Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 44
ur jólalög, en hann söng eitt ástsæl- asta jólalag þjóðarinnar, „Jólahjól“, með Sniglabandinu árið 1987. Það má því segja að Stefán sé í vissum skilningi kominn fullan hring, því hann vakti fyrst athygli lands- manna þegar hann söng um jóla- hjólið. Á nýju plötunni kennir annars ýmissa grasa og stíla, en hún ku vera drekkhlaðin gullfallegum, grípandi og vönduðum lögum sem í framtíðinni eiga vafalaust mörg eftir að fylla flokk sígildra jóla- laga líkt og „Jólahjólið“. jbk@mbl.is 44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008  Páll Óskar hélt upp á útgáfu Silfursafnsins á laugardaginn síð- asta, í skugga mótmæla myndu einhverjir segja en það er sko fjarri sanni. Páll Óskar var frá upphafi til enda umkringdur sín- um alhörðustu aðdáendum og í lok dags hafði hann veitt hvorki meira né minna en 500 eiginhandarárit- anir. Vinsælli en nokkru sinni fyrr Fólk EIN handa þér er heitið á jólaplötu sem Stefán Hilmarsson sendir frá sér á næstu dögum. Þar er á ferðinni fyrsta sólóplata Stefáns í 11 ár, eða frá því hann sendi frá sér plötuna Popplín árið 1997. Þar áður hafði Stefán gert tvær sólóplötur, Eins og er … árið 1996 og Líf árið 1993. Góðir gestir syngja á plötunni með Stefáni, þau Ellen Kristjánsdóttir, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson. Stefán hefur aldrei sungið inn á plötu með Ellen og Helga, og því um viss tímamót að ræða. Þótt um sé að ræða fyrstu jólaplötu Stefáns er þetta langt frá því að vera í fyrsta skipti sem kappinn syng- Stebbi syngur inn jólin á nýrri plötu Helgi Björnsson Björgvin Halldórsson  Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hjördís Rut Sigurjónsdóttir hefði tekið við stjórnartaumunum á tímaritinu Nýju lífi af Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur sem nú er far- in í fæðingarorlof. Einhverra hluta vegna var ekki einu orði minnst á Ástu Andrésdóttur sem stýrt hefur tímaritinu ásamt Ingibjörgu und- anfarin misseri en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins lét Ásta af störfum á dögunum þegar fyrir lá að töluverður niðurskurður yrði á blaðinu. Hjördís Rut sem áður starfaði á Mannlífi, fyllir því skarð tveggja ritstjóra og á þeim tíma þegar lífsstíll fólks einfaldast til muna og auglýsendum fækkar. Er Nýtt líf búið undir það nýja líf sem framundan er? Er Nýtt líf búið undir nýtt líf?  Eftir að hafa haldið okkur spenntum í þrjár vikur hefur Sigur Rós ákveðið að hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Parachutes hiti upp fyrir lokatónleika sveit- arinnar í Höllinni 23. nóvember. Báðar sveitirnar hafa túrað með Sigur Rós á árinu. Fjölskylda og vinir á sviðinu í Höllinni Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var skemmtileg kvöldstund sem við áttum með Klaus á hár- greiðslustofu á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Við hristum þetta fram úr erminni í skrílslátum – þetta var bara leikið af fingrum fram,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari um at- hyglisverð myndskeið sem hafa vakið nokkra athygli á Youtube og víðar að undanförnu. Þar fer Ólafur með hlut- verk þýska stílistans Klaus Sverr- issonar sem hefur fengið það hlut- verk að lappa upp á útlit hljómsveitarinnar GusGus. Aðspurður segist Ólafur líklega ekki geta talist meðlimur GusGus fjöllistahópsins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „En okkur fannst þetta að vísu svo skemmtilegt að það var rætt um að Klaus færi jafnvel á túr með sveitinni. Hann hefði ábyggilega gaman af því, blessaður.“ Í Tankinum á Flateyri „Allt sem Klaus segir í þessum myndskeiðum stendur, þetta er engin lygi,“ segir Stephan Stephensen, bet- ur þekktur sem President Bongo, um karakterinn. „Hann er að fara að breyta hljómsveitinni, og bjarga henni úr þessari tilvistarkreppu sem við erum í þessa dagana. Hann þarf að finna handa okkur nýjan stíl og hressa aðeins upp á gamlingjana,“ segir hann í léttum dúr. Eins og margir eflaust vita nýtur GusGus töluverðra vinsælda í Þýska- landi, og því engin tilviljun að stílist- inn komi þaðan. „Við höfum fært nán- ast alla okkar starfsemi frá bæði Los Angeles og London til Þýskalands. Og vissulega þykir okkur gott að vera í Þýskalandi og þess vegna er Klaus ættaður þaðan. En hann er reyndar búinn að vera víðar, til dæmis í Sví- þjóð,“ útskýrir Stephan sem var í lest á leið til London þegar blaðamaður náði tali af honum. Þar var hann að spila í teiti sem haldið var í gærkvöldi í tilefni af útkomu bókar Charlies Strands, Project: Iceland. Fimmta hljóðversplata GusGus er væntanleg innan skamms, en sveitin hefur verið dugleg við að spila efni plötunnar á tónleikum að und- anförnu. „Við erum að fara í upp- tökuver í lok mánaðar og ætlum að taka upp í Tankinum á Flateyri. Síð- an verðum við með svokallaða „show- case“ tónleika í Berlín hinn 10. des- ember þar sem við bjóðum plötuna út. Ein tíu til tólf plötufyrirtæki ætla að sjá og heyra, og sjá hvort áhugi sé fyrir samstarfi,“ segir Stephan. Aðspurður segir hann að nýja plat- an verði líklega ekki eins „upbeat“ og sú síðasta – hin frábæra Forever. „Það er þessi átt sem við erum að fara í, svona pínu meira „dub“, þannig að það má kannski segja að hún verði aðeins rólegri. En það er ekki búið að taka hana upp þannig að við vitum ekki hvað gerist fyrr en „the fat lady sings“.“ GusGus til sölu  Þýski stílistinn Klaus Sverrisson kallaður til  Nýjasta plata sveitarinnar boðin út á svokölluðum „showcase“-tónleikum í Berlín hinn 10. desember Smekklegir Þeir Biggi, Daníel og Stebbi hafa greinilega notið leiðsagnar stílista að undanförnu. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SÍÐASTLIÐINN föstudag fékk rithöfundurinn Óttar M. Norð- fjörð í hendurnar bók sína Tíu litlir bankastrákar aðeins tveim- ur vikum eftir að hann fékk hugmyndina að henni. Um er að ræða skopstælingu af hinni frægu barnagælu Tíu litlir negrastrákar eftir Septimus Winner þar sem hinum ólukku- legu söguhetjum er skipt út fyr- ir persónur úr íslensku við- skiptalífi. Þar má sjá Björgólfsfeðgana, Davíð Odds- son, Jón Ásgeir og fleiri heltast úr „banka“-lestinni einn af öðr- um, yfirleitt sökum eigin hugs- unarleysis. „Þetta er stysta fæðing sem ég hef tekið þátt í,“ segir Óttar. „Það var alveg ótrúlegt að fá hana í hendurnar tveimur vikum eftir að ég fékk hugmyndina. Það tók mig svona tvo til þrjá daga að gera bókina og svo var hún send beint í umbrot og prentun.“ Í fyrra gaf Óttar út bókina Jón Ásgeir og afmælisveislan og núna fannst honum hann vera knúinn til þess að gera eitthvað meira vegna ástandsins en bara að mæta á mótmælafundina á Austurvelli. „Mér fannst það nánast vera siðferðisleg skylda mín að gera eitthvað. Eftir að ég komst yfir það sjokk að heyra að Ísland væri orðið gjaldþrota var ég stanslaust að hugsa um hvað ég gæti gert. Ég vissi að ég gæti ekki lifað með sjálfum mér nema ég gerði eitthvað. Ég er því afskaplega glaður að hafa fengið þessa hugmynd og svo fyrir að hafa framkvæmt hana. Mér líður vel með það,“ segir Óttar er mætir eflaust á Aust- urvöll næsta laugardag. Vögguvísur fyrir börn kreppunnar Tíu litlir bankastrákar Björgólfur eldri fær að kenna á því hjá Guði. Óttar M. Norðfjörð gefur út bók á mettíma Polydistortion (1997) This Is Normal (1999) Attention (2002) Forever (2007) Aðrar plötur: Gus Gus (1995) Gus Gus vs. T-World (2000) Mixed Live at Sirkus, Reykjavik (2003) Hljóðversplötur GusGus Þjóðverjinn Klaus Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.