Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 23 Til sölu Jú, við eigum gjaldeyri, stóð í glugga eins bankans í gær. Hann var þó enn af skornum skammti í gær og takmörk fyrir því hvað hægt var að kaupa. Ómar Blog.is Sigurður Sigurðarson | 13. október Íslenskur landbúnaður Það skyldi þó ekki vera að íslenskur landbúnaður bjargaði þjóðinni enn einu sinni. Í langan tíma hafa fjölmargir krafist þess að innflutningur erlendra landbúnaðarafurða verði gefinn frjáls. Sem betur fer hefur það ekki verið gert ennþá enda hefði það gert því sem næst útaf við landbúnaðinn. Staðreyndin er einfaldlega sú að við þurfum á innlendum landbúnaði að halda. Hvert einasta ríki verður að geta treyst því að geta brauðfætt landsmenn sína. ... Meira: sigsig.blog.is Þorsteinn Siglaugsson | 13. október Köllum sendiherrann heim! Nú hafa rangfærslur þessara kumpána fengið að hljóma svo lengi, án nokkurra viðbragða frá Íslandi, að ég óttast að erfitt verði að leiðrétta þær nema með óvæntum og harkalegum aðgerðum. Ég legg til að sendiherra Ís- lands í Bretlandi verði kallaður heim taf- arlaust um leið og ríkisstjórnin sendir frá sér yfirlýsingu þar sem sannleika máls- ins verði komið á framfæri og ósannindi Browns og Darlings fordæmd. Jafnframt ætti þar að tilkynna um málsókn, bæði á hendur breska ríkinu og persónulega á hendur þessum kauðum tveim. Þetta þarf að gera strax, áður en skaðinn verður meiri. Meira: tsiglaugsson.blog.is VIÐ lifum örlagatíma íslenskrar efnahags- og stjórnmálasögu. Rík- isstjórnum, efnahags- og eftirlitsstofnunum og ýmsum forustumönnum fjármála- og atvinnulífs hafa orðið á stórfelld og dýrkeypt mistök. Rótin er sambland af röngum ákvörðunum og vítaverðu andvara- og aðgerðaleysi undanfarin ár, und- anfarna mánuði og jafnvel und- anfarna daga. Skaðinn er að verða miklu meiri en hann hefði nokkurn tímann þurft að verða og sannast nú hið fornkveðna nær dag hvern að lengi getur vont versnað. Margþætt verkefni Verkefnin sem nú þarf að vinna að hörðum höndum, fumlaust og ákveð- ið, eru margþætt og þau verður að fara í samtímis. 1. Björgunaraðgerðir og aðgerðir til að lágmarka skaðann standa yfir. Ekki skal efast um góðan vilja en óneitanlega er það mikill galli að björgunaraðgerðirnar skuli nú vera að hluta í höndum aðila sem sjálfir bera mikla ábyrgð á óförunum. Enginn er góður dómari í sjálfs sín sök og gildir það einnig um for- ustumenn í ríkisstjórn og fjár- málalífi. Undirritaður gagnrýnir að menn skuli ekki þiggja hjálp, stuðning og taka í þær útréttu sáttahendur sem þeim eru boðn- ar. Ábyrgð þeirra sem slíkt af- þakka er mikil, en það er erfitt að aðstoða ef þeir sem verkunum stjórna virðast hvorki geta þegið hjálp né tekið ákvarðanir. 2. Óumflýjanlegar björgunar- aðgerðir næstu sólarhringa snúa að því að fá gjaldeyri til landsins, koma atvinnulífi og banka- starfsemi á kjöl og halda hjól- unum gangandi. Forgangsverk- efni er að tryggja samgöngur við útlönd, fjarskipti og tryggja að útflutningsstarfsemin geti hald- ið ótrufluð áfram. Nú þurfum við á gjaldeyristekjum að halda sem aldrei fyrr. Eins verður að tryggja að vel- ferðarþjónustan ráði við verk- efnin fram- undan. Aldrei er velferðarkerfið dýrmætara en á erfiðleikatím- um. Sveit- arfélögin í land- inu verður að styrkja og gera þeim kleift að verða eitt meg- intækið í að aðstoða almenning. Lífið þarf að halda áfram og undirstöður samfélagsins, heim- ilin, skólarnir, nærþjónusta sveitarfélaganna og stuðningur við þá sem þurfa á aðstoð að halda verður að ganga fyrir sig með skilvirkum og fullnægjandi hætti. 3. Frysta verður öll verðmæti sem íslenska ríkið og almenningur geta átt tilkall til og hefja ít- arlega og tæmandi rannsókn á atburðum undangengnar vikur og mánuði. Til þess verks á taf- arlaust að kalla ekki síst Rík- isendurskoðun, sem nú kemur til með taka við endurskoð- unarhlutverki gagnvart stærst- um hluta innlendrar banka- starfsemi. Henni til aðstoðar mætti ráða viðurkennt, al- þjóðlegt endurskoðunarfyr- irtæki eða sérfræðinga úr slíkri átt. 4. Til hliðar eða yfir slíkt rann- sóknar- og eftirlitsstarf væri heppilegt að kjósa opinbera rannsóknar- eða sannleiksnefnd. Ríkisstjórn og Alþingi eiga að sameinast um slíkt verkefni og velja til þess valinkunna og óum- deilda sérfræðinga á sviði laga og réttar, bókhalds og endur- skoðunar. Þar kæmi til greina að beita ákvæðum 39. gr. stjórn- arskrárinnar. 5. Í kjölfarið er óumflýjanlegt að menn axli viðskiptalega og sið- ferðilega, lagalega og pólitíska ábyrgð. Ekki er hægt að bjóða þjóðinni upp á annað. Okkur mun seint ganga að endurreisa nauðsynlegt trúnaðartraust í samfélaginu öðru vísi. Það er óhugsandi að nú geti allir bara setið í sínum sætum, hummað sig í gegnum hremmingarnar, sópað málunum undir teppið og treyst á að gleymskan muni leggjast með þeim þegar frá líð- ur. Á vel völdum tímapunkti, þegar málin hafa róast er sjálf- gefið að boða til nýrra kosninga, þannig að þjóðin geti gert upp við þá sem ábyrgðina hafa borið og kosið sér nýja fulltrúa. Það er sömuleiðis liður í óumflýjanlegu ferli þess að gera málin upp og endurheimta traust. Hvort slíkt verður tímabært í desember, febrúar, apríl eða í sumarbyrjun er of snemmt að ákveða, en von- andi tekur ekki nema nokkra mánuði hið mesta að skapa hér þannig aðstæður að hægt sé að kjósa nýtt þing og mynda rík- isstjórn. 6. Í sjötta og síðasta lagi en um leið mikilvægast af þessu öllu er að hefja nýtt endurreisnar- og upp- byggingartímabil, skapa hið nýja Ísland. Það nýja Ísland verður ekki grundvallað á helm- ingaskiptum, ógagnsæum hags- munatengslum, krosseign- arhaldi og einkavinavæðingu, heldur verður gott Ísland sem byggir á heiðvirðum og óum- deildum samfélagsgildum. Nú þarf að henda út í hafsauga þeirri stefnu sem hefur – fyrir utan misvitra ráðamenn – verið okkar mesti óvinur. Græðgin skal á nýjan leik teljast löstur en ekki kostur. Blind og taumlaus markaðstrú í anda nýfrjáls- hyggjunnar hefur leitt þvílíkar ógöngur yfir íslenska þjóð að það er þyngra en tárum taki. Vonandi drögum við rétta lær- dóma af því. Hið nýja Ísland, sem við reisum, verður opið og lýðræðislegt, samábyrgt nor- rænt velferðarsamfélag í anda þess allra besta sem við þekkj- um úr þeirri átt. Þar verður blandað hagkerfi: hið opinbera stendur fyrir og ábyrgist al- mannaþjónustu og tryggir öfl- uga innviði samfélagsins, sam- göngur og fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og menntun og öflugt velferðarkerfi. Leið- sögnin í atvinnuuppbyggingu og sambúð við landið verða leik- reglur sjálfbærrar þróunar. Í hinu nýja Íslandi taka konur fullan þátt á öllum sviðum til jafns við karla. Því verður ekki stjórnað af fámennum hópi jakkafataklæddra karla. Slíkt hefur ekki gefist vel. Fyrir utan efnislegar auðlindir er sjálfstæðið og þjóðin sjálf, mannauð- urinn, verðmætastur og hann þurfum við nú að nýta skynsamlega og ábyrgt. Við ætlum að skapa öllum vinnufúsum höndum verkefni í hinu nýja Íslandi. Þar má ekki vera at- vinnuleysi. Það fólk sem núna missir störf, í fjármálaþjónustu eða öðrum fyrirtækjarekstri verður að virkja á nýjum sviðum, í fjölbreyttri nýsköp- un tækni- og þekkingargreina og framsæknum sprotafyrirtækjum. Gleymum heldur ekki möguleikunum í okkar hefðbundu atvinnuvegum, sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjón- ustu og í sjálfbærri þróun orkubú- skaparins. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að héðan verði enginn landflótti. Það má ekki gerast að sömu misvitru ráðamennirnir og unnið hafa stórtjón á okkar þjóð- arhagsmunum grípi nú til þess ör- þrifaráðs að hjóla í náttúru Íslands af tvöföldu offorsi. Það glittir í hrikaleg viðhorf að nú eigi að henda til hliðar öllum lagaákvæðum og reglum um umhverfismál, stytta sér leið og þvinga fram náttúruspjöllin með sér- lögum. Á fundi flokksstjórnar- og flokksráðsmanna VG sl. föstudag orðaði nýkjörinn formaður Ungra vinstri grænna, Steinunn Rögnvalds- dóttir, það betur en ég hef heyrt aðra gera þegar hún sagði: Ekki ræna okkur landinu líka! Norræn samvinna hefur alla tíð verið mikilvægasti hornsteinn ís- lenskrar utanríkisstefnu. Þar búa þær þjóðir sem okkur standa næst, sem hugsa líkast okkur og sem búa við líkast þjóðskipulag. Þar skulum við leita hófanna um stuðning og vel- vilja, bæði nú í áríðandi björgunar- aðgerðum næstu daga og til lengri tíma litið, þegar við hefjumst handa um það stóra verkefni að byggja hið nýja Ísland. Virkt lýðræði, gagnsæi og þátttaka þjóðarinnar allrar í verkefninu er for- senda þess að það heppnist. Nú dug- ar enginn gamaldags klíkuhugs- unarháttur eða helmingaskipti. Láti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar sér detta það í hug að hún geti nú skipt á milli sín og ráðskast með þau verðmæti sem til eru í land- inu, í anda gamaldags þröngrar hags- munagæslu og pólitískra helm- ingaskipta, mun henni mistakast verkefnið hrapallega. Tíminn er naumur. Við verðum að hefjast handa. Við í VG höfum boðið og bjóðum enn fram krafta okkar. Við gerum kröfu um það, fyrir hönd almennings og komandi kynslóða í landinu, að menn vandi sig og þiggi hjálp og góð ráð, hvaðanæva sem þau eru í boði. Á næstu sólarhringum verður ríkisstjórn Geirs H. Haarde, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar, að taka ákvörðun og velja leið hvað framhaldið snertir. Sú ákvörðun þeirra, sem formlega séð fara enn með völd í landinu, verður afdrifarík fyrir framtíðina. Sú ákvörðun verður í sterkara kastljósi aðhalds og gagnrýni en nokkur önnur í háa herrans hríð. Við eigum betra skilið sem þjóð en það sem nú er yfir okkur að ganga og við skulum ekki láta bjóða okkur meira af því sama. Það er þjóðin sem ræður, þaðan sprettur allt vald í lýðræðisþjóð- félagi. Eftir Steingrím J. Sigfússon »Norræn samvinna hefur alla tíð verið mikilvægasti hornsteinn íslenskrar utanrík- isstefnu. Þar búa þær þjóðir sem okkur standa næst, sem hugsa líkast okkur og sem búa við líkast þjóðskipulag. Þar skulum við leita hófanna um stuðning og vel- vilja … Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Hið nýja Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.