Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 31
Allir um borð höfðu hlutverki að gegna. Handtökin voru bæði fumlaus og hröð og var greinilegt að hér voru vanir menn á ferð. Vel gallaðir og útbúnir verkuðu skipverjar fisk- inn og settu í kör. Skipstjórinn undirbjó svo næsta kast og stýrði spilinu. Á sjöunda tímanum var voðinni kastað út í síðasta sinn og í framhaldinu var ákveðið að halda heim. Að lokinni 14 tíma veiðiferð var aflanum loks landað á áttunda tímanum. Framleiðslu- og útflutningsfyrirtækið Fiskval í Keflavík kaupir kolann af útgerð- inni og hann er svo fluttur úr landi. Útgerðin sjálf tekur þorskinn og setur í salt. Þrátt fyrir að aflinn hafi ekki verið mikill þá sannast hið fornkveðna að „þeir fiska sem róa.“ Pétur háseti orðaði það ef til vill best þegar hann sagði að menn lifi fyrir stóra kastið. Enginn veit hvenær það verði, en þegar það komi sé biðin vel þess virði. Fiskað á Faxaflóa Tekið á því rsson vélstjóri fylgist með Pétri Ólafssyni 80% aflans var koli en eitthvað slæddist þó af egundum í voðina. M.a. vænir þorskar. Í blíðskaparveðri héldu fimm vaskir sjómenn á Aðalbjörgu RE-5 á dragnótaveiðar á Faxaflóa. Tveir landkrabbar fengu að fljóta með og gerðust sjóveikar flugur á vegg. Ljósmyndir Árni Sæberg Eftir Jón Pétur Jónsson Þ rátt fyrir að veðrið hafi verið með allra besta móti á Faxaflóanum miðað við árs- tíma þá var veiðin í samræmi við það sem gengur og gerist í október, með minna móti. Skipverjar um borð í Aðalbjörgu RE-5 létu það ekkert á sig fá enda fegnir að hafa vinnu og fá að komast út á sjó eftir að hafa verið fjóra daga í landi. „Þetta er svona á haustin,“ sögðu skip- verjarnir spurðir út í veiðina en bentu á að aflabrögð í september hafi hins vegar verið góð. Afli dagsins hjá dragnótabátnum Aðal- björgu RE-5, sem er í eigu samnefndrar út- gerðar, var fimm tonn í átta köstum, þar af um 80% koli. Opið lengur í Kringlunni og Smáralind Skipverjarnir taka daginn snemma. Aðal- björg, sem er 68 brúttótonn að stærð, er gerð út frá Reykjavík og kl. 5 var siglt af stað út í flóann á 20 faðma dýpi. Voðinni sem er um 1.200 faðmar var fyrst kastað kl. 7 þegar flóinn opnar fyrir veiði dragnótabáta, en hann er opinn frá 7 til 19 virka daga frá byrj- un september til 20. desember. Um helgar mega slíkir bátar hins vegar ekki veiða í fló- anum. Var gantast með það um borð að það væri opið lengur í Kringlunni og Smáralind. Eftir áramót heldur Aðalbjörgin til Þorláks- hafnar á önnur mið. Fimm vaskir sjómenn eru í áhöfn skipsins, en þeim fækkaði um einn við síðustu kvóta- skerðingu. Sigtryggur Albertsson er skip- stjóri og stýrir hann skipinu af mikilli rögg- semi. Auk hans voru um borð þeir Eiríkur Þorleifsson stýrimaður, Davíð Einarsson vélstjóri, Pétur Ólafsson háseti og Albert Sigtryggsson kokkur, sem jafnframt er faðir skipstjórans. Menn á besta aldri. Já, sjóveikin er ekkert grín Það var ekki langt liðið á ferðina, tæp klukkustund, þegar blaðamaður fór að svitna ótæpilega og vanlíðan tók öll völd. Talsverð undiralda var þegar siglt var af stað úr Reykjavíkurhöfn og fundu menn vel fyrir hverri þeirra. Fyrsti kaffisopi dagsins í eld- húsinu, sem er undir þilfari skipsins, var svo neistinn sem kveikti bálið. Stýrimaðurinn var spurður kurteisislega hvar salernið væri að finna og það var í framhaldinu hertekið í drykklanga stund. Svo tók kojan við þar sem lítið annað var hægt en að liggja eins og fisk- ur á þurru landi. Líðanin skánaði ögn þegar ljósmyndarinn greindi frá því um níuleytið að hann hefði einnig fundið fyrir ógleði, en hann hafði stungið höfðinu út um einn glugga skipsins og spúlað dekkið. „Það verða allir sjóveikir um borð,“ sögðu skipverjarnir og blaðamanni, sem hefur varla migið í saltan sjó, létti enn meira við þessi tíðindi. Um kl. 10 tók Eyjólfur að hressast og fátt var jafn frískandi og að komast upp á dekk og anda að sér ferskri sjávargolunni. Blaða- maður og ljósmyndari voru þá orðnir færir í flestan sjó og höfðu lært að stíga ölduna. Haldið heim  Þrátt fyrir að veiðin hafi verið dræm þá var ekki hægt að kvarta undan veðrinu. Það sem veiddist var talið, flokk- að og sett í kör. Hröð handtök  Einbeitingin skein úr augum þeirra Alberts Sigtryggssonar kokks og Eiríks Þorleifssonar stýri- manns er þeir drógu inn voðina og und- irbjuggu næsta kast. 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 „Ég held að flestir séu bara ánægðir hérna, allavega á þessum bátum. Menn þakka fyrir að hafa vinnu hérna og vera á sjó,“ seg- ir Sigtryggur Albertsson, skipstjóri Aðalbjargar RE-5, og bætir við að það þýði ekkert annað en að vera ánægður með það sem mað- ur hafi. Hvað varðar stemninguna um borð og móralinn segir skipstjórinn: „Við erum búnir að vera saman í töluverðan tíma. Toppstrákar hérna um borð og ekkert vesen.“ Það er erfitt að komast hjá því að spyrja út í það hvernig fjár- málakreppan komi við sjómenn í dag. „Eins og er þá er pen- ingaflæðið ekkert að koma til landsins fyrir fiskinn sem er seldur út. Með því áframhaldi þá stöðvast þetta af sjálfu sér. Þá verður enginn til að kaupa fisk,“ segir hann. Skipstjórinn liggur ekki á skoðunum sínum þegar hann er spurður út í kvótann. Það á að auka hann. „Við erum búnir að vera að veiða þorsk núna í haust sem á eiginlega ekki að vera til. Tíu til fimmtán kílóa fiskur. Við höfum varla fengið öðruvísi þorsk í voðina,“ segir hann. „Það er enginn að tala um að bæta við einhver ósköp. Það er bara vitleysa eins og þetta er núna – með þorskinn allavega.“ Núverandi kvóti Aðalbjargar RE-5 er 295.000 þorskígildi. Fiskurinn sem er ekki til Sigtryggur Albertsson Þeir fiska sem róa mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.