Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 EF 16 ára ungling- ur fær 10 í stærð- fræði er hann ekki næsti Einstein heims- ins, ekkert frekar en tónlistarmaður sem fær tónleika gegnum Myspace-síðuna sína er búinn að „meika“ það. Ástæða þess að ég nefni þetta er um- ræða Árna Matthías- sonar á síðum Morg- unblaðsins nýverið. Hann sat ráðstefnu sem ÚTÓN stóð fyrir og nefndist You are in Control. Nið- urstaða hans er að umræðan snúist að mestu leyti um hvern- ig eigi að bjarga tón- listariðnaðinum. Það var vissulega partur af umræðunni, enda ekkert rangt við að fólk spyrji hvernig byggja skuli nýja um- gjörð þegar önnur er hrunin. Meikaðu það á Myspace Það er gömul og rómantísk hug- mynd að listamenn eigi helst ekki að lifa af því sem þeir gera. Og í öllu falli þá eigi enginn sem starfar að því að koma listsköpun á fram- færi að gera það. Klisjan um að tónlistarbransinn sé uppfullur af vondu fólki sem stelur af lista- mönnum. Staðreyndin er hins veg- ar sú að allir þurfa rekstrarfyr- irkomulag og um leið og tónlistarmaður er farinn að halda tónleika og gefa út plötur þá bygg- ist upp rekstur sem leiðir vonandi til þess að sá hinn sami hafi ástríðu sína að lifibrauði. Það er furðulegt af Árna að halda því fram að við- mið fólks á borð við Mark Chung og Einar Örn um það að meika það sé hvort tónlistarmenn „komist á þann stall að geta reitt peninga og eiturlyf í sekkjum og haft mök við fyrirsætur í límúsíum“. Raunveru- leikinn er sá að netbyltingin, sem hefur smám saman verið að taka yfir dreifingu á tónlist, hefur ekki skilað sér sem skyldi í vasa tónlist- armanna eða til þeirra sem fjár- festa í því að koma henni á fram- færi. Ég tek því undir með bæði Mark og Einari sem bentu á að ungt tónlistarfólk hefur ekki verið að meika það í gegnum Myspace. Rupert Murdoch hefur litlu skilað í vasa þeirra sem styttra eru komnir á tónlistarferli sínum og það á sömuleiðis við um eigendur You- Tube, Google og aðra tækninörda sem veitt hafa frían aðgang að tón- list. Tónlistargeirinn er margslunginn og þótt alþjóðakeðjur á borð við Sony, Warners og Universal hafi verið fyrirferðarmiklar og haft hugarfar fjárfestisins um hámarks- gróða að leiðarljósi má ekki gleyma að það eru smærri fyrirtæki sem sjá fyrir 80% af útgáfum á tónlist. Keðjuverkun þessa hagkerfis þarf uppstokkunar við og hún er í gangi en netveiturnar og tæknifyrirtækin sem hafa beinlínis lifibrauð sitt af því að miðla sköpunarverki annarra verða að greiða rétthöfum tónlistar fyrir framlag sitt með sanngjörnum hætti. Fjárfesting í ný- sköpun er forsenda þess að nauðsynlegrar fjölbreytni njóti við. Án tónlistariðnaðar þurrkast slíkar fjár- festingar út og það getur ekki verið mark- mið manna á borð við Árna sem hafa gert það að ævistarfi sínu að fylgjast með og styðja unga og upp- rennandi tónlist- armenn. Rýnt í framtíðina Það sem ég hjó helst eftir á ráðstefnunni voru orð Jane Dyball, yfirkonu lagadeildar Warner Chappell, sem talaði um hvernig laga- ramminn var útbúinn fyrir „In Rainbows“ hjá Radiohead á síð- asta ári með leift- urhraða. Hún fór ít- arlega í flækjurnar og sagðist efast um að nokkrum dytti í hug að gera það jafn flókið að kaupa bíl eins og það er að kaupa tónlist. Niðurstaða hennar var að finna þyrfti lausnir á þessum málum hratt þannig að afgreiða mætti sölu á tónlist í gegnum ólíka miðla með auðveldari hætti en nú er. Þá var hvetjandi að heyra Terry McBride, umboðsmann listamanna á borð við Dido og Avril Lavigne, fjalla um hvernig nýi tíminn sé hættur að snúast einungis um sölu á einstaka afurðum. Hann fjallaði um mik- ilvægi samskipta og hvernig netið byði upp á nýjar og öflugar sam- skiptaleiðir þar sem engin hindrun væri á milli tónlistarmanns og áhanganda. Innsæi hans hefur leitt til þess að 80% af tekjum vegna sölu á tónlist skapast í gegnum netviðskipti þar á bæ. Þessu er öf- ugt farið hjá flestum öðrum og því vert að fylgjast með hvernig Terry setur upp útgáfur listamanna sinna. Okkar eigin fyrirmyndir Mér fannst líka spennandi að hlusta á okkar eigin fyrirmyndir sem þarna komu fram. Einar Örn reið á vaðið og dró upp skemmti- lega mynd af því hvernig hlutirnir hafa breyst frá því að hann var í Sykurmolunum og fram til dagsins í dag. Mugison, Ólafur Arnalds og Örvar í múm gáfu allir góða innsýn í hversu mikil vinna liggur að baki því að koma sér á framfæri. Fyrst og fremst snýst hún um það að vera trúr sjálfum sér í sköp- unarferlinu en síðan er það hörku- vinna sem liggur að baki því að kynna sig og koma sér á framfæri þar sem oftast þarf meira en tvær hendur til verksins. Spennandi tímar Niðurstaða mín eftir ráðstefnuna er að Íslendingar eiga núna gott tækifæri til að standa jafnfætis öðrum í því að byggja upp sam- keppnishæfan tónlistariðnað. Ef við sækjum í smiðjur þeirra sem standa fremstir í netbyltingunni og höldum áfram að búa til þekking- arbanka á Íslandi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum náð miklu meiri árangri í sölu á íslenskri tón- list. Eitt er víst að Airwaves-hátíðin sýndi og sannaði einu sinni enn að það er aragrúi af hæfileikaríku tón- listarfólki sem á fullt erindi við heimsbyggðina. Ef við finnum leið til að efla fjárfestingu í nýsköpun í tónlist þá eru spennandi tímar framundan. Rómantíkin og raunveruleikinn Anna H. Hildi- brandsdóttir Anna H. Hildibrandsdóttir »Niðurstaða mín eftir ráðstefnuna er að Íslendingar eiga núna gott tækifæri til að standa jafnfætis öðrum í því að byggja upp samkeppn- ishæfan tónlist- ariðnað. Höfundur er framkvæmdastjóri Út- flutningsskrifstofu íslenskrar tónlist- ar www.icelandmusic.is Það hefur margt verið skrifað um verðtryggingu hús- næðislána á und- anförnum mánuðum. Eitt sýnist mér ein- kenna þessar gagn- rýnu greinar og það er að þær benda ekki á nein lánsform sem gætu leyst verð- tryggingarlánsformið af hólmi. Enginn hefur svo mér sé kunnugt tekið til varna fyrir verðtrygg- inguna en það ætla ég að gera með þessari grein. Hvað einkennir verðtryggð húsnæðislán? Ýmsir gagnrýna ekki aðeins verðtrygginguna sem slíka heldur gagnrýna þeir jafnframt þá stað- reynd að lánin séu jafngreiðslu- lán. Í því felst að samanlögð greiðsla afborgunar og vaxta er jafnhá allan lánstímann en síðan bætast við hverja greiðslu verð- bætur sem svara til hækkunar vísitölu neyzluverðs til verðtrygg- ingar frá útgáfudegi til þess dags sem viðkomandi greiðsla er innt af hendi. Hver er meginkostur þessa lánsforms fyrir unga fjöl- skyldu sem ætlar að stofna til sinnar stærstu fjárfestingar sem á að verða heimili hennar um ára- bil? Jú, hann er sá að fjölskyldan veit alveg hvað hún á að greiða á hverju ári. Ef við gerum ráð fyrir svipaðri þróun launa annars veg- ar og vísitölu neyzluverðs hins vegar verður greiðslan af jafn- greiðsluláninu sama hlutfall af launum hjónanna á lánstímanum. Undanfarin ár hefur kaup- máttur vaxið mjög sem hefur leitt til lækkandi hlutfalls greiðslu- byrðar af þessum lánum miðað við laun. Þá er algengt að launa- hækkanir hjá ungu fólki séu meiri en nemur meðaltali vegna starfsaldurshækkana og stöðu- hækkana sem enn lækkar hlutfall greiðslubyrðarinnar. Nú hefur komið bakslag í þessa þróun þannig að verulegur hluti aukn- ingarinnar kann að tapast en litið til lengri tíma má búast við já- kvæðri kaupmáttarþróun og við erum að tala um 30-40 ára láns- tíma. Megináhættan hér er sem sagt af- brigðileg þróun verð- lags sem hefur því neikvæðari áhrif fyrir lántakandann sem þetta gerist fyrr á lánstímanum. Hvaða kostir í stað núverandi kerfis? Öll lánaviðskipti með peninga fela í sér áhættu, bæði fyr- ir lánveitanda og lán- taka en það virðist oft gleymast að aðilar að lánasamningi eru tveir. Ég tel rétt að einskorða umræðuna að sinni við samskipti aðila varðandi fasteignalán. Ég tel sjálfsagt að gefa fólki einnig kost á „óverðtryggðum lánum“. En hvers konar lán mundu þá verða í boði? Verða vextir af þessum lánum fastir eða breyti- legir og þá þannig að þeir taki mið af verðbólgustigi á hverjum tíma? Munu lánveitendur áskilja sér álag vegna verðbólguáhættu og þá hversu hátt? Við vitum í dag hvað við höfum en því miður vitum við ekki hvaða kjör mundu bjóðast á „óverðtryggðum lán- um“. Mér segir svo hugur að fjár- málastofnanir mundu gera ráð fyrir nokkru áhættuálagi og þeim mun hærra sem lánstíminn væri lengri (varla yrði möguleiki á 40 ára lánum!). Auk áhættuálagsins mundu þær örugglega gera ráð fyrir vaxtaálagi sem tæki að ein- hverju leyti mið af verðbólgustigi hvers tíma en hugsanlega með einhverju lágmarki sem og há- marki. Ungt fólk sem hygðist afla sér húsnæðis til að búa í næstu ára- tugi mundi standa frammi fyrir mikilvægri ákvörðun. Hvort væri heppilegra að miða við jafn- greiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum? Hvort væri heppi- legra að miða við hefðbundna verðtryggingaraðferð eða að bæta við vaxtafótinn verðtrygg- ingarálagi og áhættuálagi? Eigum við að skoða dæmi? Ung hjón sækja um 20 millj. kr. lán, vextir 5%, áætluð verðbólga 4% og ein greiðsla á ári í 40 ár. Fyrsta greiðsla af jafngreiðslu- láninu mundi nema 1.210.000 sem síðan mundi hækka um 4% á ári ef verðbólguspáin gengur eftir. Af láninu með jöfnum afborg- unum nemur fyrsta greiðslan ásamt 5% vöxtum og 4% álagi 2.340.000 en þær lækka síðan um 45.000 á ári. (Hér er ekki gert ráð fyrir áhættuálagi en 2% álag mundi hækka 1. greiðslu um 400.000). Þetta dæmi skýrir mjög vel hvers vegna jafngreiðsluað- ferðin hefur verið valin í þessu sambandi svo og sú aðferð að jafna verðtryggingunni á lánstím- ann. Hver yrðu áhrif þessara tveggja lánsforma á greiðslumat hjónanna? Líklega yrðu ungu hjónin að sætta sig við mun lægra lán til þess að uppfylla greiðslumatskröfuna ef þau veldu óverðtryggða lánið. Hvaða áhrif hafa þessi mismunandi lánsform á seljanleika fasteigna? Ekki mundi það auka seljanleikann að miða við jafnar afborganir, það er víst. Lokaorð Það sem skiptir meginmáli hér er greiðslubyrðin sem lántakand- inn þarf að taka á sig og hvernig hún dreifist á lánstímanum. Í þessu tilliti eru yfirburðir jafn- greiðsluformsins ótvíræðir þegar um fjármögnun húsnæðis er að ræða. Þjóðin stendur nú frammi fyrir risavöxnum fjármálavanda. Hugmyndir hafa komið fram um „frystingu“ verðtryggingar sem felur þá væntanlega í sér að hækkun vísitölu á tilteknu tíma- bili valdi ekki tilsvarandi hækkun á verðtryggðum lánum. Þegar fjallað er um slíka ákvörðun má ekki gleymast að slík „frysting“ hefur jafnframt áhrif til lækk- unar á lífeyri þeirra sem eru ekki svo heppnir að eiga aðild að líf- eyrissjóðum með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Hér kemur glögg- lega fram hagsmunaáreksturinn milli lántaka og lánveitenda varð- andi verðtrygginguna. Guðlaun fyrir verð- tryggingu húsnæðislána Bjarni Þórðarson skrifar um verð- tryggingu » Samanburður er gerður á verð- tryggðum og óverð- tryggðum húsnæð- islánum. Bjarni Þórðarson Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. ÞAÐ var skemmtilegt mis- mæli hjá forsetafrúnni, þegar hún sagði á gleðistundu að Ís- land væri „stórasta“ land í heimi. Í Morgunblaðsviðtali sagði hún síðar, að þetta hefði verið slæmt mismæli. Svo var ekki: Þetta var skiljanlegt og eðlilegt mismæli þess sem ekki á íslensku að móðurmáli og er að læra málið. Forsetafrúin á virðingu skilið fyrir að hafa lagt sig í framkróka um að læra íslensku og hún hefur náð ótrúlega góðum tökum á mál- inu. Það er hinsvegar hvorki skemmtilegt né skiljanlegt þeg- ar íslenskar auglýsingastofur eru farnar að nota orðin „stórasta“ og „bestasta“. Það eru viljandi skemmdarverk gegn tungunni. Ekki einu sinni fyndið. Bara hallærislegt. Samskonar skemmdarverk og að koma því inn hjá fólki, að það sé góð og gild íslenska að „smæla“ og kaupa bíla í „out- letti“. Nú er eins og einhver auglýsingastofa sé komin með enskuslettuna „outlet“ á heil- ann eða þá að hver apar eftir öðrum. Sá sem þessar línur rit- ar fór lauslega yfir auglýsingar í Morgunblaðinu og Frétta- blaðinu fimmtudaginn 23. októ- ber. Hér fara á eftir nokkur dæmi Lystadún og Vogue aug- lýsa: „Outlet-markaður opnar í Mjódd.“ Fyrst er slettan „out- let“ og síðan röng notkun sagn- arinnar að opna. Hvað er þessi markaður að opna ? Líklega er átt við að markaður verði opn- aður. Þá er auglýsing frá fyr- irtæki sem kallar sig „Outlet 10“ Einstaklega frumlegt ekki satt ? Sá sem selur Dúx-dýnur auglýsir að þær hafi verið sett- ar í allar „suitur“ á tilteknu hóteli í útlöndum. Hagkaup auglýsir „Tax Free“ daga, en Fjarðarkaup Íslenska daga. Húrra fyrir Fjarðarkaupum. Fyrirtækið Tölvutek auglýsir „heit tilboð“. Aulaþýðing úr ensku. Kringlan auglýsir eitthvað sem á að vera „soldið sixties“. Steikhús Hereford auglýsir „hindberja-vinegar“, og ég sem hélt að vinegar héti edik á ís- lensku! Mjólka auglýsir vöru „án gelatín“. Nú gætir vaxandi til- hneigingar til að fallbeygja ekki nöfn fólks og fyrirtækja. Kuldadagar í „Útilíf“ segir í einni auglýsingunni. Þessa gætir ekki bara í auglýs- ingum. Í bókmenntaþætti sjón- varps ríkisins heyrði ég ekki bet- ur en tvívegis væri talað um ævisögu Lárus Pálssonar. Von- andi misheyrðist mér. Notið hugmyndaflugið, auglýs- ingamenn. Hættið að sletta. Ís- lensk tunga á nóg af góðum orð- um og orðasamböndum. Eiður Guðnason Mismæli og málspjöll Höfundur er opinber starfs- maður. @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.