Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 88
60 9. maí 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Skotlandi um þarsíðustu mánaða- mót. Í ljós kom að lærvöðvi rifn- aði lítillega en hann er þó allur að koma til. „Ég fékk ekki rétta greiningu fyrr en ég kom aftur til Frakk- lands og þá fékk ég að vita að ég yrði frá í fjórar vikur. Síðan eru liðnar tæpar fimm vikur og ég er enn að skríða saman,“ sagði Veig- ar, sem leikur með franska úrvals- deildarliðinu Nancy. Hann gekk í raðir liðsins frá Stabæk í Noregi í janúar síðastliðnum en hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum síðan þá. „Nú eru fjórir leikir eftir á tímabilinu og þar af eru tveir strax í næstu viku. Ég verð ekki með í þeim tveimur og það er svo spurning um hina tvo. Hins vegar er leikformið mitt ekki upp á marga fiska enda er ég ekki búinn að spila neitt af viti síðan tímabilinu lauk í Noregi.“ Hann segir þó að forráða- menn Nancy hafi sýnt sér þol inmæði . „Þeir sögðu að ég ætti að nota þetta tímabil til að koma mér fyrir og læra betur á nýtt land og nýja menningu. Það er næsta tímabil sem telur hjá mér.“ Stabæk varð Noregsmeistari í haust en hefur byrjað illa á núver- andi tímabili – unnið aðeins einn af fyrstu sjö. „Það hefur verið erfitt að fylgj- ast með gengi liðsins enda er ég vitaskuld mikill Stabæk-maður. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem þeir misstu aðeins tvo leik- menn eftir tímabilið en fengu 4-5 í staðinn. En ég vona að liðið fari að rétta úr kútnum.“ Nancy er sem stendur í fjór- tánda sæti frönsku úrvalsdeildar- innar, sjö stigum frá fallsæti. - esá Veigar Páll enn að jafna sig á meiðslum á læri sem hann hlaut á landsliðsæfingu í aprílbyrjun: Veigar Páll spilar varla meira á tímabilinu VEIGAR PÁLL Hér með bún- ing Nancy. FÓTBOLTI Ungstirnið Theo Walcott hefur skrifað undir nýjan lang- tímasamning við Arsenal. Samn- ingurinn er talinn renna út árið 2013. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samn- ing. Ég er afar hamingjusamur hjá félaginu og vil þakka öllum sem hafa aðstoðað mig við að taka framförum hérna,“ sagði Walcott, sem kom frá Southamp- ton árið 2006. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum hæstánægður með þessi tíðindi. „Theo er afar greindur leik- maður sem hefur tekið miklum framförum á þessari leiktíð,“ sagði Wenger en Walcott er afar ánægður með stjórann sinn. „Það er frábært að vinna með besta knattspyrnustjóra heims og spila á Emirates-vellinum. Það er ótrúlegur staður til að spila knattspyrnu. Ég vil spila hér áfram og hlakka til að ná árangri með þessu félagi,“ sagði Walcott að lokum. - hbg Theo Walcott: Skrifaði undir nýjan samning THEO WALCOTT Ánægður með nýja samninginn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingar verða áberandi þegar úrslitahelg- in í þýska bikarnum fer fram í Hamburg um helgina. Í dag fara fram undanúrslitin. Þá mætast Hamburg og Gum- mersbach í fyrri leik dagsins en síðari leikurinn er ekki af verri gerðinni en þá mætast Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.20. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudag. Sá leikur verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport. Róbert Gunnarsson verður í eldlínunni með Gummersbach en í hinum slagnum mætast Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, og Guð- jón Valur Sigurðsson, leikmaður Löwen. Liðin mættust á dögunum í undanúrslitum Meistaradeildar- innar. Þá fór Kiel illa með Löwen í fyrri leiknum en Löwen marði sigur í seinni leiknum. Það sagði Guðjón Valur vera afar mikilvægt því leikmenn þyrftu að trúa því að þeir gætu lagt hið ógnarsterka lið Kiel sem þegar hefur tryggt sér þýska meistaratitilinn. - hbg Bikarhelgi í Þýskalandi: Önnur lota hjá Kiel og Löwen GUÐJÓN VALUR Verður í lykilhlutverki hjá Löwen í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.