Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 38
4 matur
600-700 g laxaflak, gjarnan
með roði
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
smátt
1/2 rautt chili-aldin, fræ-
hreinsað og saxað smátt
1 1/2 msk. hunang
3 msk. olía
1 msk. austurlensk fiskisósa
1 msk. sesamfræ
pipar
10 cm biti af gúrku
1/2 rauð paprika, fræhreins-
uð
1/2 lítill rauðlaukur
1-2 vorlaukar (má sleppa)
Skerðu laxinn í 2 1/2 til 3
cm breiðar sneiðar. Bland-
aðu hvítlauk, chili, hunangi,
olíu, fiskisósu, sesamfræi og
pipar saman í skál, veltu lax-
inum upp úr blöndunni og
láttu hann standa í kæli í að
minnsta kosti hálftíma (má
vera mun lengur). Hitaðu
grillið í ofninum. Taktu
laxinn úr legin-
um, settu hann
á bökunarplötu
sem pensluð hefur verið með
örlítilli olíu og grillaðu hann í
6-9 mínútur, eða þar til brún
og dálítið stökk skorpa hefur
myndast og laxinn er rétt
tæplega eldaður í gegn; tím-
inn fer eftir þykkt stykkjanna
en það þarf ekki að snúa lax-
inum. Skerðu á meðan gúrk-
una, paprikuna og laukinn
í litla teninga og blandaðu
þeim saman. Settu afganginn
af kryddleginum í pott, hitaðu
að suðu og láttu sjóða í 2-3
mínútur. Helltu honum svo yfir
grænmetisblönduna.
Settu laxinn á bakka og
dreifðu grænmetisblöndunni
yfir sneiðarnar. Með þessu
mætti til dæmis hafa soðin
hrísgrjón, sæta austurlenska
chili-sósu og límónu- eða sítr-
ónubáta.
AUSTURLENSKUR LAX
Fyrir fjóra til fimm
Ýmislegt má bera fram með réttinum, til dæmis brauð.
Laxinn má setja á bakka og dreifa grænmetisblöndunni yfir.
Nanna hefur gefið út bók með einföldum og góðum réttum.
Rétturinn er að sögn Nönnu bæði enfaldur og
fljótlegur í gerð og því má vel útbúa hann á
virkum degi þótt hann henti jafnt á veisluborð.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N