Morgunblaðið - 12.11.2008, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
ÞEGAR Terry Darlington og eiginkona
hans fóru á eftirlaun létu þau gamlan
draum rætast og keyptu
sér bát þeirrar gerðar
sem tíðkast í skipa-
skurðum í Bretlandi:
grunnristur, ríflega tveir
metrar á breidd og tæpir
nítján metrar á lengd.
Slíkar skektur duga vel í
siglingum á þröngum
skurðum, en þau ætluðu
sér stærri hluti eins og
lýst er í bókinni Narrow Dog to Carcas-
sonne.
Í bókinni segir Terry Darlington frá
þeirri hugdettu þeirra hjóna að sigla eins
og leið lá frá Wales til Carcassonne í sunn-
anverðu Frakklandi – 1.600 sjómílna sigl-
ingu og þar á meðal yfir Ermarsund sem
enginn hefði talið að væri unnt á viðlíka
fleyi. Allt gekk þó að óskum, þó stundum
hafi þau verið hætt komin eins og rakið er í
bókinni og þá ekki bara á Ermarsundi,
heldur eru franskir skipaskurðir öllu meiri
um sig en þeir bresku.
Það gefur augaleið að slík og þvílík sigl-
ing tekur langan tíma, ekki síst hjá bát sem
sigldi að jafnaði ekki nema 6 hnúta á
klukkutíma, um 11 kílómetra hraða, og þeg-
ar svo hægt er farið getur varla verið frá
miklu að segja. Darlington kemst þó vel frá
frásögninni, segir frá í sprettum og svo
kímilega að bókin er hin besta skemmtun.
Ekki er síst skemmtilegt að fá aðra mynd af
Frakklandi en maður hefur áður séð, því
fólkið sem þau hitta á langri siglingu sinni
suður eftir landinu er upp til hópa skemmti-
legir furðufuglar.
Þess má geta að Darlington-hjónin héldu
í aðra siglingu að þessari lokinni, sigldu frá
Virginíuríki í Bandaríkjunum til Mexíkó-
flóa og sendu nýverið frá sér bók um þá
frægðarför.
Siglt
suðreftir
Narrow Dog to Carcassonne eftir Terry Darling-
ton. Bantan Books gefur út. 423 síðna kilja.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Gate House – Nelson
DeMille
2. Extreme Measures – Vince Flynn
3. The Brass Verdict – Michael
Connelly
4. The Lucky One – Nicholas
Sparks
5. A Good Woman – Danielle Steel
6. The Story of Edgar Sawtelle –
David Wroblewski
7. Bones – Jonathan Kellerman
8. Rough Weather – Robert B. Par-
ker
9. Testimony – Anita Shreve
10. A Lion Among Men – Gregory
Maguire.
New York Times
1. The White Tiger – Aravind
Adiga
2. The Shack William P. Young
3. The Gift – Cecelia Ahern
4. The Book Thief – Markus Zu-
sak
5. This Year it Will be Different
– Maeve Binchy
6. Azincourt – Bernard Cornwell
7. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
8. Brute Force Andy McNab
9. The Business – Martina Cole
10. The Almost Moon – Alice Se-
bold
Waterstone’s
1. World Without End - Ken Fol-
lett
2. Remember Me - Sophie Kin-
sella
3. Timebomb - Gerald Seymour
4. Thread of Fear -Laura Griffin
5. Quickie - James Patterson
6. Compulsion - Jonathan Kell-
erman
7. Damnation Falls - Edward
Wright
8. Exit Ghost - Philip Roth
9. Girl With the Dragon Tattoo -
Stieg Larsson
10. Amazing Grace - Danielle Steel
Eymundsson
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Hinrik VIII. Englandskonungur
hefur löngum vakið áhuga manna
enda átti hann forvitnilega ævi og
stormasamt einkalíf sem kallar á
áhugaverða umfjöllun. Elísabet 1.,
dóttir hans, hefur sömuleiðis vak-
ið gríðarlegan áhuga enda af-
burðamanneskja sem gerði Eng-
land að stórveldi. Eldri dóttir
Hinriks, Blóð-María, hefur fengið
sinn skerf af athygli og þá helst
vegna ofsókna sinna gegn mót-
mælendum. Nokkuð hljótt hefur
hins vegar verið um einkason Hin-
riks, Játvarð VI. og kannski ekki
nema von því hann lést einungis
15 ára gamall.
Nú er komin út ævisaga prins-
ins sem varð konungur níu ára að
aldri og ríkti í sex ár. Bókin heitir
Edward VI - The Lost King of
England og er eftir Chris Skid-
more. Í inngangi segist hann ár-
um saman hafa verið heillaður af
sögu Játvarðs.
Kornungur konungur
Fæðing Játvarðs árið 1537 var
kannski mesti hamingjudagur í lífi
föður hans, Hinriks 8., sem hafði
beðið í 27 ár eftir því að eignast
karlkyns erfingja. Tólf dögum eft-
ir fæðingu Játvarðs lést móðir
hans, Jane Seymour.
Samtímamenn litu á Játvarð
sem undrabarn. Hann talaði latínu
og frönsku reiprennandi, skrifaði í
laumi hugleiðingar á grísku sem
hann faldi fyrir aðstoðarmönnum
sínum og sökkti sér niður í guð-
fræði mótmælendatrúar og hug-
myndafræði húmanista. Hann las
mikið og átti gott bókasafn. Á
valdatíma hans tók enska kirkjan
á sig varanlegt mót og prentfrelsi
jókst.
Þar sem konungur var barn
réðu ráðgjafar hans ríkinu og milli
þeirra ríkti tryllingsleg valdabar-
átta. Móðurbróðir Játvarðs und-
irbjó samsæri gegn hinum unga
konungi og var tekinn af lífi þegar
upp komst. Annar móðurbróðir
hans var sömuleiðis tekinn af lífi.
Konungur til fyrirmyndar
Ítalskur læknir og stjörnufræð-
ingur sem hitti Játvarð lýsti hon-
um sem myndarlegum en sagði
hann líta út fyrir að sýnast eldri
en hann væri og að hann bæri sig
eins og gamall maður. Hann væri
afar greindur og framkoma hans
væri öll til fyrirmyndar.
Í aprílmánuði 1553 veiktist Ját-
varður. Læknar voru ráðalausir.
Játvarður ákvað á dánarbeði að
tilnefna eftirmann sinn. Með réttu
hefði krúnan átt að fara til elstu
hálfsystur hans, Maríu. En hún
var öfgafullur kaþólikki og Ját-
varður mátti ekki til þess hugsa að
hún tæki við ríkinu. Hann horfði
einnig framhjá Elísabetu, yngri
hálfsystur sinni, og valdi frænku
sína Jane Grey sem arftaka sinn
en hún var mótmælandi.
Játvarður lést í júlí 1553 og varð
öllum harmdauði því miklar vonir
höfðu verið bundnar við hann.
Bók um son Hinriks VIII.
Gleymdur konungur
Játvarður VI. Konungurinn sem dó fimmtán ára gamall.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
ENGIN MISKUN.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
- H.J., MBL - Ó.H.T., RÁS 2
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
My best friend’s girl kl. 10:15 B.i. 14 ára
Max Payne kl. 10:15 B.i. 16 ára
Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
The House Bunny kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
650k
r.
Quantum of Solace kl. 6 - 8:30 - 11 B.i. 12 ára
Where in the world is ... kl. 6 - 8 B.i. 10 ára
The Women kl. 5:30 LEYFÐ
Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Burn after reading kl. 10:15 B.i. 16 ára
Max Payne kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Quantum of Solace kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára
Quarantine kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
“…MEÐ BETRI SPENNU-
MYNDUM ÁRSINS!”
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
,,FRÁBÆR VIÐBÓT VIÐ LENGSTU
KVIKMYNDASERÍU ALLRATÍMA OG
GEFUR NÝLEGUM HASARMYNDUM
EKKERT EFTIR.”
- V.J.V., -TOPP5.IS/FBL
“BESTA SPENNUMYND
ÁRSINS HINGAÐTIL.”
- D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM
“STANSLAUS KEYRSLA
FRÁ UPPHAFITIL ENDA”
-S.V., MBL
“FYRSTA FLOKKS
BOND-MYND”
- Þ.Þ., DV
- D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
- V.J.V., -TOPP5.IS/FBL
-S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
TOPPMYNDIN
25.000 MANNS Á
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTTOPPMYNDIN Á ÍSLANDI!
25.000 MANNS Á 5 DÖGUM!
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS!
NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI!
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
650k
r.
650k
r. FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
650k
r.
650k
r.