Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 24
24 Hvað varð um… MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Ekki þarf að fjölyrða um aumingja Hugh Grant. Frá hans bæjardyrum séð var leynifundurinn með Divine Brown ígildi hamfara. Niðurlægingin var al- gjör og mannorð hans fór lóðbeint í svaðið enda kappinn fyrst og fremst þekktur fyrir að gera umkomulausum öðlingum skil. Svona gera þeir ekki. Á einni nóttu breyttist Grant úr ástmegi bresku þjóðarinnar í algeran dónakall. Unnusta hans, kynbomban Liz Hurley, lét hann róa og ýmsir ef- uðust um að hann ætti sér viðreisnar von sem leikari. Grant brá á það ráð að biðjast opinberlega afsökunar á athæfi sínu í spjallþætti Jays Lenos og hægt og bítandi náði hann sér aftur á strik. Frægð hans jókst raunar til muna í Bandaríkjunum í kjölfarið jafnvel þótt hún væri að endemum. Það sannar að illt umtal er betra en ekkert umtal í „sjó-mennskunni“. En þótt ferill Grants hafi lifað blásturinn af er ljóst að skuggi Divine Brown mun hanga yfir honum um aldur og ævi. bandarískum fangelsum fyrir hangs? Hún taldi heldur ekki eftir sér að sitja fyrir á Evuklæð- unum í Penthouse og Cent- erfold og leika í harð- bannaðri heimildarmynd um téð atvik, Sunset and Divine: The British Ex- perience. Meðreiðarsveinn Divine þar var enginn annar en klámkóngurinn Ron Jeremy sem er, eins og flestir vita, annálaður áhugamaður um jarðhita á Íslandi. En það er önnur saga. En eftir þessi hliðarskref mun vændiskonan Divine Brown end- anlega hafa lagt hendur í skaut. Allt sem hugurinn girntist Sem elskhugi og „umboðsmaður“ Divine naut Gangsta líka góðs af gullinu. „Versta kvöld lífs míns varð skyndilega að besta kvöldi lífs míns,“ segir hann í nýlegri heimildarmynd. „Peningarnir streymdu inn. Við festum kaup á nýju húsi, nýjum bíl, Rolls Royce, og öllu sem hugurinn girntist. Við höfðum líka efni á að senda dætur okkar í einkaskóla.“ Og Gangsta gleymir ekki velgjörð- armanni sínum. „Ég elska Hugh Grant. Hann borgaði skólagöngu barnanna minna og bauð okkur upp á líf sem við hefðum aldrei eignast ella. Mér hefur meira að segja gefist tækifæri til að ferðast með einkaþot- um. Hitti ég hann einhvern tíma ætla ég að taka í höndina á honum varða að BMW-inn blikkaði bremsuljósunum ótt og títt. „Hann hlýtur að hafa notið augnabliksins,“ sagði Divine síðar um lagsmann sinn. Fyrstu viðbrögð hennar þegar lögreglan knúði dyra voru von- brigði. „Þar fór innkoman í kvöld.“ Parið var fært á lögreglustöðina í járnum en Divine sleppt jafnharðan án ákæru. Hún beið því ekki boð- anna, heldur hélt rakleiðis niður á horn að nýju. Tíminn er peningar. Þegar hún sneri aftur til Oakland daginn eftir hafði tilveru henn- ar aftur á móti verið snúið á hvolf. Ljósmyndir af henni höfðu birst á flestum sjón- varpsstöðvum um morg- uninn og við heimkomuna gekk hún í fangið á geltandi heimspressunni sem heimtaði að fá upplýs- ingar um hvert smáat- riði. Þá fyrst gerði Di- vine sér grein fyrir því hver viðskiptavinur hennar hafði verið – breski kvikmyndaleik- arinn og hjartaknúsarinn Hugh Grant. Hún fékk klums. Kastljós heimsins beind- ist í kjölfarið að Divine Brown og á augabragði urðu 60 dalirnir að millj- ónum, nánar tiltekið tæpum 180 milljónum íslenskra króna á nú- virði, en það mun vera upphæðin sem Divine fékk greidda fyrir að segja sögu sína, meðal annars í þátt- um Jerrys Spring- ers og Howards Sterns. Hæstu upphæðirnar fengust þó hjá gulu press- unni í Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is F östudaginn 26. júní 1995 skarst í odda með vændiskonunni Divine Brown og elskhuga hennar og „umboðs- manni“, Gangsta Brown, á heimili þeirra í Oakland, Kaliforníu. Orðaskakinu lauk með því að hún tók fjólubláu hælaskóna sína í fússi, útvegaði barnapíu fyrir tvær ungar dætur þeirra Gangstas, og flaug sem leið lá til Los Angeles, þar sem hún vonaðist til að þéna 1.000 dollara á Sunset Boulevard um nóttina. Til að standa skulda- skil. Í tilviki hinnar 25 ára gömlu Divine, sem gekk undir nafninu „Rauðhetta“ þar um slóðir, var það raunhæft markmið. Í stað þess að nota hótelherbergi, eins og Gangsta mæltist til, hélt Divine rakleiðis niður á götuhorn ásamt vinkonu sinni. Grunlaus um hvað var í vændum. Ekki hafði söguhetja okkar staðið þar lengi þegar gljáandi BMW gaf henni merki. Hún var hálfsmeyk við bíl- stjórann í fyrstu enda var hann leyndardómsfullur með hafnabolta- húfu ofan í augum. „Þetta gat alveg eins verið einhver perri,“ rifjaði hún upp síðar. En þegar hann blikkaði ljósunum öðru sinni lét hún slag standa og fylgdi honum inn í hlið- argötu. Divine vildi fá 100 dali fyrir að fara upp á hótelherbergi en bíl- stjórinn var bara með 60 dali á sér. Það var því ekki um annað að ræða en taka til óspilltra málanna í bíln- um. Bílstjórinn mun hafa verið hin viðkunnanlegasti og tilkynnti Di- vine m.a. að hún „ilmaði yndislega“. Blikkandi bremsuljós Fundurinn varð þó styttri en til stóð. Parinu til óheilla var nefnilega lögreglubíll á eftirlitsferð í grennd- inni og vakti það athygli laganna Bretlandi sem bar Divine á höndum sér. Djörf mynd með Jeremy „Gæfan gekk mér í lið,“ sagði hún í fyrra í samtali við ITV-sjónvarps- stöðina. „Atvikið á Sunset Boulev- ard varð til þess að ég komst á rétt- an kjöl. Sagði skilið við þennan lífsstíl.“ Ekki er þetta alveg nákvæm frá- sögn því Divine blessunin var tekin höndum á ný í Las Vegas haustið 1996 grunuð um hangs og vændi. Ætli margt fólk sitji í og segja: Kærar þakkir. Þú ert maður að mínu skapi og ég vona að ég geti gert eitthvað fyrir þig í staðinn. Ef til vill getum við orðið vinir.“ Tja, þeir kumpánar hafa alltént sama smekk á kvenfólki. Sjálf er Divine afar þakklát fyrir hið óvænta tækifæri sem hún hefur lýst sem „blessun“. Móðir hennar var einstæð og ól börn sín sex upp við kröpp kjör. „Ég átti erfiða æsku. Börnin mín hafa alltaf haft algjöran forgang og ég leit á það sem skyldu mína að draga björg í bú, jafnvel þó að það þýddi að selja mig á götunni. Allt snerist um að afla fjár, breyta rétt og ala börnin mín upp við sem best skilyrði,“ seg- ir Divine en það var rafmagnsreikn- ingurinn, að upphæð um 15.000 kr., sem atti henni á sínum tíma út í vændið. „Tvær vinkonur mínar höfðu val- ið þessa leið og vegnaði vel. Þær höfðu eignast fín heimili og sáu fjölskyldum sínum farborða. Þess vegna lét ég til leiðast,“ segir Di- vine sem hafði yfir 50.000 kr. upp úr fyrsta kvöldinu, fyrir fimm tíma vinnu. Upp frá því varð ekki aftur snúið – fyrr en Grant hljóp á snær- ið. Gangsta og Divine eru skilin að skiptum í dag. Hún býr nú með plötuútgefandanum Richard Fet- tuccini og gegnir lykilhlutverk í út- gáfustarfsemi hans sem upptöku- stjóri og framleiðandi. Þá kveðst hún hafa slegið í gegn sem söng- kona í þremur lögum í útvarpi vestra. Kann einhver að nefna þau? bandarísku portkonuna Divine Brown? Blásið til sóknar Divine Brown Divine Brown heitir réttu nafni Estella Marie Thompson og fæddist 9. ágúst 1969. Hún varð fræg á einni nóttu þegar hún var gripin við ósiðlegt athæfi ásamt breska kvikmyndaleik- aranum Hugh Grant. Hugh Grant Hugh John Mungo Grant fæddist 9. september 1960. Hann var sektaður um ríflega 150.000 kr. fyrir hliðarspor sitt með Divine Brown og skikkaður á alnæmisnámskeið. Hann starfar enn sem leikari. Grunlaus Divine Brown hafði ekki hugmynd um hver við- skiptavinur hennar var. Skömm Hugh Grant vissi upp á sig skömmina við handtökuna að- faranótt 27. júni 1995. Ígildi hamfara – bankinn þinn ...á áunna vexti! vaxtaauki ...10% *V ax ta au ki nn le gg st in n á re ik ni ng in n um næ st u ár am ót . Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót, Viðbót eða Veltubót á Netinu fyrir 10. nóvember nk. fá um næstu áramót 10% vaxtaauka á áunna vexti.* Reikningarnir njóta ríkisábyrgðar samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar. Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.