Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 82
54 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Stoðumhverfi nýsköpunar Þriðjudaginn 12. maí kl. 12:30-15:30 á Grand Hótel Reykjavík Ráðgjöf, fjármögnun og Vikan 6. - 14. maí verður helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Útflutningsráð og Samtök iðnaðarins halda fjölbreytta viðburði á tímabilinu sem nær hámarki með sameiginlegri kynningu þann 12. maí á Grand Hótel Reykjavík. Markmið kynningarinnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stoðkerfi nýsköpunar fyrir fyrirtæki og frumkvöðla á Íslandi. Eftirfarandi aðilar kynna þjónustu sína: Byggðastofnun, Einkaleyfastofan, Ferðamálastofa, Innovit, Kauphöllin, Klak, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís, Rannsóknaþjónusta HÍ, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð. Pallborðsumræður verða að kynningum loknum Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið evropumidstod@nmi.is Gestir eru velkomnir frá kl. 12:30 en formleg dagskrá hefst kl. 13:00. Fundarstjóri: Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr tengslamyndun www.rannis.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ari Matthíasson varaþing- maður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum. „Ég er í miðjum próflestri. Les heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Og hagfræði og húmor fara illa saman. Ef menn spyrja mig hagfræðilegrar spurningar eins og þá hvort fólk eigi að borga af lánum sínum um leið og ég á að tala um gamanleik eftir Daríó Fó verður skammhlaup. Það kemur ekkert,“ segir Ari Matthíasson, varaþingmaður og leikari. Ari tók þá ákvörðun, eftir stranga yfirlegu, að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Vinstri græna í Reykjavík suður. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða þingmaður þó ýmislegt hefði átt að verða til þess. Kynjakvót- inn, fléttulisti, var allt í einu ekki inni í myndinni af því það þóttu svo frambærilegar konur í boði! Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir fóru á þing. Ari tók 4. sæti á eftir Kolbrúnu Halldórsdótt- ur en 24,6 prósent útstrikanir Kol- brúnar dugðu ekki til að ýta Ara upp um sæti. Til þess hefði þurft 33 prósent. En Ari er engu síður, ásamt Kolbrúnu, varaþingmaður. Og nú vill nokkuð stór hópur neita að borga af lánum sínum. Um leið og þetta gerist er Ari að framleiða og leika í sýningu sem frumsýnd verður 6. júní í Borgarleikhúsinu og heitir Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Daríó Fó. Hár- beittur gamanleikur um það sem gerist þegar neyðin kennir naktri konu að spinna lygavef. Ari er því maðurinn til að svara spurning- unni: Á fólk þá ekki að borga? Eða hvað? Ara lætur illa að vera annað en hreinskilinn og honum finnst í raun galið ef fólk vill hlaupa frá skuldbindingum sínum. En segir þetta erfitt og viðkvæmt mál. „Ég hef fullan skilning og samúð með fólki sem borgar ekki af því það getur ekki borgað. En þeir sem geta borgað, verða þeir ekki að bera ábyrgð á skuldunum sínum? Það er eiginlega málið. Ég hef meiri samúð með fólki sem á ekki fyrir mat en þeim sem hafa áhyggjur af því að einbýlishúsið sé að lækka í verði. Og segja kannski: „Þeir létu mig taka erlent lán!“ Eigum við ekki að bera ábyrgð á gerðum okkar?“ segir Ari og togstreitan milli þess að vera yfirlýsingaglað- ur leikari og hagfræðimenntaður og diplómatískur varaþingmað- ur er nánast áþreifanleg. „Hitt er svo annað mál,“ heldur Ari áfram. „Að verkið eftir Daríó Fó, sem við erum búin að staðfæra til nútím- ans – situasjónin er raunveruleg – er um fólk sem fer að stela, er ekkert mjög klárt og spinnur lyga- vef. Sýning sem varðar geðheilsu Íslendinga. Leikritið heitir í raun- inni á ítölsku, við borgum ekki, við getum ekki borgað. Þýðingin á ensku er: We Won‘t Pay! We Can’t Pay.“ Það er fyrirtæki Ara, Nýja Ísland (áður Enron fyrir hrun) sem setur sýninguna upp og er valinn maður í hverju rúmi: Þröstur Leó leikstýrir en leikhópurinn er skip- aður þeim Ara, Halldóri Gylfasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Þrúði Vil- hjálmsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. jakob@frettabladid.is VARAÞINGMAÐUR- INN ARI Í VANDA HAGFRÆÐI OG HÚMOR FARA ILLA SAMAN Þegar Ari á að svara hagfræði- legum spurningum um hvort fólk eigi að borga af lánum sínum og ræða Daríó Fó verður skammhlaup. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VALINN MAÐUR Í HVERJU RÚMI Leikhópurinn, sem í eru þau Ari, Dóri Gylfa, Jói G., Þrúður og Maríanna Clara, hefur staðfært verkið sem fjallar nú um sjálfa geðheilsu Íslendinga. Christian Bale hefur upplýst að hann hafi ekki horft á eina einustu frétt um dauða mótleikara síns, Heath Ledger. Þeir léku saman í The Dark Knight þar sem Bale var Leðurblöku- maðurinn en Ledger Jókerinn. Bale vildi að eigin sögn ekki láta vanvita eyðileggja þá minningu sem hann hafð af leikaranum. „Ég horfði ekki á neinar fréttir. Ég þekkti hann, ég þekkti fjölskyldu hans og af hverju ætti ég að hlusta á einhverja hálfvita reyna geta í eyðurnar,“ segir Bale í samtali við Esquire-tíma- ritið. „Ég bókstaflega horfði ekki á eina ein- ustu frétt eða las nokkuð sem blöðin skrifuðu.“ Ledger dó í New York skömmu eftir að tökum á Batman var lokið og leikur grunur á að hann hafi látist af ofneyslu svefnlyfja. „Ef ég var að horfa á sjónvarpið og einhver frétt um Ledger kom þá skipti ég um stöð eða slökkti á sjónvarpinu, mér finnst svona vangaveltur ekki vera frétta- mennska,“ bætti Bale við. Hann viðurkennir að hann harmi enn sviplegt fráfall Ledgers enda hafi þeir deilt sömu ástríðu á því sem þeir voru að gera. „Sumir leikarar verða alveg forviða þegar ég er að leika og spyrja af hverju ég gangi svona langt og halda að ég sé eitthvað klikkað- ur. Ég sá hjá Heath sömu þrána og ástríðuna,“ segir Bale og bætir því að hann hafi lítil samskipti við leikara utan starfsins. „Nema Heath, hann var undantekningin frá þeirri reglu.“ Horfði ekki á fréttir Idol-dómarinn Paula Abdul hefur vísað því á bug að hún hafi verið háð verkjalyfjum. Hún segir ummæli sín á netsíðu tímaritsins Ladies´ Home Journal hafa verið tekin úr samhengi. Þar stóð að hún hefði verið háð lyfjum í mörg ár vegna ýmissa meiðsla sem hún hefði hlotið. Einnig stóð þar að hún hefði skráð sig á afslöppunarmið- stöð í Kaliforníu, eða svokallað spa, á síðasta ári til að losa sig við fíknina. „Það var mjög erfitt fyrir mig að heyra þetta og að það sé haft eitthvað eftir mér sem ég sagði aldrei,“ sagði Abdul í útvarpsvið- tali. „Ég hef aldrei farið í meðferð. Ég hef aldrei verið háð lyfjum eða misnotað þau og ég hef aldrei mis- notað áfengi. Ég hef aldrei verið drukkin í lífi mínu.“ Abdul sagðist hafa verið gestur á afslöppunarmiðstöðinni. „Ég var þarna í næstum þrjá daga og var að slappa af. Þetta er ekki meðferð- arheimili og ekki afeitrunarstaður. Þetta er lúxus-spa. Þetta er eins og að fara í stutt frí. Mig langaði bara að slappa af og fara í nudd og kannski hand- og fótsnyrtingu.“ Talsmaður Ladies´ Home Journal segir að tímaritið standi við allt það sem kom fram í greininni. Abdul ekki háð verkjalyfjum PAULA ABDUL Abdul hefur vísað því á bug að hafa nokkurn tímann verið háð verkjalyfjum. Hugh Jackman, aðalleikari X-Men Origins: Wolverine, hefur þakk- að aðdáendum sínum fyrir að hafa flykkst í bíó og skemmt sér yfir myndinni. Wolverine hefur verið aðsóknarmesta myndin beggja vegna Atlantsála og er Jackman afar þakklátur. „Ég er svo þakklát- ur aðdáendunum og öllum þeim sem fóru í bíó og virtust elska myndina. Mig langar bara að þakka þeim fyrir. Ég er ánægður með starfið mitt og mér líður eins heppnasta manni í heimi.“ Hann býst við því að framhalds- mynd sé væntanleg: „Aðdáendurnir hafa talað mikið um söguþráðinn og hann snýst um samúræja í Japan,“ sagði ástralski hjartaknúsarinn. Þakkar stuðninginn HUGH JACKMAN Aðalleikari Wolverine hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. SYRGIR LEDGER Christian Bale segist ekki hafa horft á eina einustu frétt um dauða Heaths Ledger.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.