Morgunblaðið - 10.11.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.11.2008, Qupperneq 37
Quantum of Solace, nýjasta myndin um njósn- arann James Bond, er komin í íslensk kvikmynda- hús. Þetta er 22. kvikmyndin um kappann, sem birtist áhorfendum nú alvöru- gefnari og miskunnarlausari en oft áður og grínið sem hefur verið grunnt á í sum- um fyrri myndanna er nú víðsfjarri. Gunnhildur Finnsdóttir fékk nokkra vel valda sér- fræðinga til þess að segja sína skoðun á njósnara hennar hátignar. Dauðans alvara Glamúr og glæsileiki Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Af hverju hafa Bond-myndirnar ver- ið svona vinsælar? „Bond-myndirnar bjóða upp á blöndu af gamaldags æv- intýrasögu með dágóðum skammti af glamúr og glæsileika í bland við nýj- ustu tækni og vísindi sem eru sniðuglega not- uð. Auk þess eru bestu Bond- arnir flottir guttar sem fara reglulega úr fötunum.“ Hvernig lýsa þær heiminum? „Eins og ég sagði áðan þá er ákveðinn ævintýrablær yfir Bond- myndunum sem er órjúfanlegur hluti af fortíðarþrá og þar sem um breskar myndir er að ræða, þá bera myndirnar nokkurn keim af heimsveldissýn Breta; heim- urinn er leikvöllur hins enska herramanns og því framandlegra sem sögusviðið er því betra.“ Hvernig finnst þér samskipti kynjanna sett fram í þeim? „Eitt helsta einkenni Bond- myndanna hefur alltaf verið sterkt kvenhatur með tilheyrandi áherslu á það sem kallað er hefð- bundin kynjahlutverk. Að þessu leyti er Bond kannski aðeins ýkt- ari en ýmislegt annað afþreying- arefni, auglýsingar, fjölmiðlar og leiðbeiningabæklingar af ýmsu tagi, að ekki sé minnst á bók- menntir, sem að miklu leyti varpa fram karllegri sýn á samskipti kynjanna. Það sem gerir Bond hinsvegar sérstaklega skemmti- legan í þessu samhengi er hversu mikil kvenfóbía einkennir mynd- irnar, sem kemur fram í næsta linnulausu „vagínu dentötu“ myndmáli (sbr. krókódílar og há- karlar og álíka tenntar kvenlegar skepnur og vélar sem ógna Bond stöðugt) og hverfist því yfir í að vera fyndið frekar en þrúgandi.“ Hvernig Bond-mynd myndir þú gera? „Líklega einhverja sem væri tiltölulega mikið alveg eins og fyrri Bond-myndir og svo auðvit- að allt öðruvísi.“ Metacritic: 67/100 IMDb: 7,4/10 Empire: 80/100 Variety: 60/100 Séntilmaður fram í fingurgóma Guðlaug Ólafsdóttir leikkona Af hverju hafa Bond-myndirnar verið svona vinsælar? „James Bond er rómantísk of- urhetja sem heillar bæði kon- ur og karla. Konur falla fyrir honum af því að hann er alltaf hryllilega sætur, orðheppinn og svo er hann séntilmaður fram í fing- urgóma. Karlar öfunda hann af ævintýralegum slagsmálum og skotbardögum, græjunum og ekki síst Bond-stúlkunum. Svo er þess gætt að óvinurinn í hverri mynd sé alltaf á einhvern hátt í takt við tíðarandann.“ Hvernig lýsa þær heiminum? „Svipað og Tinna-bækurnar gera. Allt staðlaðar erkitýpur.“ Hvernig finnst þér samskipti kynjanna sett fram í þeim? „Kvenímyndir í ævintýrum eru gjarnan einsleitar. Konurnar reyn- ast Bond misóþægur ljár í þúfu en eins og í öllum góðum ævintýrum enda þær uppi í með honum. Þó er innkoma M í nýjustu myndunum til marks um breytta tíma.“ Hvernig Bond-mynd myndir þú gera? „Ég myndi gera myndina Nort- hern Lightstorm þar sem Bond tekur að sér að uppræta skelfileg- an glæpahring sem makkar í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og stefnir að því að knésetja hag- kerfi heimsins. Svo myndi ég bjóða Gordon Brown og Alistair Darling á frumsýninguna.“ Af hverju hafa Bond-myndirnar ver- ið svona vinsælar? „Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um það. Sjálfur er ég með lítið þol fyr- ir Bond- formúlunni og hef ekki nennt að horfa á Bond- mynd í langan tíma. Byggjast vinsældirnar ekki bara á því að áhorfandinn getur nokkurn veginn gengið að því vísu hvað hann mun sjá? Ef þú fílar eina Bond mynd, þá fílarðu þær allar (og öfugt).“ Hvernig lýsa þær heiminum? „Er þetta ekki allt voða mikið Við (hinn siðmenntaði, vestræni, enskumælandi heimur) á móti Þeim (allir hinir)? Bond er sjálfs- dýrkunarspegilmynd heimalands- ins og allir aðrir samansull af staðaltýpum ólíkra landa.“ Hvernig finnst þér samskipti kynjanna sett fram í þeim? „Bond-stelpurnar eru aðalkven- hlutverk seríunnar og þar er stöð- ugt skipt um leikkonur (fyr- irsætur), sem eiga það allar sameiginlegt að vera flottar kyn- verur – það virðist í raun vera megintilgangur þeirra, enda Ef þú fílar eina þá fílarðu allar Bond-myndirnar karlaveldi út í gegn. Konurnar eru víxlanlegar, hver sem er getur komið í stað þeirrar á undan, á meðan Bond er staðfastur – þótt skipt sé um leik- ara á áratugar fresti er persónan alltaf sú sama. Er boðskapurinn þá ekki augljós?“ Hvernig Bond-mynd myndir þú gera? „Ég myndi gera gamaldags hefndarmynd. Bond er að hætta í þjónustu hennar hátignar því hann er orðinn ástfanginn fjöl- skyldufaðir sem þráir ekkert heit- ar en að setjast í helgan stein. Þar sem leyniþjónustan vill ekki missa besta útsendarann sinn lætur hún myrða fjölskyldu hans í laumi og kennir glæpasamtökum um ódæð- ið. Bond dregst aftur inn í þjón- ustuna og upprætir samtökin sem hann telur bera ábyrgð á dauða fjölskyldu sinnar, en kemst í leið- inni að sannleikanum um svikin. Hann lætur sem ekkert sé og tek- ur langan tíma til hefndar. Á dul- arfullan hátt deyr hver félagi hans á fætur öðrum í sendiförum og smátt og smátt myrðir Bond alla sem vinna fyrir leyniþjón- ustuna. Í hádramatísku lokaatriði myrðir hann Q og M og alla nán- ustu yfirmenn sína á tryllings- legan hátt og fremur síðan sjálfs- morð.“ Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndafræðingur MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA! ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI ÓTRÚLEG UPPLIFUN, SJÓN ER SÖGU RÍKARI! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á AKUREYRI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ BANGKOK DANGEROUS kl. 8 B.i. 16 ára JAMES BOND: QUANTUM OF... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MY BEST FRIEND´S GIRL kl. 8 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 10:20 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Á SELOSSI Brjálæðislega fyndin mynd í anda American Pie! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA JAMES BOND: QUANTUM OF... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ MAX PAYNE kl.10:10 B.i. 16 ára Af hverju hafa Bond-myndirnar verið svona vinsælar? „Hann styðst við sígilda formúlu: Elt- ingaleik, tæknibrellur, baráttu góðs og ills. Hann er afsprengi viðtekinnar venju og ögrar ekki lífi fólks.“ Hvernig lýsa þær heiminum? „Myndabálkurinn lýsir draumi Breta um heimsyfirráð. Hann er þrá eftir virðingu og viðurkenningu á að vera bestur og mestur. Skilaboðin eru: Við erum nafli alheimsins og þið eruð smá- stirni.“ Hvernig finnst þér samskipti kynjanna sett fram í þeim? „James Bond er glaumgosi og Bond-stúlkurnar svokölluðu eru gálur. Hann er fyrirmynd annarra glaumgosa: stendur í miðjunni umkringdur fáklæddum konum. James Bond er karlinn sem ræður sér sjálfur en er ævinlega reiðubúinn til að fórna sér fyrir föðurlandið. Konur eru viðföng. Samskiptin eru með öðrum orðum úrelt.“ Hvernig Bond-mynd myndir þú gera? „Segjum að ég fengi það verkefni að skrifa handritið að næstu Bond- mynd þá yrði því handriti örugglega hafnað. Ég myndi láta Bond vera dökkan (eins og Barack Obama), þá yrði hann sennilega samkynhneigður og hræddur við kóngulær eins og Bond var í Dr. No.“ Bretland nafli alheimsins Gunnar Hersveinn heimspekingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.