Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 20
|þriðjudagur|14. 10. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Systkinin Heiðrún Birta og Hafþór Bjartur Sveinsbörn urðu bæði fluglæs á 5. aldursári. Bækur og lestur hafa skipað stóran sess í lífi þeirra frá fæðingu, en móðir þeirra Halldóra Björk Guðmundsdóttir (Dórý) sagðist hafa lært um mikilvægi bókarinnar í leikskóla- kennaranámi, áður en hún varð móðir. Þau fengu nýverið verðlaun á uppskeruhátíð sum- arlesturs á Bókasafni Reykjanesbæjar sem sprettlesarar en þau lásu samtals 132 bækur. Kvöldlestur eru gæðastundir fjölskyldu þeirra Heiðrúnar Birtu og Hafþórs Bjarts, barna Halldóru Bjarkar Guðmundsdóttur og Sveins Inga Þórarinssonar. Yngri er síðan Snævar Ingi 3 ára sem leiddi blaðamann inn í herbergi sitt til að sýna honum bækurnar sínar. Það stefnir í að hann verði jafnfljótur að læra að lesa og systkini hans en hann þekkir orðið flest- alla stafina og dundaði við að setja bækur í bókapoka sinn, svo hann væri tilbúinn í næsta ferðalag. Ekkert barnanna vill vera bókalaust í ferðalögum. „Við höfum lesið fyrir börnin frá því að þau voru nýfædd og við skiptum okkur niður á þau, því við lítum á lesturinn sem gæða- stundir. Heiðrún Birta er reyndar farin að lesa sjálf á kvöldin og gulrótin er að ef hún er komin í rúmið klukkan 9 þá má hún lesa til 9:30. Hún vill sjaldan missa af kvöldlestrinum. Hún kemur líka oft inn til strákanna þegar við erum að lesa og hlustar,“ sagði Dórý í samtali við blaðamann. Hafþór Bjartur byrjar á því að lesa fyrir for- eldra sína, en síðan lesa þau fyrir hann. „Með þessu fyrirkomulagi höldum við honum við,“ sagði Dórý en Hafþór Bjartur er einn í leik- skóla. Árangur systurinnar hvatning til lesturs Dórý sagði að Heiðrún Birta hefði farið að sýna stöfunum áhuga þegar hún var 2 ára og að hún hefði einungis nýtt þann áhuga til að efla hana í lestrinum. Rúmum tveimur árum síðar var hún orðin fluglæs en þá var Dórý heima í fæðingarorlofi með Hafþór Bjart og gat því nýtt tímann með Heiðrúnu Birtu. Hafþór Bjartur var hins vegar tilraunadýr, eins og Dórý orðar það. „Eftir að hann fæddist fór ég á lestr- arnámskeið hjá Helgu Sigurjónsdóttur og ég notaði hann til að sannreyna aðferðirnar. Hann hafði ekki þennan áhuga sem Heiðrún Birta hafði, en eftir að hún var krýnd lestrardrottning í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar haust- ið 2007 var hann ákveðinn í að læra að lesa svo hann gæti tekið þátt næsta sumar.“ Hafþór Bjartur hélt sig við áform sín, tók þátt í sum- arlestrinum í sumar og las 58 bækur. Í herbergjum allra barnanna eru bókahillur fullar af bókum þannig að þau hafa ávallt að- gang að fjölbreyttum bókakosti. Uppáhalds- bækurnar eru gjarnan lesnar aftur og aftur en auk bókaúrvalsins heimavið eru bókasafnsferðir tíðar og Dórý sagðist mikið nota bókakoffortið á leikskólanum Heiðarseli þar sem strákarnir nema. Hún sagðist auk þess mjög ánægð með þá áherslu sem starfsfólk leikskólans leggur á lestur. Hvorki Heiðrún Birta né Hafþór Bjartur voru tilbúin til svara spurningum blaðamanns, en hann fékk þó að vita að slökkviliðsbækur væru í uppáhaldi hjá Hafþóri Bjarti, sem auk þess langar að verða slökkviliðsmaður, en Heið- rún Birta er hrifin af bókum Astridar Lindgren. Stelpan Fíasól er einnig ofarlega á lista, sem og aðrar bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Núna eru bækurnar um Nancy gjarnan á nátt- borðinu. Fluglæs á fimmta ári Litið er á kvöldlestur sem gæða- stundir á heimili þriggja fróð- leiksfúsra systkina í Reykja- nesbæ sem vita fátt skemmti- legra en að lesa bækur - ekki síst á ferðalögum með fjölskyldunni. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sjáðu þennan! Hafþór Bjartur og Heiðrún Birta skoða saman bók um hákarla. Bækur alltaf með í för Snævar Ingi setur uppáhaldsbækurnar sínar í bókapoka svo hann sé tilbúinn í næsta ferðalag. Hvenær er best að byrja að lesa? Það er aldrei of snemmt að byrja að lesa fyrir barnið, því er best að byrja sem fyrst. Lesið stutt í fyrstu en lengið lestrarstundina eftir því sem barnið eldist. Hversu mikilvægur er lestur börnum? Barn sem lesið er fyrir frá unga aldri er lík- legra til þess að verða vel læst. Með því að lesa fyrir barnið eflist málþroski og stuðlað er að góðu lestraruppeldi. Hvernig er best að haga lestrarstundum? Gera ráð fyrir bókum og daglegum lestri í uppeldi barnsins. Best er að hafa bækur áberandi á heimilinu og í barnaherberginu þannig að barnið geti ávallt valið lestur. S & S Skelfing í skammdeginu er yfirskrift Rökkurdaga þetta haustið. Rökk- urdagar er heiti á menningar- viðburðum og uppákomum sem Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðarbæjar stendur fyrir dagana 24. – 26. október og er þetta fimmta árið í röð sem slíkir Rökk- urdagar eru haldnir. Að þessu sinni hefur nefndin ákveðið að gera draug- um og draugagangi hátt undir höfði m.a. með smásögusamkeppni þar sem vegleg verðlaun verða í boði auk þess sem boðið verður upp á kvik- myndasýningar, upplestur og aðra viðburði þessa daga, samkvæmt aug- lýsingu frá Fræðslu- og menningar- málanefnd. Það hefur örugglega eng- an í undirbúningsnefnd Rökkurdaganna órað fyrir því þegar yfirskriftin var ákveðin að hún yrði jafn nærri raunveruleikanum og nú hefur komið á daginn í heimi fjármál- anna.    Það var þó enga skelfingu að sjá í hópi eldri borgara af Snæfellsnesi sem komu saman til árlegs fagnaðar í Samkomuhúsinu í Grundarfirði sl. laugardagskvöld. Hátt í 90 manns á besta aldri af öllu Snæfellsnesi voru þá saman komnir til að eiga saman skemmtilega kvöldstund í boði Eldri- borgafélags Grundarfjarðar. Til þjónustu við undirbúning og fram- kvæmd lögðu félagar úr Lionsklúbbi, Kvenfélagi og Rauðakrossdeild stað- arins gjörva hönd á plóg og gleði og ánægja skein úr hvers manns svip. Það var greinilegt að þar gilti hið fornkveðna að maður er manns gam- an.    Góður prestur er mikilvægur hverju byggðarlagi og kannski aldrei mik- ilvægari en þegar viðsjárverðir tímar ganga yfir líkt og nú. Á sunnudaginn var nýr prestur settur í embætti í Setbergsprestakalli. Aðalsteinn Þor- valdsson heitir hann og var hann vígður til starfa af biskupi Íslands séra Karli Sigurbjörnssyni sunnu- daginn 5 október sl. Innsetningu hins nýja prests Grundfirðinga annaðist prófasturinn í Snæfellsness- og Dala- prófastdæmi, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Í sinni fyrstu predikun hvatti hinn nýi sóknarprestur söfnuð sinn til að sýna styrk í trúnni. Eftir athöfnina var þéttskipað í safn- aðarheimilinu í kirkjukaffi.    Útgerð og fiskvinnsla, undirstaða mannlífs í Grundarfirði, gengur sinn vanagang þótt vindar blási í banka- heiminum. Hjá Guðmundi Runólfs- syni hf. er hefðbundin fiskvinnsla í fullum ganga alla daga, í Fisk Sea- food er unnin rækja, þar innan sömu veggja er einnig verið að vinna sæ- bjúgu á vegum Reykofnsins ehf. Hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. er áherslan á saltfiskverkun, Tangi vinnur hinar ýmsu fisktegundir í neytendapakkn- ingar og Sægarpur ehf vinnur beitu- kóng til útflutnings. Til þess að sjá þessum fyrirtækjum fyrir hráefni róa bátar og skip af ýmsum stærðum á haf út hvern dag og færa aflann að landi eftir mislanga útveru undir kjörorðinu þeir fiska sem róa. Sem sagt, lífið er fiskur. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Þeir fiska sem róa Útgerð og fiskvinnsla gengur sinn vanagang. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.