Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
Iggul Piggul ætlar í lestarferðmeð Ninký Nonk. Hvað ætlarOpsý Deisí að gera?“ Svo seg-
ir í einni bókinni um Iggul Piggul
og Opsý Deisí sem búa í næt-
urgarði ásamt Tomblibúum,
Mökku Pökku og lestinni Ninký
Nonk. Nýlega komu út tvær harð-
spjaldabækur fyrir allra yngstu
börnin um þessar kynjaverur sem
sum börn kannast við úr barna-
þættinum Í næturgarði sem sýndur
hefur verið í Sjónvarpinu. Í næt-
urgarði eru eftir þá sömu og sköp-
uðu Stubbana og líkt og í þeim
byggist allt á endurtekningum og
fallegum litum og formum. Ég
prófaði að lesa bækurnar fyrir
tæplega átta mánaða gamlan son
minn og hann gleypti við þeim,
fannst hljóðin sem komu út um
munn móður sinnar merkileg, „Uu-
...Deisí Dúúú!, Mikka makka múú-
úú!“, og reyndi að plokka mynd-
irnar úr bókinni sem er virkilega
litskrúðug og skemmtileg.
Bækurnar tvær um Snillingana,Faldi fjársjóðurinn og Við er-
um litlu snillingarnir, eru líka
byggðar á sjónvarpsþáttum. Í þeim
segir frá snillingunum fjórum; Leó,
Rún, Anný og Einsa, sem lenda í
allskonar ævintýrum á flauginni
Rauðku. Lesandinn þarf að aðstoða
þau við að leysa ýmsar þrautir og
bak við flipa á síðunum leynast oft
svörin. Bækurnar eru skemmtilega
skreyttar og fá börnin til að taka
þátt í fjörinu. Helsti gallinn er sá
að mér finnst miðað við að lesand-
inn þekki sjónvarpsþættina auk
þess sem fliparnir eru heldur
veiklulegir, ef börnin eru ekki
þeim mun eldri og prúðari, verða
þeir rifnir strax af.
Í sögunni um Dúdda litla eftirPeter Schössow segir frá Kaf-
teini Magna músastýri og skips-
félögum hans á dráttarbátnum
Drangey. Magni finnur óvenjulegt
egg í flæðarmálinu og út úr því
klekst Dúdúfuglinn Dúddi. Aðrir
hafa augastað á Dúdda og endar
hann eins og margar sjaldgæfar
dýrategundir í dýragarði. Magni
og félagar bjarga honum þaðan og
leggja upp í ævintýrlega ferð til að
koma honum aftur til síns heima.
Sagan um Dúdda litla er fallega
myndskreytt, þetta eru engar
„Disney“-myndir heldur eru þær í
mildum litum og margt er að skoða
á hverri mynd. Sagan er líka fal-
leg, henni er ekki ætlað að
„heilaþvo“ börn eða kenna þeim
eitthvað. Það kemur líka ýmislegt
fyrir í sögunni sem ekki er vaninn
að sjá í barnabókum í dag, það er
blótað hressilega, vindlar reyktir
og skipsfélagarnir fara á knæpu
saman til að ræða málin. Það er
ekkert kjaftæði í þessari bók, held-
ur er þetta fallega saga um nokkra
roskna sjómenn sem eignast óvart
dúdúunga sem þeir þurfa að sinna.
Af íslenskum barnabókum semeru nýjar í búðarhillunum má
nefna Skrímslapest eftir Áslaugu
Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rak-
el Helmsdal. Þetta er fjórða bókin
um litla og stóra skrímslið. Í þetta
skiptið liggur stóra skrímslið í ból-
inu með skrímslapest, litla skrímsl-
ið ætlar að hressa upp á vin sinn en
stóra skrímslið er eitthvað öf-
ugsnúið. Vinirnir leysa þó úr
ágreiningnum að lokum. Bæk-
urnar um skrímslin tvö eru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ekki aðeins eru
myndirnar óvenjulegar og
skemmtilegar heldur eru sögurnar
líka frábærar og jafn skemmti-
legar að lesa fyrir unga jafnt sem
aldna.
Önnur dásamleg bók sem er
komin út er sagan um Pétur og úlf-
inn eftir Sergei Prokofief. Bókin er
myndskreytt með myndum úr sam-
nefndu brúðuleikriti sem Bernd
Ogrodnik sýndi m.a í Þjóðleikhús-
inu. Myndirnar í bókinni eru mjög
skýrar og litskrúðugar, brúður
Bernd eru mannlegar og heillandi.
Þetta er ein fallegasta barnabók
sem ég hef séð í langan tíma, svo
falleg að mig langaði mest af öllu
að komast inn í heim Péturs, rölta
um skóginn þar sem úlfurinn býr
og fá mér kaffi hjá afanum og
Pétri í litla húsinu. Ég sé fyrir mér
að mörg börnin eigi eftir að sogast
inn í ævintýrið um Pétur og úlfinn.
Að lokum er vert að nefna einabarnabók í viðbót sem er
nokkuð ólík þeim fyrrnefndu en á
mikið erindi til allra barna. Það er
bókin Við erum öll fædd frjáls, í
henni er mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna sett fram í
skýru og einföldu máli. Hópur
listamanna var fenginn til að
myndskreyta við hverja yfirlýs-
ingu og er bókin því einkar fjöl-
breytt. Þetta er bók sem foreldrar
eiga að lesa með börnum sínum svo
þau geti spurt út í mannréttindi sín
og fengið útskýringu á.
ingveldur@mbl.is
Mikka makka múúúú!
» Það er ekkert kjaft-æði í þessari bók,
heldur er þetta falleg
saga um nokkra roskna
sjómenn sem eignast
óvart dúdúunga sem
þeir þurfa að sinna.
Mannréttindi Í Við erum öll fædd frjáls er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna sett fram í skýru máli.
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Jólablað Morgunblaðsins
Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn
28. nóvember.
Meðal efnis er:
• Jólafötin á alla fjölskylduna.
• Hátíðarförðun litir og ráðleggingar.
• Uppáhalds jólauppskriftirnar.
• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á
aðventu og jólum.
• Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.
• Smákökur.
• Kökuuppskriftir
• Eftirréttir.
• Jólakonfekt.
• Jólauppskriftir frá kokkum.
• Vín með jólamatnum.
• Laufabrauð.
• Gjafapakkningar.
• Jólagjafir.
• Kertaskreytingar.
• Jól í útlöndum.
• Jólakort.
• Jólabækur og jólatónlist.
• Jólaundirbúningur með börnunum.
• Margar skemmtilegar greinar sem tengjast
þessari hátíð ljóss og friðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
og fróðleiksmolum.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16,
föstudaginn 21. nóvember.
TÓNLIST
Norræna húsið
Píanótónleikarbbbbn
Snorri S. Birgisson píanóleikari lék tón-
smíðar eftir Hauk Tómasson, Þorkel Sig-
urbjörnsson og Ólaf Óskar Axelsson.
Miðvikudagur 5. nóvember
ÉG hef heyrt þá skoðun viðraða að
ef börn alist upp við stöðuga sí-
bylju í útvarpinu, þá læri þau ekki
að hlusta á tónlist, verði jafnvel
ónæm fyrir henni. Nú hefur fyrsta
kynslóðin sem ólst upp á Íslandi
með tónlist úr síbyljustöðvunum í
bakgrunninum væntanlega slitið
barnsskónum og má ætla að deyf-
andi áhrif slíkrar tónlistar í
bernsku hafi skilað sér í fíkn í eins
konar neikvætt áreiti síbyljunnar,
með tilheyrandi öryggisleysi ef
slökkt er á tónlistinni. Ekki skiptir
endilega máli hvaða tónlist er spil-
uð; allt er betra en þögn.
Síbyljan getur líka verið list-
form í sjálfu sér. Segja má að svo-
kölluð ambient-tónlist sé þannig
listform, þ.e. draumkenndur mús-
íkkliður sem byggist á endurtekn-
ingum og hefur það að markmiði
að skapa notalegt andrúmsloft.
Slík tónlist er orðin býsna vinæl
og maður greinir áhrif hennar
víða. Ég var staddur á hádegistón-
leikum í Norræna húsinu á mið-
vikudaginn þegar ég heyrði eins
konar ambient-tónlist, að þessu
sinni verkið Glacial Palace eftir
Hauk Tómasson. Snorri S. Birg-
isson lék það á píanó og hófst tón-
smíðin, sem hér var frumflutt, á
þrástefjun kuldalegra hendinga og
hljóma er síðan bráðnuðu upp í
dáleiðandi tónamistur síendurtek-
inna hendinga. Það var notalegt
áheyrnar. Að vísu var hljómur
flygilsins sjálfs dálítið harður, sem
dró nokkuð úr ánægjunni, og kom
það óþægilega á óvart því þegar
ég heyrði í flyglinum síðast var
hann talsvert mýkri. Sennilega
þarf eitthvað að laga hljóm hljóð-
færisins.
Hvað um það; annað á tónleik-
unum var prýðilega leikið af
Snorra. Hið sígilda Apaspil Þor-
kels Sigurbjörnssonar var gætt
alls konar skemmtilegum lit-
brigðum og nokkur frábær smá-
verk eftir Ólaf Óskar Axelsson
voru athyglisverð. Flest þeirra
voru að hljóma í fyrsta sinn þótt
nokkuð sé síðan þau voru samin;
þetta eru íhugular tónsmíðar, eins
og tónskáldið hafi verið að velta
einhverju merkilegu fyrir sér og
samið um það tónlist. Túlkun
Snorra var líka tilfinningaþrungin
og maður naut hvers tóns; leikur
hans var vandaður og skýr, en
jafnframt gæddur viðeigandi inn-
lifun.
Snorri hefur áður leikið tón-
smíðar Ólafs, sem er gott mál því
þessi músík á fullt erindi í ís-
lensku listalífi. Vonandi heyrir
maður meira af henni í framtíð-
inni.
Jónas Sen
Síbyljasíbyljasíbylja …