Morgunblaðið - 26.10.2008, Page 44
44 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
✝ Stefanía JónínaAðalsteins-
dóttir, áður Guð-
laug Ásmunds-
dóttir, var fædd í
Reykjavík 15.1.
1959. Hún lést á
Landspítala há-
skólasjúkrahúsi 19.
október sl.
Foreldrar hennar
eru Ásmundur
Matthíasson, f. 30.7.
1916 á Patreksfirði,
d. 21.5. 1994, og
Ragnhildur Péturs-
dóttir, f. 6.9. 1922 í Hjaltastaðar-
þinghá.
Systkini Stefaníu eru Haukur
Ásmundsson, f. 9.9. 1949, og
Steinunn Ásmundsdóttir, f. 1.3.
1966. Haukur er kvæntur Ástu
Huldu Markúsdóttur og eru börn
þeirra Markús Hörður og Ragn-
hildur. Sambýliskona Markúsar
Harðar er Bríet Guðrúnardóttir
og eiga þau dótturina Sölku Sól
og Bríet á Sigrúni Hönnu. Ragn-
hildur er gift Óla Rúnari Eyjólfs-
syni og þeirra börn eru Jasmín
Ásta og Eyjólfur Snær.
Steinunn er gift
Þorsteini Inga
Steinþórssyni og
heita börn þeirra
Freyja og Ragn-
heiður. Börn Stef-
aníu og Héðins
Ólafssonar frá Ísa-
firði eru Kolbrún
Dögg, f. 8.10. 1986,
búsett á Bíldudal og
Eva Dögg, f. 2.10.
1989, búsett á Akra-
nesi. Kolbrún Dögg
er gift Sigurmundi
Frey Karlssyni.
Börn þeirra eru Gabríel Þór, f.
22.6. 2003, Sigmundur Þór, f.
30.8. 2005, og Baltasar Óðinn, f.
16.9. 2007.
Dóttir Stefaníu og Jóhannesar
Vilhjálmssonar frá Keflavík er
Ástrós Sveina Jóhannesdóttir, f.
18.11. 1992, búsett á Akranesi.
Eftirlifandi eiginmaður Stef-
aníu er Loftur Sigdórsson. Guð-
laug breytti nafni sínu í Stefaníu
Jónínu Aðalsteinsdóttur fyrir
nokkrum árum.
Útför Stefaníu Jónínu fór fram
í kyrrþey.
Tregt er nú tungu að hræra þegar
mín kæra systir Guðlaug er öll. Lífs-
hlaup hennar var erfitt og kringum-
stæðurnar oft einkar harðneskjuleg-
ar. Margvísleg geðröskun olli því að
tilvera hennar fór snemma úr skorð-
um og eitt leiddi af öðru uns komið
var á ystu nöf erfiðra veikinda.
Dætur hennar þrjár, Kolbrún
Dögg, Eva Dögg og Ástrós Sveina,
voru lífsljósin hennar og á stundum
eina haldreipið þegar vonina þraut.
Hún var stolt af þeim alla tíð og móð-
urástin svall henni í brjósti gegnum
þykkt og þunnt.
Nú er hún systir mín farin í betri
stað og ég bið almættið að blessa för
hennar til ljóss og hvíldar. Ég sé
hana fyrir mér heilbrigða, fallega og
glaða, með spékoppana sína ómót-
stæðilegu og fiman fót, rétt eins og
þegar hún var stelpuskott í ranni for-
eldra okkar, sem elskuðu hana, en
skildu ekki veikindi hennar fremur
en svo margir aðrir. Megi hún hvíla í
Guðs friði.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Sjálfsmynd einstaklingsins er að
miklu leyti bundin nafni hans og það
er líklega stór ákvörðun fyrir flesta
að breyta nafni sínu en það gerði
bekkjarsystir mín Guðlaug Ás-
mundsdóttir sem fyrir nokkrum ár-
um tók upp nýtt nafn. Ég geri ráð
fyrir að það hafi verið tilraun hennar
til að eignast nýtt líf og nýja sjálfs-
mynd, því eins og þeir sem þekktu
hana vita var lífsferill hennar varð-
aður erfiðleikum á slíkan mæli-
kvarða að erfitt er að henda reiður á
því.
Ég var vinkona Gullu, eins og hún
var alltaf kölluð, í barnæsku og á
þroskaárum okkar. Hún bjó víða um
landið á fullorðinsárum sínum og
sambandið var stopult en hún minnti
á sig í sendibréfum og símtölum og
kom í heimsókn þegar færi gafst.
Gulla var óvenju bráðþroska líkam-
lega en seinfær andlega og þetta
tvennt, ásamt miskunnarlausu um-
hverfi, var kannski upphafið að
ógæfu hennar. Síðar brást allt sem
brugðist gat í harðneskjulegri tilver-
unni, ekki síst það kerfi sem við ger-
um þá kröfu til í dag að styðji við fólk
í erfiðleikum. Og að lokum brast
hjartað sem svo mikið hafði verið
lagt á, í öllum skilningi; banamein
hennar var hjartaáfall.
En það er ekki þetta sem ég vil
minnast þegar ég hugsa til Gullu. Ég
vil minnast hennar sem þess glaða
barns sem hún var. Ég vil muna
brosið sem kallaði fram djúpa spé-
koppana. Ég vil minnast þess hversu
músíkölsk hún var og ég sé hana fyr-
ir mér kornunga spila á gítar og
syngja, spila á munnhörpu. Ég vil
minnast þess þegar hún spilaði aftur
og aftur fyrir mig lagið fallega með
Dönu: All kinds of everything … Ég
vil minnast afmælisboða á virðulegu
heimili kjörforeldra hennar þar sem
drukkið var súkkulaði úr postulíns-
bollum og síðar kók úr glerflösku
með röri (og taldist til tíðinda). Ég vil
minnast aðdáunar hennar á litlu
systur sinni Steinunni sem ég öfund-
aði hana mikið af; sjálf átti ég bara
bræður. Steinunn reyndist henni
alltaf eins vel og mögulegt var og
Gulla var stolt af systur sinni. Og ég
vil minnast hversu fallega hún talaði
um dætur sínar þrjár; það var henn-
ar stærsta sorg að bera ekki gæfu til
að ala þær upp. Ég mun reyna að láta
slíkar minningar yfirskyggja óham-
ingju sem byrjaði of snemma og
varði of lengi. Megi hún hvíla í friði.
Soffía Auður Birgisdóttir.
Stefanía Jónína
Aðalsteinsdóttir
✝ Garðar BjörgvinEinarsson fædd-
ist á Seyðisfirði 29.
janúar 1929. Hann
lést á Landspítalan-
um í Reykjavík 25.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Einar Sigurðs-
son verslunarmaður
á Seyðisfirði, f. að
Hofi í Mjóafirði 28.
ágúst 1899, d. 4.
ágúst 1930, og Sig-
fríð Gróa Tómas-
dóttir, f. á Vestdals-
eyri við Seyðisfjörð 31. maí 1907,
d. 23. október 1995. Sigfríð móðir
Garðars var fædd og uppalin á
Seyðisfirði. Móðir hennar, Jó-
hanna Sigríður Eyjólfsdóttir, var
frá Löndum í Vestmannaeyjum og
faðir hennar, Tómas Guðmunds-
son sjómaður, var úr Eyrarsveit á
Snæfellsnesi. Ættmenn Garðars í
föðurætt eru að stórum hluta Mjó-
firðingar. Langalangafar hans og
ömmur voru Vilhjálmur Vil-
hjálmsson á Brekku og kona hans
Guðrún Konráðsdóttir og Einar
Halldórsson í Firði og kona hans
Anna Jónsdóttir. Árni Vilhjálms-
son langafi Garðars og kona hans
Þórunn Einarsdóttir bjuggu á
Hofi í Mjóafirði. Þau eignuðust sex
börn og var Anna amma Garðars
eitt þeirra. Öll systkinin spiluðu á
Fósturfaðir Garðars, Sigurður
Baldvinsson, var póstmeistari hér
í bænum og var því nærtækt að
Garðar færi að vinna á pósthús-
inu. Hann var lengst af deildar-
stjóri í ávísanadeild og síðar úti-
bússtjóri á aðalútibúinu í Pósthús-
stræti.
Eiginkona Garðars er Margrét
Guðmundsdóttir, fyrrv. banka-
starfsmaður, f. 30. nóvember
1930. Foreldrar Margrétar eru
Guðmundur Hannesson oddviti og
íshússtjóri í Keflavík, fæddur á
Bjólu í Holtum og kona hans Guð-
rún Sveinsdóttir fædd á Staðar-
felli í Dölum. Garðar og Margrét
giftu sig árið 1951 og eiga einn
son Sigurð Bjólu Garðarsson tón-
listarmann, f. 13. október 1952.
Margrét á dóttur úr fyrra sam-
bandi, Guðrúnu Rut Viðarsdóttur,
f. 29. október 1950. Guðrún Rut á
fimm börn og sex barnabörn. Mjög
kært var á milli Garðars og þeirra.
Garðar hafði mikið yndi af lestri
góðra bóka og var vel minnugur
og fróður. Þau hjónin áttu gamalt
hús á Stokkseyri og þar undi hann
sér vel við smíðar og ræktun.
Garðar var selskapsmaður og
naut sín hvergi betur en í góðra
vina hópi. Hann hafði yndi af tón-
list og þá sérstaklega fallegum
söng.
Útför Garðars var gerð frá
Skálholtskirkju 6. október.
hljóðfæri og voru
söngelsk mjög. Faðir
Einars var Sigurður
Þorsteinsson, f. á
Hálsi í Kjós 14. mars
1870. Anna og Sig-
urður bjuggu á
Krossstekk í Mjóa-
firði og síðar á Seyð-
isfirði. Einar átti
eina systur Oktavíu
sem mikið átti eftir
að koma við sögu í
lífi Garðars, f. 3.
október 1904. Einar
faðir Garðars veikt-
ist árið sem hann fæddist og dó ári
síðar. Hann hafði beðið systur sína
Oktavíu og mann hennar Sigurð
Baldvinsson póstmeistara á Seyð-
isfirði að annast drenginn og
gengu þau honum í foreldra stað.
Sigfríð fluttist nokkru síðar til
þeirra hjóna. Árið 1935 eignaðist
Sigfríð annan son sem er Einar
Sigurður Ingvarsson, fyrrv. deild-
arstjóri hjá Flugleiðum. Eigin-
kona hans er Kirsten Friðriks-
dóttir kennari, f. 1942. Dóttir
þeirra er Sigrún, f. 1973. Sonur
Kirstenar og fóstursonur Sigurð-
ar er Örn Valdimarsson, f. 1968.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur
árið 1930 og ólst Garðar því upp í
Reykjavík.
Garðar var gagnfræðingur og
tók próf í flugumferðarstjórn.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum þig, elsku Gæi afi.
Margs er að minnast á svona
stundu. Ofarlega í okkar huga er þitt
góða skap og mikli húmor sem ein-
kenndi þig fram á síðustu stundu.
Mikið var um skemmtilegar og lífleg-
ar umræður og skipti þá ekki máli
hvert umræðuefnið var. Þið amma
áttuð ykkar annað heimili á Stokks-
eyri, og þar tókuð þið alltaf vel á móti
okkur barnabörnunum. Þar fórum
við í fjöruna, veiddum þorskaseiði og
krabba, tíndum skeljar og kuðunga
og fylgdumst með flóði og fjöru. Þú
varst duglegur að fræða okkur um
dýralífið í fjörunni. Okkur er sérstak-
lega minnistætt þegar kom að
„krabbakennslu“, en þá léstu krabba
bíta í puttann á þér til að sýna okkur
að hann væri ekki svo hættulegur. Á
Stokkseyri kenndir þú okkur líka að
veiða og að smíða. Þegar kvölda tók
áttum við notalega kvöld stund sam-
an þar sem þú last sögur um draug-
inn Stokkseyrar-Móra og við hlust-
uðum á þig með miklum áhuga.
Síðastliðin ár hafði heilsu þinni hrak-
að og þá sérstaklega nú í sumar. Þú
barðist hetjulega við erfiðan sjúk-
dóm, kvartaðir ekki, nema undan
bragðlausum mat á spítalanum. Það
var því gaman að geta komið til þín
með góða heimatilbúna súpu og ekki
leyndi sér þakklætið og ánægjan, því
þú varst ávallt mikið fyrir góðan mat.
Síðustu dagana hafðir þú náð miklum
bata og var verið að undirbúa útskrift
af spítalanum og gladdi það okkur
mjög. Það var því mikið áfall fyrir
okkur þegar við fengu þær fréttir að
heilsu þinni hafði hrakað skyndilega
og að þú værir að kveðja þennan
heim. Elsku Gæi afi, það er með mikl-
um söknuði sem við og barnabarna-
börnin kveðjum þig og um leið þökk-
um fyrir allar ánægjulegu
stundirnar. Blessuð sé minning þín.
Elsku amma og Siggi frændi: Megi
Guð styrkja ykkur í gegnum þessa
erfiðu tíma.
Björn Ingi, Elísa, Þórður,
Halla Ruth og Silja Björg
Garðar Einarsson frændi minn
stendur við varnargarðinn á Stokks-
eyri og horfir niður í sendna fjöruna
og út á sjóinn. Hann er klæddur í ljós-
ar buxur og köflótta skyrtu. Ég kem
hlaupandi á harðaspretti í fjörunni
með hjartað í buxunum og öndina í
hálsinum. Ég stekk upp varnargarð-
inn og hjartað hamast. Garðar tekur
brosandi á móti mér og spyr hvað
gangi eiginlega á. Hann hlær innilega
þegar ég segi honum frá skrímslinu
sem ég hafi veitt. Það var raunveru-
leg ófreskja úr iðrum hafsins og hún
horfði beint í augun á mér. Garðar
stingur upp á að ég láti marhnúta-
veiðar eiga sig í framtíðinni og hvetur
mig þess í stað til að leita að sílum í
litlu pollunum í fjörunni. Ég fer að
hans ráðum.
Tuttugu og fimm árum síðar stönd-
um við enn við varnargarðinn. Grýtt-
ur steingarðurinn sem liggur niður í
fjöruna gerir Garðari ókleift að ganga
niður að sjónum. Hann lætur sér
nægja að standa við varnargarðinn
með vind í hárinu. Nú eru það dætur
mínar tvær sem hoppa um í fjörunni
og leita að sílum í pollunum. „Farið
þið varlega stelpur mínar,“ segir
Garðar og þær taka hann á orðinu.
Garðar var hlýr og skemmtilegur
frændi. Hann var alltaf opinn fyrir
uppástungum og uppátækjum og
þegar hann hló þá hló hann einhvern
veginn með öllum líkamanum – og þá
minnti hann mig á mömmu sína sem
var amma mín. Fyrstu árin mín flétt-
aðist líf okkar saman með ýmsum
hætti þar sem við bjuggum í sama
húsi. Við mamma, pabbi og Örn á efri
hæðinni og Garðar, Gréta og Siggi á
þeirri neðri. Beint á móti bjuggu
ömmurnar tvær, Sigfríð amma mín
og Oktavía sem var uppeldismóðir
Garðars. Barnið sem vaggaði á stutt-
um fótum frá einu heimili inn á annað
naut þess að eiga góða að og þáði
bæði sögur og súkkulaðimola á neðri
hæðinni þegar svo bar undir. Fæt-
urnir voru þó ansi stuttir á þessum
árum og minningarnar brotakenndar
eftir því. Eftir því sem árin liðu urðu
samverustundirnar færri en minn-
ingarnar að sama skapi sterkari.
Stundirnar sem ég átti hjá þeim
Garðari og Grétu á Stokkseyri settu
sterkan svip á æsku mína. Nærvera
þeirra beggja, andrúmsloftið á heim-
ilinu, sjávarlyktin og ómurinn af
briminu í fjörunni hafa skapað dýr-
mætar minningar. Minningarnar
verða alltaf hluti af mér og ég mun
koma þeim áfram til dætra minna
tveggja sem einnig muna eftir bros-
inu í augunum og hlýjunni í orðunum
hans Garðars.
Ég mun sakna Garðars þegar ég
stend við varnargarðinn og hlusta á
brimið með vind í hárinu og sjávar-
lykt í líkamanum. Blámi hafsins virð-
ist endalaus og dýpið takmarkalaust.
Einhvers staðar við endamörkin veit
ég að amma mín mun taka hlýlega á
móti eldri syni sínum. Þau eru nú
bæði horfin burt úr lífi okkar en lifa
áfram í minningum okkar og orðum.
Elsku Gréta og elsku Siggi, missir
ykkar er mikill og orðin fátækleg. Við
Björn, Snædís og Matthildur vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og óskum
þess að hlýjar minningar og nærvera
fjölskyldunnar auðveldi ykkur að tak-
ast á við sorgina.
Sigrún Sigurðardóttir.
Ég minnist Garðars Einarssonar
eða „Gæja“ sem var hans nafn hjá
mér.
Þær stundir sem við áttum saman
voru mest á mínum yngri árum fram
að þeim tíma er ég fluttist til Banda-
ríkjanna.
Það var svo notalegt að vera í ná-
vist Gæja. Hann hafði þann eiginleika
að nærvera hans var alltaf róleg, góð
og einkenndist af léttlyndi. Ég minn-
ist hans alltaf í góðu skapi, brosandi
og það breyttist aldrei sama á hverju
gekk í návist hans. Stokkseyrarferðir
voru því oft margar og skemmtilegar,
fjörugöngur og útilegur. Gæi kenndi
mér að komast út úr önnum hvers-
dagsleikans og að njóta kyrrðar og
náttúru. Stundir til að sitja saman yf-
ir kaffibolla/kókglasi og bara njóta
þess að vera til.
Með söknuði og kveðju,
Sigrún C. Barker.
Ég hitti Garðar, eða Gæja eins og
hann var alltaf kallaður, síðast nokkr-
um dögum áður en hann lést. Þá var
hann mjög jákvæður miðað við að-
stæður og var það honum líkt.
Mínar fyrstu minningar um Gæja
eru þegar ég og systir mín vorum
smákrakkar og verið var að baða okk-
ur í stóra vaskinum í þvottahúsinu í
Safamýri, þar sem Garðar og Greta
áttu heima. Það sem sterkast er í
minningunni er hin létta og hlátur-
milda lund Garðars sem gerði þessar
samverustundir svo þægilegar. Garð-
ar gerði oft að gamni sínu með því að
taka undir óperurnar sem verið var
að spila í Ríkisútvarpinu. Hann gerði
þetta af innlifun og í góðlátlegu gríni
sem ekki er hægt að gleyma. Það er
söknuður að manni með svona þægi-
lega skapgerð. Við systkinin vorum af
og til á Stokkseyri með þeim hjónum
Garðari og Grétu og eru það ævintýr-
anlegar minningar. Húsið var alveg
við sjóinn og var þar nóg að gera við
að veiða síli og krabba. Þarna áttum
við margar góðar stundir og var
Garðar góður sögumaður og spenn-
andi að heyra um atriði úr íslensku
þjóðsögunum. Garðar var vel gefinn,
minnugur og fróður um ýmsa hluti.
Aldrei man ég eftir einhverju veseni
hjá Garðari heldur var lífið leikur og
skemmtilegt og það smitaði í kring-
um sig.
Þegar við Garðar sáumst síðast
skildum við í góðri vináttu og ég kveð
hann með eftirfarandi blessunarorð-
um úr ritningunni.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig!
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé
þér náðugur!
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og
gefi þér sinn frið!
(4. Mós. 6;24-26)
Skúli Barker.
Garðar Björgvin Einarsson
Elsku pabbi.
Ég þakka þér fyrir alla
dagana sem við áttum sam-
an, hljóðir og óminnishegr-
inn flögrar.
Ég þakka fyrir ástina sem
á svo erfitt uppdráttar í
brjóstinu.
Vegurinn liggur krókóttur og
faðmlagið og væntumþykjan
benda fram og lengra.
Engin orð engin teikn ekkert.
Allt er hljótt og við bíðum
og deyjum
alein.
Sigurður.
HINSTA KVEÐJA