Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 53
Menning 53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Útgáfufyrirtæki óskar eftir sameiningu. • Fyrirtæki í matvælaframleiðslu óskar eftir sameiningu. • Heildverslun með auglýsinga- og gjafavörur óskar eftir sameiningu. • Innflutningsfyrirtæki með bílavarahluti óskar eftir sameiningu. • Iðnfyrirtæki með innréttingar óskar eftir sameiningu. • Heildverslun með álprófíla óskar eftir sameiningu. • Þekkt bílasala á besta stað. Ársvelta 65 mkr. • Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr. • Meðalstór prentsmiðja óskar eftir sameiningu við traust fyrirtæki með hagræðingu í huga. Ársvelta 170 mkr. EBITDA 30 mkr. • Þekkt, lítið hellulagninga- og jarðvinnufyrirtæki með 6 ára góða rekstrarsögu. Ársvelta 50 mkr. Tilvalið til sameiningar eða fyrir duglegan mann sem vill fara í eigin rekstur. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði. • Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr. YOGA YOGA YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 29. október kl. 14 - FORSÝNING 30. október kl. 20 - UPPSELT 1. nóvember kl. 15 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar! Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is LJÓSMYNDIR af sjötta gjörningi Weird Girls-hópsins eru nú komnar á netið en myndband sem tekið var upp á staðnum við lag Emilíönu Torrini verður að öllum líkindum tilbúið í næstu viku. Það voru rúm- lega 30 manns er söfnuðust saman í Laugaskarði, sundlaug Hvera- gerðis, í byrjun október til þess að vinna að gjörningnum. Þar af voru 16 stúlkur, ljósmyndarar, ljósafólk, breska leikstýran Ali Taylor og Kitty Von-Sometime sem er bæði forystusauður og skipuleggjandi. Hún segir gjörninginn vera undir áhrifum frá Busby Berekley sem var þekktur leikstjóri á fjórða ára- tug síðustu aldar. „Ég hef dýrkað hann frá því að ég var lítil stúlka,“ segir Kitty. „Ég horfði alltaf á geðsjúkar svart- hvítar myndir eftir hann á sunnu- dögum með afa mínum. Ég vildi óska að ég gæti gert svipaða hluti og hann en ég á langt í land eins og er.“ Rétt yfir frostmark Gjörningarnir eru unnir þannig að stúlkurnar sem taka þátt hafa aldrei hugmynd um hvert verkefni dagsins er. „Þær voru nánast óþol- andi á leiðinni út úr bænum. Áður en við lögðum af stað hélt ég fyrir- lestur yfir þeim þar sem ég sagði þeim að losa eins mikla spennu og þær gætu úr kerfinu til þess að geta verið rólegar þegar tökur hæfust. Þó það sé sól á myndunum var hit- inn bara rétt yfir frostmark og snjór út um allt. Við frestuðum því þess vegna að þær færu út í vatnið eins lengi og við gátum, því við vild- um ekki að neinn endaði á spítala. Í lauginni gerðum við þó nokkrar æfðar hreyfingar, þó svo að ég vilji varla kalla það dans. Ég bjóst ekki við því að þær gætu synt í þessum búningum, en svo komumst við að því að það var alveg hægt. Þá byrj- uðu stelpurnar að hoppa af stökk- brettunum og láta öllum illum lát- um.“ Eðlilegar stelpur sjaldgæfar Upptökur tóku heilan dag og ver- ið er að klippa myndbandið í Lond- on við lagið „I’ve Heard it All Be- fore“ af nýjustu plötu Emilíönu. Ef vel tekst til ætlar útgáfufélag Emil- íönu að nýta það sem opinbert myndband næstu smáskífu. „Þau eru öll spennt fyrir því, en það verður ekki ákveðið fyrr en þau sjá kláraða myndbandið. Þeir voru hrifnir af þeirri staðreynd að stelp- urnar eru eðlilegar í laginu. Það er mjög sjaldgæft í myndböndum í dag,“ segir Kitty sem er byrjuð að undirbúa næsta gjörning. Hafmeyjur í einn dag  Sjötti gjörningur Weird Girls var framkvæmdur í Laugaskarði  Endar mögulega sem myndband fyrir næstu smáskífu Emilíönu Weird Girls Undir áhrifum frá leikstjóranum Busby Berekley. Ljósmyndir/Hörður Ellert Ólafsson Hafmeyjur Búningarnir eru úr spandex og perlurnar ekta. Vel hægt var að synda í búningunum þó skrítnir væru. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.