Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 35
VIÐ GRETTISLEIÐI Í FAGRANESI Jón
spurði Gretti hvort legsteinninn væri á
réttum stað. Fornkappanum var ekki
svarafátt þó málið sé í raun nokkuð
flókið.
fjölda manns og Þorbjörn hrökkl-
aðist í burtu með hausinn. Síðan
ætlaði hann að ríða með haus-
inn til þings og reið suður Sand,
ætli það sé ekki Stórisandur. En
á leiðinni guggnar hann og gróf
hann þá hausinn í þúfu sem síðan
er kölluð Grettisþúfa. En svo var
Grettir fluttur heim að Bjargi og
jarðaður þar undir annarri Grett-
isþúfu. Þannig að Grettir er graf-
inn á tveimur stöðum og ég fór
eitt sinn frá Fagranesi og setti
kílómetramælinn á núll þegar
ég lagði af stað, og þegar ég var
kominn að Bjargi þá stóð hann í
156. Þannig að það eru 156 kíló-
metrar milli bols og höfuðs á
Gretti ef Vatnsskarð er fariðo.“
Jarlinn hristist allur meðan hann
hlær að einum viðaukanum enn
af Grettissögu.
Það er eins með fólk og bækur
Nokkrum sinnum hefur Jón kom-
ist í hann krappan í Drangey. Eitt
sinn féll stórt grjót skammt frá
höfði hans þegar hann var að síga
þar og eitt skiptið féll hann í sjó-
inn. Hann hefur með hjálp góðra
manna látið setja stiga, gera höfn
og lagt stíga þar en iðulega þarf
að vinna bót á öllu aftur þar sem
hrun ryður öllu um koll. En fær
hann aldrei leið á þessu Drang-
eyjarbrambolti, áttræður mað-
urinn? „Nei, nei. Þetta er ekki
verri vinna en hver önnur. Ég fæ
að umgangast margt fólk og það
þykir mér skemmtilegt. Það er
með fólk eins og bækur; það eru
ekki alltaf bækurnar í fallegasta
bandinu sem eru skemmtilegast-
ar. Ó já, þær eru ófáar konurnar
sem ég hef leitt um Tæpaskeið og
fyrir Altarishornið að altari Guð-
mundar góða en margar verða
skelfingu lostnar þegar komið er
að horninu. Ég hef verið óskaplega
rogginn af því að margar þeirra
hafa sagt við mig: „Mikið óskap-
lega ertu með góðar hendur.“ Það
er ágætt að hafa góða hjálpar-
hönd. Annars er það nú skemmti-
legast að sjá fólkið þegar það er
komið upp á eyna, þá finnst því
það hafa mikinn öldung að velli
lagt, eins og þar stendur.“
Blaðamaður fór ekki út í Drang-
ey svo ekki fékk hann að kynnast
þeirri tilfinningu það skiptið en
hitt er víst að hann hitti merkan
öldung sem hefur margsinnis lagt
mikinn öldung að velli.
➜ ÖRLÖG GRETTIS EFTIR AÐ HANN FER ÚT Í DRANGEY
Fagranes
Grettislaug
Drangey
Bjarg
Sauðárkrókur
Ketubjörg
Sléttuhlíð
Grettir fer til Drangeyjar með
Illuga bróður sínum og Glaumi
þræli. Ásdís móðir þeirra kvaddi
þá með þessum orðum:
„Mun ég hvorigan ykkarn sjá
sinni síðan ... Sjáið þið vel fyrir
svikum, en vopnbitnir munið þið
verða. En undarlega hafa mér
draumar gengið. Gæt ykkar vel
við gerningum. Fátt mun ramm-
ara en forneskjan.“
Hafði Grettir þá verið sekur í
fimmtán eða sextán ár.
Glaumur átti að halda lífi í eldi
þar í Drangey en gleymdi sér við
starfann og slokknaði eldurinn.
Varð Grettir illur og skammaði
þræl en synti þvínæst til lands
og kom að bænum Reykjum og
laugaði sig í lauginni. Þarna er
nú Grettislaug og skálinn sem
Jón Eiríksson hefur látið reisa og
bryggjan þaðan sem farið er til
Drangeyjar.
Grettir særðist síðan á fæti er
hann ætlaði að höggva tré sem
fóstra Þorbjörns önguls hafði
lagt bölvun á og látið reka að
eyjunni.
Drep kemur í sárið. Kerling hvet-
ur Þorbjörn til að fara til Drang-
eyjar að vega Gretti, var Grettir
þá rúmfastur vegna meiðslanna.
Þorbjörn og menn hans vega
Gretti, höggva hönd hans af, til
að ná saxinu, og hausinn einnig.
Grettir var grafinn í Drangey,
síðan voru bein hans flutt að
Reykjum, þar sem Grettislaug er
og því næst að Fagranesi. Haus
hans liggur undir Grettisþúfu að
Bjargi.
Þorsteinn Drómundur Ásmund-
arson, hálfbróðir Grettis, vegur
Þorbjörn öngul í Miklagarði sem
nú heitir Istanbúl í Tyrklandi.
Grettir hafði á árum áður gert
grín að máttleysislegum hönd-
um Þorsteins, þótti honum þær
jafnvel kvenlegar. Kvað Þorsteinn
þær hins vegar þess megnugar
að hefna hans.
NÓATÚNI 17
S: 414 1700
STRANDGÖTU 9
S: 414 1730
MIÐVANGI 2-4
S: 414 1735
AUSTURVEGI 34
S: 414 1745
HAFNARGÖTU 90
S: 414 1740
HLÍÐASMÁRA 10
S: 414 1760
REYKJAVÍKURVEGI 66
S: 414 1750
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR SELFOSSKEFLAVÍK KÓPAVOGURHAFNARFJÖRÐUR
www.tolvulistinn.is
TL.IS
179.990159.990129.990
Hvers vegna að taka áhættu
með aðra fartölvutegund?
JÁ EF
3G