Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 28
28 9. maí 2009 LAUGARDAGUR M itt happ í líf- inu var að enda hér á Sogni, það hefur bein- línis bjargað lífi mínu.“ Sá sem svo mælir er ungur sjúkling- ur á Sogni sem hefur verið þar í um það bil ár. Síðan í janúar 2006 hefur hann einungis verið þrjá mánuði frjáls. Hann sat á Litla- Hrauni og fannst vistin þar hel- víti líkust. Eftir grófa líkamsár- ás var hann dæmdur til vistar að Sogni. Þar segist hann hafa tæki- færi til að byggja líf sitt upp, öfugt við Litla-Hraun. Þaðan komi menn út verri en þeir fóru inn. Sjúkling- urinn hefur blómstrað á Sogni og fengið að nýta tölvuþekkingu sína, líkt og síðar er komið að. Að Sogni hefur verið starfrækt réttargeðdeild síðan árið 1992. Þar áður voru engin úrræði hér á landi fyrir þá afbrotamenn sem voru veikir á geði og ýmist þurfti að vista þá erlendis eða hreinlega í fangelsum hér heima. Pláss er fyrir sjö sjúklinga að Sogni og er hvert pláss nýtt. Húsið var upp- haflega reist sem barnaheimili en síðan var því breytt í meðferð- arstöð á vegum SÁÁ. Húsið hent- ar því kannski ekki endilega sem réttargeðdeild, en starfsfólk reyn- ir að gera sitt best. „Við kvörtum ekki,“ segir Fann ey Björg Karlsdóttir iðju- þjálfi. „Það er þó ýmislegt sem betur mætti fara hér. Helst vant- ar okkur aðstöðu til að sjúkling- arnir geti tekið þátt í matseld og venjulegum eldhússtörfum. Það getur verið ansi bratt fyrir marga að fara út í lífið og þurfa að standa á eigin fótum. Hér er allt í föstum skorðum og menn fá matinn sinn á ákveðnum tíma. Úti í samfélaginu þurfa þeir að sjá um sig sjálfir, þó að við höfum oft eftirlit með þeim fyrsta kastið.“ Sjúkrastofnun Meðaldvalartími að Sogni er um þrjú ár, en dvöl þar er ekki bundin tíma. Margir dvelja þó lengur þar og sá sem lengst hefur verið hefur dvalið á Sogni í 17 ár. Starfsfólkið segir að það helgist fyrst og fremst af því að ekki eru til önnur með- ferðarúrræði fyrir hann. Á Sogni dvelja bæði sakhæfir og ósakhæfir einstaklingar, en allir eiga það sameiginlegt að hafa fram- ið glæp. Þeir fá viðeigandi meðferð og læra smátt og smátt að byggja lífið upp á ný og fóta sig í samfé- lagi manna. Þegar einstaklingur er talinn hæfur til þess fer mál hans fyrir héraðsdóm. Tveir lögfræðingar og einn geðlæknir meta hvort með- ferð sé lokið og hægt sé að sleppa viðkomandi. Stundum er það gert með kvöð um eftirlit í ákveðinn tíma, en það er einstaklingsbund- ið. Og stundum hafnar dómurinn beiðninni og viðkomandi fer aftur inn á Sogn. Það þarf því með öðrum orðum að dæma menn út af Sogni. Sogn er sjúkrastofnun og þeir sem þar eru undirgangast meðferð. Stofnunin tilheyrði áður Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, en frá og með 1. apríl heyrir stofnunin undir geð- deild Landspítalans. Sjúklingarn- ir fá þau lyf sem þeir þarfnast og undirgangast fjölbreytt meðferð- arúrræði. Fjölbreytt iðja Vistmenn á Sogni taka þátt í fjöl- breyttri iðju fyrir utan hina eig- inlegu læknismeðferð. Fyrir utan tölvuverkefnið, sem getið er sér- staklega hér til hliðar, má nefna listmálun og ýmsar hannyrðir. Þá taka vistmenn fullan þátt í umhirðu lóðarinnar, klippa runna, slá gras og hugsa um garðinn. Gróðurhús er á staðnum og þar eru ræktaðar matjurtir sem síðan eru færðar í matjurtagarðinn. „Hér er nóg að gera ef þú vilt gera eitthvað,“ segir vistmaður- inn. Sjúklingarnir hafa færi á að sýna frumkvæði í því sem þeir vilja gera, líkt og tölvuverkefnið er gott dæmi um. Þá má nefna að þeir sýndu því áhuga að spila golf og gengu þá sjálfir í að koma sér upp golfvelli á túninu. Vissulega verða þar ekki haldin Íslandsmót, en völlurinn er gott dæmi um þá sjálfsbjargarviðleitni sem leitast er við að rækta hjá þeim. Staðurinn er með smárútu og reglulega er reynt að fara með sjúklingana, þá sem treysta sér til þess, í lengri ferðir. „Við förum reglulega að Þingvöllum, líklega eins og flestir Íslendingar, höfum farið að Skógum að Geysi og í Sel- vog, svo dæmi séu nefnd,“ segir Drífa Eysteinsdóttir starfsmaður. Þá nefnir hún sérlega ánægjulega heimsókn að Sólheimum. „Síðan förum við náttúrlega reglulega í búðarferðir og lyftum okkur líka upp og förum í sund, bíó eða leikhús. Við fórum til dæmis að sjá Ladda. Auðvitað eru okkur skorður settar og við getum ekki farið hvert sem er með sjúkling- ana. Þá eru gæslumenn með í för. Sjúklingarnir reyna hins vegar allir að koma með, því þetta er til- breyting í hversdagsleikanum.“ Þegar Sogn færðist undir Land- spítalann færði Heilbrigðisstofn- un Suðurlands vistmönnum að gjöf flatskjá og leikjatölvu. Eitt af því sem menn gera sér til dundurs að Sogni er að fara í Singstar-leikinn, sem er keppni í söng. Ekki eru þó allir tilbúnir í slíkt, enda er maður óvíða berskjaldaðri en með míkra- fón í hönd. „Maður verður samt Þetta hefur orðið til þess að ég hef fengið áhuga á að hjálpa veikum einstaklingum í framtíðinni. Ég hef reynt ýmislegt sjálfur og gæti gefið af mér til annarra. FRAMHALD Á SÍÐU 30 Mín lukka að lenda á Sogni Á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi er unnið mikilvægt starf með afbrotamönnum sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Þar eru bæði sak- og ósakhæfir afbrotamenn sem reyna að púsla lífi sínu saman áður en haldið er út í samfélagið á ný. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður og Stefán Karlsson ljósmyndari kíktu í heimsókn að Sogni og kynntu sér starfsemina þar. VEGVÍSIR Á Sogni læra vistmenn að fóta sig aftur í lífinu og þeim vísað á rétta braut. Þeir sem þar lenda eru dæmdir þangað inn og þegar þeir eru taldir hæfir eru þeir dæmdir aftur út í samfélagið. „Ég er veikur af sjúkdómi sem ég losna alls ekki við og það er að hekla. Ég er búinn að hekla húfur á hálfa þjóð- ina,“ segir einn vistmannanna. Hann á forláta húfusafn af þéttriðnum húfum í öllum regnbogans litum. Og félagar hans eru ánægðir með húfurnar sem hann hefur gefið þeim. Hann segist ekki aðeins gefa af sér með húfunum, hann styðji ýmis góðgerðasamtök. „Mér finnst gott að styðja og styrkja og hefur alltaf þótt.“ Heklarinn er einnig mikill bíla- og tækjaáhugamaður og í herbergi hans er að finna fjöldann allan af blöðum um það áhugamál hans. Þrátt fyrir áhugann hefur honum ekki tekist að seðja hann með mörgum bílferðum. Hann segist enda búa við annan sjúkdóm einnig; hann sé svo heiftarlega bílveikur. Hann verður því að láta sér blöðin nægja. Og á meðan blöðin eru skoðuð, eða húfurnar heklaðar, er hlustað á tónlist. Rúnar Júlíusson er í miklu uppáhaldi og diskur sem gefinn var út honum til minningar. „Mér finnst lagið sem hann syngur til að kveðja mjög áhrifa- mikið. Stundum finnst mér eins og ég sé að fara og þá hlusta ég á þetta lag.“ Spurður hvort tónlistin hafi ekki bara þessi áhrif á hann samsinnir hann. „Jú, Rúnar hefur áhrif á alla sem hlusta á hann.“ Heklið er minn sjúkdómur LISTFENGI Húfurnar eru list ilega heklaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.