Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 72
44 9. maí 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Sunnudag kl. 20. Elektra-hópurinn spilar á Kjarvals- stöðum í annað sinn: Á tónleikunum á sunnudag verður haldið til Þýska- lands og Austurríkis þar sem verk gömlu meistaranna, Mozarts, Beet- hovens og Brahms, verða í hávegum höfð. Þegar hefur Elektra Ensemble haldið eina tónleika á Kjarvalsstöð- um þar sem viðkomustaðurinn var Rússland. > Ekki missa af … Vortónleikum Kammerkórs Mosfellsbæjar sem verða í Kjarnanum í Mosfellsbæ á sunnudag kl. 17.00. Á efnis- skránni eru fjölbreytt verk frá ýmsum tímabilum allt frá end- urreisn fram til dagsins í dag. Stjórnandi kórsins er Símon H. Ívarsson. Ásamt kórnum kemur fram kammersveit frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og slagverksleikarar úr Listaskóla Mosfellsbæjar. Meistarauppeldi Það styttist í umsóknarfresti fyrir þá sem vilja sækja um nám til meist- araprófs í tónsmíðum við Listahá- skóla Íslands en boðið er upp á það í annað sinn á komandi vetri. Þegar eru fyrir þrír nemendur sem eru að ljúka sérhæfðum leiðum gegn- um námið en Listaháskólinn hefur kosið að sníða námið alfarið kring- um séráhuga og sérfræðisvið nem- enda. Nám og kennsla eru einstakl- ingsmiðuð. Kjartan Ólafsson, tónskáld og tónsmiður, segir að ólíkt stöðunni hér á landi finni menn fyrir sam- drætti í aðsókn að tónlistarskólum á æðri námsstigum. Hér sé aðsókn enn að aukast. Líklega er ekki kominn í gegn að fullu sá stóri stabbi sem tónlistar- skólakerfið gat af sér og þótt tón- menntunarkerfið sé ekki altækt um grunnskólann eru þar enn fjöl- margir nemendur sem stunda tón- list sér til þroska. Verði ekki lát á tónmenntun í landinu af fjárhags- legum ástæðum getur Kjartan litið björtum augum til framtíðarinnar: því skyldu menn ekki læra hér til tónsmíða af ýmsu tagi? Hann segir líka að fyrirkomulag- ið við kennsluna með sérhæfingu veki athygli á Norðurlöndum þar sem hefð og vani ríki í æðri tónlist- arstofnunum. Þá hafi einnig borist fyrirspurn- ir víðar að. Enda ekki fráleitt að við getum selt nám víða um lönd rétt eins og margar aðrar þjóðir hafa selt okkur um langt árabil. - pbb TÓNLIST Kjartan Ólafsson, tónskáld og prófessor. Þeir kalla hana Fræði og framkvæmd, eina af yngri námsbrautunum í LHÍ sem hóf göngu sína haustið 2005 við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Nú í vor lýkur annar árgangur braut- arinnar námi og frá og með deginum í dag byrja nemendur að sýna lokaverk- efni sín á dreifðum sýningarstöðum víða um höfuðborgina. Lýkur sýning- artörninni ekki fyrr en 17. maí. Í þessum útskriftarhópi brautarinnar eru átta nemendur og endurspegla útskriftar- verkefni þeirra áherslu námsins á frumsköp- un og eru því fjölbreytt; allt frá útvarps- verkum til innsetninga. Lögð er áhersla á að nemendur móti sér einstaklingsbundna sýn á form leiklistarinnar og er spennandi að sjá hvernig kennurum og nemendum hefur tekist til í náminu, og ekki síður hvernig þetta leik- listarfólk framtíðarinnar tekst á við lifandi miðil leiklistarinnar sem er svo háð bæði vel- þóknun áhorfenda og forvitni og opinberum styrkjum til frekari framkvæmda. Fræði og framkvæmd átti að skapa grund- völl til nýsköpunar og auka fjölbreytni í íslensku sviðslistaumhverfi, segja þeir hjá Listaháskólanum og tóku sumir á þann veg að þar með væri hin svokallaða akademía að setja sig skör hærra annarri leiklistar- starfsemi í landinu. Í náminu, sem er jöfn- um höndum fræðilegt og verklegt, var lögð áhersla á leiklist í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir bæði fræðilegar og listrænar rannsóknir á leik- list. Með rannsókn er ekki átt við akademíska rannsóknarvinnu í hefðbundnum skilningi. Námið átti að snúast um sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar, tungumál hennar og snertifleti við aðrar listgreinar. Velt er upp grundvallarspurningum um form, hefð og aðferðir leiklistar og nemendum kynntar helstu kenningar og stefnur, bæði sem snerta leiklist og list leikarans, sem og aðrar teg- undir af sviðslistum. Skorin segist búa nem- endur undir störf eða framhaldsnám í leiklist með því að auka sérþekkingu þeirra og hvetja til frumsköpunar, auk þess sem námsbraut- inni er ætlað að renna stoðum undir gagn- rýna sýn nemandans á listgreinina, umhverfi sitt og eigin verk. Lokaverkefnin verða víða sýnd næstu daga og er skilmerkilega greint frá sýninga- stöðum og tímum á vefslóðinni: http://lhi. is/2009/05/06/utskriftarverkefni-nemenda-i- fraedi-og-framkvaemd-8-17-mai/. pbb@frettabladid.is FURÐA, FRÆÐI, FRAMKVÆMD LEIKLIST Útskriftarhópurinn sem frumsýnir verk sín víða nú um helgina. MYND/LHÍ Þess er víða minnst um þessar mundir að helsti skáldjöfur Norð- manna, Knut Hamsun, fæddist fyrir 150 árum. Hluti dagskrár af þessu tilefni hér er sýning á kvikmynd Henning Carlsen, Sulti, sem gerð er eftir sam- nefndri skáld- sögu Hamsun sem kunn er í íslenskri þýð- ingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi. Verður myndin sýnd í dag kl. 16 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn- arfirði. Kvikmyndin Sultur hlaut dönsku Bodil-verðlaunin sem besta danska bíómyndin árið 1967 og Per Oscarsson var val- inn besti leikarinn í Cannes árið 1966. Jafnframt fékk hann Bodil- verðlaunin og Gullbjölluna í Sví- þjóð árið 1967 sem besti leikar- inn. Myndin er talin höfuðverk Henning Carlsen og varðveitir einstakar myndir af gömlu hverf- unum í Kristjaníu (Osló) sem voru rifin skömmu eftir tökur myndarinnar. Sultur gerist árið 1890 og fjall- ar um rithöfundinn Pontus sem ráfar vannærður og matarlaus um stræti Kristjaníu og þráir að finna ástina og útgefanda fyrir ritverk sín. En hann verður ein- göngu fyrir áföllum og þján- ingu og raunveruleikaskyn hans brenglast. - pbb Sultur KNUT HAMSUN Í dag verður opnuð í Náttúru- fræðistofu Kópavogs sýningin MINJAR, náttúra í myndlist og myndlist í náttúru. Þar gefur að líta verk sem flest eru unnin sérstaklega fyrir húsakynni Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tengsl náttúru og myndlist- ar eru hér í brennipunkti í breiðum skilningi, en einnig flettast inn vangaveltur um söfn almennt og hvaða hlut- verki þau hafa að gegna. Hvað leitast þau við að varðveita og passa upp á að komandi kynslóðir fái að sjá og hvaða sögu inniheldur það sem gest- um er sýnt? Eftir hvaða kerfi eru munirnir flokkaðir og á hvaða hátt eru þeir settir fram til sýnis? Náttúran hefur lengi verið listamönnum hugleikin. Á þessari sýningu eiga mynd- listarverkin samtal við þá gripi sem fyrir eru. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Líndal, Bjarki Braga- son, Eygló Harðardóttir, Harpa Árnadóttir, Harpa Dögg Kjart- ansdóttir, Hekla Dögg Jónsdótt- ir, Helga Arnalds, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan, Hildur Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónsdótt- ir, Jeannette Castioni, Magnea Ásmundsdóttir, Pétur Thomsen, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigurrós Svava Ólafsdóttir og Unnar Örn. Sýningarstjórar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir. - pbb Náttúra og myndlist í safni MYNDLIST Án titils fyrir Carl Von Linné eftir Hildigunni Birgis- dóttur. MYND/NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.