Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 4
4 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Vorganga á mæðradag Vorganga Styrktarfélagsins Göngum saman verður farin frá Skautahöll- inni í Laugardal og Eyrarlandsstofu á Akureyri klukkan 11 og gengið í klukkutíma. Ekki verða mismunandi vegalengdir eins og misritaðist í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING                            !! STJÓRNMÁL Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokksins, efnir til fundar í dag með flokks- mönnum. Hyggst hann ræða stöðu Frjálslynda flokksins og þjóðmálin. Sem kunn- ugt er þurrkað- ist Frjálslyndi flokkurinn út af þingi í kosn- ingunum í apríl og á kjörtíma- bili sveitar- stjórna hafa tveir af fjórum sveitarstjórnarmönnum flokks- ins sagt sig úr honum. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Frjálslynda flokks- ins að Skúlatúni 4 í Reykjavík og hefst klukkan eitt. - bþs Frjálslyndi flokkurinn: Guðjón fundar með flokksfólki GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON VINNUMARKAÐUR Fréttir af hækk- andi álverði á heimsmarkaði eru gríðarlega jákvæðar að mati Verkalýðsfélags Akraness. Þetta auki atvinnuöryggi þeirra starfs- manna sem vinna í álverum. Í pistli á heimasíðu félagsins eru bundnar vonir við að álverð hækki enn, því kjarasamning- ur starfsmanna hjá Norðuráli á Grundartanga eru lausir um áramót. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að álverðið haldi áfram að stíga upp á við því það mun klár- lega auðvelda samningsaðilum að ná saman,“ segir í pistlinum. Enda eigi stóriðjufyrirtæki að láta starfsmenn sína njóta góðs af velgengni í rekstri. - kóþ Verkalýðsfélag Akraness: Álverð auðveldi kjarasamninga BANDARÍKIN Atvinnuleysi mæld- ist 8,9 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnu- málastofnunarinnar í gær. Þetta jafngildir því að 13,7 milljónir Bandaríkjamanna séu nú án atvinnu vestanhafs. Fjöld- inn hefur ekki verið jafn mikill í 26 ár, eða frá 1983. Til samanburðar eru allir íbúar Svíþjóðar og Noregs fjór- tán milljónir talsins. Samkvæmt gögnum Vinnu- málastofnunarinnar var 539 þús- und manns sagt upp vestan hafs í mánuðinum. Það er talsvert minna en búist var við og eru menn bjartsýnir á að farið sé að hægja á uppsagnahrinunni. - jab Atvinnuleysi ekki meira í 26 ár: Fjórtán milljón- ir án vinnu Á VINNUMÁLASKRIFSTOFUNNI Atvinnu- leysi í Bandaríkjunum jafnast á við að Norðmenn og Svíar mæli göturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 25° 20° 14° 13° 21° 25° 16° 16° 20° 15° 25° 24° 33° 13° 12° 19° 13° Á MORGUN 3-8 m/s Suðlægar áttir. MÁNUDAGUR Hvasst við vestantil annars hægari. 4 2 1 0 -1 0 0 4 4 5 -2 7 4 3 4 10 11 12 14 9 10 19 8 5 4 6 4 8 8 7 9 7 VETRARLEGT Heldur er vetrar- legt um að líta á norðanverðu landinu og nokkuð svalt þessa dagana, í það minnsta lítið sem minnir á sól og sumaryl. En það hlýnar frá og með morgundeginum og búast má við tveggja stafa tölum um miðja vikuna. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður UTANRÍKISMÁL „Við viðurkenn- um að breska fjármálaeftirlitið hefur skyldum að gegna gagnvart Kaupþing Singer Friedlander sem breskt dótturfélag,“ segir í yfirlýs- ingu frá breska forsætisráðuneyt- inu sem Fréttablaðinu barst í gær. Með orðum sínum á breska þing- inu á þriðjudag um íslenska ábyrgð á eftirliti með innlánsstofnunum, hafi Brown hafi ekki verið að tala um Christie-sjúkrahúsið, sem átti í viðskiptum við Singer Friedland- er, heldur hafi hann verið að fjalla um áhrif falls íslensku bankanna á breiðari nótum. „Hann var einungis að setja málið í samhengi,“ segir fjölmiðla- fulltrúi breska forsætisráðuneyt- isins og vill ekki samþykkja að í ræðu Browns á þriðjudag hafi hann annað hvort ekki gert sér grein fyrir mismunandi breskum reglum sem giltu um Kaupþing Singer Friedlander sem bresk- um banka annars vegar og Lands- bankann sem íslenskum banka hins vegar, eða Brown hafi vitað betur en verið að vísa umræðunni á rangar brautir með því að tala um ábyrgð Íslands í málinu. Í yfirlýsingunni segir að þegar Brown vísaði í samningaviðræður við AGS hafi hann átt við aðstoð sjóðsins við Ísland, sem Bretar styðji. Fjölmiðlafulltrúinn reyndi að útskýra fyrir blaðamanni að Brown hafi annars vegar verið að vísa til samningaviðræðna Íslands og AGS í nóvember og hins vegar til Icesave-viðræðna Bretlands og Íslands. Það sem Brown hins vegar sagði á þinginu á þriðjudag var: „Ábyrgð- in liggur fyrst hjá íslenskum yfir- völdum að borga. Því eigum við í samningaviðræðum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og aðrar stofn- anir um það hversu hratt Íslend- ingar geta borgað þær skuldir sem þeir eru í ábyrgð fyrir.“ Þegar fjölmiðlafulltrúanum breska var bent á að yfirlýsing breska forsætisráðuneytisins kæmi á engan hátt saman við það sem Brown sagði á þinginu, svar- aði hann því til að tími til svara í spurningatíma til forsætisráð- herra væri knappur og því hafi þetta komið svona út. Hann hafi hins vegar meint allt annað. Ekki fengust svör við því við hvaða aðrar stofnanir Brown var að vísa til, né heldur hvernig bresk yfirvöld munu bregðast við formlegum kvörtunum íslenskra stjórnvalda. „En ég er viss um að eitthvert svar mun berast,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn að lokum. svanborg@frettabladid.is Downingstræti snýr út úr orðum sínum Í svari breska forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að Bret- ar viðurkenni ábyrgð á innlánum í Singer Friedlander. Bretar eigi ekki í viðræð- um við AGS, þrátt fyrir að Gordon Brown hafi sagt annað á breska þinginu. GORDON BROWN Í yfirlýsingu sem breska forsætisráðuneytið sendi frá sér í gær er bakkað með allt það sem Gordon Brown sagði á breska þinginu á þriðjudag og olli óróa hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Gordon Brown, for- sætisráðherra Breta, vissi ekki betur þegar hann sagði bresk- um þingmönnum frá málefnum Christie-sjúkrahússins, Íslend- inga og Breta. Þetta segir Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokks- ins, í viðtali við Stöð 2, en hann spurði Brown upphaflega út í málið. Brown hafi því blekkt þingheim óviljandi, þegar hann sagði að Íslendingar bæru ábyrgð á glöt- uðum innstæðum í dótturfélagi Kaupþings, Singer & Friedlander. Hið sanna er að S&F fellur undir breska fjármálaeftirlitið. - kóþ Þingmaður íhaldsmanna: Brown vissi ekki betur GENGIÐ 08.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1237 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,08 125,68 188,18 189,10 167,61 168,55 22,498 22,630 19,331 19,445 15,913 16,007 1,2571 1,2645 187,82 188,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR UTANRÍKISMÁL „Þessi yfirlýsing staðfestir með ótvíræðum hætti að íslenska ríkisstjórnin fór með rétt mál, bæði hvað varðar AGS og ábyrgð á innlánum breska sjúkra- hússins,“ segir Össur Skarphéðins- son um yfirlýsingu breska forsæt- isráðuneytisins. „Það er mikilvægt að þarna kemur fram opinber yfir- lýsing um að breska ríkisstjórnin styðji samkomulag okkar við AGS. Það styrkir okkar stöðu.“ Össur fundaði í gær með Emmu Davis, fulltrúa breska sendiráðsins hér á landi, en breski sendiherrann er erlendisi. Eftir fundinn sagðist Össur hafa mótmælt yfirlýsingum Browns með hreinskiptum hætti. „Og gat þess að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Brown tæki með þessum hætti til orða um Íslend- inga,“ sagði Össur. Auk þess gekk Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í Bret- landi, til fundar við utanríkis- málaráðgjafa Gordons Brown og afhenti mótmælabréf. Aðspurður hvort þessi ummæli myndu hafa einhver áhrif á við- ræður Íslendinga og Breta um Icesave, sagði Össur: „Það er aldrei gott þegar menn eru komn- ir með mál í ákveðinn jákvæðan farveg þegar svona mál skyndi- lega spretta upp. Að því leytinu til var þetta alveg feikilega óheppi- legt hjá breska forsætisráðherr- anum að segja þetta svona.“ - ss Össur Skarphéðinsson kallaði fulltrúa breska sendiráðsins á fund til sín: Mótmælti með hreinskiptum hætti EMMA DAVIS Ég hef ekkert að segja, sagði fulltrúi breska sendiráðsins eftir fund með Össuri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.