Morgunblaðið - 12.11.2008, Qupperneq 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
Lífeyrissjóðir gerðu stóra fram-
virka gengissamninga, svokallaða
afleiðusamninga, við Kaupþing,
Glitni og Landsbanka áður en bank-
arnir féllu. Samningarnir eru þess
eðlis að sjóðirnir tóku stöðu með því
að íslenska krónan myndi styrkjast.
Því vann það gegn hagsmunum líf-
eyrissjóðanna ef gengisvísitala
hennar hækkaði og krónan veiktist.
Sú hefur verið raunin það sem af er
þessu ári og lífeyrissjóðirnir því tap-
að verulega á samningunum.
Viðræður við stjórnvöld í gangi
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR skulduðu
gömlu viðskiptabönkunum samtals
67 milljarða króna þann 9. október
vegna óhagstæðrar gengisþróunar
krónunnar. Sjóðirnir höfðu gert
samninga og veðjað á styrkingu
krónunnar en ekki veikingu.
Þann 9. október var gengisvísital-
an 175 og hefur krónan veikst síðan.
Ef gera ætti upp samningana á nú-
verandi gengi þyrftu lífeyrissjóðirn-
ir að greiða yfir 100 milljarða króna
til bankanna vegna þeirra.
segir að sjóðirnir hafi átt í viðræðum
við stjórnvöld um lausn málsins.
„Lífeyrissjóðirnir hafa í gegnum tíð-
ina verið með sérstaka gjaldeyris-
varnarsamninga. Við höfum átt í við-
ræðum við stjórnvöld upp á
síðkastið með hvaða hætti það ætti
að gera slíka samninga upp eða
hvort markaðsbrestir hafi átt sér
stað þannig að hægt sé að víkja
þessum samningum til hliðar. Þær
viðræður eru enn í gangi og ég býst
við að þetta muni skýrast núna í vik-
unni. Við teljum að ekki sé eftir
neinu að bíða. Það eru gífurlega
miklir hagsmunir í húfi.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa viðræður lífeyrissjóð-
anna verið við Fjármálaeftirlitið
(FME), skilanefndir bankanna og
viðskipta- og fjármálaráðherra.
Vilja skuldajafna við bankana
Lífeyrissjóðirnir eru stórir kröfu-
hafar í þrotabú gömlu bankanna þar
sem þeir áttu mikið af skuldabréfum
frá þeim. Virði þeirra bréfa er mun
hærra en virði afleiðusamninganna
og því skulda gömlu bankarnir sjóð-
unum. Heimildir Morgunblaðsins
herma að lífeyrissjóðirnir hafi lagt
til að samningarnir verði skuldajafn-
aðir. Ekki hefur náðst samkomulag
um á hvaða gengi það yrði gert.
Lífeyrissjóðir gætu tapað miklu á
afleiðusamningum við bankana
Lífeyrissjóðir gætu tapað tugum milljarða á framvirkum gengissamningum Ræða við stjórnvöld
Í HNOTSKURN
» Allir afleiðusamningarföllnu bankanna urðu eftir í
þrotabúum þeirra.
» Morgunblaðið sagði nýver-ið frá því að samkvæmt
heimildum þess hefðu innlend
og erlend fjárfestingafélög
ásamt vogunarsjóðum, með
milligöngu banka, gert afleiðu-
samninga tengda krónunni upp
á allt að sjö hundruð milljarða
króna. Í þeim samningum var
tekin staða gegn krónunni.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
HÓPUR hollenskra innistæðueig-
enda í Icesave-reikningum Lands-
bankans þar í landi hefur sent full-
trúa sína til Íslands til að afla
upplýsinga um stöðu mála og funda
með fulltrúum skilanefndar Lands-
banka og íslenskra stjórnvalda.
Um er að ræða hóp fólks sem átti
yfir 100.000 evrur á reikningum Ice-
save, en innistæður í Hollandi eru
aðeins tryggðar upp að þeirri fjár-
hæð. Alls munu 469 manns hafa átt
yfir 100.000 evrur inni á reikningum
bankans, en 232 þeirra hafa bundist
samtökum. Fjögurra manna sendi-
nefnd kom hingað til lands í gær og
verður fram á laugardag.
Innistæður fáist greiddar
Talsmaður hópsins, Gerard van
Vliet, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að meginmarkmiðið væri eðli-
lega að tryggja að innistæðurnar
fengjust greiddar. „Aðalatriðið er
ekki endilega að fá innistæðurnar
greiddar sem fyrst. Við þurfum hins
vegar að fá það svart á hvítu að þær
fáist greiddar. Sum okkar höfðu lagt
inn á Icesave-reikninga fé, sem þau
þurfa að geta notað núna. Fáum við
staðfestingu á því að féð fáist greitt
að fullu getur þetta fólk farið til ann-
arra banka og fengið hjá þeim brú-
arlán þar til féð fæst greitt.“
Segir van Vliet að fundað verði
með skilanefnd Landsbankans í dag
eða á fimmtudag. „Við viljum fá upp-
lýsingar um hver eignastaða gamla
Landsbankans er og hvað gera eigi
við eignirnar. Fyrir nokkrum vikum
átti bankinn eignir upp á milljarða
evra og þær eru enn einhvers virði.
Þá þurfum við að fá að vita hvort
selja eigi eignirnar sem fyrst, eða
hvort sitja eigi á þeim þar til þær
hækka í verði. Eins og áður segir
skiptir ekki öllu máli hvenær við
fáum innistæður okkar greiddar og
því vildum við gjarnan að málum
væri þannig háttað að sem mest
fengist fyrir eignir bankans.“
Verið er að ganga frá því að hóp-
urinn hitti fulltrúa stjórnvalda, en
van Vliet segist ekki vita ennþá hve-
nær sá fundur verði haldinn. „Við
þurfum að vita hvort ákvæði neyð-
arlaganna standi enn sem fyrr. Í
þeim er gert ráð fyrir að innistæður
njóti forgangs við greiðslur úr
þrotabúum bankanna og skiptir það
miklu máli fyrir okkur að fá staðfest
að það fyrirkomulag standi enn.“
Greint var frá því í Morgunblaðinu
í gær að fulltrúar stærstu erlendu
kröfuhafa bankanna muni hitta
skilanefndir þeirra á næstu dögum.
Hafa margir þeirra látið í ljós áhuga
á að taka hlutabréf í íslensku bönk-
unum upp í skuldir og taka þátt í
áframhaldandi rekstri og fjármögn-
un þeirra.
Vilja fé sitt greitt
Hollenskir innistæðueigendur funda
með Landsbanka og stjórnvöldum
!
!
!
"!
!
#$%$
& '
()*+
#,!
!
!
!
!
!
!!"
!"#" $
,-
. /-
,$ 0 $12/-
" 3 0 $12/-
+4 /-
-+2 -5 6
7.
0 $12/-
8 129 " /-
/-
*:;&
* 11 <"1 = >(?> -@/-
A1 /-
%&&$!'!() *# #
, ., B
, .:
$
1: +" (C $B "
&D/
?/-
E 13= /-
! +! ),#&-
F
1 B,1 1F$
"0 /-
2=? /-
.*/0 #
"1!*
!
!
!!
"
!
"
"
E=2
)@$=G$
8 12*
<
H
<
<
HH
<
<
<
H
<
<
H
H
<
<
H
<
<
<
I
I
<
IHH
HIH
<
I
<
<
I
I
<
<
HI
I
<
I
<
<
I
<
<
<
<
HI
<
I
<
<
I
<
<
I
I
<
<
I
I
<
(?3
=2 <
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
H
<
<
#
=
=
H
<
H
H
H
H
H
,)
,)
,)
,)
,)
,)
,)
HAUST-
RÁÐSTEFNA
FÉLAGS LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA
Félag löggiltra endurskoðenda
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
568 8118 fle@fle.is www.fle.is
Skráning kl. 8:15
Setning - Margret G. Flóvenz, formaður FLE
Ávarp - Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra
Kauphöll á umbrotatímum
Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX á Íslandi
Skyldur skráðra félaga til upplýsingagjafa
Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs NASDAQ OMX á Íslandi
Stóra bóla
Gylfi Zoëga, Prófessor við Háskóla Íslands
Upplýsingar í ársreikningum félaga á markaði
og gagnsemi þeirra fyrir greiningaraðila
Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur
Staða og framtíðarhorfur á íslenskum hlutabréfamarkaði
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Nýja Kaupþings banka
Reikningsskil skráðra félaga á Íslandi
Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi hjá Seðlabanka Íslands
Hádegisverður - Setrið og Hvammur
Endurreisn hlutabréfamarkaðar – Aftur til fortíðar
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital
Eftirlit með ársreikningum fyrirtækja á markaði
Geir Geirsson, endurskoðandi hjá Ársreikningaskrá RSK
Sjónarmið hins almenna fjárfesta
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta
Ráðstefnuslit kl. 14:30
Hlutabréfamarkaðurinn
– hrun & endurreisn
Ráðstefnustjóri : Eggert Teitsson, endurskoðandi og forstöðumaður
reikningshalds Nýja Kaupþings banka.
Ráðstefnugjald með hádegisverði : 18.000 kr.
Ráðstefnan er opin félagsmönum FLE, FIE og öðrum þeim sem áhuga hafa.
Þátttökutilkynning berist Félagi löggiltra endurskoðenda fyrir 12. nóvember.
FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER, GRAND HÓTEL REYKJAVÍK