Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 4
Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmi | Upp úr miðjum nóv- embermánuði í fyrra blasti við Hólmurum óvenjuleg sjón þegar stórir síldarbátar sigldu framhjá Stykkishólmi inn á Breiðasund til síldveiða. Þar var að finna mikið magn af síld og skipin veiddu vel. Nú virðist sama sagan að vera að endurtaka sig. Það finnst mikið af síld á Breiðasundi og um helgina voru tveir síldarbátar þar á veiðum, Birtingur NK og Ásgrímur Hall- dórsson SF. Birtingur fékk 200 tonn af ágætri síld í fyrsta kasti en reif nótina og gat því ekki haldið áfram veiðum. Ægir Birgisson, skipstjóri á Ás- grími Halldórssyni, segir að hann hafi fengið gott kast af stórri og fal- legri síld. Meðalþyngd síldarinnar er um 300 grömm. Þetta er fín síld sem fer öll í frystingu Að sögn Ægis er töluvert af síld á Breiðasundi. Hann segir að hann hafi ekki mik- ið farið yfir svæðið en hann hafi fundið tvær mjög þéttar lóðningar. „Við erum ekki með réttu veið- arfærin, við erum með allt of stórar nætur og því er hætta á að rífa þær á þessari grunnslóð,“ segir Ægir. Hann segir að það hafi fundist talsvert af smásíld frammi í Breiða- firði og Kolluál. Engin síld finnst ennþá í Grundarfirði, þar sem mikið magn veiddist í fyrra. Ægir segist vera bjartsýnn á að síldin fari að ganga inn á öll sund í Breiðafirði. „Í fyrra var vertíðin á Breiðafirði mjög góð og sérstakt var að geta stundað síldveiðar í skjóli fyrir stormum sem þá voru tíðir. Það er vonandi að sama sagan endurtaki sig,“ segir Ægir. Afla beggja skipanna, Ásgríms Halldórssonar SF og Birtings NK, verður landað á Hornafirði, en þang- að er langt að sigla eða 300 mílur. Moksíld við Stykk- ishólm Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Síldveiðar Fjöldi skipa við síldveið- ar á Breiðasundi á síðasta ári. 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VLADIMIR Ashkenazy tónlistar- maður og Ólafur Elíasson listamað- ur hafa ásamt Peer Teglgaard Jeppesen arkitekt og Jasper Parrott ráðgjafa sent frá sér eft- irfarandi bréf: „Ofviðrinu sem geisar nú í kring- um Ísland, bankakerfi þess og efna- hagslíf, fylgja óneitanlega spurn- ingar um framtíð Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík. Með þessu bréfi viljum við sýna íslensku þjóðinni skilyrðislausan stuðning okkar við að þetta mikil- væga verkefni verði leitt til lykta. Því er ætlað og það mun í bráð skerpa og prýða höfnina og mið- borgina. Það er ekki ætlun okkar að hverfa frá verkefninu – eins og aðrir hafa gert – en við viljum koma á framfæri áhyggjum okkar og samúð vegna þess sem nú dynur á íslensku þjóðinni. Við erum staðráðnir í að halda áfram vinnu okkar samkvæmt ströngustu gæðastuðlum því þetta verkefni er tákngervingur drauma allrar þjóðarinnar. Það mun veita innblástur sem ímynd sköpunar- krafts, sem ímynd Íslendinga og einstaks lands þeirra, sögu og menningar. Við þær aðstæður sem hafa skapast eru þessi gildi mikil- vægari en nokkru sinni. Í þeirri brýnu og vandlegu yfir- legu sem endurskipulagning yfir- stjórnar verkefnisins krefst mun- um við, hið skapandi teymi, gera okkar besta til að beina sjónum að mikilvægi verkefnisins fyrir ís- lenskt samfélag. Það hefur alla burði til að verða kraftmikil þunga- miðja við að endurskapa efnahags- legan stöðugleika og endurreisa velmegun. Þessari uppbyggjandi framkvæmd verður þess vegna að halda áfram samkvæmt áætlun. Byggingunni er ætlað að hýsa væntingar íslensku þjóðarinnar með hætti sem engar aðrar bygg- ingar megna. Hún verður vett- vangur fyrir menningarlega við- leitni hennar og farvegur þekking- ar; brú til umheimsins, vel til þess fallin að laða að athygli, velþóknun og fjármagn erlendis frá. Íslend- ingar eiga þetta frábæra hús skilið og við munum öll leggjast á eitt til þess að vígsla þess heppnist sem best.“ Vladimir Ashkenazy Tónlistarhúsið verði klárað Ólafur Elíasson Morgunblaðið/RAX Tónlistarhúsið Óvissa hefur ríkt um áframhaldandi framkvæmdir við ráð- stefnu- og tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn. Peer Teglgaard Jasper Parrott MAÐUR á fertugsaldri hefur verið sakfelldur af ákæru fyrir að stela bensíni hjá Olís á Hellu og taka tvo nuddpotta fyrir hálfa milljón út í reikning hjá Norm-X en selja þá öðrum án þess að borga Norm-X. Ennfremur var hann sakfelldur fyr- ir skjalafals með því að svíkja bíl af konu og telja henni trú um að kaup- andi bílsins væri ekki hann sjálfur heldur annar maður á afsali. Mann- inum var hinsvegar ekki gerð refs- ing. Er hann margdæmdur og hlaut m.a. þriggja og hálfs árs dóm fyrir nauðgun og fleiri brot í desember 2007 og þar áður fékk hann tveggja og hálfs árs dóm árið 2003. Dóm- urinn taldi að ef málið nú hefði ver- ið dæmt með fyrra málinu hefði refsing ekki orðið þyngri og var því ekki dæmd refsing nú. Sekur en ekki refsað HÓPUR nemenda í Álftamýrarskóla hefur nú lokið sérstökum áfanga í hjólafærni sem miðar að því að þjálfa hjólreiðafólk í að nota hjól eins og ökutæki. Hugmyndafræðin að hjólafærni barst frá Bretlandi en síðastliðið vor var breskur kennari ráðinn til landsins til að þjálfa íslenska kennara í greininni. Börnin sem nú hafa útskrif- ast í hjólafærni hafa fengið sex klst. kennslu og lokið 1. og 2. stigi í greininni. Á 1. stigi er farið í grundvallaratriði eins og að þekkja hjólið og hafa fulla stjórn á því. Á 2. stigi er kennt hvernig hjóla skal á götu og farið í umferðarreglur og hvernig á að taka af stað og stansa og að fara um gatnamót. Allir nemendurnir í Álftamýrarskóla stóðust námskeiðið og voru sérstaklega duglegir en þeir eru fyrstu nemendur landsins sem boðið er að læra hjólafærni. orsi@mbl.is Fyrstu nemendurnir í hjólafærni útskrifast með glans Morgunblaðið/Frikki Læra að nota hjólin sem ökutæki í umferð „VIÐ erum að bíða eftir niður- stöðum frá sér- fræðingahópnum [frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum] sem er á Íslandi,“ sagði Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra sem nú situr árs- fund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF) og Al- þjóðabankans í Washington. „Þegar þær liggja fyrir, sem ég geri ráð fyr- ir að verði um miðja vikuna, þá ættu að vera forsendur til þess að meta stöðuna og taka ákvarðanir.“ Árni sagði ekkert liggja fyrir um hvernig IMF kunni að koma hér að málum. „Það er það sem menn ræða þegar og ef menn komast að þeirri niðurstöðu að biðja um aðstoðina.“ Árni kvaðst ekkert geta tjáð sig um mögulega stærðargráðu slíkrar aðstoðar. Málið væri ekki komið á það stig. Hann sagði lítið hafa gerst í viðræðum við sjóðinn um Ísland í gær. Þá fór aðalfundur sjóðsins og Alþjóðabankans fram. gudni@mbl.is Beðið niðurstaðna hjá sérfræðingum IMF Fjármálaráðherra væntir álits þeirra um miðja vikuna Í HNOTSKURN »Taldar eru meiri líkur enminni á því að Íslendingar óski eftir aðstoð IMF. »Sjóðurinn hefur lýst viljatil að lána fé til ríkja sem þarfnast aðstoðar vegna fjár- málakreppunnar. » Ísland hefur fjórum sinn-um fengið lán hjá IMF. Árni M. Mathiesen UM fimm þúsund lítrar af svartolíu láku úr tanki olíuflutningabíls sem lenti utan vegar í norðanverðum Hólmahálsi á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í gær. Ökumaður slapp með minniháttar meiðsl. Lögreglan á Eskifirði girti vett- vanginn af og tókst fljótlega að stöðva olíulekann. Var Slökkvilið Fjarðabyggðar sent af stað til að vinna að mengunarvörnum á vett- vangi. Tókst að forða því að olía læki í sjóinn og verður farið aftur stað í dag til að hreinsa upp síðustu olíu- leifarnar með sérstökum hreinsiefn- um slökkviliðsins Svartolía slapp úr tanki Slys Ökumaður slapp með minni- háttar meiðsli og olían náðist upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.