Morgunblaðið - 26.10.2008, Page 34

Morgunblaðið - 26.10.2008, Page 34
34 Norrænt samstarf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 og stjórnun hafsvæðanna; við deilum sömu viðhorfum, þó að skoðanir séu skiptar um eitt og annað, og við leys- um það með diplómatískum hætti.“ – Annað gildir um átökin í Georgíu. „Það veldur mér áhyggjum að við lifum á tímum, þar sem evrópsk ríki ákveða að nota vopn til að leysa ágreining um landsvæði. Ábyrgðin er mikil, bæði Georgíu og Rússa, sem gengu of langt í að nota herstyrk sinn, og sýndu með því virðingarleysi.“ – Hver er þín afstaða til aðildar Georgíu að NATO? „Ég held að það sé ekki tímabær spurning. Nú ræðum við innan NATO hvernig á að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin, en ég held að aðild sé ekki tímabær.“ – Eftir brotthvarf varnarliðsins frá Íslandi hófu Norðmenn og Íslend- ingar víðtækt samstarf um öryggi, eftirlit og varnir. Hvernig sérðu fyrir þér að það eigi eftir að þróast? „Við höfum jákvæða og hvetjandi reynslu af því. Þar hefur skapast vett- vangur fyrir meiri og dýpri samræður um öryggismál og tækifæri til að stunda æfingar. Það styrkir sam- starfið að Danir taka þátt í því, auk Breta, Frakka og Spánverja. Það sýn- ir vilja til að vinna að því með Íslend- ingum að finna nýjar lausnir á vanda- málum sem upp koma. Brotthvarfi bandaríska hersins fylgdi óvissa – og þetta var svar við því.“ – Hvað stendur til að ræða í heim- sókn þinni til Íslands að viku liðinni? „Þetta er reglubundin heimsókn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ekki aðeins í systurflokki, heldur góður vinur, og við eigum náið samstarf um evrópsk málefni, en einnig á víðari grunni, svo sem í Mið-Austurlöndum. Við unnum stíft að kjöri Íslands í ör- yggisráðið, en því miður gekk það ekki eftir. Nú er komið að mér að heimsækja Ísland, þar sem við mun- um einbeita okkar að samskiptum ríkjanna, stjórnmálum, menningar- málum og viðskiptum.“ – Kosningarnar til öryggisráðsins fóru ekki vel … „Það voru mikil vonbrigði. Ísland hafði unnið vel að undirbúningnum, sem fulltrúi Norðurlanda, og það er slæmt að það hafi ekki gengið eftir. Tyrkland og Austurríki voru verðugir keppinautar og sú athygli sem efna- hagskreppan á Íslandi vakti síðustu þrjár vikur flækti málin verulega. En nú horfum við fram á við og vinnum saman að því að eitt af Norðurlönd- „Það er forgangsmál í utanrík- isstefnu Noregs að huga að nær- umhverfinu, enda tekur það stöð- ugum breytingum. Fyrst má nefna gróðurhúsaáhrif, í öðru lagi nýtingu náttúrulegra auðlinda, svo sem fisks og olíu, í þriðja lagi hlutverk Rúss- lands, sem skilgreinir hagsmuni sína með skýrari hætti en áður, og í fjórða lagi flutningaleiðir, en því fylgir að gæta þarf öryggis á hafsvæðunum. Ég sæki einmitt ráðstefnu um það á Íslandi 29. janúar, sem er gott dæmi um það sem Noregur og Ísland hafa fram að færa í NATO. Allt eru þetta mikilvæg viðfangs- efni, hvert út af fyrir sig, en saman eru þetta áskoranir og tækifæri heillar kynslóðar. Það þarf að líta til framtíðar, greina þær krefjandi að- stæður sem blasa við Íslandi og Nor- egi og takast á við þær af festu og ábyrgð. Samvinna við Ísland er mik- ilvæg Noregi, því þjóðirnar nálgast viðfangsefnin úr sömu átt, þar sem grundvöllurinn er sjálfbær nýting auðlinda og stjórnun þeirra, sem er ekki átakamiðuð. Það er önnur ástæða fyrir Norðmenn til að greiða fyrir því að Ísland komist aftur á rétt- an kjöl með skjótum hætti.“ Ísland er Ísland – Þjóðirnar hafa tekist á í gegnum tíðina, svo sem út af Smugunni, eru öll vandamál úr sögunni? „Ég sé aðeins tækifæri. Helstu við- fangsefni eru fiskveiðar, flutningar norræna ráðherraráðsins á þriðjudag og heimsókn mína til Íslands eftir tíu daga.“ Noregur reiðubúinn – Hver er þín skoðun á viðræðum Íslendinga við Rússa um mögulegt lán þaðan? „Ísland verður að vera ábyrgt fyrir eigin ákvörðunum. Eins og málið horfir við mér, þá er Noregur reiðubúinn að leggja sitt af mörkum í víðtækri alþjóðlegri aðstoð við Ís- lendinga.“ – Áttu þá við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn? „Enn er það ákvörðun sem er und- ir íslenskum stjórnvöldum komin, en ég kýs að orða það þannig að ákjós- anlegt sé að íslenskt efnahagslíf fái víðtæka alþjóðlega aðstoð. Ég vona að það verði íslenska leiðin og efast ekki um að hvaða leið sem verður fyr- ir valinu, þá muni það ekki breyta stöðu Íslands sem bandamanns í NATO, norræns nágranna og sam- starfsfélaga við Norður-Atlantshafið – í samstarfi sem lýtur að því að við- halda stöðugleika og ábyrgum stjórn- arháttum. Viðræður við Rússland um lán tengjast stöðu Íslands og ábyrgð á þessu svæði, en ég geri ráð fyrir að Íslendingar séu meðvitaðir um hvernig þeir muni áfram viðhalda ábyrgri afstöðu.“ – Er aðstoð Norðmanna háð aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og mögulega samningum við Breta, sem virðast vilja stilla íslendingum upp við vegg út af Icesave? „Ég er mjög varkár þegar kemur að því að ræða mögulega aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er stór ákvörðun og ég virði rétt Íslend- inga til að taka slíkar viðræður alvar- lega. Noregur mun ekki flækja málið hvað skilyrði varðar, en ég held að víðtækur alþjóðlegur stuðningur sé best til þess fallinn að kalla fram stöð- ugleika.“ – „Hánorður“ eða „High North“ hefur verið hornsteinn í stefnu þinni sem utanríkisráðherra. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Þ etta eru alvarleg tíðindi sem berast frá Íslandi, og þegar eitthvað hend- ir bróður manns, þá snertir það mann sjálf- an,“ segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í samtali sem fer fram í norska utan- ríkisráðuneytinu í Ósló í lok vikunnar. Fyrr um daginn flutti hann ræðu um efstu mál á baugi Evrópusambands- ins og EES á norska stórþinginu, en slíka ræðu flytur hann tvisvar á ári, og það sýnir vel forgangsröðina að hann byrjaði á því að ræða efnahags- vanda Íslendinga. „Við höfum átt náið samband við íslenska kollega okkar, ég talaði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í New York, og við ræðum reglulega saman í síma,“ segir hann og bætir raunar við brosandi að þau sendi hvort öðru SMS. „Forsætisráðherrar landanna og fjármálaráðherrar hafa einnig verið í sambandi. Það liggur fyrir að Noregur vill aðstoða Íslend- inga, og sú aðstoð kann að verða margháttuð, en Íslendingar verða að gera upp hug sinn sjálfir í þeim efn- um, skilgreina vandann og skýra frá því hvaða óskir þeir hafa. Það er ekki okkar að segja Íslendingum fyrir verkum. Þetta voru ekki nátt- úruhamfarir, heldur afleiðing alþjóð- legrar kreppu á fjármálamörkuðum og útþenslu íslenska bankakerfisins. Ég tel að við eigum að virða vilja ís- lenskra stjórnvalda til að ná utan um vandann og vera tilbúin í viðræður með skömmum fyrirvara um það hvernig við getum veitt aðstoð. Við höfum gert gjaldeyrisskiptasamning við Ísland og í síðustu viku nýttu Ís- lendingar sér hann í fyrsta skipti. Eftir viðræður forsætisráðherrans við Geir H. Haarde í síðustu viku fór sendinefnd til Íslands til þess að hlusta, öðlast skilning og fá fram hvernig Noregur getur veitt lið. Það er góður undirbúningur fyrir fund Morgunblaðið/Pétur Blöndal Frændur Utanríkisráðherra Noregs segir þjóðirnar deila sömu viðhorfum. Sé aðeins tækifæri Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, leggur áherslu á samstöðu Noregs með Íslandi. Hann segir Íslendinga hins vegar þurfa að axla ábyrgð á fjármálakreppunni hér á landi, en Norð- menn séu reiðubúnir til aðstoðar. Það er verið að taka niðurGlitnisskiltið í einu útibúibankans í Ósló. Einn starfs-maðurinn ætlar að setja það upp í bílskúrnum heima hjá sér. „Íslenskan er fallegt tungumál,“ segir elskuleg kona í móttökunni. „Þegar Norðmenn heyra Íslands getið er maraþon það fyrsta sem kemur upp í hugann.“ Þannig er það ekki í stórþinginu. Ábúðarfullur blaðamaður Bergens Tidende veltir fyrir sér hvort koma eigi á matarsendingum til Íslands frá Noregi. Og spyr hvort ástæðan fyrir lánsloforði Rússa hafi verið sú að íslensku bankarnir hafi verið út- troðnir af rússneskum peningum. Enn eimir því eftir af umræðunni um Rússagullið, jafnvel eftir að bankarnir eru komnir í þrot. Og tortryggnin er mikil í Noregi gagnvart Rússaláninu. Norð- mönnum stendur ekki á sama. Bente Aasjord skrifaði í Dagbladet að Rússarnir myndu taka veð í ís- lenskum fiskistofnum. Og flugleið rússneskrar sprengjuvélar frá Rússlandi til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi er sýnd í Aften- posten, reyndar tekin upp úr þeim gagnmerka miðli Komsomolskaja Pravda. Þá vilja Norðmenn heldur koma Íslendingum til hjálpar. Enda hagsmunirnir ríkir að eiga banda- mann á norðurslóðum, þó ekki væri nema fiskimiðin og olíulindirnar. Svo lásu þeir líka Snorra Sturluson í grunnskóla. Það búa fjögur þúsund Íslend- ingar í Noregi. Þeir finna samhug hjá heimamönnum. Í síðustu viku bárust blóm til íslenska sendiráðsins frá tannlækninum á hæðinni. Í grennd við sendiráðið, stórþing- ið og konungshöllina í Ósló er írski barinn Paddy’s. Þar hanga pen- ingaseðlar frá öllum heimshornum, meðal annars rauður fimmhundr- uðkall. „Einu sinni var hann einhvers virði,“ segir barþjónninn og hlær. Svo bætir hann við: „Ertu íslenskur?“ Blaðamaður kinkar kolli. „Ég tek aðeins við norskum krón- um.“ „Áttu Svarta dauða,“ segir maður með grásprengt hár og hallar sér fram á barborðið. Vodka missir aldrei verðgildi sitt. – Drekkurðu Svarta dauða? spyr blaðamaður forvitinn. „Já, við hjónin ferðuðumst á Land Rover um Ísland í fimm sumur, veiddum í vötnum og ám og vorum með kerru í eftirdragi með eldunar- aðstöðu. Við sendum bara stelp- urnar til Spánar,“ segir hann hress í bragði. Aðspurður hvað honum finnist um Ísland svarar hann: „Það er fallegt land, en þið eruð komin í klandur. Og þurfið að búa við það um skeið.“ Svo sest hann með vinum sínum. „Þetta er sorglegt,“ segir heldri maður, sem hlustar á samræðurnar, og pantar sér bjór og snafs. „Þetta er sorglegt,“ bætir hann við, snýr sér við og muldrar þegar hann gengur að borði sínu: „Þetta er sorglegt.“ Og sumir Norðmenn vissu betur – að minnsta kosti eftir á. „Í fjármálageiranum fundu menn þetta á sér,“ segir barþjónninn. „Ég talaði við nokkra, sem sögðu að ís- lenskir bankamenn hefðu komið til sín og kynnt fyrir sér fjárfestingar annars staðar á hnettinum, en þeim hefði fundist áhættan of mikil. Þá hlógu Íslendingarnir að þeim – þeir virðast ekki hafa verið með fæturna á jörðinni.“ Hann hristir höfuðið. „En þetta er fámennur hópur, al- menning grunaði ekki að staða ís- lensku bankanna væri svona slæm … og var svo sem ekkert að velta fyrir sér fjárhagsstöðu þeirra.“ Undir það tekur blaðamaður Aft- enposten, sem segir að viðskiptarit- stjórnin hafi skynjað hættuna, en fall bankanna hafi komið öðrum á óvart. „Ég á þrjá vini sem vinna hjá Kaup- þingi. Einn þeirra réð sig þangað í ágúst. Nú er búið að stöðva öll við- skipti, en starfsmennirnir mæta enn Drífið ykkur til Íslands Farið Skiltið með nafni Glinis er horfið af veggnum í þessu útibúi í Osló. ÍSLENDINGAR Í NOREGI FINNA SAMHUG HJÁ HEIMAMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.