Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 34
34 9. maí 2009 LAUGARDAGUR
Í
áratugi hefur Jón Eiríksson
frá Fagranesi farið með ferða-
menn yfir í Drangey, siglt
með suma umhverfis eyna og
farið upp á topp hennar með
þá sem djarfari og fótfrárri
eru. Hann fagnaði 80 ára afmæli
sínu í janúar síðastliðnum og þegar
blaðamaður náði ekki sambandi við
hann eftir fjölmargar símhringing-
ar í vikunni var farinn að læðast að
honum sá grunur að Drangeyjar-
jarlinn væri sestur í helgan stein og
svaraði engu kalli samtímans. En þá
er svarað í símann og þegar haft er
orð á því að reynt hafi verið lengi að
ná í hann svarar hann: „Já, ég var á
grásleppu svo það var ekki von að þú
næðir í mig. Ég fór líka út í eyju og
það hefur hrunið heilmikið úr henni.
Það er svona, alltaf er það svo að allt
önnur eyja heilsar manni að vori en
kvaddi að hausti.“ Sem sagt, jarlinn
var eins og hann átti að sér að vera.
Höfnin kostar eina lýtaaðgerð
Verið er að gera umfangsmiklar endur-
bætur á höfninni á Reykjaströnd en
þaðan er oftast farið út í Drangey.
Þar er einnig laugin þar sem Grett-
ir laugaði sig eftir Drangeyjarsund-
ið fræga. Jón sækir þó ferðalanga
einnig á Sauðárkrók og Hofsós. Nýtt
og glæsilegt timburhús hefur verið
reist að Reykjum en þar verður boðið
upp á gistingu og aðstöðu til að elda
og snæða. En þegar Jón er spurður
um kostnað við framkvæmdir sínar
geta svör hans verið á ýmsa vegu.
„Ég segi það nú svona meira í gríni
þegar ég er spurður hvað hafi kostað
að gera bryggjuna í Drangey,“ segir
Jón, „að hún hafi kostað á við and-
litslyftingu einnar konu.“ Hann vill
þó ekki segja til um hvaða kona fékk
þessa dýru lýtaaðgerð en einhvers
staðar las hann að hún hefði kostað
um fimm milljónir. „Reyndar hefur
hrunið hellingur á bryggjuna svo það
er ekki gott að segja hvor hafi látið
meira á sjá,“ segir hann og hlær við.
Einnar viku rekstur á forsetaemb-
ættinu er síðan verðmiðinn sem hann
setur á rafstöðina sem hann hefur
gert í hlíðinni.
Ruglaður karl að spyrja eftir mömmu
sinni
Árin virðast fara vel með bóndann á
Fagranesi og reyndar hans nánustu
líka. „Mér þótti ég alls ekki svo gam-
all hérna fyrir nokkrum árum þegar
ég var að heimsækja hana móður
mína. Mér er nú minnisstætt þegar ég
kom eitt sinn á ellideildina til hennar.
Þá hafði sú gamla brugðið sér frá og
ég spurði eina stúlkuna sem greini-
lega var nýbyrjuð hvar hún móðir
mín væri. Stúlkan sagði sínu sam-
starfsfólki að til hennar væri kominn
eldgamall karl sem greinilega væri
ekki með öllum mjalla því hann væri
að leita að mömmu sinni.“ Móðir Jóns,
Birna Jónsdóttir, lést í fyrra, 102 ára
að aldri.
Kerlingin einsömul í tvær og hálfa öld
Jarlinn lætur ekki hjá líða að segja
sögu Grettis þegar hann fer með
ferðamenn út í eyna. Ekkert er til
sparað við frásögnina. „Ég var eitt
sinn að segja fólkinu frá því þegar
Þorbjörn öngull var að reyna að ná
saxinu af Gretti þegar hann var
dauður,“ rifjar Jón upp. „Þá hélt hann
svo fast um það að þeir náðu því ekki
af honum hvernig sem þeir reyndu.
Nú, það hefur brunnið við að þegar
ég lýsi því hvernig Þorbjörn heggur
höndina af Gretti þá kippist konurn-
ar við, svo þær finna til með Gretti
dauðum.“ Ein kona í Skagafirði kipp-
ist þó seint við en það er Kerlingin;
kletturinn sem stendur sunnan við
Drangey. „Hún er búin að vera karl-
mannslaus síðan 11. september 1754.
Karlinn var norðanmegin við Drang-
ey en hann hrundi í miklum jarð-
skjálfta þennan örlagadag. Þá voru
þeir Eggert Ólafsson skáld og Bjarni
Pálsson náttúrufræðingur í tjaldi í
Sléttuhlíðinni. Í þessum látum hrundi
svo mikið úr Ketubjörgum að þeir sáu
brimskaflana hinum megin í firðin-
Bækurnar í fallegasta bandinu
eru ekki alltaf skemmtilegastar
Hann er oftast kallaður Drangeyjarjarl enda hefur hann farið með þúsundir ferðamanna út í eyna. Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi
við Jón Eiríksson frá Fagranesi og komst að því að hann hefur hitt Gretti Ásmundarson sem hvílir, mest allur, við túnfótinn.
Jarlinn segir frá því þegar hann var álitinn ruglaður þegar hann fór, aldraður maðurinn, að heimsækja móður sína.
JÓN EIRÍKSSON DRANGEYJARJARL MEÐ DRANGEY Í BAKSÝN Verið er að vinna að hafnarframkvæmdum við Reykjaströnd þar sem þessi mynd er tekin. Fjórar mílur eru frá Drangey sem þarna er í baksýn og að höfninni
svo þetta hefur verið dágóður sundsprettur hjá Gretti. Grettislaug er við höfnina, á bak við Jón. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Þannig að
það eru 156
kílómetrar
milli bols
og höfuðs
á Gretti ef
Vatnsskarð
er farið.Um fyrri ísbjörninn sem kom í Skaga-
fjörðinn í fyrra. Þess verður að geta að
Skíðastaðir eru í eyði.
Mjög er landsins vaskleg vörn
verður fátt til skaða.
Ekki hvítur bítur björn
bændur Skíðastaða.
Jón fárast oft yfir því að ekki megi gefa
meðaflann sem kemur í grásleppunetin.
Þótti honum síðan yfirgangur yfirvalda
keyra um þverbak þegar maður á Ísafirði
var sektaður fyrir að míga í sjóinn.
Nú gefst tæpast nokkur ró,
næsta fátt má veiða
og mígir þú í saltan sjó
sektir þarft að greiða.
Stökur Jóns Eiríkssonar
um og það eru um 30 kílómetrar. Frá
þessu segir í Ferðabókinni. Já, það
held ég nú.“
Hitti Gretti á miðilsfundum
Grettir er aldrei langt undan þegar
Jón er annars vegar. Leiði forn-
kappans er við túnfótinn á Fagra-
nesi en síðan virðist Grettir sjálf-
ur oft taka sér far með jarlinum út
í eyna þar sem hann hélt til sína síð-
ustu daga. Það kemur í ljós í spjalli
okkar Jóna þegar jarlinn er spurð-
ur hvort hann telji einhverja vætti
halda til í eynni. „Ég veit það ekki,“
svarar hann. „Annars hefur Grettir
komið á miðils fund til mín. Já, já,
hann kom að hitta mig svo ég spurði
hann um hitt og þetta.“ Og hvað fór
ykkur á milli? „Ja, hann sagðist vera
með mér oft og passaði að ég segði
enga vitleysu. Já, hann sagðist vera
mér vinveittur. Hann hefur reynd-
ar komið tvisvar. Í fyrra skiptið var
það á miðilsfundi hjá honum Þórhalli
en þá var ég nýbúinn að setja leg-
stein við leiðið hans á Fagranesi. Og
hann sagði að steinn inn færi vel. Svo
ég spurði hvort hann væri á réttum
stað og þá sagði Grettir: „Já, nokkuð
svona, annars er þetta farið að dreif-
ast.“„ Blaðamaður spyr hvernig beri
að skilja þetta svar Grettis, er hann
á víð og dreif?. „Ja, það hefur náttúr-
lega verið grafið oft þarna. Nú og svo
var hausinn grafinn annars staðar.
Nú, Þorbjörn hjó af honum hausinn
og fór með hann heim og geymdi
hann þar í útibúri í salti. Svo fór hann
til Bjargs og ætlaði að heyja féráns-
dóm eftir Illuga sem náttúrulega var
samsekur Gretti og Þorbjörn taldi
sig eiga arf eftir hann. En þá dreif að