Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Eins og börn í sælgætisbúð Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þ eir fiska sem róa, sagði vís maður um árið. Sjaldan hefur það átt betur við en um sægarpana frá Kingston upon Hull. Frá fornu fari hafa þeir sótt sjóinn með góðum árangri enda þótt okkur mör- lendingum hafi á köflum þótt þeir heldur sókndjarf- ir á vorum miðum í þorskastríðunum. Þá var gott að eiga vírklippur. Nú skrýðast garpar þessir híal- íni í stað sjóstakka og leggja net sín fyrir laxa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Og það enga smálaxa, Arsenal, Tottenham Hotspur, West Ham United. Það er mokveiði. Hull City hefur ekki í annan tíma átt sæti í efstu deild í ensku knattspyrnunni. Fyrir fimm árum lék liðið í neðstu deild og aðeins eru tvö dæmi um að lið hafi flutt sig hraðar upp í þá efstu frá upphafi vega. Þegar gamla brýnið Dean Windass tryggði Hull sæti í úrvalsdeildinni á Wembley síðastliðið vor töluðu líka margir um að hann hefði gert liðinu bjarnargreiða. Aðra eins hræfuglafæðu hefðu menn ekki séð í hæstu hæðum – Derby County meðtalið. En hvað var a’tarna? Hull reykspólaði af stað í haust og er ennþá boð- flenna í einkasamkvæmi risanna eftir átta umferð- ir. Vermir þriðja sætið, sem gefur rétt til þátttöku í Meistaradeild Evrópu, og horfir niður á bæði Arsenal og Evrópumeistara Manchester United. Enginn nýliði hefur byrjað betur í efstu deild í fjórtán ár. Nottingham Forest hafði 20 stig eftir átta leiki 1994, þremur meira en Hull nú. Forest lauk keppni í þriðja sæti um vorið. Spekingar segja árangurinn helg- ast af útsjónarsemi Pauls Duffens stjórnarformanns og Phils Browns knattspyrnustjóra. Þeir séu engar mannleysur. Tvíeykið neitaði að leggjast niður og deyja í sumar heldur brá sér í innkaupaleiðangur. Sneri aftur þrettán leikmönnum ríkara. Ekki voru það þó æv- intýralegar upphæðir sem skiptu um hendur. Dýr- astur var Anthony Gardner sem kom fyrir metfé frá Tottenham, hálfa þriðju milljón punda. Er það ekki upphæðin sem Dimitar Berbatov ver í vindlinga í viku hverri? Það er þó annar nýliði sem stolið hefur senunni í haust, brasilíski miðvellingurinn Geovanni. Hann skráði nafn sitt í sögubækurnar strax í upphafi móts með fyrsta marki Hull í efstu deild og lagði um leið grunninn að fyrsta sigrinum, gegn Fulham. Í kjöl- farið komu fleygar gegn Arsenal og Tottenham í Norður-Lundúnum. Svo sá á möskvum. Hver segir að eldingu ljósti ekki niður tvisvar? Geovanni er 28 ára. Þótti á sínum tíma afbragð annarra ungmenna í Brasilíu, þar sem sparkundrin vaxa á trjánum. Af einhverjum ástæðum hefur hann samt ekki sprungið út ennþá, reyndi sig m.a. hjá Barcelona um árið og hjá Manchester City á liðinni leiktíð. Er hans tími loksins kominn? Annar nýliði sem Phil Brown bindur miklar vonir við í vetur er gabonski framherjinn Daniel Cousin sem kom frá Rangers. Hann opnaði markareikning sinn á Emirates-leikvanginum um daginn með vöru- merki sínu, glæsilegum skalla. Cousin er ætlað að leiða framlínuna enda margreyndur, 31 árs. Hann hefur gert 28 mörk í 37 landsleikjum fyrir Gabon. En það eru ekki eingöngu nýliðar sem draga vagninn hjá Hull í vetur. Leikmaður ársins í fyrra, miðvörðurinn Michael Turner, hefur bundið vörnina saman og þegar gert tvö mörk, þ. á m. sigurmarkið gegn West Ham um liðna helgi. Spratt upp eins og stálfjöður í teignum eftir hornspyrnu og hamraði knöttinn í netið með kollinum. Turner, sem er að verða 25 ára, er spáð björtum frama og frammistaða hans að undanförnu hefur að sumra dómi skilað honum inn að dyrum hjá Fabio Capello. Phil Brown sá heldur ekki ástæðu til að skipta um markvörð í sumar. Boaz Myhill, sem verður 26 ára í næsta mánuði, hefur nú varið heiður Hull City í öll- um deildum og hefur síður en svo virkað utangátta í úrvalsdeildinni. Hann er bandarískur ríkisborgari en hefur búið í Englandi frá eins árs aldri. Vegsauki hans hefur ekki farið framhjá sparkbændum vestra því í haust var Myhill í fyrsta skipti valinn í banda- ríska landsliðið. Gamall ÍR-ingur fer fyrir liðinu Annar leikmaður sem risið hefur úr öskustónni með Hull er miðvellingurinn og fyrirliðinn Ian Ash- bee, 32 ára, sem nú hefur farið fyrir liðinu í öllum deildum. Ashbee er vígamaður sem menn ýmist elska eða hata. Ekkert þar á milli. Hann hefur geng- ið gegnum súrt og sætt með stuðningsmönnum Hull en í dag er hann í guða tölu. Ashbee hefur komið víða við á ferlinum og er ÍR- ingum líklega kær því hann lék átta leiki með Breið- hyltingum sumarið 1996 og skoraði í þeim þrjú mörk. Tveir aðrir leikmenn hafa fylgt Hull gegnum allar deildir, Andy Dawson og Ryan France. Það vekur áhangendum liðsins aftur á móti ugg að þrír drjúgir leikmenn eru lánsmenn frá öðrum liðum, miðvörðurinn Kamil Zayatte (Young Boys), bakvörðurinn Paul McShane (Sunderland) og fram- herjinn Marlon King (Wigan). Hvað verður um þá? En það er seinni tíma mál. Stuðningsmenn Hull njóta lífsins í núinu. Þá dreymir vel og vilja ekki vakna. Lái þeim hver sem vill. Reuters Þeir fiska sem róa  Örspyrnirinn Hull City hefur tekið sér stöðu á milli stórveldanna í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili þar efra en sparkskýrendur bíða í ofvæni eftir því að blaðran springi Sleggja Geovanni hinn bras- ilíski býr sig undir að flengja knettinum í markvinkilinn hjá Tottenham. Andy Dawson og Kamil Zayatte standa þar hjá. Hörkutól Michael Turner er ekkert lamb að leika við eins og William Gallas, Arsenal, komst að. Phil Brown, hinn litríki knatt-spyrnustjóri Hull City, er að von- um gagntekinn af gleði vegna gengis liðsins til þessa. Því fer þó fjarri að hann sé fullsaddur. „Það ilmar kannski af óraunsæi að knatt- spyrnustjóri, sem er að þreyta frum- raun sína í efstu deild, biðji um meira þegar lið hans er rétt búið að leggja Arsenal og Tottenham. En svo er ekki. Við eigum meira inni,“ fullyrðir Brown sem valinn var knatt- spyrnustjóri septembermánaðar í úr- valsdeildinni. „Hugarfar leikmanna er frábært án bolta en við þurfum að bæta leik okkar þegar við erum með boltann.“ Ekki er þó þar með sagt að hann vilji að Hull-liðið sé „opið og æð- isgengið á að horfa“. „Það á að vera erfitt að spila gegn okkur. En ég hef verið að hvetja strákana til að færa sig upp á skaftið í sókninni. Ég er m.ö.o. ekki að biðja þá að leika eins og þeir hafa gert að undanförnu, ég er að biðja þá að leika enn betur.“ Brown telur eigi að síður brýnt aðleikmenn hans haldi sig við jörð- ina. „Menn leika knattspyrnu með bros á vör um þessar mundir. Við er- um fullir sjálfstrausts en samt ekki hrokafullir. Við munum gæta þess að ofmetnast ekki,“ segir hann. Brown veit líka að ekkert er sjálfgefið í úr- valsdeildinni, líkt og 5:0-skellur gegn Wigan á heimavelli í lok ágúst stað- festir. Það er eina tap Hull í deildinni en liðið laut líka í gras fyrir Swansea í deildabikarnum. Phil Brown er 49 ára að aldri. Hannlék sem bakvörður með ýmsum liðum í Englandi, lengst af Bolton Wanderers (1988-94). Hann var að- stoðarmaður Sams Allardyce hjá Blackpool og síðar Colins Todds hjá Bolton. Þegar Todd yfirgaf Bolton 1999 tók Brown tímabundið við lið- inu uns Allardyce var ráðinn knatt- spyrnustjóri og stýrði því til sigurs í fjórum leikjum af fimm. Hann var að- stoðarmaður Allardyce hjá Bolton í sex ár. Að þeim tíma loknum þótti Brown tímabært að stíga skrefið til fulls og spreyta sig sem knattspyrnustjóri. Ekki fórst honum þó fyrsta starfið vel úr hendi því Derby County lét hann róa eftir sjö mán- uði. Leið Browns láþá til Hull, fyrir réttum tveimur árum. Fyrst gegndi hann starfi þjálfara en var síðan ráðinn bráðabirgðastjóri ásamt Colin Murphy. Þá var liðið í 22. sæti í næstefstu deild. Brown var fljótur að snúa taflinu við og í janúar 2007 var hann vígður inn sem full- gildur knatt- spyrnustjóri. Það tók hann aðeins rúmt ár að stýra Hull upp í úr- valsdeildina og hefur hann lýst sigrinum á Bristol City í um- spilinu síðastliðið vor sem besta degi lífs síns. Þann dag hefur hann þegar topp- að í haust – nokkrum sinnum. SVIPMIKILL STJÓRI Einn sigldasti leikmaður Hull City er mið- vellingurinn George Boateng sem kom frá Middlesbrough í sumar. Hann segir menn hoppandi káta yfir genginu til þessa en enginn sé að tapa áttum. „Margir í liðinu eru annaðhvort að þreyta frumraun sína í efstu deild eða hafa ekki leikið þar um langt skeið. Fyrir vikið eru menn eins og börn í sælgætisbúð, gríðarlega spenntir en einbeittir. Grípi andvara- leysi um sig er aftur á móti úti um okkur. Enda þótt liðsheildin sé sterk erum við ekki með neinar stjörnur innanborðs. Hafi lið fimm til sex slíkar í sínum röðum fara þau að gera sér vonir við þessar aðstæður. Ekki við. Við erum Hull City!“ Dauðaraunsæi frá manni sem hefur marga fjöruna sopið í úrvalsdeildinni. Hann segir gengi liðsins þó ekki hafa komið sér í opna skjöldu. „Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi gert ráð fyrir þessari stöðu en ég hef mikla trú á þessu liði. Fólk virðist sannfært um að við höldum þetta ekki út. Það sjónarmið er farið að fara í taugarnar á mér. Við erum ekki að vinna neina heppn- issigra. Sigrarnir eru bein afleiðing mikillar vinnu, samstöðu og góðs undirbúnings fyrir leiki. Þetta er engin tilviljun. Ég kvarta hins vegar ekki, því það hvetur mig til dáða þeg- ar fólk heldur að eitthvað sé mér ofviða.“ Hressir Hull City hefur haft ríka ástæðu til að fagna í haust. Ástríðufullur Phil Brown í ham.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.