Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 27

Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 » Það hlýtur að vera forgangsefni rík- isvaldsins á krepputím- um að vera ekki drag- bítur á sveitarfélögin … Höfundur er borgarfulltrúi og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstir grænna. svarað, meðan leyndarhyggjan og pukrið ríkja í framkomu rík- isstjórnar við almenning þessa lands er sveitarfélögunum líka haldið í myrkrinu. Vinna við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 2009 stendur nú sem hæst, án þess að tekjustofnar sveitarfélaganna liggi fyrir. Það er með öllu óásættanlegt. Ætli ríkisstjórnin að standa við stóru orðin um að reisa við atvinnu- lífið og standa vörð um heimilin í landinu, verða sveitarfélögin að vera fullir þátttakendur. Þau þurfa að hafa fulla aðkomu að ákvarðanatöku og stefnumótun til framtíðar. Rík- isstjórnin verður að gera þeim það kleift. Það hlýtur að vera algjört for- gangsefni ríkisvaldsins á krepputím- um að vera ekki dragbítur á sveit- arfélögin sem hafa mikinn metnað til þess að verja grunnþjónustuna í þágu almennings í þessu landi. Rík- isstjórninni ber að tryggja sveit- arfélögum útvegi og fjármagn til verka og það strax. er í uppgjöfina hjá mörgum. Kenn- arar eru stoltir fagmenn og reyna í lengstu lög að fást við vandamál sem upp koma hjá nemendum en oft ganga þeir svo nærri sér að kulnun í starfi er einboðin. Til þess að gæta hagsmuna barna af ábyrgð verður skólinn að bjóða upp á heildstæða nærþjónustu sem gagnast barninu afdráttarlaust. Í dag vantar upp á þessa þjónustu. Félagsráðgjafar starfa við fjölmarga skóla í dag sem námsráðgjafar. Hagsmunagæslu barna yrði að mínu mati best borgið í skólunum með því að boðið væri upp á þjónustu hjúkrunarfræðings, námsráðgjafa og félagsráðgjafa sem störfuðu saman að því að tryggja ör- yggi barna og ungmenna. Togstreita milli fagstétta hefur verið of áber- andi í samfélagi okkar og gagnast ekki hagsmunum barna en það eru einmitt þeir sem við verðum að hafa að leiðarsljósi, sérstaklega nú þegar álag á heimilin bitnar á börnum og ungmennum. Málþingið var spor stigið í átt að heildarsýn á aðstæður barnsins sem er barnavernd og veg- vísir. Höfundur er MSW félagsráðgjafi með sérfræðiréttindi sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi, náms- og starfs- ráðgjafi og kennari. TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR! ann í stól sinn er einn auðmanna sem skiptu fjölmiðlum á milli sín. Stjórn- völd höfðu reynt að stemma stigu við ofurvaldi auðmanna á fjölmiðlum; manna sem höfðu skipt landinu á milli sín. Niðurlæging íslenskra blaðamanna náði hámarki þegar þeir settu banana við dyr Alþingis til varnar herrum sínum. Og Blaða- mannafélagið steig dansinn. Þjóðin þekkir þessa sjóferð. Íslenskir fjöl- miðlar breyttust í málgögn sem öll mærðu auðmenn. Þeir kæfðu hvers kyns gagnrýni á framgöngu auð- manna sem höfðu tekið þjóðina í gíslingu. Nú er leikurinn að endurtaka sig. Fjölmiðlar eru harðsvíruð málgögn sem keyra Evrópuumræðuna í skjóli auðmanna sem hafa spilað rassinn úr buxunum. Það er ekkert jafnvægi í umræðunni, önnur sjónarmið kæfð nú þegar þjóðin stendur frammi fyr- ir stærstu ákvörðun sinni. Í fjöl- miðlum birtist veikleiki hins litla ís- lenska samfélags því svo ótrúlega auðvelt er að ná tökum á skoð- anamyndun samfélagsins. Er ekki rétt að staldra við? » Í fjölmiðlum birtist veikleiki hins litla ís- lenska samfélags ... Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.