Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 60
Leikfélag Akureyrar Músa- gildran SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 0° C | Kaldast -3° C Norðan- og norðvest- anát, yfirleitt á bilinu 10-18 m/s. Snjókoma eða él á N- og Austur- landi en bjart syðra. »10 ÞETTA HELST» Persónulegt veð  Björgólfur Guðmundsson segir að engin reynsla hafi reynst sér eins erfið og hrun íslenska bankakerf- isins. Hann segir að öll þjóðin líði fyrir ástandið og nær allar sínar skuldir séu með persónulegu veði. Aldrei hafi staðið til að skuldsetja ís- lensku þjóðina til framtíðar vegna Icesave-reikninganna og það verði ekki gert. » Forsíða Launin lækkuð  Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, leggur til í fjárhags- áætlun að öll laun yfirstjórnar og nefnda bæjarins verði lækkuð. Hann segir að staðan sé góð í Kópavogi en óttast hrun í landinu eins og þegar síldin brást fyrir 1970 nema strax verði brugðist við með nýtingu auð- linda og aukningu aflamarks í þorski. » 2 Engin uppgjöf  Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við setningu Kirkjuþings að morgni laugardags að horfurnar væru ekki bjartar „en við missum ekki móðinn! Nú fá ríki heims og fjármálastofn- anir og einstaklingar tækifæri til að endurmeta og endurskipuleggja með visku, hagsýni, hófsemi og um- hyggju að leiðarljósi“. Hann lagði áherslu á að ekki mætti gleyma systkinum okkar í fjarlægum álfum. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Burt með formúluþættina Staksteinar: Höldum kúlinu, Össur Forystugrein: Öruggt öryggisnet UMRÆÐAN» Launin reiknuð rétt Eru fundirnir að skila árangri? Ómissandi undratæki Sandkassi framkvæmdastjórans Mismæli og málspjöll Rómantíkin og raunveruleikinn Óvarðir vegfarendur Blásum til sóknar ATVINNA» LISTIR» Weird Girls frömdu sundgjörning. » 53 Mikill sigur fyrir transgender-fólk að kvikmyndin Queen Raquela sé verð- launuð á Filipps- eyjum. » 56 KVIKMYNDIR» Sigursæl kvikmynd FÓLK» Fyrrverandi unnusti Hathaway glæpon. » 57 KVIKMYNDIR» James Bond kemur eftir tvær vikur. » 57 Bandaríska rokk- sveitin TV on the Radio var að senda frá sér bestu skífu ársins að margra mati. » 54 Enginn bölmóður TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Móðir og bróðir söngkonu skotin 2. Furðulegt að samtal skyldi leka 3. Veitir Íslendingum ekki viðtal 4. Bubbi Morthens „flaug á hausinn“ EIRÍKUR Þorleifsson, stýrimaður á dragnóta- bátnum Aðalbjörgu RE-5, gerir voðina klára fyrir næsta kast. Eiríkur, sem hefur verið til sjós í rúma fjóra áratugi, er einn fimm skip- verja um borð í Aðalbjörgu sem er þessa dag- ana við veiðar á Faxaflóa. Flóinn er opinn fyrir dragnótabáta frá september til 20. desember. Þrátt fyrir góða byrjun á vertíðinni gera skip- verjar ráð fyrir dræmri veiði í vetur. | 30 Fiskað í dragnót á Faxaflóa í rjómablíðu Voðin gerð klár fyrir næsta kast Morgunblaðið/Árni Sæberg HAFNFIRSKA rokksveitin Vicky vakti verulega athygli á nýafstað- inni Airwaves-hátíð. Nýútkomin plata hennar rauk þar út en hún var tekin upp á fimmtán tímum í gömlum lýsistanki á Vest- fjörðum. Sveitin hefur þá sótt Kína og Banda- ríkin heim og er með býsna mörg járn í eldinum, þrátt fyrir ungan starfsaldur. Arnar Eggert Thor- oddsen fór í svaðilför til rokkbæj- arins og tók hús á fjórum rokk- gellum og einum rokkgæja. | 50 Sveitin Vicky slær í gegn FYRIR tveimur árum setti FL Gro- up á laggirnar fjárfestingarsjóðinn Tónvís. Stofnfé sjóðsins var 200 milljónir og markmiðið að vinna með íslenskum tónlistarmönnum á erlendri grund. Tónvís heyrir nú undir Stoðir sem er sem stendur í greiðslu- stöðvun og ólíklegt er að sjóðurinn verði lífgaður við. | 52 Tónvís sungið sitt síðasta? Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is LESSKILNINGUR barna í 2. bekk grunnskóla Reykjavíkur hefur ekki mælst betri í mörg ár. Árangurinn var sá sami árið 2002. 67% grunn- skólabarna skilja það sem þau lesa. „Niðurstaðan er mjög góð en á síð- ustu árum hafa á bilinu 63-66% nem- enda í 2. bekk skilið það sem þau lesa,“ segir Auður Árný Stefánsdótt- ir, skrifstofustjóri grunnskólaskrif- stofu borgarinnar. Diljá Kristjáns- dóttir, Ólöf Helga Sigurðardóttir og Kristófer Darri Guðjónsson eru öll í 2. bekk í Engjaskóla í Grafarvogi. „Ég lærði að lesa í fyrsta bekk og gengur vel,“ segir Diljá sem les helst skólabækurnar. Undir það tekur Ólöf Helga og bætir við að hún kjósi ekki aðeins skólabækurnar. „Ég les feitar og mjóar og alls konar bækur,“ segir hún. Bekkjarbróðir þeirra, Kristófer, les helst ævintýrabækur. Ekkert þeirra lesa blöðin að stað- aldri, enda vart á réttum aldri til þess. „En ég les þau stundum á hvolfi,“ segir Ólöf Helga. Umsjónarkennarinn Svala Sigur- vinsdóttir hefur kennt í tvo áratugi. Hún finnur ekki mikinn mun á les- skilningi barnanna núna og áður. „Börn eru misfljót að læra að lesa. Sum verða fluglæs á stuttum tíma en önnur þurfa langan tíma. Hins vegar standa þau yfirleitt jafnlæs uppi í lok skólagöngunnar.“ Eru góð í lestri  67 prósent barna í grunnskólum borgarinnar skilja það sem þau lesa  Það jafnar besta árangurinn frá árinu 2002 Morgunblaðið/Valdís Thor 2. bekkur í Engjaskóla Hér má sjá skólabörnin önnum kafin við námið í síð- asta tímanum fyrir heimferð. Þau eru greinilega einbeitt og áhugasöm. Í HNOTSKURN »Markmiðið er að sem flest-ir geti lesið sér til gagns við lok 2. bekkjar og að 98 prósent þeirra sem ljúka tí- unda bekk lesi sér til gagns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.