Morgunblaðið - 12.11.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.11.2008, Qupperneq 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Atvinnuauglýsingar Störf í boði Húsgagnaframleiðandi óskar eftir að ráða: Aðstoðarmann bólstrara: Æskileg reynsla af smíðum. Saumatækni: Æskileg reynsla af iðnaðar- saum (bólstrun). Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsögn og ferilskrá sendist á innbu@simnet.is Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Lager- og skrifstofu- húsnæði Til leigu á Krókhálsi 4. 300 m² lagerhúsnæði, stór vöruhurð. 135 m² lagerhúsnæði, stór vöruhurð. 180 m² skrifstofuhúsnæði. Hagstætt leiguverð, 990 krónur pr. m². Nánari upplýsingar í síma 821 1400. Fundir/Mannfagnaðir Suður-Ossetía í ágúst Ljósmyndasýning frá rússnesku frétta- stofunni ITAR-TASS um stríðsaðgerðirnar í Kákasus-lýðveldinu Suður-Ossetíu í ágúst- mánuði sl. verður opnuð í húsakynnum félagsins MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtu- daginn 13. nóvember kl. 19. Við opnun sýningarinnar flytur sendiherra Rússlands, ViktorTatarintsév, ávarp og sýnd verður kvikmynd. Kaffiveitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. MÍR Tilkynningar Auglýsing um skipulag – Þingeyjarsveit Tillaga að deiliskipulagi fyrir virkjun í Nípá, Þingeyjarsveit Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 16. okt. s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir virkjun í Nípá, Árteigsvirkjun 4, skv. 25. grein laga nr. 73/1997 m.s.br. Um er að ræða 750 kW virkjun við Árteig. Gert er ráð fyrir 15 metra langri stíflu með 2.760 m langri þrýstipípu að 75 fer-metra stóru stöðvarhúsi. Deiliskipulagið verður til sýnis á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugum, frá 17. Nóvember 2008 – 23. Desember 2008. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Þá eru upplýsingar og aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipu-lagstillögunina og skal þeim skilað skrif- lega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, eigi síðar en 30. des. 2008. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. 11. nóvember 2008. Sveitarstjórinn í Þingeyjarsveit, Tryggvi Harðarson. I.O.O.F. 9  189111281/2 I.O.O.F. 7.  189111271/2  Bk. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HELGAFELL 6008111219 IV/V GLITNIR 6008111219 I Félagslíf Raðauglýsingar ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NÍELS MARTEINSSONAR, Sléttuvegi 17. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga heima- hlynningar Landspítalans. Steinunn J. Bárðardóttir, Bárður Marteinn Níelsson, Sigrún Ólafsdóttir, Karen Níelsdóttir, Gunnar Örn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og frænda, SIGURÐAR PÉTURSSONAR prentara, Hraunbæ 102h, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Sóley Brynjólfsdóttir, Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall og fjölskylda. Við andlát vinar míns Sigurðar Hjaltasonar er genginn enn einn af íbúum sjávarþorpsins Hafnar í Hornafirði, sem þátt áttu í að móta bernsku og verða fyrirmyndir okk- ar sem fædd vorum upp úr miðri síðustu öld. Í lífsstíl þessa fólks fór mjög Sigurður Hjaltason ✝ Sigurður Hjalta-son fæddist í Hoffelli í Nesja- hreppi í Austur- Skaftafellssýslu 12. maí 1923. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu á Höfn 22. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafn- arkirkju 31. októ- ber. saman sú nægjusemi og hógværð sem ein- kenndi svo marga eldri Skaftfellinga og sá kjarkur og öryggi, sem verður til af far- sælum uppgangi og nægri atvinnu, þar sem allir þurfa samt að leggja hönd á plóginn svo vel fari. Slíkur staður var Höfn í Hornafirði og í minningunni er sól- skin. Sigurður Hjaltason var einn af kyndilberum þessa hóps bæði sak- ir mannkosta sinna og starfs sem sveitarstjóri í mörg ár, starfs sem í hans tilviki var unnið af svo heilu hjarta að þess munu fá dæmi. Bernskuminningar geta orðið að perlum, sem saman mynda festi eða eina heild. Þegar best lætur myndast upp úr þessu sá styrkur og það gildismat sem geta skapað sanna gæfu í lífinu. Umgengnin við heimili Sigurðar og hans elsku- legu konu Aðalheiðar Geirsdóttur eða Öllu, sem hún var oftast köll- uð, hefur skapað nokkuð margar perlur á lífsfesti undirritaðrar. Hún átti þeirri gæfu að fagna að verða æskuvinkona elstu dóttur þeirra Margrétar og eiga samleið með henni 10 ár í skóla. Saman mynduðu þau Alla og Siggi vissa heild með þann andblæ í kringum sig, sem gerði heimilið svo gott og skemmtilegt sem raun bar vitni, sannan gnægtabrunn fræðslu, ör- yggis og gleði. Vinir dætranna urðu þeirra vinir og hjartarýmið var ótakmarkað. Ásamt því að eiga góða foreldra og bernsku- heimili markar umgengni við góð- ar manneskjur gæfubraut. Vil ég að lokum þakka Öllu minni og öllu hennar fólki fyrir skilyrðislausa hlýju og góðsemi frá fyrstu tíð. Guð styrki þau og blessi minningu Sigurðar Hjaltasonar. Guðrún Eiríksdóttir. Kveðja frá Lionsklúbbi Hornafjarðar Félagi okkar Sigurður Hjalta- son, fyrrverandi sveitarstjóri á Höfn, lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 22. október sl. Við félagarnir viljum minnast hans á kveðju- stund með virðingu og þökk. Sigurður var einn af stofnfélög- um klúbbsins fyrir 42 árum og hefur starfað með honum síðan af einlægni og stórhug og mætt á fundi reglulega þar til á þessu starfsári að hann varð að taka sér frí vegna heilsubrests. Hann var maður góðum dyggðum búinn og rækti öll störf sín í þágu klúbbsins af áhuga og samviskusemi. Á fundum var hann tillögugóður og jákvæður og mikill mannasættir. Það var ávallt gleði í kringum Sig- urð og mörg hnyttin tilsvör hans verða lengi í minnum höfð. Hann skilur eftir skarð í hópnum sem vandfyllt verður. En eftir lifir minning um mætan félaga og góð- an vin. Kæra Aðalheiður, börn, fjöl- skyldur og annað venslafólk. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við ykkur öllum. Guð blessi minninguna um góð- an félaga og mikinn mannvin. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbbi Hornafjarðar, Hreinn Eiríksson. Sigurður Hjaltason var gerður að heiðursborgara Hafnar í Hornafirði hinn 12. maí 1993 á sjö- tugsafmæli hans. Hann varð sveit- arstjóri á Höfn árið 1964 og gegndi því starfi samfellt í 18 ár eða til ársins 1982. Tími hans í stóli sveitarstjóra var mesti upp- gangstími sveitarfélagsins og íbú- um fjölgaði ört. Það var því í mörg horn að líta varðandi uppbyggingu mannvirkja og bætta þjónustu við fólkið. Byggður var gagnfræðaskóli, íþróttahús, leikskóli og stjórn- sýsluhús svo eitthvað sé nefnt. Eftirspurn eftir lóðum jókst mikið og fyrstu tíu ár hans í embætti voru byggð yfir 120 íbúðarhús á Höfn. Mestan þann tíma sem hann gegndi stöðu sveitarstjóra var hann ekki með marga starfsmenn á sínum snærum. Það mæddi því mikið á Sigurði við að halda utan um lóðaúthlutanir, skipulagsmál, gatnagerð og hafnargerð svo eitt- hvað sé nefnt enda var eftir því tekið hversu þaulsætinn hann var og vinnuvikan löng. Sigurður var gætinn í öllum embættisfærslum, farsæll í starfi og vel liðinn af samferðafólkinu. Eftir að Sigurður lét af starfi sveitarstjóra gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi til árs- ins 1991. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf að sveitarstjórnarmálum 1. janúar 1992. Eftir að starfsferli lauk sýndi Sigurður áfram mikinn áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og var þar í forystu um tíma. Sumarið 2007, þegar Höfn fagnaði 110 ára afmæli, vígði Sig- urður sérstaka gönguleið um götur Hafnar. Eftir að ég réð mig til starfa fyrir sveitarfélagið fyrir meira en fjórum árum ræddi ég stundum við Sigurð. Hann var glaðlyndur og ég skynjaði ávallt mikinn hlý- hug frá honum í minn garð sem mér þótti afar vænt um. Héraðið sér nú á eftir góðum manni sem lagði drjúgan skerf til uppbygg- ingar samfélagsins á Hornafirði. Fyrir hönd bæjarstjórnar Hornafjarðar votta ég fjölskyldu Sigurðar innilega samúð. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði. Sigurður Hjaltason var einn af þeim einstaklingum sem lögðu grunn að uppbyggingu Hafnar í Hornafirði. Í sveitarstjóratíð hans var mikil fjölgun íbúa á Höfn og hvert íbúðarhúsið af öðru reis af grunni, heilu göturnar sum árin. Hann lét ekki sitt eftir liggja og stjórnaði framkvæmdum sjálfur ef því var að skipta. Sigurður var mikill framfara- og umbótamaður þótt hann væri líka þægilega íhaldssamur á sinn hátt. En umhyggja hans fyrir samfélag- inu og íbúum þess var alltaf efst á blaði. Ég átti því láni að fagna að starfa náið með Sigurði tvö síð- ustu árin sem hann vann á vett- vangi sveitarstjórna. Hann var þá framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Við ferðuðumst saman frá Höfn á stjórnarfundi hjá SSA, oft í rysj- óttu veðri, og áttum saman góðar stundir og eftirminnileg samtöl. Ég lærði jafn mikið eða meira þessi tvö fyrstu ár mín í sveit- arstjórnarmálum en þau tíu sem í hönd fóru. Fyrir það þakka ég Sigurði Hjaltasyni ekki síst. Í hópi sveitarstjórnarmanna naut hann mikillar virðingar. Sigurður sat ekki aðgerðalaus eftir af hafa lokið ævistarfinu. Alla opna fundi á vegum sveitarfé- lagsins sótti hann og mér er sér- staklega kært að minnast fé- lagsfunda í Kríunni sem hann lét ekki framhjá sér fara. Þar nutum við ungliðarnir sannanlega reynslu hans og handleiðslu. Ég vil að lokum þakka Sigurði Hjaltasyni alla þá hvatningu og vináttu sem hann sýndi mér alla tíð. Það var gott að eiga hann að sem bakhjarl. Og Aðalheiði, dætr- unum og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gísli Sverrir Árnason.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Hjaltason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.