 1938. NONNI var 11 ára þegar faðir hans, Sveinn Þórarinsson, lést, og það var Sigríði Jónsdóttur ofviða að sjá börnum sínum farborða. Ári eftir andlát Sveins barst henni bréf þar sem Nonna var boðið til Frakk- lands og nema við kaþólskan skóla í boði fransks greifa. Tveir drengir fóru, hinn var Gunnar, sonur Ein- ars Ásmundssonar í Nesi. Að loknu stúdentsprófi nam Nonni guðfræði, heimspeki og bók- menntir við háskóla í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og í Englandi þar sem hann tók prestvígslu. Hann gerðist síðan kennari við kaþólskan skóla í Danmörku og vann þar í 20 ár. Hann sagði nemendum sínum sögur frá Íslandi og fyrir áeggjan þeirra og vina fór Nonni að skrifa sögurnar niður og Nonnabækurnar urðu til. Nonni hafði skrifað grein- ar og sögur sem birtust í dönskum blöðum en það var fyrst þegar bók- in Nonni kom út í Þýskalandi árið 1913 að frægðarsól Jóns tók að skína. Alls urðu Nonnabækurnar 12 og hafa vinsælustu bækurnar verið þýddar á yfir 30 tungumál, m.a. á arabísku, kínversku, japönsku, baskamál og esperanto. 12 bækur Nú er hann ekki óbreytt lögga lengur þannig að við köllum hann skemmtanasýslumann 36 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.