Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 35
Klassík á hálfvirði á krepputímum Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Á EFNAHAGSLEGUM ólgutímum er gott að leita skjóls í heimi bóka. Nýr bókaklúbbur, Klassíski kilju- klúbburinn, er að líta dagsins ljós en þar fá meðlimir íslenskar og erlend- ar klassískar bækur í kilju á sérlega hagstæðu verði, eða helmingi lægra en á almennum markaði. Fyrr á þessu ári hóf Forlagið að gefa út klassísk verk í kilju. Nú hef- ur verið ákveðið að stofna sérstakan kiljuklúbb utan um útgáfuna. „Þeg- ar ég fór af stað með útgáfuna fyrr á þessu ári hafði ég vitaskuld ekki kreppu í huga. Tíminn hefur hins vegar leitt í ljós að Klassíski kilju- klúbburinn passar vel inn í það óhemju erfiða efnahagsástand sem við glímum við,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri Forlags- ins. „Hugsunin hjá mér með þessum klúbbi er að finna farveg til þess að geta viðhaldið þeim verðmætum sem liggja í íslenskri og erlendri klassík. Þetta eru verk sem komu út hér á árum áður en hafa lengi verið ófáan- leg. Klassík á við á hverjum tíma því í henni er að finna ódauðleg, tíma- laus verðmæti. Við skilgreinum klúbbinn mjög vítt og undir hann falla bækur sem hafa sætt miklum tíðindum, valdið straumhvörfum og við getum hiklaust leyft okkur að kalla klassík en þurfa ekki að vera mörg hundruð ára. Ég sá ekki fyrir mér að ég gæti gefið þessi verk út með hefðbundnum hætti í inn- bundnum útgáfum og á fullu verði því salan hefði aldrei risið undir því. Þá datt mér í hug að stofna klúbb ut- an um útgáfuna. Til að halda verðinu niðri sendum við ekki út prentuð fréttabréf. Fólk skráir sig einfald- lega á netinu og þar eru upplýsingar um klúbbinn og bækurnar.“ Af miklu að taka Þegar eru komnar út 10 bækur í klassíkseríunni og spurður um vænt- anlegar bækur í klúbbnum nefnir Jóhann Páll Moby Dick, Franken- stein og Gróður jarðar. „Það er af svo miklu að taka bæði í íslenskri og erlendri klassík. Hugmyndalistinn spannar nú þegar fleiri tugi titla. Áherslan verður á að hafa úrvalið mjög fjölbreytt og lifandi. Ég hef að leiðarljósi að þetta séu bækur sem höfði til alls almennings, þetta er alls ekki klúbbur fyrir þrönga bók- menntamafíu,“ segir Jóhann Páll. Oft heyrist að bækur þrífist aldrei betur en í kreppu. „Það er kannski ofmælt,“ segir Jóhann Páll en bætir við: „Hins vegar er ég viss um að bækur munu ekki koma viðlíka hart út úr kreppunni eins og margt ann- að. Það helgast til dæmis af því að verð bóka er mjög hagstætt og hefur hækkað lítið undanfarin ár. Í ljósi ástandsins ætlum við að taka kostn- aðarhækkanir á okkur.“ Stærsti bókaútgefandi landsins segir að sér líði alveg ágætlega í miðri kreppu. „Mér líður alveg ótrúlega vel. Þetta fyrirtæki er rekið með mikilli hagræðingu og útsjónarsemi. Það eina sem við bruðlum með er bóka- gerðin, við sláum ekkert af kröfum þar. Stjórnendur þessa fyrirtækis eru ekki að skammta sér ofurlaun. Ég sá í tekjublaði Frjálsrar versl- unar að ég er ekki hálfdrættingur á við framkvæmdastjóra Sorpu. Ég þarf samt sem áður ekkert að kvarta undan launum mínum. Við sem stjórnum þessu fyrirtæki höfum ein- faldlega ekki tekið þátt í þeirri geð- bilun sem hefur leitt til þess efna- hagshruns sem við sjáum núna. Þetta var glórulaust rugl, algjör veruleikafirring. Auðvitað er leitt hvernig komið er en ástandið er óhjákvæmileg niðurstaða af þeim vitleysisgangi sem hefur verið í gangi. En ég er bjartsýnn,“ segir Jó- hann Páll. Í HNOTSKURN »Félagar í Klassíska kilju-klúbbnum fá sex sinnum á ári sendar tvær öndveg- isbækur, eina íslenska klassík og eina erlenda. »Þær tíu bækur sem þegareru komnar út eru: Glæp- ur og refsing eftir Fjodor Do- stojevskí, Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabr- iel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka. »Af íslenskri klassík erukomin út Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson, Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunn- arsson, Samastaður í tilver- unni eftir Málfríði Ein- arsdóttur og Bernskan eftir Guðberg Bergsson. Morgunblaðið/RAX JPV „Ástandið er óhjákvæmileg niðurstaða af þeim vitleysisgangi sem hefur verið í gangi.“ „Klassík á við á hverjum tíma því í henni er að finna ódauð- leg, tímalaus verðmæti,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson MYNDLIST Reykjavík art gallery Kristín Tryggvadóttir bbmnn Opið alla daga nema mánudaga frá 14- 17. Sýningu lýkur 10. október. Aðgangur ókeypis. HREYFING nefnist sýning Krist- ínar Tryggvadóttur í Reykjavík art gallery. Þetta eru abstrakt málverk unnin ritúalískt, þ.e. að listakonan hugleiðir á tóman strigann og ræðst svo á flötinn eins og til að túlka nátt- úrulegt straumflæði (flux) í snatri svo til verður teikning með málningu sem minnir dálítið á japanska kallig- rafíu. Datt mér í hug japanski eft- irstríðsmálarinn Manabu Mabe sem nálgaðist málverkið með áþekkum hætti. Það er óneitanlega eitthvert zen eða tao (orsök og afleiðing) í þessu sköpunarferli. Útkoman er nokkuð kunnuglegur abstrakt-expressjónismi án efnis- legrar yfirlegu og virkar eins og að listakonan hafi fallist á einhverja niðurstöðu eða haldreipi innan öruggs svæðis þegar möguleikarnir eru svo miklu stærri og fleiri en hún drepur hér á. Þá vinnur listakonan verkin ýmist tvískipt eða þrískipt eftir vegg- hólfum gallerísins, þannig að þau falla vel inn í salinn og eru um leið eins og bergmál hvert annars. Flæða þannig ágætlega sín á milli. Að lokum þá mætti gæta betur að lýsingu, en málverkunum færi óneit- anlega betur að vera undir dreifðri birtu en fá á sig kastara sem oflýsa hluta af fletinum en sleppa öðrum. Jón B.K. Ransu Ónýttir möguleikar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Straumflæði „Útkoman nokkuð kunnuglegur abstrakt expressjónismi án efnislegrar yfirlegu . . .“, segir meðal annars í dómi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 35 MENNING Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn mánudaginn 20. október 2008 kl. 17:00 í fundarsal FÍH Rauðagerði 27. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin TÓNLIST Bústaðakirkja Kammertónleikarbbbmn Tríósónötur eftir C. P. E. og J. S. Bach; Sjostakovitsj: Strengjakvartett nr. 14. Camerarctica (Hildigunnur Halldórsdóttir & Bryndís Pálsdóttir fiðla, Svava Bern- harðsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló, Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Guð- rún Óskarsdóttir semball). Sunnudaginn 12. október kl. 20. VARANLEGU gildin brostu hlýlega við mönnum á 2. tónleikum 51. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins s.l. sunnudagskvöld. Sýnilega af frið- arsúlunni í Viðey; heyranlega inni í Bústaðakirkju þar sem þrjú ógrand- andi klassísk tónverk ornuðu hlust- endum um innstu hjartarætur. Fyrstu tvö frá síðbarokktíma eftir Bach-feðgana Carl Philipp Emanuel (1714-88) og Johann Sebastian (1685-1750), en eftir hlé 14. og næst- síðasti Strengjakvartett Dmitris Sjostakovitsjar (1906-75) frá 1973. Óneitanlega virtist rúmlega tveggja alda bilið gífurlegt tíma- stökk. Engu að síður fór tónlist feðg- anna undarlega vel saman við djúp- skyggnan hugarheim sovézka meistarans, enda hófu tímalaus inn- taksgæði allra verka sig hátt yfir stíl og tízku. Auk þess gæti upphafs- sléttur barokktónn strengjaleikara Camerarcticu, er lifði talsvert eftir í Sjostakovitsj, haft sín brúandi áhrif. Alltjent féll hann furðusannfærandi að tónmáli 14. kvartettsins – vel að merkja með túlkun Borodin og Ru- bio kvartettanna í bakhöfði er hljóm- aði í samanburði nærri því yfirdrifið rómantísk. Kannski er það sem koma skal um seinni tíma kamm- erverk – þ.e.a.s. einlæg tjáning með aðeins sparbeittri brilljantínslikju stórvíbratós. Tríósónötur Bach-feðga voru fyrir samnefnda aðalkammergrein síð- barokks, þ.e. tvö einleikshljóðfæri (hér flautu og fiðlu) og fylgibassa sellós og sembals (basso continuo; landlægt heitið „fylgirödd“ er heldur misvísandi og hæfir betur svok. obbligato aukaröddum). Tríósónata þessa óhikað fremsta sonar Sebast- ians var mest á ljúfum nótum; áheyrilegasta verk og glimrandi spilað þó mann vantaði viðmiðun. Miðað við frjóa framsækni Em- anuels á síðari árum hefði verið gagn að tímasetningu í tónleikaskrá. Í fljótu bragði mátti gizka á kringum 1740. Netleit staðfesti síðar að H 568 væri samið 1731 en „endurskoðað 1747“ – s.s. meðan Emanuel var enn í Potsdam. Það var jafnframt árið þegar „gamli Bach“ heimsótti Friðrik mikla sem frægt er orðið og tileink- aði í kjölfarið upplýsta einvaldinum Tónafórn sína um stef Prússakon- ungs (hafi Emanuel ekki haft hönd í bagga eins og kvittir herma). Úr þeim bálki lék Camerarctica hina laun„galöntu“ Tríósónötu með ágæt- um tilþrifum, þó að taktpúlsinn væri stundum svolítið órólegur og annars fagurhljómandi tréflautan – ólíkt samhæfari fiðlunni en málmflauta Böhms – hefði í einu tilviki nærri komið inn á röngum stað. Hinn þríþætti 14. kvartett í Fís var upplifun af fágætari sortinni. Að vísu hefði krefjandi upphafsþátt- urinn, ígildi dulúðugs draugascher- zós, mátt skarta meiri hrynskerpu, en hinir tveir glóðu innanvert af ógleymanlega djúpum ljóðrænum trega. Dúnmjúkt demparadeyfður fínallinn var engu líkur og eft- irminnilegt hversu flytjendum tókst að skila angurværri aldarsýn rúss- neska snillingsins til áheyrenda með látlausri en því beinskeyttari inn- lifun. Innlifuð angurværð Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.