Morgunblaðið - 12.11.2008, Page 2
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra
framkvæmdi í gær húsleit í höfuð-
stöðvum Stoða, sem áður hétu FL
Group, vegna rökstudds gruns um
skattalagabrot. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að um tugur manna á
vegum embættisins hafi farið inn á
skrifstofu félagsins og tekið afrit af
skjölum og tölvugögnum. Um er að
ræða bókhaldsgögn frá árunum 2005
til 2007. Aðgerðin stóð yfir í nokkrar
klukkustundir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa aðgerðir skattrann-
sóknarstjóra átt sér um hálfs árs að-
draganda eða frá því að FL Group
skilaði ársreikningi fyrir árið 2007.
Síðan þá hefur Skattstjórinn í
Reykjavík, að undirlagi embættis
skattrannsóknarstjóra, kallað eftir
gögnum frá félaginu. Búið var að
senda félaginu nokkur bréf með fyr-
irspurnum um rekstur þess og óskum
um nánari útskýringar á ákveðnum
kostnaðarliðum. Samkvæmt stjórn-
sýslureglum hafa félög í athugun hjá
skattayfirvöldum andmælafrest og
meðferð málsins því tafist.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri segist ekki mega tjá sig
um einstök mál. „Það hvílir þagnar-
skylda á okkur lögum samkvæmt og
hana virðum við.“
Sex milljarða
rekstrarkostnaður
Í ársreikningi FL Group fyrir árið
2007 kom fram að heildarrekstrar-
kostnaður félagsins hefði numið 6.153
milljónum króna. Um 35 manns störf-
uðu að meðaltali hjá félaginu á þeim
tíma. Þá var rekstrarkostnaður FL
Group á árinu 2006 um 2,8 milljarðar
króna. Samanlagt hafði rekstur fé-
lagsins því kostað um níu milljarða
króna á tveimur árum.
Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn
hjá FL Group í fyrra var liður sem
kallaðist „annar kostnaður“ og hljóð-
aði upp á tæpa 3,5 milljarða króna.
Þegar falast var eftir nánari sundur-
liðun á þessum lið fengust þau svör að
þar undir væru húsnæðiskostnaður,
tölvu- og tæknimál, styrktarmálefni,
markaðs- og kynningarkostnaður,
ferðalög starfsmanna, aðkeypt þjón-
usta og kostnaður vegna upplýsinga-
veitna.
IGG-kostnaður vakti athygli
Heimildir Morgunblaðsins herma
að eitt þeirra atriða sem hefði vakið
sérstaka athygli skattayfirvalda hefði
verið að beinn útlagður kostnaður
vegna fyrirhugaðrar yfirtöku FL
Group á breska félaginu Inspired
Gaming Group (IGG) á seinni hluta
ársins 2007 hefði numið 792 milljón-
um króna. Hjá FL Group fengust þær
upplýsingar á sínum tíma að kostn-
aðurinn væri tilkominn vegna að-
keyptrar sérfræðiaðstoðar og um-
saminna bótagreiðslna til IGG þar
sem hætt hafði verið við yfirtökuna.
Inni í þeim tölum var ekki innanhúss-
kostnaður FL Group vegna hinnar
ætluðu yfirtöku. Ekki hefur fengist
uppgefið hverjir fengu greiðslurnar
vegna sérfræðiaðstoðarinnar.
FL Group ætlaði að greiða um 50
milljarða króna fyrir IGG í lok síðasta
árs en félagið framleiðir meðal annars
leikjaskjái á bari, bingóvélar og veð-
málastöðvar. Þá var gengi bréfa í fé-
laginu um 340 pens á hlut. Í dag er
gengið 5,5 pens á hlut. FL Group tap-
aði um 80 milljörðum króna á árinu
2007. Á þeim tíma var það langmesta
tap sem íslenskt félag hafði tilkynnt
um.
Rannsókn á FL
Group/Stoðum
hófst fyrst í vor
Húsleit gerð hjá Stoðum/FL Group
Morgunblaðið/Golli
Skoðun Skattrannsóknarstjóri hefur Stoðir/FL Group til rannsóknar.
Í HNOTSKURN
» Stoðir/FL Group var al-menningshlutafélag fram
á mitt þetta ár.
» Félagið tapaði um 80milljörðum á árinu 2007.
» Kostnaður vegna launa oglaunatengdra gjalda var
2.510 milljónir kr. á þeim
tíma.
» Stoðir/FL Group eru semstendur í greiðslustöðvun.
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Roma
Aspen
Aspen-Lux
Verð kr. 139.900,-
Verð Kr. 174.900,-
Verð Kr. 269.900,-
Verðdæmi :
Patti lagersala
landsins mesta úrval af sófasettum
Yfir 200 tegundir af sófasettum
VERÐHRUN
Íslensk
framleiðsla
kr.69.900,-
verð frá
Bonn Verð Kr. 153.900,-
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í MINNISBLAÐI um kostnað við
ratsjáreftirlit, sem m.a. hefur verið
til skoðunar í fjármálaráðuneytinu,
kemur fram að ef ratsjáreftirliti
væri sinnt í Björgunarmiðstöðinni
í Skógarhlíð gæti kostnaður við
eftirlitið numið 400–500 milljónum
króna en ekki 822 milljónum eins
og nú er gert ráð fyrir.
Yrði í Björgunarmiðstöðinni
Ratsjáreftirliti, þ.e. rekstri rat-
sjárkerfisins sem Bandaríkjaher
byggði upp á sínum tíma, er nú
sinnt af Varnarmálastofnun og er
áætlaður kostnaður stofnunarinnar
vegna þess 822 milljónir króna á
þessu ári og er gert ráð fyrir að
hann verði svipaður á því næsta.
Miðað við kostnaðaráætlunina sem
er í minnisblaðinu væri því hægt
að spara 300–400 milljónir á ári.
Til samanburðar má t.d. nefna að á
fjárlögum 2008 var gert ráð fyrir
að kostnaður ríkissjóðs vegna
Námsgagnastofnunar myndi nema
380 milljónum króna.
Í minnisblaðinu er miðað við að
ratsjáreftirliti yrði sinnt í Björg-
unarmiðstöðinni allan sólarhring-
inn en auk þess væri vakt hjá
Flugstoðum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er kostnaðaráætlunin
ýtarleg. Gert er ráð fyrir að starfs-
mannakostnaður yrði 210-220
milljónir á ári, rekstur fasteigna
myndi kosta um 80 milljónir á ári
og annar kostnaður, s.s. vegna við-
halds á ratsjám og við fjarskipti,
yrði hátt í 200 milljónir. Ef þessar
fjárhæðir eru teknar saman nemur
kostnaðurinn um 500 milljónum.
Í minnisblaðinu er einnig fjallað
um möguleika á að spara veru-
legar fjárhæðir með því að minnka
fjarskiptakostnað við ratsjáreftir-
litið. Fjarskiptin mætti bjóða út að
hluta eða öllu leyti og hugsanlega
væri einnig hægt að bjóða til-
teknum öðrum ríkisstofnunum að-
gang að ljósleiðaranetinu sem
fylgir ratsjárstöðvunum. Þannig
mætti spara hátt í 100 milljónir
króna.
Þá er í minnisblaðinu fullyrt að
hægt sé að minnka þann búnað
sem er í daglegri notkun og
minnka þar með viðhaldskostnað.
Togstreita í stjórnkerfinu
Varnarmálastofnun heyrir undir
utanríkisráðuneytið. Eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu hef-
ur dómsmálaráðuneytið talið að
verkefnið gæti fallið undir stofn-
anir þess og þá í umsjón flug-
umferðarstjóra og Björgunar-
miðstöðvarinnar í Skógarhlíð en
þar eru fyrir stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar, Neyðarlínan og Fjar-
skiptamiðstöð lögreglu.
Allt of dýrt eftirlit?
Samkvæmt minnisblaði væri 300 – 400 milljónum ódýrara að
láta ratsjáreftirlit fara fram í Björgunarmiðstöðinni
Fylgst er með flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu á tveimur stöð-
um, þ.e. hjá Flugstoðum og hjá Varnarmálastofnun.
Hlutverk Flugstoða er að fylgjast með merkjum sem koma frá svoköll-
uðum svarratsjám sem nema merki frá borgaralegum flugvélum. Merkin
frá svarratsjánum eru grundvöllur þess að flugumferðarstjórar geti stýrt
flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Varnarmálastofnun fylgist með svonefndum frumratsjám en þær greina
bæði þau loftför sem gefa frá sér merki og þau sem ekki gefa frá sér merki
og láta jafnvel ekki vita af sér þegar þau koma inn á flugstjórnarsvæðið.
Dæmi um slíkar vélar eru rússnesku „birnirnir“ sem stundum fljúga hjá.
Fylgjast með ókunnum vélum
Morgunblaðið/Eyþór
Fortíð Bandaríski herinn byggði upp ratsjáreftirlitskerfið og uppfærði það reglulega með ærnum tilkostnaði, allt
þar til árið 2006 þegar herinn mat ástandið sem svo að hernaðarleg ógn væri ekki fyrir hendi á Íslandi.
FÓLKI liggur mikið á hjarta þessa dagana. Það kem-
ur meðal annars fram í því að sjaldan eða aldrei hefur
verið meiri áhugi meðal almennings á að skrifa grein-
ar. Morgunblaðið bregst við þessu með því að birta
með nýjum hætti greinar sem tengjast efnahagsmál-
unum, með yfirskriftinni „Skoðanir fólksins“.
„Morgunblaðið hefur í gegnum tíðina verið vett-
vangur fyrir opna umræðu. Á tímum sem þessum er
afar brýnt að fólk viti að það geti komið skoðunum sín-
um á framfæri og borið upp spurningar sem ná til
meginþorra þjóðarinnar. Með því að auka vægi um-
ræðugreina í blaðinu vill Morgunblaðið sýna að það
tekur alvarlega hlutverk sitt sem málþing þjóð-
arinnar,“ segir Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórn-
arfulltrúi á Morgunblaðinu.
Í greinunum lýsa margir áhyggjum sínum yfir þróun
efnahagsmála, fólk er reitt, þar er að finna gagnrýni,
ábendingar, tillögur og síðast en ekki síst spurningar
en blaðið er einnig vettvangur þeirra sem geta svarað.
Hér stígur fram á sviðið jafnt fólk sem að öðru jöfnu
skrifar ekki í blöð sem og sérfræðingar og vanir
greinahöfundar.
Greinum er skilað í innsendikerfi Morgunblaðsins, á
mbl.is. | 28-33 helgi@mbl.is
Skoðanir fólksins
Morgunblaðið birtir greinar um efnahagsmálin á sérstök-
um síðum Farvegur fyrir áhyggjur, tillögur og spurningar