Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 10
10 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Vinstrihreyfingin – grænt framboðhefur boðað þingsályktun-
artillögu um að fella niður fyrirhug-
aða loftrýmisgæzlu Breta við Ísland
í desember næstkomandi.
VG er að reyna
að notfæra sér
óvinsældir
brezkra stjórn-
valda hér á landi
til að eyðileggja
loftrýmisgæzl-
una. Enda vill
flokkurinn
„hætta öllum slík-
um æfingum“.
Þetta kemur
ekki á óvart. VG
og forverar þess flokks hafa alltaf
verið á móti því að reynt væri að
tryggja öryggi og varnir Íslands.
Það kemur meira á óvart að ráð-
herra í ríkisstjórninni, Össur Skarp-
héðinsson, taki undir þennan mál-
flutning.
Hann sagði í fréttum Stöðvar 2fyrir rúmri viku: „Við teljum að
á þessari stundu sé ekki þörf á því að
Bretar komi okkur til varnar. Sam-
skipti ríkjanna hafa þróazt með
þeim hætti að ég held að það myndi
misbjóða þjóðarstolti Íslendinga, ef
ofan í það sem gerzt hefur, kæmu
Bretar hingað til að verja okkur.“
Rök íslenzkra stjórnvalda fyrir þvíað koma á loftrýmisgæzlunni á
sínum tíma voru ekki aðeins þau að
það þyrfti að verja Ísland. Þau voru
líka að það væru sameiginlegir
hagsmunir NATO-ríkjanna að stórt
svæði á Norður-Atlantshafinu væri
ekki án alls eftirlits. Á þetta féllust
önnur NATO-ríki. Loftrýmisgæzlan
er sameiginlegt verkefni Atlants-
hafsbandalagsins.
Það er hvorki hagsmunum Íslandsné NATO í hag að koma loft-
rýmisgæzlunni í uppnám. Við eigum
að fást við Breta eins og siðaðir
menn, með samningum og ef þörf
krefur fyrir dómstólum, en ekki með
stóryrtum yfirlýsingum. Og alls ekki
blanda öryggi á Norður-Atlantshaf-
inu inn í núverandi deilu.
Össur
Skarphéðinsson
Höldum kúlinu, Össur
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
!
!
!
!
!
" #
$ #
%
&
&'
*$:;<
! "
#
$ %
& $
!
=
3'45>4
>*?5@ AB
*C./B?5@ AB
,5D0C).B
(
(
(
(
(
*!
$$
: *!
) * +#
*#
"
&#
,&
?2
?! ?2
?! ?2
) "#+ -
%
./ &'
< !-
'
!( " % $
& $ ) *$ 6
2
+
'
)'
!* !,
,! " "
!*
$
-
! $
%
,$
%$
:
'
.
,$
)'
/ % "
-
$ 0
01 &22

&
&-
%
4
5
Kaupþing, eða 51% í þeim banka, eins og
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, lagði til að stefnt
yrði að?
Hafa forsvarsmenn lífeyrissjóðanna,
sem bera ábyrgð á því að ávaxta okkar
pund eftir bestu getu, svo okkar sem eig-
um sjóðina bíði nú sem bjartast ævikvöld,
sýnt í verki að þeir eigi það traust skilið
að þeim verði trúað fyrir því að eiga og
reka í okkar nafni stærsta banka lands-
ins?
Ég held ekki. Til að byrja með held ég
að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, fram-
kvæmdastjórar og stjórnarformenn þurfi að gera
mjög nákvæma grein fyrir því hver þeirra þáttur
hefur verið í fjármögnun bankanna. Hverjir
þeirra hafa þegið boðsferðir á vegum banka og
fjárfestingarfélaga? Hverjir þeirra hafa farið í
lúxusboðsferðir, segjum safaríveiðiferðir til Afr-
íku, exótískar veiðiferðir til Suður-Ameríku, ótrú-
legar lúxusskíðaferðir, veiðiferðir hér innanlands
og aðrar lúxusferðir?
Er það ekki staðreynd að ákveðnir forsvars-
menn og stjórnarmenn lífeyrissjóða hafa feng-
ið glýju í augun við tilhugsunina um að fá,
þótt aðeins væri um skamma hríð, að taka
þátt í lífi einkaþotuliðsins, sem er að vísu í
dag að stórum hluta fyrrverandi
einkaþotulið?
Hefur það að þiggja boðsferðir,
þar sem hægt er að baða sig upp
úr kampavíni og úða í sig
styrjuhrognum, ekki haft
nein áhrif á fjárfesting-
arstefnu lífeyrissjóð-
anna?
Þessu þurfa for-
svarsmenn lífeyr-
issjóðanna að svara
áður en þeir fara
fram á það að við, eig-
endur lífeyrissjóð-
anna, svo mikið sem
hugleiðum að treysta
þeim fyrir meiri fjár-
ráðum en þeir þegar
hafa. Ítrekað hefur verið
reynt að fá þessa menn til
að svara slíkum spurningum, án árang-
urs enn sem komið er.
ÞAÐ verður að segja Jóni Sigurðs-
syni, formanni stjórnar Fjármálaeft-
irlitsins, til hróss, að hann sló út af
borðinu hugmyndir forsvarsmanna
nokkurra lífeyrissjóða um að þeir
fengju að kaupa meirihlutann í Kaup-
þingi, bara sisvona.
Blessunarlega hafði Jón vit fyrir
bankaráðherranum og augljóslega er
ekki vanþörf á því að spakir menn
hafi sem oftast vit fyrir honum.
Eða hvað finnst mönnum um það
að ráðherra bankamála virðist með
orðum sínum og æði í fjölmiðlum þeg-
ar vera farinn að ganga út frá því sem gefnu að
fyrrum eigendur og stjórnendur viðskiptabank-
anna þriggja séu bara ótíndir glæpamenn sem
hann ætlar að hirða allar eignir af?! Hefur ráð-
herrann enga dómgreind?
Ef hann hefur hana, hvers vegna notar hann
hana ekki?
Það væri vitaskuld algjörlega út í hött af stjórn-
völdum að fara á þessu stigi að selja frá sér meiri-
hlutann í stærstu eigninni sem nýlega hefur verið
þjóðnýtt.
Bara hugleiðing í þá veru er fáránleg.
Hvers vegna ættu lífeyrissjóðirnir að njóta for-
gangs, þegar og ef að því kemur að hinar þjóð-
nýttu eignir verða einkavæddar á ný? Hvað með
jafnræðisregluna? Hvað með okkur hin?
Kannski rekur einhverja lesendur minni til þess
að ég skrifaði viðhorfspistil hér í Morgunblaðið í
apríl 2005 undir fyrirsögninni „Halló! Halló!
Vaknið Íslendingar!“
Í þessum pistli gagnrýndi ég nokkuð harkalega
hvernig ríkisstjórnin og Alþingi stóðu að einka-
væðingu bankanna á sínum tíma, því mér sýndist
sem klúður væri í uppsiglingu hvað varðaði und-
irbúning að einkavæðingu Símans. Þessi litli pist-
ill minn vakti slík viðbrögð almennings á Íslandi,
að örfáum dögum síðar var ég komin í frí frá
Mogganum mínum kæra til þess að leiða fjölda-
hreyfingu almennings ásamt félaga mínum Orra
Vigfússyni og við stofnuðum Almenning ehf. sem
reyndi í félagi við aðra fjárfesta að fá að kaupa
Símann.
Ekki veit ég hversu oft við Orri höfum prísað
okkur sæl að hafa ekki fengið að kaupa, en það er
önnur saga!
Hvers vegna ættum við, sem eigum lífeyrissjóð-
ina, að vera því fylgjandi að sjóðirnir okkar kaupi
Agnes segir …
Ég verð að berjast við af-
borganir af íbúðarláninu
þennan mánuðinn. Það
sjást engar einkaþotur á
flugvellinum og engir
milljarðamæringar eru
sjáanlegir.
Katrín Sigmundsdóttir þegar blaða-
maður The Daily Telegraph hitti hana á
Laugaveginum.
Ísland verður ekki selt á bruna-
útsölu.
Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra, á fundi Samfylking-
arinnar.
Bindum nú enda á þennan
skrípaleik.
Bandaríski sagnfræðingurinn Paul Ken-
nedy, í grein í The Wall Street Journal, þar
sem hann segir ekki viðeigandi að ríki í ör-
yggisráðinu geti greitt atkvæði um hern-
aðaraðgerðir án þess að það geti stutt slíka
aðgerð með eigin hermönnum.
Ríkisstjórn Íslands og seðlabanki eru
engu hæfari sem stjórnendur nútíma-
hagkerfis en þau væru sem stjarnvís-
indamenn.
Robert Z. Aliber, prófessor emeritus við há-
skólann í Chicago, í grein í Morgunblaðinu
um stöðu efnahagsmála á Íslandi.
Ég held að Guð geti ekki verið hlutur á
himnum er gengur undir karlmanns-
nöfnum.
Daphne Hampson, breskur guðfræðingur
og trúarheimspekingur, sem yfirgaf bresku
þjóðkirkjuna eftir að hún neitaði að vígja
hana og aðrar konur til prests.
Það hefur sem betur fer ekki orðið neitt
gengisfall á íslenskum bókmenntum.
Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri, á
bókamessunni í Frankfurt.
Ég ræði þetta ekki. Umræðuefnið er ekki
þess virði. Hvers vegna? Vegna þess að
þetta er ekki svona? Ég á vini sem eru
svartir, sígaunar og Japanir, þeirra á
meðal einn sem vinnur við það að greina
kyn alifugla.
Luis Aragonés, knattspyrnustjóri Fener-
bahçe, þegar hann var spurður hvort hann
hygðist biðja Thierry Henry, framherja
Barcelona, afsökunar á niðrandi ummælum
um litarhátt hans fyrir nokkrum árum.
Nú fer ég fram á það að fá að vera
„memm“ sem Nýja Guðbjörg og fá allar
mínar skuldir settar á 0,-.
Guðbjörg eða Nýja Guðbjörg í bréfi til Vel-
vakanda.
’
Spá Þýska fréttatímaritið Der
Spiegel segir þægindin á enda.
Ummæli
Þorgeir Eyjólfsson
Hafði vit fyrir ráðherra
Spakur Jón Sigurðsson,
formaður Fjármálaeft-
irlitsins hafði, góðu heilli,
vit fyrir bankamálaráð-
herranum, Björgvin G.
Sigurðssyni, og sló út af
borðinu hugmyndir um
sölu á meirihluta nýlega
þjóðnýtts Kaupþings til líf-
eyrissjóðanna.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR