Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 21
gestum á generalprufunni var boðið
upp á var saltfiskur, humar og dá-
dýr, en því síðastnefnda verður skipt
út fyrir íslenskt hreindýr þegar út er
komið.
Hluti íslenska liðsins hefur tekið
þátt í keppninni sl. þrjú skipti og líkt
og vant er um íþróttir liggja miklar
æfingar að baki. Undirbúningur
hófst þannig fyrir tveimur árum, þó
álagið hafi vissulega verið mest síð-
ustu- 4-5 mánuði og í sönnum ólymp-
íuanda er allt unnið í sjálfboðavinnu
sem, líkt og einn viðmælenda minna
orðaði það, krefst brennandi mat-
aráhuga.
Íslenska liðið þykir hafa staðið sig
vel á leikunum til þessa – hefur oft
komið heim með bæði brons og silfur
– og er nú í 9. sæti á styrkleikalista
þeirra rúmlega 50 þjóða sem taka
þátt. Hver veit því nema „kokkarnir
okkar“ eigi eftir að reisa þjóð-
arstoltið við á ný með því að koma
færandi hendi heim með gullið.
matur
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 21
Only 16 lots left to build your new dream
Orlando Vacation Home!
Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down
payment and financing available!
Hurry and call your Orlando home experts today...
LAST CHANCE
Windsor Hills Resort
Thorhallur Gudjonsson at
Gardatorg - 896 8232
Meredith Mahn in Orlando at
(321) 438 5566
www.LIVINFL.com
Ólafur Stefánsson kann Bretumlitlar þakkir fyrir aðgerðir
þeirra gegn Íslendingum:
Virðist þjóðin vina án
og valt að treysta mönnum
fyrst gæðamennið Gordon Brown
gnístir að oss tönnum.
Hjálmar Freysteinsson segir þó
„raunabót“:
Frá okkur það tekur tregann
og teljast verður mikið lán
að eiga svona yndislegan
Íslandsvin hann Gordon Brown.
Helgi Zimsen er ósammála hon-
um um það:
Breikkar gjána, boðar rán,
bætti á þjáning landans.
Gordons Browns sé bölvuð smán,
blessar lánið fjandans.
Kristján Bersi Ólafsson veltir
fyrir sér stöðu frjálshyggjunnar:
Nú falla unnvörpum fornu vígin
sem frjálshyggjuliðið gefins fékk.
Eftir stendur aðeins lygin
um það sem á spýtunni hékk.
Hallgrímur Pétursson er á Fés-
bókinni, eins og frægt er orðið, og
leggur orð í belg:
Þó að banka skriki skref
skaltu vera glaður.
Í Loftinu ég hærri hef
hagnað fundið, maður.
Herranum ég heiður gef
og hlæ í kreppu glaður
en glatast munu gull og bréf
ef Guð er forsómaður.
Hilmir Jóhannesson fylgist með
gangi þjóðmálanna:
Ágóðinn var ekki smár
úr ausu sopið kálið
og því er hver dagur sem þúsund ár
– það er nú heila málið.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af Brown og káli
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÞEIR unnu hörðum höndumá Grillinu í hádeginu sl.mánudag, matreiðslu-meistararnir sem halda til
Erfurt í Þýskalandi á föstudag til að
taka þátt í ólympíuleikunum í mat-
reiðslu sem fram fara dagana 19.-22.
október.
Það eru 10 matreiðslumeistarar
úr íslenska kokkalandsliðinu sem
taka þátt fyrir Íslands hönd. En
keppnin er alltaf haldin sama ár og
sumarólympíuleikarnir og er, að
sögn Alfreðs Ómars Alfreðssonar,
með eldri matreiðslukeppnum.
Áhersla er að sjálfsögðu lögð á ís-
lenskt hráefni. Og meðal þess sem
Morgunblaðið/Frikki
Nákvæmnin í fyrirrúmi Hvert smáatriði skiptir máli þegar matreiða skal á sjálfum Ólympíuleikunum og þá borgar sig að hafa athyglina fasta við eldamennskuna.
Margar hendur vinna létt verk Tíu kokkar keppa fyrir Íslands hönd og þeim til aðstoðar verður fimm manna lið.
Fyrir auga og munn
Réttirnir verða að hafa
sjónrænt gildi ekki síður
en hæfni til að bræða
bragðlaukana.
Stefna á gullið í Þýskalandi